Þjóðviljinn - 18.05.1962, Blaðsíða 14
endinefnd SAL háms&kir ASÍ
:mmÉfíisMi;imm«M:
.... i<;.,-
Kosning ,i. .^jiárn:;^9.isvuJí^ian-
ar'nnar var á dagskrá borgar-
stjó'rnarfundar í gær. Þrír list-
ar komu 'fram, 1 frá Sjálfstæð-
isflokknum, með þrem nöfnum,
eða jaínmörgum oe kjósa skyldi,
1 frá Alþýðubandalaginu með
nafni eins manns, Einars 01-
eelrssonac og einn listi frá
Framsókn með nafni Björns
Guðmundssonar.
Kosningaúrslit urðu þau að
D-listi, Sjálfstæðisflokksins, fékk
9 atkvæði og tvo menn kjörna,
Ksti Alþýðubandalagsiras 4 at-
kyæði og 1 mann kjörinn, listi
Framsóknar 1 atkv. og engan
kjörinn og 1 seðill var auður.
Forseti bæjarstjórnar, Auður
Auðuns, las úrslit atkvæða-
greiðslu og lýsti kjörna tvo
efstu menn á lista Sjálfstæðis-
flokksins og E.'nar Olgeirsson af
lista Alþýðubandalagsins. Við
kosningu varafulltrúa fékk listi
Sjálfstseðísflokksins 10 atkv. og
alla varafulltrúana kjörna.
f>á var tekið fyrir næsta mál
á dagskrá: tillaga Alfreðs Gísla-
Halldér sextugur
Framhald af 4. .síðu
Þegar til átaka dró innan Al-
þýðuflokksins á milli hinna rót-
tæku annarsvegar og tækifæris-
sinnanna hinsvegar iþá skipaði
Halldór sér í sveit hinna fyrr-
nefndu. Varð hann einn af
stofnendum Kommúnistaflokks-
ins.
Halldór varð mikill þyrnir
í augum íhaldsins og kratanna
þar vestra, enda hjó hann ó-
spart á báða bóga. Svo fór, að
atvinnurekendavald þessara að-
ila bókstaflega útilokaði hann
frá allri vinnu. Varð Halldór
iþá að yfirgefa hæinn og flutti
suður á land til að sjá sér
farborða.
A árinu 1943 flutti Halldór
aftur til ísafjarðar og þar hef-
ur hann alið manninn síðan.
Tók hann aftur við ritstjórn
Baldurs, en því folaði hafði
hann ritstýrt eftir að hann
hætti sem ritstjóri Skutuls. Nú
er Halldór ritstjóri Vestfirðings,
blaðs Alþýðubandalagsins.
Halldór hefur setið í bæjar-
stjórn ísafjarðar frá þv£ árið
1958 og er nú einn af vara*-
íorsetum hennar.
Bókavörður við Bókasafn
Isaf jarðar varð Halldór . árið
1947, og hefur gegnt því starfi
síðan af mikilli alúð og sam-
vizkusemi
Við, sem með Halldóri höf-
um unnið, vitum að það var
ekki háð neinni tilviljun, að
hann skipaði sér í sveit hinna
róttæku, þegar til átaka kom
innan Alþýðuflokksins á sínum
tíma. Hann hafði þá þegar
aflað sér haldgóðrar þekkingar
á þjóðfélagsmálum, hann hafði
ríkan skilning á að auðvalds-
skipulag:'ð var aðeins eitt af
þróunarstigunum í sögu mann-
kynsins og að það væri rökrétt,
að það riðaði nú til falls, en við
tæki skipulag sósíalismans. Við
þetta bættist svo, að Halldór
fylgdi þá og hefur ætíð síðan
fylgt því, sem hann taldi vera
sannara og réttara. Hann hef-
ur nefnilega siðferðilegt þrek
í ríkum mæli. Hann hefur
aldrei slakað á klónni.
'Við íslenzkir sósíalistar þökk-
um Halldóri störfin í þágu
stefnu okkar og árnum honum
allra heilla.
Haukur Helgason.
sonar um sumardvöl barna og
urðu um hana allmiklar umræð-
ur. Að lokinni afgreiðslu þess
máls lýsti forseti yfir hálftíma
fundarhíéi, sem bæjarfulltrúar
nota venjulega til kaffidrykkju.
Nú brá svo við að þegar fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins ætluðu
til kaffis kallaði borgarstjóri þá
til yfirheyrslu í lokuðu herbergi
og leið svo hálftíminn að enginn
íulltrúj Sjálfstæðisflokksins kom
í kaffisal.
