Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 5
Strauss sakaður um BERLÍN — í vesturþýzkum blöðum koma nú fram stöð- ugt 'háværari kröfur um, að sambandsþingið í Bonn skipi nefnd til að rannsaka þær þungu ásakanir, sem settar eru fram gegn Franz-Josef Strauss, hermálaráðherra Vestur-Þýzkalands. Önnur þingnefnd er önnum kafin í Ðusseldorf við að afhjúpa hneykslismál Kilbs, fyrrver- andi einkaritara Adenauers, sem þáði stórfelldar mútur af þýzkum auðfyrirtækjum. Það er fyrst og fremst hið víð- kunna tímarit „Der Spiegel“ í Hamborg, sem hefur birt fjölda af skjölum, sem styðja ákærurn- ar gegn Strauss, en mörg fleiri blöð taka málið upp. Sósíal- demókratablaðið Frankfurter Rundschau skrifar um málið: — „Der Spiegel hefur ekki haldið því fram, að Strauss hafi viljað auðgast með því að nota sér embættisaðstöðu eða van- virða ráðherraeið sinn(. en tíma- ritið hefur birt, skjöl, sem sanna, að flokksfélagar Strauss tala um að hann hafi gert það. Sérhver maður hefur tækifæri til að hr.einsa sig af röngum ákærum með aðstoð dómstóla. Ráðherra ber skylda til að gera það“. Síðan leggur blaðið til að þing- ið skipi rannsóknarnefnd, og bæt- ír við: „Ennþá er þetta ekki orðið stórhneyksli fyrir Strauss, en það verður það áreiðanlega, ef ekkert gerist“. Hlutabréf handa Strauss Einn höfuðaðilinn, sem flæktur ér í hneykslismálið með Strauss er maður að nafni Johann Evan- gelist Kapfinger, þúbróðir her- málaráðherrans og ávarpaður af honum með orðunum „Kæri Hans“. Kapfinger stofnaði hluta- félagið „Fibag“ ásamt tveim öðr- um mönnum, Lothar Schloss og Karl Willy Braun. Sá fyrri kall- áði sig arkitekt, en sá síðari byggingarverkfræðing. Hvorugur hafði slík réttindi,. Þetta fyrir- tæki hefur það að markmiði að byggja íbúðir fyrir hernámslið Bandaríkjamanna í Vestur- Þýzkalandi. Var um að ræða smiði íbúða fyrir 300 milljónir marka. Hreinn ágóði af verkinu er áætlaður 90 milljónir marka á fíu árum. í yfirlýsingum, sem þeir Schloss og Braun hafa gefið und- ir eið segja þeir, að Kapfinger hafi sagt að þetta væri öruggi gróðafyrirtæki, án nokkurrar á- hættu. Kapfinger hefði annars kvartað yfir því að hann yrði að láta Strauss hermálaráðherra fá helminginn af þeim 25% hluta- bréfum sem hann átti, þar sem óhugsandi væri að fá verkið án hans hjálpar. Áður hafði Braun skýrt frá því, að Kapfinger hefði krafizt 40% hlutabréfanna fyrir sig og Strausíj en síðar hefði hann látið sér nægja 25%. Það sem Kapfinger átti við með því að segia að ekki yæri hægt að fá verkið í hendur án hjálpar Strauss, skýrist með su.mum þeim skjölum sem Spieg- el birti-r. Eitt af þessvjm skjölum er bréf frá Strauss til Mr. Gates, hermálaráðherra Bandarikjanna. í bréfinu. mælir Strauss með arki- tektúrfyrirtæki Schloss til að annast teikingar á öllum íbúðun- um. í bréfi frá Strauss til vinar síns Kapfingers, sem sent var ásamt afriti af bréfinu til Gates, gefur hermálaráðherrann eftirfar- andi ráð: — Ég held að við ættum ekki að þrýsta of mikið á hjá Ame- ríkönu.nu.m, vegna þess að sam- kvæmt reynslunni