Þjóðviljinn - 19.05.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.05.1962, Blaðsíða 7
sjonvarps a afbrot unglinga U y.x'v LONDON — Rannsóknamefnd sálfræðinga og félagsfræðinga í Bretlandi er nú að rannsaka hver áhrif giæpaleikrit og kvik- myndir sjónvarpsins hafa á hegðun almennings, einkum ung- linga. Nefndin er stofhuð að tilhluU hn rikisstjómarinnar, en brezka útvarpið (BBC) cg sjónvarpið (ITA) kosta rannsóknina. Mál 'þetta hefur mjög verið til umræðu í brezka þinginu í vetur. Sumir þingmenn hafa gagnrýnt það að ofbeldisverk hafa verið sýnd í bamatíma sjónvarpsins. Hafa þeir tilnefnt leikritið „Oli- ver Twist“ sem dæmi. Einn þingmanna sakaði sjón- varpið um að bera ábyrgð á dauða fimm unglinga, sem höfðu brjálast vegna cfsalgera glæpa- leikrita í sjónvarpinu. Ungling- arnir voru svo ógæfusamir að reyná að leika eftir hroðalega glæpi, sem sjónvarpið sýndi, en þetta endaði með þeim skelfilega hætti að ungiingamir hengdu sig ailir. Sendiberrann kominn hein WASHINGTON 18/5 — Veiga- mikill ágreiningur er nú uppi milli Frakklandsstjómar og Bandaríkjamanna vegna ákafr- ar viðleitni Frakka til að koma sér upp kjarnavopmum. Kennedy Bandaríkjaforseti hélt blaða- mannafund í gærkveldi og fór hörftum orftum um stefnu de GauIIes í þessum efnum. Kennedy vitti mjög þau um- mæli de Gaulles að Frakkar væru staðráðnir í að smíða sér 1 sín eigin kjarnavopn. Sagði hann að hættuiegt gæt: reynzt ef önn- ur lönd fylgdu dæmi Frakk- lands. Kennedy ræddi einnig um Berlínarmálin oz kvað eðlilegt að Bandaríkin létu þau mál til sín taka. Reynd: hann að gera lítið úr deilum vestur-þýzkra og bandarískra stjórnarvalda og kvaðst nú bíða álits vestur- þýzku ríkisstjómarinnar á bandarísku tillögunum um fram- tíðatskipan mála í Þýzkalandi. Frá Frakklandi berast þær fregnir að heimildarmenn. sem séu í mjög nánum tengslum við de Gaulle forseta, fuliýrði að andstaða Kennedys muni engin áhrif hafa á áætlanir frönsku stjórnarinnar um kjamorku- vígþúnað. Nokkrir ungir listamenn í Vestur-Þýzkalandi og Danmörku gefa út blað sem nefnist Spur. Blaöið er yfirléitt gefið iit í Þýzkalandi en síöasta tölublað kom út í Kaupmannaihöfn og ritstýrðu því Danirnir Jörgen Nash og Dieter Kunzelmann. Nokkru eftir útkomu blaðsins voru hinir vestur-þýzku aöstand- endur þess dregnir fyrir dómstúl í Munchen og dæmdir skilorösbundið í fangelsi fyrir guölast og klám sem dómendurnir telja að birzt hafi á bláðinu. Málshöfðun yfirvaldanna sætti mikilli furðu í Dan- mörku. Segir bláðið Infórm- ation meðal annars að eng- inn Dani hafi getað komið auga á neitt í blaðinu sem réttlætti slík viðbrögð. Ákæruskjalið er fimm þétt- prentaðar síður og sést greini- lega að yfirvöldin hafa grand- skoðað blaðið línu fyrir línu og leitað að forsendum fyrir ákæru. Setningar voru rifnar úr samhengi og allt tekið með sem unnt var| með hæfi- legur illvilja að skilja sem árás á kirkjuna cg siðferðið. Segir Information að þetta furðulega ákæruskjal orki nánast hlægilega á danskan hugunarhátt, en einkennilegt sé að rekast í skjalinu á ýms- ar hliðstæður við gagnrýni á það, sem á Hitlerstímanum var kallað „úrkynjuð“ list. Hér gefur að líta tvær setningar sem vestur-þýzku ■yfityöldin telja glæpsamlegar: ‘,SVo 'fer maður