Fulltrúar annarra fldkka
gengu þá til sæta sinna — og
biðu þess að fundur hæfist að
nýju. Nokkru síðar gekk forseti
til sætis síns, en Geir Hallgríms-
son kvaddi sér hljóðs og óskaði
að fundarhlé yrði framlen'gt urn
hálftíma- enn. , Forseti ' fram-
lengdi fundarhléið.
Að loknu fundarhléi kvaddi
Geir sér hljóðs o.g las ósk um
endurtekna atkvæðagreiðslu um
stjórn Sogsvirkjunarinnar, er
hann kvað undirritaða af öllum
10 fulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins. Voru fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins síðan látnir rétta upp
hendur með því að endurtaka
atkvæðagreiðsluna.
Guðmundur Vigfússon mót-
mæltj harðlega að borgarstjóri
þverbryti þannig fundarsköp,
reglur Qg venjur borgarstjórn-
ar. Kvað hann borgarfulltrúa
hafa fullt frelsi til að greiða at-
kvæði að e:gin vild og algert
brot á lögum og reglum er
borgarstjórnin hefur starfað
eftir að láta kjósa að nýju.
Þórður Björnsson las bókun
ritara borgarstjórnar um at-
kvæðatölur o.g að Einar Oigeirs-
son hefði verið löglega kjör-
inn. Kvað kosninguna hafa verið
afgreidda að lögum fyrr á fund-
inum og mótmælti harðlega að
hún yrði endurtekin.
Alfreð Gíslason kvað troðið
á lögum og reglum 02 beitt
ofbeldi við fulltrúa til að end-
urtaka atkvæðagreiðsluna.
Eftir töluverð orðaskipti milli
fulltrúa endurtók forseti at-
kvæðagreiðsluna. Aðeins einn
listi kom fram og aðeins Sjálf-
stæðísflokksfulltrúar tóku þátt
í henni. Þegar forseti hafði lýst
alla fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins kjörna lét Guðmundur Vig-
fússon bóka eftirfarandi frá
fulltrúum Alþýðubandalagsins:
,Með . skírskotun til þess að
forseti - lýsti án athugasemda úr-
slitum kosningar í stjórn Sogs-
virkjunarinnar, smbr. 11. lið
fundargerðar þcssa fundar, og
síðan hefur fundarstörfum ver-
ið haldið áfram með eðlilegum
hætti og annar dagskrárliður
verið afgreiddur síðan kosningin
fór fram, telja undirritaðir borg-
arfulltrúar samþykkt meirihluta
borgarstjórnar um endúrtekningu
kosningarinnar tröðkun á öllum
reglum og venjum um kosning-
ar í borgarstjórn og mótmæla
henni sem lögleysu og broti á
fundarsköpum og starfsvenjum
borgarstjórnar.
Undirritaðir borgarfulltrúar
munu ckki taka neinn þátt í
þéssari lögleysu og áskilja sér
allan rétt til að kæra hana til
æðri stjórnarvalda og krefjast
úrskurðar þeirra um framferði
forseta og meirihlutans".
Þórður Björnsson lét bóka að
þar sem kosníng hefði. áður far-
ið fram og úrslit bókuð væri
ný kosning lögleysa er -hann
tæki engan þátt í.
Geir Hallgrímsson yar. mjög
miður sín á svip meðan þessu
fór fram og rauk nú til og flutti
tillögu um að vísa ágreiningnum
til félagsmálaráðuneytisins og
samþykktu íhaldsfulltr. (Magnús
XI. meðtalínn) það með sínum
11 atkvæðum.
Með því að kúga fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins þannig til
undirskriftar er Geir Hallgríms-
son að svipta þá réttinum til
leynilegrar atkvæðagreiðslu sam-
kvæmt sannfæringu sinni og
taka upp fasistaaðferðir, og gat
endirinn á borgarstjóraferli
hans vart orðið hraklegri.
Sendinefndin frá Sameinaða arabalýðveldinu sem hér hefur dvalið
heimsótti í gær Alþýöusamband Islands. Hannibal Valdimarsson,
forseti ASl (t.v, á myndinni) tók á móti gestunum. Lengst til
hægri er Gohar sendiherra i Stokkhólmi, og við hlið hans Hannes
Jónsson frá utanríkisráðuneytinu (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
Hálfdán og Sl
fengu milljón
Eins og áður hefur verið
skýrt frá hér í blaðinu, veitti
viðskiptamálaráðuneytið heilcl-
verzlun Friðriks Jörgensens
Rógur MUx
Framh. af 9. síðu.
samstöðu á þingi um að íor-
dæma allar atómvopnatilraun-
ir. Slík samstaða strandaði á
stuðningsmönnum núverandi
ríkisstjórnar, m.a. frú Auði
Auðuns.
