Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 11
Francis Clifford hjarta hans á sama hátt og þeg- ar hann vaknaði í Los Angeles fyrir tveimur dögum o.g gerði sér ljóst hvar hann var og hvað beið hans. En nú beindist það að honum sjálfum fyrir að glutra út úr höndum sér bví tækifæri sem hann hafði feng- ið. Hannl,f5Í1fi*%tram "slyttislega á undan Hayden og í hverju spori lærði hann sjálfur hvern- ig það var að þola brennandi sólarhitann án þess að ver.a rek- inn áfram af von eða hræðslu; hvern:g það var að hafa byssu við bakið í stað þess að halda á henni í hendinni. Hayden gekk á hælunum á honum, þó ekki of nærri. Hann horfði á óljósar, bláar hæðirn- 'ar við sjóndeildarhring, velti fyrir sér hvort það væri þarna sem þeir hefðu legið daginn áð- ur; þárna sem leitarsveitirnar kómu niður. Hann íírúði því ekki að þeir hefðu gengið svo langt síðan um sólarlag og gleði hans og léttir dofnuðu meðan hann skimaði árangurslaust eftir ein- hverjum nálægarj hæðum. Það var annar hæðahryggur, en hann var í norðvestri, o.g hann gerði ráð fyrir að það væri sá sem þ?ir höfðu gengið fram- hjá síðari hluta nætur. En samt > var eins og hann væri ekki á réttum stað, og hann fór að fá þá ónotalegu tilfinn:ngu að hann stefndi ekki í rétta átt. Sólin var framundan við hægri hliðina á honum, svo að hann vissi að það gat ekki ver.ð, en samt á- sótti þessi hugsun hann-í sí- fellu. Þegar hann leit fram íyr- ir sig virtist allt svo ósköp líkt því sem var á bakvið þá. Og skrælnað kjarrið sem teygði sig glampandi í allar áttir undir glóandi himni var alveg eins í hvaða átt sem litið var. 62. dogur Það sáust engin landamerki. Eng.'nn virtist gera tilkall til þessarar auðnar. En það skipti ekki miklu máli hvar þau voru. Það var himinninn sem máli skipti og Hayden horfði kvíða- fullur upp í hann, leitaði að díl- unum í norðri, sem myndu tákna að leitinni væri enn haldið á- fram, hlustaðj eftir einhverju hljóði sem gæti komið frá flug- vélum. Fastir iiðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna". 18.00 Tónlistortími barnanna: (Jón G. Þórarinsson). 19.50 ÁVarp frá Rauða krossi ís- /’ifmd!T’(En/:-;'STgúf’8th- Sfgutðs- son landlæknir). 20.00 Vinsæl lög: Sinfóníuhjjóm“ syéit Donalds Voorhees leik- - ul. , 20.15 Fram'haldsleiltritið „Gtóstar vonir“. , . : 20.50 „Kindertotenlieder", laga- flokkur eftir Gustav Mahler. 21.20 Ný níki í Suðurálfu; V. er- indi: Mali (Eiríkur Sigur- bergsson viðsldptafræðingur). 21.45 Ungir . íslenzkir tónlistar- menn: Sónata fyrir fiðlu og píanó’ eftir Jón S. Jónsson (Einar G. Sveinbjörnsson og Þorkell Sigurbjörnsson leika). 22.10 Passíusálmur (13). 22.20 Lög unga fólksins (Úlfar Syeinbjörnsson). 23.10 DagskrárVok. Harin byggðj allar vonir sínar á því. að til þeirra sæist áður en margir klukkutímar liðu. Það voru tveir dagar síðan þeir höfðu fengið mat, einn dagur síð- an þeir höfðu drukkið og það dró óðum af þeim. Þeir voru þegar farnir að ganga hægar.og sólin var ,að gera þá st^laða. Hún virtjst elta þá-éih%' leítr arljós, beinast að hverjum og eínum sérstaklega,- . strengj a á höfuðleðri þeirra og blinda þá með ljóma sínum. Hvergi var skjól að fá. Þetta