gæti. það ieitt til rangrar niðurstöðu og nei- kvæðra viðbragða. Upp komast svik Það leið ekki á löngu, 'þar til uppvíst varð um þessi bréfaskipti. Sósíaldemókratar lögðu skriflegar spurningar fyrir Strauss í þing- inu s.l. sumar. Strauss gaf skrif- legt svar. Um það skrifar Spiegel: Ó Hið virðulega kjörna þing þjóðarinnar varð að draga eftir- Franz-Josef Strauss farandi ályktun af þessum spum- ingum og svörum: Varnarmála- ráðherra landsins leggur ein- dregið fil við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum að gera samn- ing um 300 milljón marka bygg- ingarframkvæmdir við arkitekt- úrstúdent, sem ekkert hafði á bak við sig nema skrifborðsstólinn, — sem hann hefur nú ekki leng- ur. í bréfi ráðherrans segir að ráðuneytið hafi „kannað tilboð arkitektúrfyrirtækisins Lothar Framhald á 10. síðr Indversklr kommúnisfar sipryeprar í Kerala Kommúnistar og aðrir stjórn- arandstöðuflokkar í indlandi hafa unnið talsvort á og í sumum héruðum hefur Þjóðþingsflokkur Nehrús forsætisráðherra misst völdin. Kommúnistar yerða að öllum líkindum stærsti stjórnarand- stöðufilokkurinn. Þeir hafa nú hlotið 15 þingsæti. I kosningunum til fylkisþing- anna hefur Þjóðþingsflokkurinn hingað til hlotið meirihluta í 3 af 13 fylkjum. 1 suður-indverska fylkinu Ker- ala hafa kommúnistar og stuðn- ingsflokkar þeirra aukið at- kvæðafjölda sinn upp í 54,4% en við síðustu kosningar fengu þeir 43,3%. Aftur á móti hefur atkvæðafjöldi Þjóðþingsflokksins og bandamanna hans rýrnað úr 48,8% í 44,4%. í Madra-s, Punjab, Bombay, Guyerat hefur Þjóðþingsflokkur- inn þegar tryggt sér völd. I öðrum héruðum hefur hann . látið nokkuð undan síga fyrir j öðrum flokkum, m.a. kommún- I istum sem hlotið hafa .80 þing- sæti. i var til sex m Maður nokkur í Englandi tók upp rangt nafn, klæddi sig tor- kennilega, breytti rithönd sinni og fékk sér síðan vinnu við Barkers Stare í Kensiington. Eitt sinn er hann var að vinnu sinni sem aðstoðargjaldkeri fór hann inn í peningaskáp og stal 26.000 enskum pundum. Maður þessi hefur nú verið dæmdur í sex ára fangelsi. Eftir stuldinn flúði hann og tók aftur upp fyrra nafn og út- lit. Hann neitaði að hafa nokk- urn tíma unnið við fyrirtækið. Þegar dómarinn kvað upp dóm- inn sagði hann: Þjófnaður þessi krafðist skilnings á mannlegu eðli, hugkvæmni, framsýni og hugarstyrks. Það er sorglegt að maður gæddur þessum hæfileik- um skuli ekki hafa notað þá til annars betra. Það má vera að þetta sé samkvæmt því þjóðfé- lagi sem við búum við. — Ég tek til greina hve fín- ,lega þér framkvæmduð þennan sérstæða ,glæp og ég reikna yður það til málsbóta. Þér sældust eftir miklu og þér hafið vandlega metið og vegjð áhættuna. Polycslcr EFNI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. VERÐ Á BUXUM: Karlmannaföt 3 NÝ SNIB MÍLANÓ og NAP0LI fyrirliggjandi. RÓ.MA, nýjasta línan í karl- mannafatnaði kemur bráðléga. Kr. 723.00 — 857.00 — 985.00 MARGIR LITIR. NÝJUSTU SNIÐ. Þriðjudagur '6. marz 1962 — Þ>JÖÐVILJINN — (^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.