Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 4
Slys og slysavarnir í>að má með sanni segja, að slysavarnir hafi eflzt hér á landi með risaskrefum allt frá því að Jón heitinn Bergsveins- son hóf sitt brautryðjanda- starf, studdur af Guðmundi heitnum Björnssyni landlækni, Þorsteini skipstjóra Þorsteins- syni í Þórshamri og mörgum öðrum ágætismönnum. Áður hafði verið talað um slysa- varnir, en þá var hafizt handa um framkvæmdir, af mann- dómi og dugnaði. Nú eru björgunarsveitir starfandi í öllum sjóplássum, skipaðar mörgum úrvalsmönn- um, og búnar ýmsum ágætum tækjum til björgunar frá landi. Skipsbrotsmannaskýli hafa víða verið reist eða eyði- býlum breytt til þessara af- nota. 1 þessari miklu sókn hef- ur starf íslenzkra kvenna ver- ið ómetanlegt, við fjársöfnun og athafnir. f þremur lands- fjórðungum hefur verið safn- að andvirði björgunarskips og þau byggð. Á Austurlandi stendur slík söfnun yfir. Á miðunum eru nú líka oftast varðskip sem eru búin tækj- um til björgunar. Á þessu sviði hefur þjóðin „gengið til góðs götuna fram eftir veg“. Á verSi En þrátt fyrir mikið og fórn- fúst starf kvenna og karla víðsvegar um iand allt, eru alltaf öðru hverju höggvin skörð í þær fylkingar hraustra drengja sem sjóinn sækja. Við eigum í eilífu stríði við Ægi konung. Og nú á þessum stormasama vetri höfum við verið minntir áþreifanlega á, að hér er full þörf, að standa á verði. Atburðir af því tagi þegar togarinn Elliði frá Siglufirði sökk á opnu hafi, eftir að hafa fengið á sig brotsjó sýnaj að björgun er oft aðeins fram- kvæmanleg vegna þess að vel er staðið á verði. Loftskeyta- maður togarans stóð æðrulaus á verði og kallaði með sendi- tækjum sínum út í myrkrið á öidum Ijósvakans á hjálp. Og starfsbræður 'hans stóðu líka trúir á sínum verði og tóku á móti kallinu; þess vegna varð björgun möguleg. Og svo giftusámlega tókst til í þessu tiifelli, að togarinn Júpítep. eitt af beztu sjóskip- um veiðiflotans, undir öruggri stjórn hins gamalreynda gæfu- ríka skipstjóra Bjarna Ingi- marssonar, var þarna næst staddur og kom til hjálpar. Þarna var æðrulaust staðið á verði á báðar hendur, hvað sem hættum leið. Af þeirri ástæðu og þeirri ástæðu einni, var björgun möguleg. Gúmbjörg- unarbáfarmr Síðan gúmbjörgunarbátarnir komu til sögunnar hafa þeir bjargað mörgum mannslífum, bæði hér við íslandsstrendur og annarsstaðar. Það er því mikil framför og öryggi fólg- ið í því að hafa þá. En það er nú einu sinni þannig á sjó, að valt er að treysta á aðeins eitt, og þess vegna held ég líka að við megum í engu slaka á um kröfur til annarra björgunar- tækja, svo sem venjulegra lífbáta, þó við höfum fengið gúmbjörgunarbátana. Eftir því sem björgunartækin eru fleiri, eftir því verða möguleikarnir til björgunar meiri. Á því held ég að sé enginn vafi. En nú á þessum vetri hafa komið fram gallar á hinum þörfu gúmbjörgunarbátum, sem verður að laga. Það hefur komið fyrir hvað eftir ann- að, að nælonlínan sem fest er í bátinn hefur slitnað um leið og báturinn var kominn á sjóinn og á hana reyndi. Stundum hefur bátinn hrakið þannig