Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 9
 Sitt af hverju • ARNI SIGURÐSSON í 25. SÆTI í SVIGI Keppni í alpagrcinum i Holmenkollenmótinu hófst um helgina. í stórsvigi sigraði Bud Werner USA, næstur kom Finninn, sem var sigur- vegari í fyrra, og í þriðja sæti var Norðmaðurinn Knut Bere. I keppni kvenna sigraði Berit Strand og voru norskar stúlk- ur í fjórum efstu sætunum. Mcsta athygli vakti þátttaka Karim Aga Khaiss, sem var í 27. sæti, eftir að hafa brunað brautina af öryggi en ekki nægum hraða. I svigkeppninni sigraði Norðmaðurinn Arild Ilolm, en Ferris USA og Bud voru í öðru og þriðja sæti. Karim Aka Khan, sem keppir fyrir Engiand, var í 16. sæti og eini íslcndingurinn, sem tckur þátt í Holmenkollenmótinu, Árni Sigurðsson frá Isafirði, var í 25. sæti. í DANMÖRKU • KNATTSPYRNA HAFIN Danir eru byrjaðir að keppa í knattspyrnu. Um helgina fóru fram fyrstu leikir í Norðursjávarkeppninni. — Brann vann Álaborg 2:1 og Frederikshavn vann Viking 6:1. ■< - • RÚSSI SIGRAÐI í SKÍÐASKOTKEPPNI Heimsmeistari í skotkeppni á skíðum varð Meljankin frá Sovétríkjunum. Finni og Rússi voru í öðru og þriðja sæti. Keppnin er fólgin í því að ganga vissa vegalengd á skíðum og skjóta í mark á leiðinni. Sá sem fær bezta göngutíma og hæfir flest mörkin samanlagt skoðast sigurvegari. • RECKNAGEL SIGRAÐI TVÍVEGIS Um helgina fór fram „skíða- flugkeppnþ1 í Kulm og sigr- aði Helmut Recknagel bæði laugardag og sunnudag. Ilann stökk lengst 136 m. Næstur honum kom Wolfgang Happel frá V-Þýzkalandi. • MU BURSTAÐI TOTTENHAM Það gerðist markverðast í ensku knattspyrnunni um helgina að Manchester United vann Tottenham með yfir. burðum, 6:2. MU var í fall- liættu, en Tottenham lenti í þriðja sæti við þetta óvænta tap. Burnley sigraði West Ham 6:0 og Ipswich sigraði Sheffield United 4:0. • SVÍI ÆTLAR AÐ RÁÐA TIL SÍN ATVINNU- MENN í KNATTSPYRNU Sænski hnefaleikaumboðs- maðurinn Per Olof Ahl hefur í hyggju að græða stóran pening á knattspyrnu. Hann ætlar að ráða til sín flokk atvinnuleikmanna og láta þá leika víða um heim. Svíinn hefur góð sambönd í Milano og Barcelona og hefur þegar iauglýst eftir leikmönnum. Ennfremur eru líkur til að hann ráði til sín sænska knattspyrnumenn. • PATTERSON OG LISTON KEPPA LÍK- LEGA í SUMAR Floyd Pattcrson liefur skýrt frá því opinberlega að hann vilji keppa við Sonny Liston í sumar og muni keppnin eiga sér stað í Los Angeles eða New York. Liston hafði áður neitað tilboði um 12*4% í sinn lilut, en segir nú að hann muni keppa ef hnefa- leikaráðinu finnist það réttlát hlutskipti. utan úr heimi í spennandi leik gerðu Fram og VíKingur jafntefli Það var mikið að gera hjá handkiiattleiksmönnum um helgina og urðu aðal átökin í leik Fram og Víkings í 1. deild karla, en þar urðu úrslit þau að liðin skildu jöfn — 22 mörk gegn 22. Víkingar fóru vel af stað og settu þrjú fyrstu mörkin og héldu forustunni, þar til Fram jafnaði 6:6. Voru þá liðnar 10 min af leiknum. Víkingar tóku nftur forustuna tvívegis, en Framarar jafna 8:8, og voru þá 15 mín liðnar af le!k. En nú dró ský fyrir sólu hjá Vík- ing er Framarar settu fimm mörk í röð. Víkingar svöruðu hinsvegar með þrem mörkum fyrir leikhléið og var því stað- an 13:11 Fram í vil. VíkingUr vann síðari hálfle'k 11:9, en það nægði ekki til isigurs. Víkingunum tókst að jafna leikinn þegar 10 mín voru liðnar af síðari hálfleiknum 16: 16 o.g setti Jóhann Gíslason tvö síðustu mörkin, annað úr mjög erfiðrj aðstöðu. Ingólfur tekur forustuna fyrir Fram, en Pétur jafnar eftir hornkast frá Jóhanni sem sendi knöttinn til Péturs sem lék sig frían á markteignum,- 17:17.-•• Steiriar nær forustunni fyrir Víking með línukasti, en Guðjón jafn- ar af löngu færi fyr.'r Fram 18:18. Stuttu síðar er Guðjón aftur á ferðinni með langskot og nær forustunni fyrir Fram, en Rósmundur jafnar með skoti af púnktalínunni. Framarar setja nú tvö mörk, Ingólfur og Sigurður Einarsson, en Jóhann eitt. fyrir Víking. Guðjón nær aftur tveggja marka forskoti fyrir Fram, en Víkingar vinna á og Rós- mundur setur glæsilegt mark eftir að hafa leikið á tvo varn- armenn Fram og stökk siðan í meistaraft. kvenna i Á laugardagskvöld fóru fram^ tveir leikir í I. deild kvenn- anna, og höfðu báðir mikla’ þýðingu fyrir úrslitin. Sigui*veg- ararnir Valur og FH hafa ekki enn tapað