Þjóðviljinn - 19.05.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.05.1962, Blaðsíða 4
Frá Kandídatamótinu: j sölli* ] -í»rí.TTi “,7; *Víí ! Ritstjórj Sveinn Kristinsson No.kkru glepgri frétt'r hafa nú borizt frá kandídatamótinu í Curacao en f.vrir hendi voru er ég reit síðasta þátt, og jafn- vel hefur borizt stöku skák þaðan. Einna mesta furðu hef- ur vak.'ð hin slælega frammi- staða Tals, en hann er neðstur að 8 umferðum loknum með 2 vinninga! Hefði slíkt ekki þótt Irúlegt í upphafi mótsins. Þá lór Fischer einn.’g miður vel af stað, hlaut IV2 vinning úr fyrstu 5 umferðunum, en virð- ist nú vera að ná sér á strik. Þegar þetta er ritað, er e;ns og drepið var á, 8 umferðum. iokið og er vinningastaðan þá þessi: 1. Kortsnoj (Sovétr). 5V2 2.-3. Keres (Sovétr.) 5 2.-3. Petrosjan (Sovétr) 5 4. Geller (Sovétr.) 4V2 5. Fischer (Bandar). 4 6. Benkö (Bandar). 31/2 7. Filip (Tékkósl.) 21/2 8. Tal (So.vétr.) 2 Margt getur auðvitað enn gerzt, þar sem 20 umferðum er Ólokið, þegar þotta er skráð, en Tal má taka á sparikröft- unum, ef hann á að ná efsta þrepi. Gaman er til samanburðar að líta á vinningastöðuna eft- jr 8 umferðir á síðasta kandí- datamóti 1959. Vinningastaðan þá var þessi; 1.—2. Tal (Sovétr). 5% 1—n2. Keres (Sovétr.) 5% 3.—4. Petrosjan (Sovétr.) 4% 3.—4. Gligoric (Júgósl.) 4 V2 5.—8. Benkö (landlaus) 3 5.—8. Fiseher (Bandar.) 3 ö.—8. Friðr.ik (ísland) 3 5.—8. Smisloff (Sovétr). 3 Höfuðbaráttan um efsta sæt- ið var þá sem kunnugt er milli Tals og Keresar, og gáfu því fyrstu átta umférðirnar á því móti nokkra vísbendingu um hvað verða vildi. Skyldi það verða einnig svo að þessu sinni? Fram nú allir sem gæddir eru spádómsgáf- um! Eftirfarandi skák var tefld í 8. umferð á kandídatamót- inu, sem nú stendur yfir. Hvítt: Tal. Svart: Petrosjan. Frönsk vörn 1. e4, e6; 2. d4, d5; 3. Rbl-c3, Rf6. (Algengara er 3. — — Bb4, og koma þá oítast fram mjög flóknar stöður o" tví- eggjaðar. Petrosjan hefði senni- 2ega ssett sig við jafnteflj í þessari skák, enda hafði hann unnið Tal í 1. umferð. Því vel- ur hann rólegri leið og einfald- ari). 4. Bg5, dxe4; (Þetta varnar- afbrigði er kennt við pólska stórmeistarann Rubinstein. Það einfaldar taflið og. gerir þvi hvítum erfiðara um vik með sóknaraðgerðir). 5. Rc3xe4, Rb-d7; 6. Re4xf6, Rd7xf6; (Til greina kemur 6. Tals hótar í senn biskupnum og gerir hrókun mögulega). 17. Dd3, 0—0; (17. — — Bxf3 skemmir að vísu peða- stöðu hvíts á kóngsarmi þar sem hann er neyddur til að svara með 18. gxf3, en þá kæmu fram ,,mislitir“ biskup- ar og e.t.v. horfur á jafntefli. Petrosjan er nefnilega ekki í jafnteflishugleiðingum len^ur, og hafa því orðið hlutverka- skipti með þe.'m félögum.) 18. a3, Hb4-a4; 19. Hfl-dl, Db6-a7; (Petrosjan er taktísk- ur. Nú væri bráðdrepandi fyrir Tal að hirða peðið á d4: 20. Rxd4, Bd5! 21. Bxd5, Hxd4 og svartur vinnur mann.) 20. Ha2? (Staða Tals var erf.'ð og sjálfsast töpuð, en þetta er auðvitað grófur af- leikur, sem leiðir strax til taps. Slíkt er nokkuð algengt i erfiðum stöðum, þar sém góðir leikir eru ekki fyrir hendi). Svart: Petrosjan. ABCDEFQH -----gxf6, en sá leikur er tví- eggjaðri en sá, sem Petrosjan velur). 7. Rf3 c5; (Petrosjan ræðst strax að miðborði hvíts. Hann óttast eigi 8. Bb5t, Bd7; 9. Bxd7f, Dxd7 10. Bxf6, gxfö/ enda væri síður en svo ástæða til slíks). 8. Dd3, (Tal sættir sig greini- lega ekki við' jafnte.fli, því þá hefði hann sjálfsagt valið ró- legri og eðlilegri leik eins og t.d. 8. Be2. Drottningarleikur- inn er í senn óeðlilegur og hæp- inn. Fáum við og fljótlega að sjá afleiðingar þeirrar herfar- ar.) 8.------Be7; 9. Bxf6, Bxf6; (Með þessum leik hefur Petr- osjan skyggnzt djúpt í stöð- una. Hann fórnar peði um stundarsakir, en biskupar hans ná stórveldisaðstöðu og hvita drottningin lendir á hálfgerð- um vergangi). 