Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 12
ÞJÓÐVIUINN
Þriðjudagur 6. marz 1962 — 27. árgangur — 53. tölublað
Á dagskrá Menningarviku Sanrtaka hernáms-
andstæðinga í Listamannaskálanum í kvöld verð-
ur rætt um íslenzka myndlist þessarar aldar og
flutt tónverk eftir íslenzk tónskáld.
Dagskráin hefst klukkan níu,
cg í'lytur Björn Th. Björnsson
listfræðingur erindi: íslenzk mál-
aralist á 20. öld. Einnig leikur
Jórunn Viðar á píanó Sónötu op.
1 eftir Hallgrím Helgason.
Þegar Þjóðviljinn spurði Björn
Th. Björnsson um meginþráðinn
í erindinu um íslenzka málara-
list, svaraði hann:
— Ég reyni fyrst að gera grein
fyrir þjóðernislegum forsendum
þess að íslenzk málaralist tekur
að dafna um aldamótin, og rek
BÍðan helztu þróunarskeið hennar.
Ég leitast við að sýna fram á
iþjóðfélagslegar forsendur fyrir
breytingunum sem verða.
— Erindið er ekki miðað við
að áheyrendurnir hafi neina sér-
Btaka þekkingu á málaralist okk-
ar, það er miðað við fólk sem
hefur séð nokkuð af myndum en
ekki gert sér fulla grein fyrir
samhenginu í þróun málai'alistar-
innar hjá okkui', forsendunum
fyrir hinum ýmsu þáttum henn-
ar.
— Með erindinu sýni ég lit-
skuggamyndii' af verkunum, sem
um er rætt.
Aðgangur að dagskrá menning-
arvikunnar er seldur á 25 krónur.
Listamannaskálinn tekur ekki
nema um 200 manns í sæti, svo
ráðlegt er að tryggja sér miða
í tíma. Fyrirframsala er í skrif-
stofunni Mjóstræti 3, símar
23647 og 24701, og í Listamanna-
skalanum frá því listsýningin þar
er opnuð klukkan tvö.
rdðherrafund
WASHINGTON — PARlS 5/3 —
Krustjoff forsætisráðherra hefur
sent Kennedy og Macmillan orð-
sendingu og lýst því yfir að
Sovétríkin væru reiðubúin að
taka þátt í utanríkisráðherra-
fundi í sambandi við afvopnunar-
þingið í Genf. I Washington var
orðsendingunni tekið með á-
nægju. Krustjoff mun hafa til-
kynnt að Gromyko utanríkisráð-
herra muni fara til Genfar.
Blaðafulltrúi Kennedys sagði
ekkert yrði frekar látið uppi um
• Níu flugferðir til
Vestmannaeyja
VESTMANNAEYJUM, 2/3 —
I síðasta mánuði voru farnar
níu flugferðir milli lands og Eyja
og var þar af flogið í röð fimm
daga mí mánuðinum.
orðsendinguna fyrr en forsetinn
hefur grandskoðað hana. Líklegt
þykir að Kennedy svari Krústjoff
innan sólarhrings.
Macmillan sagði í dag að orð-
sending Knistjoffs boðaði nýja
von um að eitthvað þokaðist í
samkomulagsátt. — Vér teljum
að samningsuppkastið frá því í
apríl 1961 verði grundvöllur um-
ræðnanna, þótt vér munum einn-
ig taka aðrar tillögur ttil at-
hugunar.
Franska stjqrnin hefur ákveðið
að senda ekki fulltrúa á afvopn-
unarþingið. í tilkynningu sem
birt var í París í kvöld, segir að
Frakkar geti ekki fallist á að
hætta tilraunum sínum með
kjarnavopn nema því aðeins að
samið verði um að eyðileggja
þær birgðir sem nú eru til staðar
af slíkum vopnum.
Asifcln fjáröflun til að»
stoðar við vangefna
ÖH heilbrigðis- og félagsmála-
nefnd efri deildafr Alþingis lagði
til að samþykkt yrði stjórnar-
frumvarp um aukna fjáröflun til
aðstoðar við vangefið fólk.
Frumvarpið gerir ráð fyrir
framlengingu þeirrar fjáröflun-
ar í þessu skyni að greitt verði
Bérstakt gjald af hverri seldri
Jgosdrykkjaflösku í landinu.
Samkvænrt frumvarpinu fram-
lengist þessi heimild um fimm ár
og gjaldið hækkar úr 10 aurum
í 30 aura. Hafa samtök iðnrek-
enda mótmælt hækkun gjaldsins,
og skrifað Alþingi þar um.
Frumvarpið var til 2. umr.
í efri deild í ígær, og voru grein-
ar þess samþykktar með sam-
hljóða atkvæðum og málinu vís-
Björn Th. Björnsson
Ilallgrímur Helgason
Jórunn Viðar
fórust í flug-
DOUALA 53. — 111 menn létu
lífið í flugslysi nálægt Douala-
flugveliinum í Kamerún í gær-
kveldi.
Slysið varð laust fyrir klukkan
hálf átta í gæi'kveldi. Þota frá
brezka flugvélaginu Caladonia
Scottish Airways hafi þá rétt
hafið sig til lofts frá Douala.
