Þjóðviljinn - 31.03.1962, Síða 10

Þjóðviljinn - 31.03.1962, Síða 10
ÖSKASTUNDIN — (3 ifc/ — ÓSKASTUNDIN Sagan um Wang Li Eftir Eiizabeth Coatsworth (Framhald.) — Hvað heyri ég, sagði gamla konan, það er þá tengdadóttir í lagi sem þú færir mér heimski sonur. Farðu og sæktu mér glas af vatni, stúlku- kind. Og þúj sagði hún og snéri sér að Wang Li, skalt fá að finna að enn- þá hef ég kraftá til að refsa þér. Og hún tók til að löðrunga hann eins og hún var vön. Þegar hún var orðin þreytt og hætti, gekk Wang Li út í garðinn að sækja handa henni ferska ávexti að styrkja sig á eítir áreynsluna. — Ég verð að gera svo gott úr þessu sem ég get, sagði móðir Wang Li við sjálfa sig, þegar hún hafði borðað ávextina og jafnað sig dálítið. — Son- ur minn hlustar aðeins á það sem honum sjáifum ■ líkar, og hann mun allt- af fara sínar eigin göt- ur. Eftir þetta var hún góð við tengdadóttur sína, sem reyndi að þóknast henni á allan hátt. Eftir þetta iifðu þau öll í sátt og samlyndi. Og þegar Lítla Liljan eignaðist fallegan og hraustan son, var naumast hægt að hugsa sér hamingjusamari fjöl- skyldu. Drengurinn var skírð- ur Loginn Bjarti. Dag nokkurn ekki löngu seinna sátu þau Wang Li og kona hans ein úti í garðinum. Þá lagði Litla Liljan allt í einu frá sér útsaumaða dúkinn, sem hún hafði milli handanná og mælti: — Ég hef fengið skila- boð frá föður mínum. Það virðist sem hinn illgjarni föðurbróðir minn hafi stungið sig á spjótinu þínu og dáið skömmu seinna. Faðir minn hefur því aftur tekið völdin í ríki sínu, cg að sjálf- sögðu er hann -þér mjög þakklátur. — Nú ætlar þú auðvit- að að segja mér frá ein- hverri stórri og fallegri höll, sem við getum feng- ið til að búa í, sagði Wang Li. — Mér leiddist alltaf að búa í höU( svaraði Litla Liljan, þar var ekkert fyrir mig að gera, og ég hef ánægju af því að vinna. Hún tók aftur til við dúkinn sinn. — Maðurinn minn er stoltasti maður í heimi, sagði Litla Liljan við gula silkifiðrildið, sem hún var að enda við að sauma, ég held að hann eigi engan sinn líka. — Stoltur, sagði Wang Li, — ég sem hirði ekki um að vera gerður að prinsi þótt ég eigi kost á því. — Þú ert of stoltur til að viíja vera prins, óg þess vegna elska ég þig. Það var alitaf ósk mín að giftast stoltasta og bezta manninum í víðri veröld. — Ef til vill er það stolt, ef til vill skynsemi, mælti Wang Li, og Litla Liljan skildi hvað hann átti við. Eftir því sem árin liðu varð Wang Li frægur fyrir vizku sína og góð- vild. Menn komu langt að til þess að hetmsækja hann. Þeir géngu við hlið han^ meðan hann þlægði og sáði, trúðu honum fyrir le>Tidajfnálúm sín- um og hlýddu ráðum hans. En stundum þegar Wang Li var mjög önn- um kafinn cg móður hans vantaði nýjan silkikirtil, eða drenginn langaði í sætindi, þá gekk Litla Liljan út í garðinn og snerti mjúklega laufið á mórberjarunnanum, , svo dáiítil hrúga af silfur- peningum h-rundi niður á -jörðina. Og þótt Wang Li væri mjög vitur og kynni skil á mörgum hlutum, þá vissi hann aldrei hvaða leyndarmál konan hans geymdi hjá gamla mór- berjarunnanum. Sögulok. Undrahesfurínn (Framhald.) Undir fjaðurskúfnum var gullhjálmun alsettur dýrindis gimsteinum og andiit hans var hvítt og bjart eins og sólárgeisli. Baldur prins trúði varla sínum eigin augum. þegar honum varð ljóst að hann horfði þarna á spegil- mynd sjálfs sín, en hest- uíánn fullvissaði hann um að svona liti hann nú út og brosti, þegar hann sá undrunarsvip prinsins. Hann bað hann að flýta sér, því að þeir mættu engan tíma missa, og prinsinn, sem var nú sjálfur eins ákafur að komast af stað, fór til for- eldra sinna til að biðja þau fararleyfis. Þegar þau sáu hvaða stakkaskiptum hann hafði tekið, urðu þau furðu lostin, en þeg- ar þau heyrðu hvert hann ætlaði urðu þau mjög sorgmædd, Þau báðu hann að hætta við förina því að margir höfu lagt af stað til að þiðja álfaprinsess- unnar. en enginn komið til baka. En