Ég hef' nokkrum sinnum séð
sömu eða svipuð ummæli í
bló'ðum andstæðinganna og
Mbl. hefur eftir frú Auði Auð-
uns. Ég hef ekki hirt um að
svara slíku eða hrekja ósann-
indin, enda tafsamt verk að
svara firrum sem birtast í
¦blöðum um menn og málefni.
En ég geri þessa undantekn-
ingu af því að það er sjálfur
forseti borgarstjórnarinnar,
sem nú telur sér sæma að bera
ósannindin fram á opinberum
fundi. Ég hafði að vísu ekki
búizt við því að forseti borgar-
stjórnarinnar vildi verða upp-
vís að o.p:'nberum ósannindum
um borgarfulltrúa, jafnvei ekki
í kosningabaráttu. „En lengi
skal manninn reyna". Séu um-
mæli Morgunblaðsins rétt eftir
höfð sýna þau sérstaka tegund
sannleiksástar o^ drengskapar,
sem ég hefði ekki að óreyndu
viljað ætla oddvita borgar-
stjómar Reykjavíkur.
Guðmundur Vigfússon.
How mms
öKom
öskubakka!
Húseigendafélag. Reykjavíkur.
Ieyfi til að flytja út 700 tonn
af óverkuðum saltfiski lil
Italíu. Salan hefur þegar far-
ið fram og verðið var 121
stpd. tonnið.
1 febrúar seldi SlF 394 tonn
af saltfiski til Italíu og var
söluverð rétt 100 stpd. tonn-
ið.
Umboðsmaður SlF á Italíu
hefur því stungið í sinn vasa
réttti milljón al' útflutningi
þessa eina mánaðar.
Hálfdán Bjarnason er einka-
umboðsmaður SlF á Italíu og
íslenzkur konsiúll. Hann selur
sjálfum sér þann fisk sem
hann fIytur inn, aðrir aðilar
á ílaliu hafa til þessa ekki
fengið íslenzkan fisk til dreif-
ingar.
1 fyrradag hafði ekki ver-
ið gefið út Ieyfi til Friðriks
Jörgensens fyrir áframhald-
andi sölu á hagstæðu yeröi.
Hversvegna?
ÍTÖLSK HUÖÐ-
FÆRI NÝKOMIN
Nýkomnir ítalskir saxófónar Orsi
Alt og Tenór, gullhúðaðir . ,
Italskir Orsi trompetar.
Rafmagnsgitarar, fjórar gerðir, frá kr. 2200,00
Gítarar, kr, 352,00, kr. 449.0Q, kr. 585,00
Xrommusett, — Stakar trommur
Trommuskinn, ensk frá kr. 168,00, kjuðar, burstar
•
H RHM0.NI KUR :
Italskar:
Zero-Zette, model 1962,
120 bassa kr. 7500,00—9700,00
Scandalli 80 foassa kr. 4800,00
Scandalli 32 bássa — 1400,00
Sérenelli 120 bassa — 4200,00
Borsini 120 bassa — 5800,00
Accordiana 120 b. — 5800,00
Accordiana 120 b. — 6200,00
Sabbatini 120 bassa — 3900,00
Serenelli 120 foassa
7 skiptingar — 7400,00
Dönsk píanó (ný uppgcrð)
Höfner rafmagnsgítarar, magn-
arar og pickup væntanlegt
næstu daga.
Póstsendum ;
VERZLUNIN
Njálsgötu 23 — Símji 17692
Þýzkar:
Rogalstandard 32 b. kr. 2700,00
Rogalstandard 60 b. — 3200,00
Weltmester 12 b. — 1769,00
Weltmester 80 b. — 3200,00
Weltmester 120 b. — 5200,00
Firotti 120 bassa — 4920,00
Melodia 120 bassa — 4800,00
Barnaharmonikur frá kr. 79,00.
Harmonikur úr plasti kr. 198,00.
Vibrafónar, margar gerðir, ný-
komnir, frá kr. 37,00.
N
.M. IS. i ¦6»
ÍÍ4) ~ ÞJÖÐVILJINN — Föstudagurinn 18. maí 1962