skrælnaða til- breytingarleysi teygði úr sér svo langt sem augað eygði, þeir voru ofurseldir því alla leiðina að hæðunum sem sveimuðu í hita- móðu út við sjóndeildarhrlnginn — enn lengra ef ekkert kæmi þeim til bjargar. Þeir þokuðust áfram fáeina kílómetra, slöguðu innanum kjarrið. Þeir voru næstum komn- ir á móts við hæðahrygginn til vinstri og fjarlægu hæðrnar höfðu færzt ögn nær. En himinn- inn var ennþá auður. Ekkert hreyfðist í endalausri víðáttu hans og Hayden varð enn kvíða- fyllri. Drengurinn haltraðj við hlið- ina á honum — verr á sig kom- inn en nokkru sinnj fyrr. Öðru hverju reyndi Hayden að stynja upp einhverjum hvatningarorð- um en qftast afskræmdi tuftgan orð hans og gerði þau óskiljan- leg. Skuggar þeirra skruppu inn að máttlausum fótum þeirra þeg- ar sólin nálgaðist hádegisstað. Því hærra sem hún reis, því ó- vissari varð Hayden Um stefn- una. Efasemdirnar sóttu æ fast- ar að honum og hann fylltist ótta. Annar fjallgarður var að takg á’ slg myrid' í ’ nor'ðatistri, d'ekkti fiólulita-móðuna, og-það gerði hann enn ringlaðri. Hann reyndi að átta sig á honum, en allt fór í bendu í huga hans. Harin varð æ taugaspenntari. Brátt þurfti hann að taka á öllu sem hann átti rtil að láta Boog halda stefn- unnj á hæðirnar sem hann hafði valið í fyrstu. Engin hreyfing sást á himninum, iauð og brunnin sléttan rann alls staðar saman við hann. En auðnin virtist alls staðar gefa honum bendingar, hvetja hann til að breyta um sfefnu. Hann barð.ist við þessar kenndir, vitandi það að úti var um þá ef hann léti undan. Hann hélt dauðahaldi i síðustu leifar skynseminnar og neyddi sjálfan sig til að halda í sömu átt. Þeir héldu áfram. Það voru engar flugvélar. Mínúturnar urðu að klukkustundum, metr- arnir að kílómetrum. Og há- degissólin þurrkaði upp síðasta sv'itann, þurrkaði úr þe:m alla von og hatur, þurrkaði iallt upp nema djúpar, rakar heilafelling- arnar. Það skipti ekki lengur máli hver hafði byssuna. Allt í einu rauf Bo.og þögnina. Það var eins og Hayden vaknaði af draumi. Boog hafði stanzað og hann gekk næstum á hann. ,,Vatn!“ stundi Boog. „Vatn!“ Það var hvísl, hást og urgandi eins og þegar vír nuddast við tré Vantrúaður leit Hayden þang- að sem hann benti og skimaði píreygur til hægri. Og hvað sá hann nema vatn í fjarlægð, stóra víðáttu af vatni; bláa og glitr- andi í sólskininu. ,.Vatn“, hvíslaði Boog aftur og riðaði á fótunum. Hann fór að skjögra í áttina þangað. Hayden og drengurinn fylgdu honum eftir og það korr- aði undarlega í þeim. Þeir bröltu áfram æðislega og allt var gleymt, allt hvarf fyrir voninni um vatnið bláa og glitrandi spöl- korn framundan En svo, allt í einu var það ekki lengur þarna. Það var eins og sólin hefði drukkið það í sig. Þe:r sáu ekkert nema slétturn- gr sem titruðu í. hitanum. Það' leið stundarkorn áður en þeir áttuðu sig á því að það var horf- ið, áður en þeir námu staðar og störðu máttvana og undrandi fram fyrir sig. Þeir góndu agn- dofa og ringlaðir, trúðu ekki sínum eigin augum. En elns og eftir pöntun myndaðist önnur hriling, byrjaði eins og lítill poll- ur, varð siðan breitt og mikið blátt vatn. Það virtist enn nær, en þe:r hikuðu