mannlausan frá þeim er þurfa hans með til björg- unar, eða örlítið brot skips- hafnar hefur hrakizt frá skipi af sömu ástæðum, áður en fleiri höfðu tækifæri á að komast um borð. Stundum hefur þetta valdið manntjóni. Skipaskoðunarstjóri sagði í útvarpi fyrir fáum dögum, að fundnir væru þeir höfuðgall- ar á festingárútbúnaði gúm- bátanna sem þessu hafa vald- ið, óg yrði bætt þar úr. Hér verður að ganga ærugglegj^ð verki, því mi'kið er í húfi að vel takist til. Menn mega ekki missa trú á björgunargildi þessara tækjá vegna Óhappa sem óneitahlega stafa af göll-' uðum útbúnaði frá hendi' framleiðanda. Hér verður að toæta um éins og hægt er. Og eftirlit með 'þessum tækjum verður á öllum tímum og alls- staðar að vera í öruggum Gúmbáturinn sem skipverjar á Elliða björguðuust á yfir í Júpíter liggur á hafnarbakkanum í Reykjavík. höndum samvizkusamra manna, sem gera sér ljóst að það getur kostað mannslíf ef útaf er brugðið. Öryggi op- innavélbáta Á síðustu árum hefur opn- um vélbátum fjölgað mikið víðsvegar í sjávarplássum landsins. Þessi fjölgun stafar af aukinni fiskigengd á grunn- miðum síðan fiskveiðiland- 'helgin varð stærri. Þegar ég hef verið að skoða þessa báta, þá hefur mér fundizt að auka þurfi öryggi þeirra. Og með þeirri tækni sem rutt hefur sér til rúms á síðustu árum( held ég endi- lega að þetta sé hægt. Það þarf að búa þessa báta þannig, að þeir geti ekki sokk- ið, þó þeir fyllist af sjó eða gat komi á byrðing. Hvað má þá til hjálpar verða í þessu tilfelli? Auðveldasta leiðin til að auka öryggi opinna vélbáta og ná því marki að þeir Sökkvi ekki þó þeir fyllist af sjó eða gat komi á byrðing, er sú að mínum dómi, að koma fyrir í þeim efni er heldur þeim á floti. í þessu tilfelli held ég að hægt.sé að nota plastefni sem komið væri fyrir undir þóftum bátsins, hjá báðum stefnum og máske víðar, án þess að rými bátsins minnkaði svo nokkru verulegu næmi. Til eru plast- efni sem ráða yfir geysilega miklu flotmagni, en hafa jafn- framt þá mildu kosti að taka ekki í sig sjó eða raka, svo nokkru nemi, og það þó að efnið verði fyrir stungum vegna óhappa. Hér skilur á milli öryggisbúnaðar úr plasti og venjulegra málmhylkja, sem tapa öllu flotmagrii um leið og gat kemur á þau. Ég vil hérmeð beina þessari hug- ,. Qiynd.jyiinni !(,tj.l filjíg,93iarnaíé- lags íslattds og Skipaskoðunar ríkisins, til rannsóknar og fyrirgr.eiðslu. Gísli Johnsen Björgu.narbáturinn Gísli Johnsen, sem jafnan er til taks ef sjófarendur þurfa hjálpar með í næsta nágrenni Reykjavíkur, er eins og menn vita, gefinn Slysavarnafélag- inu af Gísla J. Johnsen stór- kaupmanni, fyrrum stórútgerð- armanni í Vestmannaeyjum, og önnu konu hans. Mér verður jafnan hlýtt um hjartaræturnar þegar ég sé þennan bát, og ég held að það sé vegna þess, að honum hafi fylgt svo einlægur hugur gefendanna út í starfið. Ég lít á þessa höfðinglegu gjöf sem þakklætisvott þessara hjóna til íslenzkrar sjómanna- stéttar. Og óneitanlega sýnir gjöfinj. að hinn gamli útgerð- armaður er minnugur þess, hve störf sjómannsins eru þjóðfélagslega mikil nauðsyn. Hver vill