prinsinn sótti þetta svo fast að þau gáfu honum fararleyfi, blessuðu hann og kvöddu með söknuði. Hann söðl- aði hestinn og reið af stað. Þeir þutu yfir fjöll og firnindii unz þeir komu áð himinháu fjalli. Þar námu þeir staðar og hest- urinn lét hann lofa sér því að gera allt sem hann segði honum. ' Fyrst tók hann lítinn tinnustein og fleygði hon- um í fjallshlíðina. Steinn- inn lenti í kletti, sem opnaðist og í ljós kom stór heílir. í hellinum miðjum brann eldur og yfir honum hékk stór aottur fullur af graut. Hjá pottinum stóð gömul norn og hræðri í honum. Hún gau.t augunum kringum £ UNGVERSKT • £ ÆVINTÝRI • sig. og þegar hún sá prinsinn æpti hún reiði- lega: — Ó. maður, maður. Ég skipa þér að segja: — Hættu að hræra í pott- inum, hættu að hræra í pottinum, hættu að hræra í pottinum. Æ, ég er svo þreytt. — Ef þú ert þreytt, svaraði Baldur, skaltu bara hvíla þig stundar- korn. — Bjánl, svaraði nom- in, heldurðu að ég dansi hér umhverfis pottinn að gamni mínu. Ég vildi óska þess að ég gæti hætt. Þú skalt vita að ég er í álögum og verð að hræra í pottinum án afláts, nema hér komi einhver sem kann að opna hell- Inn, og skipi mér að hættai með því að segja þrisvar sinnum: Hættu að hræra í pottinum. Hér hef ég hrært í þúsund ár í þessum svarta graut, ég er því orðin hvíldar- þurfi. Ef þú vilt segja þessi orð; skal ég gefa þér hvað sem þú vilt að launum. — Jæja, sagði prinsinn, ég skal gera það, en fyrst semjum við um launin. Það eina sem ég vil fá er gullsnældan í horninu. Þegar nornin heyrði þetta hoppaði hún upp eins og hún hefði verið stungin af nálaroddum. Hún reyndi að fá hann til að taka heldur geimsteina og aðra dýrgripi. en hann neitaði því. Að lokum hét hún því að hann skyldi má snælduna að launum. Baldur náði í snælduna, færði slg að hellismunn- anum og hrópaði; — Hættu að hræra í pottinum. hættu að hræra í pottinum, hættu að hræra í pottinum. Um leið og hann sleppti síð- asta orðinu stökk hann út úr hellinum. Sjöfætti hesturinn beið fyrir ut- an. Baldur stökk á bak og þeir héldu áfram ferð- inni lengi Jengi. I-oks krmu þeir að öðru fjalli, sem Baldur opnaði á s'ama b.átt og hið fyrra. Þar var önnur nom, sem dansaði í kringum pott og hrærði í honum. Hún hafði verið þarna í tvö þúsund ár. Baldur leysti hana líka úr álögum og hlaut að launum gamalt, ryðgað sverð. (Framhald.) Frá og með 1. apríl n.k. verður símanumer LOFTLEIÐA í Reykjavík: 20200 Gerið svo vel að finna nafn Loftleiða í símaskránni, strikið yfir 18440 og skrifið í staðinn nýja númerið, 20200 Frá 1. apríl verður símanúmer vort: 20 6 80 j 10 línur ) LANDSSMIÐAN. Sparið peningana ; Sjóstakkar (smágallaðir) og fleiri regnflíkur af eldri gerð. Rúmlega hálft verð og fæst enn í Aðalsiiæti 16. 10GFBÆÐI- STÖBF endurskoðua og fasteignasala. Ragnar ólaísson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Sími 2-22-93. AUGLYSING iim veitingu leyfa fyrir ferðakostnaði. Ákveðið hefur verið að hækka gjaldeyrisyfirfærslu til utanfara ísl. ríkis- borgara í allt að kr. 12.000. — einu sinni á ári. Þeir sepi óska að kaupa ferðagjaldeyri, skulu jafnframt leggja fram farseðil til út- landa syo sem verið hefur. Reykjavík, 30. marz 1962. ÚNDSBANKIÍSIANDS. — ÚTVEGSBANKI ISLANDS. imim - - - - , - -..- - . Auglýsing frá Bæjarsímanum Þegar nýju símanúmerin í Hafnarfirði, nr. 51000 til 51499, verða tekin í notkun ,skal athygli síma- notenda vakin á eftirfarandi: 1. Þegar símanotandi ætlar að hringja í eitt af nýju númerunum, velur hann númerið á venju- legan hátt og þá svarar símastúlka, sem gefur samband við símanúmerið. 2. Þegar hringt er frá þessum númenun er af- greiðslan hinsvegar alveg sjáulfvirk. Um næstkom- andi áramót veröur símaafgreiðslan alveg sjálf- virk við 511 símanúmer í Hafnarfirði. Reykjavík, 31. marz 1962. (]0) Ji ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 31. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.