leik hingað til, svo allar líkur benda til þess að þau lið bítist um titilinn síðasta kvöldið. ^ Valur vann Víking 14:5 Þótt Víkingur skoraði fyrsta markið í leiknum hafði Valur yfirhöndina frá byrjun, og Víkingsstúlkunum tókst aldrei að ógna, eða ná tökum á leikn- um. Fyrri hálfleikur endaði 8:2 fyrir Val. Síðari hálfeikurinn var svolítið jafnari, hvað mörk snertir, því þá „einangruðu“ Víkingsstúlkurnar Sigríði Sig- urðar í Valsliðinu, en hún er aðalskytta Vals. Þetta tókst nokkuð vel, eða svo, að hún skoraði aðeins einu sinni í síð- ari hálfleiknum. Sú sem gætti Sigríðar braut oft gegn henni, og það var gamla sagan að það er eins og það sé litið smáum augum á brot þessi, sem framin eru gegn hinum „sterka", og það er eins og dómararnir líti í nokkurskonar vorkunnsemi á brot hins „veika“. Það er við- tekin regla þegar taka á hinn ■hættulega „úr umferð“, að litið er mildum augum á þau brot, sem þeir verða fyrir. Lið Víkings er ekki eins sterkt og í fyrra, enda leika ýmsar ungar stúlkur, sem ekki hafa enn fengið þá þjálfun og reynslu sem þeim er nauðsyn- leg og kemur með æfingu og leikjum. Aftur á móti hafa litlar breytingar orðið á liði Vals síð- an í fyrra, og er greinileg fram- för hjá liðinu. Vöm þeirra er sterk og þétt, og viss kraftur í liöinu og baráttuvilji. Sigríður Sigurðardóttir er sú sem hefur forustuna og gefur liðinu í heild traust og öryggi, en margar hinna eru oft skemmtilega leikandi og sókn- djarfar og áttu mörg ágæt skot af línu. Voru þar harðastar þær Erla og Bára. Þær sem skoruðu fyrir Val voru: Sigríður 6, Erla 4, Bára 3 og Hrefna 1. Fyrir Víking skoruðu: Elín 2, Ásrún, Bettjþ og Halldóra 1 hver. Dómari var Gunnlaugit Hjálmarsson og dæmdi yfirleitfe vel. FH vann Ármann 9:6 i FH-stúlkurnar byrjuðu mjð£ vel og höfðu leikinn • í hendf sinni með mikið meiri hraða o£ Framhald á 10. síðu. GóS þáttt. sunnarJands í Eandsgöngu Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, skýrði okk- ur frá því í gær, að landsgangan á skíðum hefði byrjað hér á laug- ardag og hefði þátttaka verlð góð um helgina. Gangan fór fram við flest- alla skála íþróttafélag- ianna undir handleiðslu sérstakra starfsmanna. Norðan- og vestanlands er gangan ekki byrjuð, þar sem veður var óhag- stætt um helgina. Undir- búningi er samt lokið, víðasthvar. Skíðaferðir skólanem- erida eru nú í fullum gangi og nú í vikunni faranemendur gagnfræða- skóla til 2ja nátta dvalar í skíðaskálum í nágrenn- inu. Má því búast við að þátttaka í landsgöngunni verði góð í þessarj viku. Steðan í 1. deild efftir leik Fram ! og Víkings 1 Lið 1 u t j mörk stT FH 3 3 0 0 109:60 8 Fram 3 2 0 1 83:62 3 Víkingur 3 1 1 1 60.58 S ÍR 2 1 1 0 41:60 3 KR 4 1 3 0 85:92 3 Valur 3 0 3 0 58:104 0 Frá leik Fram og Víkings sem lyktaði með jafntefli. Bræðiuiþr Pétur og Sigurður í Vílting eru að stöðva einn leikmann Fram, sem reynir að brjótast í gegn. Álengdar stendur fyrirliði Fram, Iiilmar Ólafsson. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Mýtt (heims)met í há- stökki án átrennu 176 upp af markteignum. Steinar jafnar síðan fyrir Víking, eftir sendingu frá Jóhanni inn á markteiginn, og voru þá rúm- ar þrjár mín til leiksloka. Mörk Fram settu þeir Ingólfur 7, Guðjón 7, Ágúst 5, Hilmar, Sigurður og Karl 1 mark hvor. Mörk Víkings settu Jóhann 6, Rósmundur 6, Björn K. 4, Steinar og Sigurður H. 2 hvor Pétur og Bjarni 1 mark hvor. Dómari var Frímann Gunn- laugsson. • Haukar unnu ÍBK í 2. deild 49:2»1 Haukarnir eru í miklum upp. gangi; þeir (bókstaflega léku sér iað Keflvíkingum, sem máttu sín lrtils vegna hraða Hauk- anna. Flest mörk fyrir Hauka settj Ásgeir 20, Viðar 14. Fyrir ÍBK M'atthías 8,. Sigurður 5. H. 1 I sambandi við 55 ára afmæli ÍR verður m.a. haldið innanhússmót í frjálsum íþróttum um næstu helgi með þátttöku Norðmannsins Jolin Ev- andt. Nú um helgina setti John Evandt nýtt norskt met í hástökki án atrennu, og um leið óstað- fest heimsmet, með því að stökkva 1,76 m, en met Vilhjáhns var 1,75 m. Evandt stöikk 3,50 í lang- stöklú án atrennu. Þessi árangur Evandts mun gera keppnina hér heima enn meir spennandi en ella. ★ Annað kvöld hefst svo sundmót ÍR og taka þátt í því þrír crlendir gestir, eins og áður hefur verið skýrt frá. Þriðjudagur 6. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.