Þjóðviljinn - 19.05.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.05.1962, Blaðsíða 9
&teataDðl> B*M«inlnca.rZloKlnir «Jíp#S>b — BOoI*Ust»f!otronnn. — BitrtJAnui Kunða Klkrtnsason !4b.). Magnúo Toríl Ó’.oísson, Slgureor Guðmundsson. — Fráttarltstjórar: lvar B. Jðnsson, Jón BJarn&son. — Auglýslngastjóii: GuBrsir Maanðsson - Rttstlórn. Efgrsiesla, aurlýetaKar, prentsmlSta: BkólavórBust. 1». BI«t 17-500 (• Unur). AskrlítarverS kr. 55.00 á mán. — LausasöluverB kr. 3.00. RrantsatB.’a btóBvlUani hX Verkamemi sigra ■f 7'erkamennirnir á Akureyri og Húsavík hafa unnið skjótan 1 ’ og eftirminnilegan sigur og fengið framgengt þeim hóf- samlegu leiðréttir.gum á kaup- og kjarasamningum, sem lögð var áhérzla á að þessu sinni. Aðferð þeirra, að auglýsa kaup- taxta þegar ljóst \ ar að ekki átti að semja án þess í harðbakka slægi, hetur reynzt árangursrík. Taxtann auglýstu þeir frá og með mánudeginum, á fimmtudegi er samið, og nýju samning- arnir látn:r gilda frá og með mánudeginum var, sama degi og taxtinn átti að koma til framkvæmda. |^essi árangur næst þrátt fyrir viti firrt öskur ríkisstjómar- blaðanna, sem reyndu ai alefli að æsa almenningsálitið gegn norölenzkum verkamönnum og báru þeim á brýn vammir og skammir. Ljóst er af þeim skrifum að ríkisstjórnin og flokkar nennar reyndu ef fremsta megni að afstýra því að samningar tækjust. En verkalýðshreyfingin á Akureyri og Húsavík reyndist einhuga og sterk og knúði fram samninga. Sú staðreynd er líkleg til að hafa víðtæk áhrif og er enn ein sönnun þess að kauplækkunarpólitík Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, kaupiækkunarpólitík ríkisstjórnarinnar er að molna sundur fyrir rr.arkvissum höggum alþýðunnar. Ofstækisklíkan þrjózkast ¥fér syðra stöðrar ofstækisklíka Vinnuveitendasambandsins og Sjálfstæðisflokksins atvinnuvegina í fábjánalegri þrjózku, neitar leiðréttingom á samningum verkalýðsfélaga, sem allir vita að hlýtur að fást framgengt fyrr eða síðar. Þannig hefur ofstækisklíka Kjartans Thórs og Ólafs Thórs, Gunnars Thór- oddsens og Birgis Kjarans, tekizt að stöðva allan togaraflota landsmanna í meir en tvo mánuði. Það heyrist samt einkenni- lega lítið í stjórnarblöðunum um „skemmdarverk“ togarahá- setanna því svo vill til að stjómin í Sjómannafélagi Reykja- víkur, stærsta féiag iþeirra, er í höndum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokk-sins. Þar er meira að segja að finna einn þing- mann íhaldsins, sem undanfarin ár hefur verið önnum kafinn að prédika sjómönnum kenr.inguna um „kjarabætur án verk- falla“ og „stétt með stétt“, en á nú að stjórna harðvítugum og langvarandi stéttaátökum gegn valdaklíku síns eigin flokks. Og á hinu leytinu Alþýðuflokkurinn, sem látið hefur aðalblað sitt lýsa yfir að ekki komi til mála að setja Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnai' í togaraverkfallinu iþví þá muni ráðherrar Alþýöuflokksins ekki verða lengi ráðherrar úr því! |árniðnaðinn stöðvar ofstækiskh'ka Vinnuveitendasambandsins og Sjúlfstaeðisflokksms í þessum annasama vormánuði enda þótt atvinnureketidur og járniðnaðanmenn hefðu orðið sammála um nýja samninga til leiðréttinga á kjörum. Ólíklegt er að nokkru sinni hati verið hægt að sanna eins ómótmælanlega hverjum vinnustöðvun er að kenna. I járnsmiðaverkfallinu liggur það alveg Ijóst íyrir. Hlutaðeigendur höfðu samið, en ofstækisklíka Vinnuveifondasambandsins og Sjálfstæðisflokks- ins hindi'ar að atvinnurekendur standi við gerða samninga. Nóg er komið af slíku ofstæki, sem einskis svífst. Krafan um tafarlausa samninga