að þreifa á konunum undir pilsunum". „Og þessir villtu menn sem eru svo sterkir í rúminu". „Níhilistisk anarkisistikt" Annars konar tiivitnanir munu haía valdið hinum æruverðugu dómurum meiri heilabrotum,. Margt var skrif- að í blaðið svo torskilið að auðugra ímyndúnarafl en skáldin sjálf hafa til að bera þarf til að þræla því í tengsl við hegningarlög siðaðra þjóða enda talar-ákæruskjal- ið aðe.ns um „nihilistiskar- anarkistískar" tilhneigingar í einni klausu Spur-eintaksins. Bókmenntaleg gæði efnisins í blaðinu eru að sjálfsögðu um- déilanleg, en • ekki er unnt að telja annað en að dómur þessi sé ofsókn á hendur frjálsu bókmenntalífi í Vestur-Þýzka- landi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem vestur- þýzku yfirvöldin ganga í ber- högg við ritfrelsið. Ekki eru nema fáeinir dagar síðan út- gáfufyrirtæki í Dússeldorf var dæmt og útgáfa iþess á stefnu- skrá kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna gerð uþptæk. Sálartjón annó 1962 Blaðamaður frá Extra- bladet í Kaupmannahöfn, Er- ik Dreyer, var viðstaddur réttarhöldin í Múnchen og skrifaði um það í blað sitt. Grein hans lauk með þessum orðu.m: — I fimm klukkustundir samfleytt sátum við hjá glugga réttarsalarins og gát- um virt fyrir okkur stóran gosbrunn í mynd karlmanns sem við sáum hálfvegis aftan frá. Vatnið bunaði í íallégum boga einmitt frá þeim stáð að framan, sem var hulinn sjón- um okkar — stað sem var samkvæmt því sem við höfð- um lært á þessum klukku- stundum orðinn næstum glæpsamlegur í hugum okkar. Síðan fórum við allir út til að aðgæta hvort nokkur við- urkenndur þýzkur listamaður hefði vogað sér að reisa hið síbunandi tákn fyrir framan glugga dómaranna. Nei. Verið róleg. Bunan kom út úr pípu í hendi myndarinnar. Þannig getur maður séð hvernig maður bíður tjón á sálu sinni. í þýzkum réttar- sal annó 1962. ti 5<> ■(» í<» ((» í(» (» ?(» !(» «> t(> ■) Mikill gróði af ,My Fair Lady“ Um 75 milljónir króna hafa til þessa streymt í vasa erf- ingja George Bemards Shaws fyrir textann í söng- leiknum góðkunna „My Fair i Lady“. „May Fair Lady“ varð til'j upp úr leikritinu „Pygmalion" eftir Shaw, og eítir tekjum erfingja hans að dæma, má géta sér þess til að tónskáld- ið hefur fengið drjúgan skild- ing í sinn hlut. Shaw ánafn-1 aði þrem stofnurmm arf eftir ‘ sig: Irska þjóðlistarseífninu, leiklistarskóla í London og sérstakri stofnun sem á að koma á nýju stafrófi. Síðan My Fair Lady var i iumsýr.d (í New York 1056) hafa tekjumar af verkinu samtals numið um 2.5 millj-} örðum ísl. kr Söngleigurinn öðlast óhemjuvinsældir hvar- vetna í heiminum. Fyrir ikömmu var 200. sýning í Berlín og allsstaðar annars- stáðar er líka látlaus aðsókn. Heimför frestað sinnum KANAVERALHÖFÐA 18/5 — Yfirstjórn geimrannsókna í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að hinni fyrirhuguðu ge.'mför Scqtt Carpenders, sem fram átti að fara á morgun, verði frest- að til næstkomandi þriðjudags. Frestun þessi stafar af því að nauðsynlegt þykir að koma nokkrum mælingatækjum til viðbótar fyrir í geimfari Carp- ei^ders. Sú ákvörðun var tekin vegna þess að komið hefur í ljós að fallhlifarnar á geimfari Glenns opnuðust of fljótt á nið- urleiðinni. Þetta er í fjórða sinn sem geimför'nni