ögn áður en þeir fóru af stað. Nokkur andartök liðu og hillingarnar urðu skýr- ari. Þeir röltu af stað, dálítið tortryggnir, gengu hægt fyrst en smám saman varð úr þessu eins konar hlaup. Næstu tíu, tuttugu, þrjátíu metrana sáu þeir vatnið. Svo eyðilagði sólin það, sleikti það upp eins og af ill- girni. Það var eins og eitthvert æði gripi þá alla. Drengurinn barði saman hnefunum í angist og örvæntingu og fleygði sér niður. Hann velti sér á jörð’nni, dróst saman í keng og fór að gráta. Hayden stóð kyrr, svo yfirkom- inn að hann gat ekkert annað en glápt út í fjarskann eins og hálf- viti. Og Boo.g fór að hlæja. Það var hræðilegt hljóð. sambland af urri og kjökri. Hann strengdi á vörunum og allur líkami hans hmtlst. Hann bandaði heilbrigða handleggnum máttleý'sislega og riðaði til og frá með;an hann hristist af híátrinum... Það var eins og Hayden vakn- aði við þetta. Veikum rómi. skip- §ði hann drengrjum að standa á fætur. Þeir væru að' sóa tim- anum. „Iiættu þessu“, .sagði hann við ■ Boog. • • „Hættu • þessu og gakktu af stað“. Hann otaði byssunni. „Af stað“, sagði hann og benti. Boog flissaði og gegndi. Drengurinn stóð upp, riðaði á fótunum og hökti síðan af stað við hliðina á Hayden. Þeir héldu áfram í norðurátt og minningin um það sem þeir höfðu séð vék ekki frá þeim. Og eyðimörkin beið þeirra undir auðum himrii. ÞJÓÐVILJANN vantar Sendisveinn óskast fyrir hádegi, þarf að hafa hjól. Þjóðviljmn — Sími 17-500 ÞJOÐVILJANN vantar ungiing til blaðburðar um LÖNGUHLÍEl Áfgreiðslan — Sími 17-500 OTSALA — Otsala á gerfi og plastblómum næstu daga. — Mikið úrval. Einnig eru blómlaukarnir komnir. Dalíftr — Begóníur — Bóndarósir. Mikið úrval af okkar ógleymdu lifandi blómum: Túlípönum — Páskaliljum o. fl. I BLÓMASKALINN við Nýbýlaveg. BLÓMA og GRÆNMETISMARKAÐURINN, Laugavegi 63 STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Nómsmót im f jármunamyndim- armál og fjármálastjórn fyrirtækja verður haldið í Borgarnesi dagana 29. maí til 1. júní 1962. Leiðbeinendur verða tveir sænskir sérfræðingar, Dr. K. H. Fraenkel og K. ter Vehn. Þátttakendum gefst kostur á að taka iþátt í undirbúnings- umræðufundum í marz, apríl og maí um viðfangsefni námsmótsins. - ; Tala þátttakenda er takmörkuð. Umsóknir um þátttöku sendist til Stjórnunarfélags íslands í pósthólf 155, Reykjavík. Stjórnin. Elskulegu börnin okkar JÓNA STEFÁNSDÓTTIR og LARUS DANÍEL stefAnsson verða jarðsungin frá kapellunni í Hnífsdal fimmtudaginn ! 8. marz klukkan 2 e.h. . . í Sigfríð Lárusdóttir og Stefán Björnsson. s'NGté í ‘I . . } ■S3 Þökkum Siglfirðingum og öllum öðrum nær og fiær er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarfölf i sonar okkar, bróður og mags, , AUÐUNS HÓLMARS FRÍMANNSSONAR. Sérstakar þakkir færum við Bæjarútgerð SiglufjarðaP svo og ýmsum félagssamtökum í bæriuiri, fyfir þá virð- ingu sem vottuð var hinum látna. Guð blessi ykkur öll. Björg Benediktsdóttir, Frimann Guðnason, Guðrún Frímannsdóttir, Ólafur Nicolagisson. Þriðjudagur 6. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — ( :. c**. :S -:-Cn v -- . *.íl. • i > J .• :• ? f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.