í togaraverkfallinu og járnlðnaðarverk- fallinu rís hærra með hverjum degi. Osigur kauplækkunaraft- afturhaldsins verjur ekki umflúín, og hver dagur sem ofstæk- isklíka íhakMns íær að þjóna lund sinni, stórskaðast þjóðar- heildin. Ein hwgsjón eftír Tlffenn héldu a3 Alþýðuflokkurinn ætti enga hugsjón. Það er ekki rétt. Ein er eftir, og einn helzti áróðursmaður flokksins túlkar hana nú dag eftír dag í Alþýðublaðinu. lþýðuflokkurinn á þá hugsjón eftir, að hann fái í kosning- . unum einn mann í borgarstjóm Reykjavíkur .svo að Sjálf stæðisflokkurinn megi enn fara með stjórn borgarmnar í f jög- ur ár þó hann missi meirihluta f borgarstjórninni! Skyldi sú hugsjóri valda ahnennri hrifningu alþýðufólks, sem byggt hef- ' ur og styrkt AlþS’ðuflokkinn til þess að berjast fyrir málstað alþýðunnar gegn íhaldi og afturlhaldi. — s. Hver er þessi svipmikla kona? Þannig spyrja margír er koma á Vorsýningu Mjfyid- listarfélagsins í Listamanna- skálanum þessa dagana. Já hver er hún konan, sem Rík- arður Jónsson myndhöggvari .hefur mótað svo stórkostlega vel? Sigríður í Brattholti er konan sem barg heiðri fs- lands, þegar selja átti Gull- foss í hendur erlendra brask- ara, undir því yfirskyni að hann ætti að virkja, til gagns og hagsældar landsmanna. Ekki átti nú að byrja á lak- ari endanum, leggja í auðn einn fegursta foss veraldar, eitt af undrun landsins, af- má stórsöngvarann, hrifsa gígjuna úr höndu.m hans. Þá reis hún upp, konnn skapmikla og þjóðrækna, sem minnir á hinar mestu konur gullaldar vorrar. Sigríður Tómásdóttir í Bratthohi. ó- gift kona tæplega fertug. Upp alin við Gullfoss, og vænt- anjegur erfingi Brattholts, sem á land að fossinum. Vitanlega hafði verið þann- ig gengið frá málunum, að hver dómurinn af öðrum gekk á móti Sigríði, og föð- ur hennar. En hann hafði, að nokkru leyti, ver:ð vélaður Mynd Ríkliarðs af Sigríði í Brattholti. Konan sem til að undirrita svonefndan leigusamning. En Sigríður gat ekki hugsað sér að láta eyði- leggja tign og töfraljóma foss- ins mikla, og fagra, Sagt var að hún hefði hótað að kasta sér í fossinn, ef samningum væri ekki riftað. Þótt allur málarekstur gengi á móti vilja hennar, vann hún þó sigur. Margir málsmetandi menn hrifust af átthagaást og áræði þessarar sveitastúlku, m.a. gekkst Þorsteinn Erlings- son fyrir því að Sigríði var boðið til Reykjavíkur um tíma, henni til fræðslu og skemmtunar. Reykvískar kon- ur gáfu henni peysuföt, og sveitungar hennar stækkaða mynd af Gullfossi. Alþingi veitti henni heiðursverðlaun, kr. 10.000.00. Skömu áður en Sigríður dó, fékk Stjómarráðið Ríkarð Jónson til að gera mynd þá er nú er sýnd á Vorsýning- unni. Verður hún steypt í eir og greypt inn í bergvegg við Gullfossi Gullfoss, til ævarandi minn- ingar um konuna sem gekk ótrauð móti ofureflinu barg heiðri síns lands. Um ]>essi mál má lesa í rit- um biskupstungnamanna nr. II. „Inn til fjalla“ í fagur- lega ritaðri grein, eftir Guð- ríði Þórarinsdóttur. í sambandi við þessar minningar um skörunginn Sigríði í Brattholti, minnist ég frasagnar Ríkharðar Jóns- sonar, er hann heimsótti hana sfðasta sinn. Þá var hún há- öldruð, um áttrætt. Þetta var að áliðnu sumri, var Sigríður við heyskap á engjum langt frá bænum, hugðist Ríkarður hitta hana við heyskapinn, og lívtði af stað þangað. Á miðri leið mætti hann Sig- ríði, með einn hest í taumi. Heyband var á hestinum, en Sigríður bar einn mikinn bagga á herðum sér. Hafði hún ón hjálpar, látið upp á hestinn, en „taldi það ekki eftir sér að haida á heybagga þennan spöl“ — þetta var þó