er frestað. Upp- haflega átti hún að fara fram hinn 15. maí, síðan þann 17. og loks á morgun. verz B O Jám- og búvöruverzlun.'n B. H. Bjarnason hefur verið íok- uð í nokurn tíma en opnar í dag að nýju í endurbættum húsakynnum. Heíur verzlunin verið færð í nýtízkulegt horf og allt gert til þess að viðskipta- vinirn.r geti athugað sinn gan'g í ró og næði. BERLIN — Nýlega eru hafin £ Vestur-Berlin réttarhöld í máli stormsveitarforingjans Alfred Filberts, sem hefur á samvizk- unni morð á 11000 gyðingum. Filbert, sem nú er 57 ára gam- all, framdi þessi fjöldamorð á tímabilinu júlí—október 1941 í héruðunum Wilna og Witebsk í Sovétríkjunum. Meðal fórnar- lamba haris voru þúsundir kvenna og bama. Stormsveitarfcringinn hefur fyrir réttinum viðurkennt að hafa gefið fyrirmæli um þessi morð, Játar hann að hafa framið miklu fleiri aftökur en ástæða var til. Kveðst hann hafa gert það af ótta við það að ella mynda hann ekki þóknast yfir- mönnum sínu.m nógu vel. 1 ákæruskjaiinu er Filbert ekki aðeins sakaður um að hafa með eigin fru.mkvæði fyrirskipað morr á þsjundum saklausra Gyð- inga heldur hafi hann með eig- Lönnroth í akademíuna STOKKHÖLMI 18/5 — Próféss- or Erik Lönnróth frá Gauta- borg hefur verið valinn í sænsku akademíuna. Lönnroth er einn fremsti sagnfræðingur í Svíþjóð.^ Hann hefur verið pró- féssor við Gautaborgarháskóla írá 1953. in hendi myrt mikinn fjölda af þessu fólki. Hann var hand- tekinn árið 1959. Jafnframt eru ákærðir fimm undirmenn Filberts fyrir þátt- töku í þessum fjöldámorðum. Heiur hver þeirra framið á ann- að þúsund morð Allir hafa þeir verið í borgaralegum stöðum, og sumir í háum embættum í Vest- úr-Þýzkalandi síðan heimstyrj- öldinni lauk. Þeir eru: Gerhard Schneider skrifstofustjóri í ráðuneyti Bonnstjórnarinnar, Bodo Stuck leynilögreglustjóri, Wilhelm Griffenberger bókhald- ari, Konrad Fiebig starfsmaður Bonnstjórnarinnar og Heinrich Tunnant forstjóri iðnaðarráðsins í Oldenburg. Sjálfur var Filbert bankastjóri í V-Berlín, er hann var hand- tekinn. Áætlað er, að réttarhöldru standi í 16 daga. Dömur verðúc væntanlega kveðinn upp 18. júni. n.k. Alls verða 111 manns látnir bera vitni í málinu. KAUPMANNAHÖFN — Eítt af stærstu hljómplötufyrirtækjum Danmerkur hefur í hyggju að taka á næsta vetri upp á segul- bönd fyrirlestra prófessoranna við háskólana í Kaupmanna- höfn cg Árósum. Stúdentum verður síðan gefinn kostur að kaupa eða leigja segulböndin og þeir geta þannig hlýtt á fyrirlestrana í næði heima' hjá sér og eru ekki b'uhdnir við að mæta á tiltekn- um tímum. Hugmyndin er fengin frá Ameríku, segir Informatión, en þar er það algengt að háskólar geymi fyrirlestra á segulbönd- um sem stúdentar geta síða'u lánað út á sama hátt cg baekur úr bókasöfnum. Fyrirtækið mun þó ekki hafa tryggt sér samvinnu háskólanna, en prófessor Knud Hannestad við Árósa'háskóla segir í vi'ðtali við blaðið að hann telji þetta at- hyglisverða hugmynd, en bendir um leið á að ekki verði hægt að taka alla fyrirléstra upp á Segulbönd svo að gagn verði af) og nefnir sem dæmi íýrirlestro í læknisfræði, sem stúdenta vefði að vera viðstaddir éf' þei eiga að hafa not af þeim,. ,:■ >6’ • ('. Laugardagurinn 19. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.