bera FISKlMÁL -Eftir Jóhann J. E. Kúld Þann 20 febrúar var sagt frá því í Ríkisútvarpinu (um hádegið) að nóttina áður hefði rafstraumurinn verið tekinn af útgerðarstöðvum á Reykjanesi, þar á meðal Grindavík og Höfnum. Jafnframt var þess getið að þetta væri í þriðja sinn nú í vetur- sem þetta hefði gerzt. En innsiglingar- djósin til einnar stærstu ver- stöðvar á nesinu.,Grindavíkur, eru á þessari raflínu og eng- inn ljósaútbúnaður til vara og hefur ekki verið. Sömu sögu er að segja frá Höfnum, en kemur þar að minnni sök þar sem mjög lítil eða jafnvel engi.n útgerð er nú þaðan. Þegar þetta gei’ðist voru flestir eða allir Grindavíkur- bátar á sjó, en á skollið versta veðu.r af su.ðaustri, en ekki viðlit að taka Grinda- .•víkurhöfn <sökum Jjósieysis, enda er innsiglingin vandfarin eftir mjórri rennu sem þarna var grafin af dýpkunarskipinu Gretti á sínu.m tíma. Það fylgdi þessari frétt, að vita- málast.ióri hefði nú í hyggju að koma þarna bráðlega upp varaljósaútbúnaði. Þó leitað væri með logandi ljósi um öll fiskiver í nær- liggjandi löndum, þá fullyrði ég að ekkert dæmi fyndist um jafn vítaverða vanrækslu sem þessa. Það fórst Grindavíkurbátur með allri áhöfn þarna skammt undan fyrir nokkrum árum. Þá var sagt að straumurinn hefði verið tékinn af línunni þá nótt. Þá var þetta gert að umtalsefni, og þó hefur ekki ennþá verið komið upp vara- ljósaútbúnaði. Hver ber á- byrgðina á þessu? Rannsókn á sjóslysum Nú á þessum stormasama vetri hafa orðið miklar slys- farir og skipskaðai'. Síðast hvarf línuveiðarinn Stuðlaberg frá Seyðisfirði í djúpið út af Stafnesi með ellefu manna áhöfn. Það er sorgarsaga. Þetta er þriðja skipið sem ferst með áhöfn á þessum slóðum með fárra ára milli- bili. Fyrst vitaskipið Hermóð- ur, svo línuveiðarinn Rafnkell og nú Stuðlaberg. Þegar Her- móður fórst, var ofsaveiður, en í hin skiptin er ekki talið að svo hafi verið, heldur um frekar slæmt sjóveður að ræða. ’ Þeir sem stundað hafa sjó á Suðurnesjum vita, að leiðin út af Stafnesi er hættuleg sökum þess, að þar er misdýpi mikið, sem orsakar hættulegt sjólag) sérstaklega í suð-vest- anátt. Þessa fjölförnu siglingaleið fyrir Reykjanesið þarf og verður að merkja vel með ljósduflu.m á stuttu millibili. Þetta hefði átt að vera búið að gera fiyrir löngu. En nú verður Slysavarnafélagið að knýja á að hcr verði hafizt handa. Við megum ekki bíða eftir því. að fjórða stórslysið verði þarna. En við eigum að gera meira. Þegar svona sjóslys verða, þá ætti hverju sinni að fara fram á því ýtarleg rannsókn, hvort orsök viðkomandi slyss sé í * einHverju hægt ^T) “ f'óft.jh''til þess, að viðkomandi skipi hafi í einhverju verið ábótavant hvað sjóhæfni. viðkemúr. Þe{ta er okku.r nauðsynlegt að vita ef gera á allt sem hægt er, til að fyrirbyggja slys. En slíka rannsókn er ekki hægt að gera nema með þvf móti að smíða smá „model“-skip eftir viðkomandi teikni.ngum, og síðan láta prófa sióhæfni slíks „model“-skips. Slíkar rann- sóknir er hægt að framkvæma í fullkomnum skipasmíða- stöðvum erlendis. — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.