fullkomlega hálftímagangur! Af þeim konum í uppsveit- um Árnessýslu er ég man eft- ir, þá er Sigríður mér e:nna minnisstæðust, framkoma hennar og allt fas -var svo fastmótað og mikilfenglegt, málfar vandað og setningar meitlaðar sem í fornsögum. Þótt Sigríður væri ekki sér- lega mikil vexti, þá var hún mikil að vallarsýn, og gustur fylgdí henni jafnan. Gestrisni heimilisins var við , brugðið, og ótæpt veitt-hjáip-og fylgd þeim er þurftu : Guðmundur Einarsson frá Miðdal. — Eina vopnið sem við höf- um tiltækt er að kynna mönn- um staðreyndirnar. Áróðurinn og fundarhöldin munu því halda áfram. Þannig kornst Russell jarl að orði þegar ég átti viðtal við hann. Hann er kunnari sem hinn heimsfrægi stærðfræðing- ur og heimspekingur Bertrand Russell sem á efri árum hefur einnig látið að sér kveða í frið- arbaráttunni og það verður á engan hátt ráðið af framkomu hans aö hann sé af aðalsættum nema þá að stundum bregður fýri'r hjá honum meðfæddu yf- irlæti gagnvart öllum þeim, sem með völdin fara. Við sátum íyrir framan arin- inn í dagstofunni á heimili hans í London og ræddum um friðarhreyfinguna og framtíð mannkynsins. Enda þótt Russell sé kominn hótt á níræðisaldur, er hann svo hress cg ern að hann gæti verið aldarfjórðungi yngri. Hundrað manna nefnd hans sem aðallega er skipuð ungum mönnum og stúdentum er ein af deildunum í hinum víðfeðmu samtökum, Baráttunni fyrir af- námi kjamavígbúnaðar. Þau samtök hafa þegar tryggt sér varanlegan sess í sögunni. „Sit down“-aðgerðir þeirra á götum úti þrátt fyrir harðhent við- brögð lögreglunnar eru víð- kunnar, einnjg þeir dómar sem nýlega vöru' ftveðnir upp yfir sex af félögum þeirra sam- kvæmt lögum um - njósnir og landráð, en fimm þeirra fengu átján mánaða fangelsi, en stulkan í hópnum tólf mán- aða fangelsi, Við hcfum áfrýjað — Við böfum áfrýjað til æðri dómstól^ segir Russell, en litlar líkur ,eru á að dómarnir 'verði mildaðir. Á langri ævi hef ég fengið svo mikla reynslu af ensku réttarfari að ég get sagt það afdráttarlaust: Þegar fordómar eru annars vegar, má ævinlega segja fyrir um niður- stöðurnar svo litlu skakkar . . . Engu að síður bætast alltaf fieiri og fleiri í okkar hóp eft- ir hverjar aðgerðir og flestir þeirra hala aldrei skipt sér af stjómmálum. ;— I Bandaríkjunum eru einnig sterk öfl okkar megin. Þar er uppi hreyfing, Sane, sem stöðugt verður öflugri. Stúd- Raunhœft skaftaeftirlit - kegri útsvör á almenning Alþýðufcandalagið álítur óviðunaixli aö opiniberir skattar og útsvör leggist af æ írjeiri þunga ó almenning vegna ófullnægj- andi eftirlits.með rekitri og framtölum auðfyrirtækja og gróða- manna. • Þess vegna knefst Alþýöubandaiagið þess að borgarstjómln beiti sér fyrir þvf; að gagngerðar ráðstafanir verði gerðar íil þess að tiyggja raunhæft skattaeftiri.it, er komi í . veg fynr ó að stórfelldar tekjur auðfyi'irtækja og gróðamanna séu dregnar •, undan álagningu opinberra gjalda, með þeim afleiðingum að útsvör og skattar leggist með ofurþunga á allan almenning. • Með þessum haetti’ og öðrum ráðstöfunum, svo sem spam- aði og hagkvænini í rekstrí bæjarfélagsins og öflun nýrra ■ tekjustofna, vilí A,lþýðubandalagið að útsvarsálagningu verði hætt á lægri. tekjoiy en 50 þús. íkr. ,óg að því verði stefnt, y að útsvarsskyldu yerði með-öllu iétt af þurftartekjum launþega. entar héidu þar mikla mót- mælafundi á Broadway í New York og fyrir framan Hvíta húsið í Washington, og í Banda- ríkjunum varð til að frum- kvæði próíessors Linus Pauling mótmælaskjal það sem 9.000 vísindamenn rituðu nöfn sín undir. Það er geysihá tala þeg- ar haft er í huga að saman- lagður fjöldi vísindamanna í Bandaríkjunum er ekki mikið meiri.