10. Db5t, Bd7; 11. Dxb7. (Eft- ir 11. Dxc5 virðist bjskupapar- ið og hin opna c-lína veita svörtum fullgilt mótvægi peðs- ins). 11. ------IIa-b8; 12. Dxa7, Hxb2; 16. Bd3, cxd4; (L;ð er nú jafnt en svartur stendur betur. Kemur þar einkum til greina biskupaparið og hið öíluga peð á d4). 14. 0—0, (Það væri of á- hættusamt fyrir Tal að drepa peð'ð á d4, áður en hann hef- ur hrókað). 14. -----Bd7-c6; 15. Da7-a3, (Betra virðist 15. Rd2 í því augnamiði að leika riddaran- um eftir atvikum t:l c4 eða e4.) 15. ------Dd8-b6; 16. Bc4, (og hér sýnist' 16. DdÓ mun betri leikur.) 16. -----Hb4! (Miklu sterk- ara en 16.—•—Hxc2, sem væri vafasamur leikur. ..Petrosjan ----Hxc4! O'g T.al gafst upp, því eftir 21. Dxc4, Bd5, fellur hrókurinn á a2 óbættur. ii sjdlfboðavinna ff Það valrti að sjálfsögðu at- hygli þégár'nátMffi'^fnffðá'' var gerð hjá íhaldinu og sex af núverandi borgarfulltrúum þess var sparkað, að eftir sat þó Gísli Halldór.sson. Meðal Sjálfstæðismanna er sú skýring gefin á þessu að verið sé að verðlauna Gísla fyrir sér- staklega óeigingjarna starfsemi í þágu bæjarfélagsins í sam- bandi við byggingarstarfsemi borgarinnar á undanförnum ár- um! Segja Sjálfstæðismenn að Gísli hafi tekið byggingarnar að sér fyrir þrábeiðni og sárnauð- ugur, verið þröngvað til að annast teikningar og eftirlit, áílt'Svo’að segjá í sjálíboða- vinnu. Enn hefur Gísli Halldórsson. bætt á sig teikningu nýs barna- skóla við. Álftamýri, auk nýrr- ar lögreglustöðvar við. Hverfis- götu. Hvorttyeggja ' á hann að hafa tekið að sér sárnauðugur, því maðurinn kvað vera hlé- drægur og frábitinn því að mis- nota aðstöðu sína í eiginhags- munaskyni. Og slíkum manni var vitan- lega ekki hægt að sparka; segja Sjálfstæðismenn. Og svo halda menn, að fhaldið sé húmor- laust! Alþýðabandalagið berst neyzlu, aðrir flokkar ekki í tilefni I;sta góðtemplara og vegna skrifa í blaði hans er rétt að benda á, að Sósíal- istaflokkurinn hefur jafnan eipdregið stutt áfengisvarna- mál og bindindismál yfirleitt. Hið sama hefur Alþýðubanda- lag'ð gert frá því að það var stofnað árið 1956. Árið 1955 flutti Alfreð Gísla- son, þá utan flokka, tillögu í bæjarstjórn Reykjavíkur um afnám áfengisveitinga í veizl- um bæjar.'ns og fyrirtækja hans. Tillagan var ekki sam- þykkt, en allir bæjarfulltrúar iv.jSésíalÍBtaflokksins . greiddu 1 ’ Hpjj f;átkvæði. Ár'.ð 1957 var flutt á Alþingl tilía^a um- afnám áfengisveit- inga á kostnað rikis og rik- isstofnárra. Fyrsti flutnings- maður hennar var Alþýðu- bandalagsmáður og alllr. þing- menn Alþýðubandalagsins studdu hana, Hér eru aöelns nefnd tvö dæmi af mörgum. Þau sýna, að Alþýðubandalagið sem flokkur beitir sér eftir mætti fyr.'r hverskqnar ráðstöfunum, sem miða að því að drága úr og hindra drykkjuskap. Það eru ekki' aðeins einstakir flokksmenn, heldur flokkuririn sem slíkur, sem styður mál bind'ndismanna. Þannig hefur það verið 02 verðúr. Efling bindindis í landinu er eitt af fjöldamörgum stefnumálum Al- þýðubandalagsins. A. Mótmœli gegn kjarnorkusprengingum við bandaríska sendiróðið í Kaupmannahöfn Danska hreyfingin gegn kjarnorkuvígbúnaði efndi á dögunum til mótmælasamkomu úti fyr- ir bandaríska sendiráðlnu í KaupmannahW'i tii að mótmæla kjarnorkusprengingum Banda- ríkjamanna í andrúmsloftinu. MikiJI fjöldi safnaðist saman úti fyrir sendi- ráðsbyggingunni eins og myndin sýnir. Höfðu menn á lofti mcrki hreyfingarinnar. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað til að hindra að fólkið kæmist að sendiráðsbygging- unni sj.ílfri, en þó tókst nokkrum hóp að skjót- ast að scndiráðshliðinu þegar lögrcgluþjónar uggðu ekki að sér og setjast þar á gangstétt- ina. Var það fólk umsvifalaust handtekið. . , .d) — ÞJÓÐVILJINN — Laugavdágurinri 19. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.