Flugvélin hrapaði niður í mýr-
leridi eftir nokkurra mínútna
flug. Slýsstaðurinn var aðeins
nokkra kílómetra frá flugvellin-
um, en niðamyrkur, torfærð og
slagveður gerðu. aliar björgunar-
aðgerðir óhemju erfiðar.
101 farþegi var í flugvéiinni,
þar af þrjú börn. og auk þess
var tíu manna áhöfn. Meðal far-
þeganna voru 41 brezkir eða rod-
esískir ríkisborgaraii 60 Suður-
Afríkumenn, Þjóðverjar, Italir
og Danir. Áhöfn flugvélarinnar
var brezk. Vélin var að koma frá
Lissabon og átti næst að lenda
í Lagos.
Brot úr flakinu liggja á dreif
á stóru svæði og talið er að
enginn sem í flugvélinni var hafi
Ein umferS eftir
Um helgina voru tefldar 21. og
22. umferð á skákmótinu í
Stokkhólmi. I 21. umferð vann
Fischer Bolbochan og Barcza
vann Uhlmann. Jafntefli gerðu
Petrosjan og Yanowsky, Geller
og Schweber, Bisguier og Ber-
tok, Gligoric og Kortsnoj, Ger-
mann og Stein. Aðrar skákir
fóru í bið. Friðrik tefldi við
Cuellar og átti betri stöðu í bið-
skákinni.
I 22. umferð vann Stein Cuell-
ar, Geller vann Yanowsky, Fisc-
her vann Bertok, Aron vann
Portisch, Bolbochan vann Pomar
og Uhlmann vann Bisguier en
Filip og Gligoric gerðu jafntefli.
Aðrar skákir fóru í bið. Friðrik
Framhald á 10. síðu.
lifað atburðinn af, þótt ekki hafi
lík allra fundizt enn.
Annað slys á viku.
Ekki eru nema íjórir dagar
liðnir síðan annað ægilegt fiug-
slys varð. Það var s.l. fimmtu-
dag, er Boeing-þota hrapaði í
grennd við Ildewilde-flugvöllinn
í New York. Með henni fórust
95 menn.
Lokaviðrœður
é miðvikudag
PARlS 5 3. — Lokaumræður
Frakkar og Serkjastj. um frið
í Alsír verða hafnar næstkom-
andi miðvikudag og fara líklega
fram einhvers staðar í nágrenni
við Evian.
Fyrirliði frönsku sendinefndar-
innar verður nú Alsírmálaráð-
herrann, Louis Joxe.
Utanríkisráðherra Serkjastjórn-
ar er nú á leiðinni til Sviss.
Hann sagði í dag að ef franska
stjórnin væri staðráðin í að upp-
ræta OAS-samtökin þá myndi
allt fara vel í Alsír eftir að
vopnahléi hefur verið komið á.
Hann kvaðst einnig gera ráð fyr-
ir að lokaumræðurnar tækjust vel
þótt eftir væri að koma sér.sam-
an um fáein mikilvæg atriði.
Kvöldskóli
alþýðu
Kvöldskóli alþýðu heldur
áfram í kvöld kl. 8.30 í
Tjarnargötu 20.
Björgvin Salómonsson
lýkur crindaflokki sínum
um sögu verkalýðshreyfing-
arinnar. Hann tekur nú fyr-
ir sögu Alþýðusambandsins.
Aukinnar varuðar gætt
við uppskipun áburðar
Aukinnar varúðar verður fram-
vegis gætt við uppskipun á ó-
sekkjuðum áburði, en í síðustu
viku urðu nokkur briigð að því
að verkamenn sem við uppskip-
unarstiirfin unnu veiktust, og þó
ekki alvarlega.
Á veikindum þessum bar fyr-
ir helg'jna. en þá hai'ði um nokk-
urra daga skeið verið unnið við
uppskipun á ósekkjuðum áburði
til Áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi. Þar sem áburður hafði
aldrei áður verið fluttur ósekkj-
aður til landsins, en vitað að
uppskipun á honum fylgdu mik-
il óþrif, sneru fulltrúar Dags-
brúnar sér þegar til borgarlækn-
is og báðu emþættið að fylgj-
ast með vinnunnj og kynna sér
hvort heilsu verkamannanna
stafaði hætta af. Kynnti fulltrúi
bo.rgarlæknis sér ailar aðstæður.
Seinni part síðustú viku tók
að bera á því að verbamennirn-
ir fengju blóðnasir og eymsl í
hálsinn. Óskaði Dagsbrún þá
strax eftir læknisrannsókn á
mönnunum. Sex verkamenn sem
skoðaðir voru urðu allir að hætta
störfum. Flestir þeirra mættu þó
aftur til vinnu í gær.
í gær ræddu fulitrúar Dags-
brúnar, borgarlæknis og trúnað-
arlæknir Dagsbrúnar um breyt-
ingar á starfsháttum við áburð-
aruppskipunina o.g varð að sam-
komulagi að taka upp ýmsar
varúðarráðstafanir, m.a. skulu
verkamenn nota rykgrímur og
hlífðargleraugu við vinnuna og
gæta ber þess að þeir séu ekki
við störf of lengj í senn.