- Þar við bættist að tals- menn Hvíta hússins hafa neyðst til að viðurkenna að af þúsundum bréfa, sem Kenne- dy forseta hafa borizt eftir á- kvörðun hans um að hefja aft- ur kjarnasprengingar hafi a.m. k. helmingurinn verið andvígur þeirri ákvörðun. Arður hlutabréfa og hinir clauðu Russell er vi.taskuld ekki kommúnisti og er því jafn efa- gjarn á góöan tilgang Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. En hann fellst þó á að „eins og nú horfir“ stafi mest hætta frá Bandaríkjunum. Bandaríska landvarnarráðuneytið o’g her- gagnaiðnaðurinn eru voldug og áhrifamikil og mega ekki heyra það nefnt að kjarna- vopnin verði bönnuð. Hann segir með kaldranalegri hæðni sem honum. er svo eiginleg: — Þá verðum við allir að deyja fyrir gróða hergagnaiðn- aðarins. Við ættum kannski að letra á borða okkar: „Hluta- ^ bréfsarður kemur hinum dauðu að engu gagni“. — Ég tel það méira en senni- legt að við iok þessarar aldar verði enginn maður framar á lífi. En ég er þó ekki alveg böl- sýnn. Sennilega eru líkurnar á móti okkur ekki meiri en 5 á móti 4 — nei, 6 á móti 4. Russell segir iþetta brosandi, en honum er það fullkomin alvara að mönnum sé gert ijóst hver hætta er á ferðum. Að hans áliti hafa hlutlausu lönd- in sérstaklega miklu hlutverki að gegnaj ,:þó einkum hin miklu lönd í Asíu og Afríku, eins og t.d. Indland, en einnig Svíþjóð, Austurríki, Júgóslavía og önn- ur. — Þau verða að taka hönd- um saman, segir hann, leggj- ast á eitt að koma vitinu fyrir þau lönd sem eiga kjarnavopn. „Á maðurinn framtíð?” Við minnumst á nokkrar þeirra staðreynda sem haidið er leyndum fyrír almenningi og Russell segir frá hinni nýju bók sinni ,,Á maðurinn framtíð fyrir sér?“ ('Has Mah a Future?“) sem þegar hefur verið þýdd á mörg tungumál. Þar er sagt frá einu atriði sem haldið hefur verið leyndu. Málavextir eru þessir: 1 öllum flugstöðvum Banda- ríkjanna í BretJandi eru hóp- ar flugmanna sem eru svo þaulþjálfaðir að þeir geta kom- ið flugvél sinni á loft á nokkr- um' mínúturn Hitt vita faostir að þessir „úrvaishópar“ eru ekki aðeins algjörl. einangrað.'r frá íbúum nágrennisins) heldur einnig öðru liði í flugstöðinpi. Þeir hafa si'nn eigin borðsai eigin sv.efriskála, bókasöfn, kvikmyndasaii o.s.frv. og vopn- aðir verðir sjá um að þangað komi ekki aðrir liðsmenn! Á mánaðar íresti eða tveggja mánaða er allur hópurinn,. einnig æðstu yfirmenn hans, sendir heim til Bandaríkjanna og nýr hópur kemur í hans stað. Russell segir um þetta í bók sinni: „Það virðist augljóst, að til- gangurinn sé aö fela þetta fyr- ir enskum almenningi og við- halda í þessum hópi hinna bandarísku liðsmanna þeim al- gerlega vélrænu viðbrögðum við fj'i'irskipur.um og áróðri sem öll þjálfun þeirra stefni'r að. Við þetta bætist að þessi. hópur fær sínar fyrirskipanir ekki frá yfirmanni flugstöðvar- innar, heldur beint frá Was- hington. Og fráleitt er að i- mynda sér að enska stjómin muni þegar til kastanna kem- ur hafa nokkra hönd í bagga með fyrirskipunum sem sendar eru frá Washington". Það er þó einmitt þetta, sem enska stjómin reynir að telja almenningi — og sjálfri sér um leið — trú um. — Ég skil ekki, sagði Bert- rand Ru.ssell, hvernig nokkur maður sem veit hvað er að ger- ast getur haldið að sér hönd- um. Þegar ég kvaddi hann komu einmitt tveir hinna ungu sam- starfsmanna hans í heimsókn — ungur enskur og ungur bandarískur stúdent. J. Kapa Bertrand Russell varð níræður í gær, en hár aldur hefur ekki slævt eldmóð hans í baráttunni fyrir friði í heiminum. Frá upphafi hefur Russell verið einn aðalforingi brezku hreyfing- arinnar gegn kjarorkuvopnum. Á siðasta ári þoldi hann fanga- vist fytir sannfæringu sína, og er það í lannað skipti sem hann gistir brezkt fangelsi. I beimsstyrjöldinni fyrri var hann líka settur inn fyrir barártu sína fyrir friði. Russell er frcmst til hægri á myndiuni í fremstu röð andstæðinga kjarnorku- vopna, sem sezt hafa niður á þingtorginu í London til að leggja áherzlu á mótmæli sín gegn kjarnorkuvígbúnaði. Þeim finnst öð skömminni Það er mikið myndablað, Morgunblaðið. Það birtir myndir af allri sinni viðreisn, því sem búið er að geraj því sem verið er að gera og síðast en ekki sízt því sem eftir er að gera, og iþað eru nú stór- glæsilegustu myndimar sem þar blasa við manni. En svona hefur það nú verið á síðum þessa blaðs fyri'r allar kosn- ingar svo larigt sem ég man. En það sem er nú efst í . huga mánum um þessar mund- ir eru'skólar þessarar borgar, það er ekki nóg að birta mynd- ir af stórglæsilegum anddyr- um eins skóla, (þó þaö sé goit út af fyrir sig, að hafa rúm- góð anddyri) á meðan tví- og jafnvel þrísett ea’ í aðra skóla. Ég veit, að við mseður allra iþeirra barna á öllum aldri, sem jþurfa að , fara fjórar ferðir á dág milli heirrúlts og skóla; er- óft áhýggjufullar r og hrasddar. um þömin okkar vegna hinnar miklu umferðar og slysahættu sem öllu þvi ferðalagi fyígir, fyrir utan öll þau óþægindi bæði fyrir heim- ilið og ekki sízt bamið sjálft. Tími þess er sundurslitinn, það verður þreytt á þessu rölti. Vegna þrengsla í skólanum hefur kennarinn ekki tíma til að sinna því sem þyrfti, því kennslustofan þarf að tæmast á slaginu iþegar tíminn er úti, svo nýr hópur komist að. Svona gengur þetta vetur eftir vetur og allir aðilar sjá van- kantana á þessu ástandi. En þó eru til konur sem ekki sjá eða vilja ekki sjá þetta ó- fremdarástand. Það eru þær konur sem sitja í stjórn þess- arar borgar og hafa meirihlut- ann á bak við sig. Það hefði verið auðvelt fyrir þær að hafa skólaþörf bamanna í þess- ari borg í góðu lagi, hefðu þær unnið að því heilshugar og með þanfir bamanna fyrir augum. Þær eru búnar að sitja árum saman í stióm þessarar ört vaxandi borgar, en hafa :4« a, ' „ stihva undir -stól iwerri titlögu sem fram hefur komið írá minni-- hlutanum í ibessum málum og ekki þótzt siá eða vita af þörf- inni. Nei, þær eru orðnar svo vanar iþví áð bera skömmina á bakinu, að það er með þær, og reyndar allan íhaldsmeirihlut- aim, eins og karlinn sagði: Þeim finnst sómi að skömm- inni. Þeim finnst sómi að alltof fáum dagheimLlum. Þeim finnst sómi að ailtof fáum Ie?.k- völlum. Þeim finnst sómi að alltof f’áum og þrcngum barna- unglinga- og menntaskólum. Af þessu birtir Morgunfolað- ið ekki mýndir, en við, venju- legir borgarar, höfum þessar myndir folasandi við okku.r og' margar fleiri. Við þekkjum iþetta af sjón og raun. Við vit-. um líka hverjir hafa árum saman barizt fyrir umbótum í skólamálum í stjóm Reykja- víkur Við vitum að vinstri- sinnaðir, frjálslyndir menn og konur hafa átt og eiga sæti í st.iórn borgarinnar og. hafa iborið fram sínar góðu tillösur fyrir daufum eyrum meirihiut- ans. En nú stendur oickur op:ð taékifæri til að rýi’a -þetta á- hrifavald rneiri.hlutans. Með því að kjósa G-listann 27. maí vinnum við að bættri stjóra þessarar borgar. Fr.ðrikka Gu„mundsdóttjr B) *— ÞJÖÐVILJINN — taugardagurinn 19. mai 1962 Laugardaguiinn 19. mai 1962 r- ÞJÖÐVILJINN • (9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.