Þjóðviljinn - 09.06.1962, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.06.1962, Blaðsíða 8
þlÚÐVILJ ■ ‘'1011(31: K»*«mtnsartloktmi »!MB» - CM«l»lt>t«íiokkmmut. — Xititlörasi i»*nú* KJ«rt»nnson. (4b.), M»gnú» Toríl Ólafseon, BUrurBut anBmnnöMon. - 'réttarttstjórar: lrar H. Jónssoc, Jön Bjarnason. — AmrlýslngastJóTl: GuBstór <»«núB»on. - RUatJórn. afgrolBsla. auglýslngar, prsntsmlBJa: SkólavBrBust. 1». ilsal 17-800 (» tlnur). AskrtftorvsrB kr. 55.00 » mán - LausasöiuvsrB kr. S.Ofl Læknisverkið 17'erkfall togarasjómanna hefur staðið í rétta þrjá ’ mánuði nú um helgina, en það hófst 10. marz s.l. Efeki verður um það deilt, að togaraútgerðin er og hefur verið ein höfuðstoð efnahagslegra og at- vinnulegra framfara í landinu. títflutningsverðmætin, sem togararnir hafa aflað, hafa á undanförnum árum numið hundruðum milljóna króna, eða m.ö.o. drjúg- um hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Stöðvun togaraflotans undanfarið hefur þegar valdið þjóðinni gjaldeyristapi, sem nema mun á þriðja hundrað millj- ónum króna og ætti öllum að vera ljóst, hve alvarleg- ar afleiðingar slíkt getur haft fyrir afkomu þjóðar- innar í heild. • Oérhver ábyr.g ríkisstjórn hlyti að gera sér grein ^ fyrir því, hversu hættulegt þetta ástand er. En núverandi ríkisstjórn gerir ekki minnstu .tilraun til þess að leysa vanda útgerðarinnar, og mætti halda að þessi framleiðsluatvinnuvegur væri í fullum gangi. En á meðan togararnir liggja bundnir við bryggju, stytta ráðherrar og aðrir mektarmenn stjórnarliðsins sér stundir við „skemmtisiglingar-* á bandarískum her- skipum og hafa stjórnarblöðin flutt margar mynd- skreyttar greinar undanfama daga af „gagnsemi“ þeirrar iðju. • að iþefur löngum verið örþrifaráð íhaldsins og fylgi- fiska þess að æpá um „skemmdarstarfsemi komm- únista“, „glæfráfyrirtæki“ - og annað slxkt, þegar vinn- andi stéttir hafa í nauðvörn háð baráttu fýrir bættum kjörum. Sjaldan hefur afturháldið þó áfhiúpað sig rækilegar en d kjaradeilu járniðnaðarmanna. Þar hafði náðst fullt samkomulag milli deiluaðila áður en verk- fall hófst, en á síðustu stundu hindraði ríkisstjórnin og Vinnuveitendasambandið undirritun samninga. Svo rembist Morgunblaðið dag eftir dag eins og rjúpan við staurinn við það að telja lesendum sínum trú um, að „kommúnistar“ hafi komið af stað verkfalli til að stöðva undirbúning sumarsíldveiðanna! • T Sjómannafélagi Reykjavíkur fer tvíhöfðastjórn í- * halds og krata með völd, íhaldið er einrátt í sam- tökum útgerðarmanna og loks hefur sjálf „viðreisn- arstjórnin“ í hendi sér að gera ráðstafanir til þess að stuðla að lausn togaradeilunnar. Þessum aðilum ætti því að vera í lófa lagið að leysa togaraverkfallið, enda ó- hægt um vik að kalla það „skemmdarverk kommún- ista“. Þjóðviljinn hefur bent á úrraeði til lausnar þess- ari deilu, og hefur það komið við kaunin hiá stjórn- arliðinu. Málgagn fjármálaráðherra, Vísir, þorir þó ekki að ræða þessi atriði, en spyr þess í stað, hvað vinstri stjórnin hafi gert fyrir togarana. ,,Þá réðu lcommúnistar mestu hér á landi“, segir Vísir, — og þá stöðvaöist útgerð togaranna eklci einn einasta dag, enda heyrðust jafnvel raddir úm það, að vinstri stjórn- in bæri hag útgerðarinnar um of fyrir brjósti. En jafn- skjótt og „viðreisnin“ hófst var fótunum kippt svo rækilega undan togaraútgerðinni, að nýir togarar voru vart komnir til landsins, fyrr en þeim var lagt í þang- hafið. • ð er skýlaus. krafa almennings, að þegar í stað verði samið við sjómenn og rekstrargrundvelli útgerð- arinnar komið í raunhæft horf. — í síðustu Vísis- grein sinni ræddi f jármálaráðherra um . „læknisverk viðreisnarinnar“. Vill nú ekki ráðherrann skýra ná- kvæmlega frá þessu „læknisverki“ gagnvart útgerð- inni og þeim efnahagslegu afleiðingum, oem ,það hefur haft fyrir þjóðarbúið undanfarna mánuði? — b. ’ta Jindrich Rohan ásamt eiginkonu og dóttur að Melhaga 5. Rœtt um sinféníuhf jámsveit &q annað við JINDRICH Það var daginn éftir síðustu tónleika sinfóníuhljómsveitar- innar, að íréttamaður Þjóðvilj- ans bankaði uppá í kjallara að Methaga 5, þar sem stjórnandi hljómsveitarinnar, Jmdrich Ro- Shan, býr með konu sinni og dóttur. Yfir kaffibolla barst talið að hljómleikunum kvöldið áður. — Ég hafði það. á tilfinn- ingunni, sagði Rohan, að öll (hljómsveitin hefði gerði sitt bezta í gœrkvöld, og það er einn meginstyrkur þessarar hljómsveitar, að meðlimir henn- ar spila af lífi og sál og nota gáfur sínar eins og bezt verð- ur á kosið. Frá tæknilegri hlið séð, leysti hljómsveitin verk- efnin ágætlega af hendi. — Það eru kaflar í Tjaikovskí- sinfóníunni sem eru mjög erf- iðir. Rohan sagði ýmislegt fieira um hljómsveitina og komum við að sumum þeim þáttum síöar, en nú skulum við heyra hvað hann hefur að segja um persónulega hagi. — Ég byrjaði ungur að leika á píanó og klarinett, Þegar ég var í skóla stofnaði eg dans- hljómsveit og lék einnig kamm- ermúsik, en gerðist ekki tón- listarmaður að atvinnu. Faðir minn, sem var lögfræðingur, vildi að ég gengi menntaveg- inn. Þegar heimsstyrjöldin var í aðsigi flúðum við í tæka tíð til Englands. Ég átti í miklum erfiðleikum með að fá atvinnu, því þá voru sVo margir at- vinnulausir og útlendingar íengu ekki . atvinnuleyfi.. Ég reyndi að leika í næturidúþrb, en lögreglan þefaði mig fljót- lega uppi og sagðist mundu senda mig í fangelsi, ef ég reyndi þetta aftur. Ég hefði •» "V ■». • »1.rri;|..i iin átt að fá sekt, en þar sem ég var Tékki og Englendingar vin- samlegir okkur, þá slapp ég við hana. Ég hafði síðan ofan af fyrir mér með tungumála- kennslu og tónlis.tarkennslu cg gat um leið haldið áfram klari- nettnámi. Þegar svo styrjöldin um Bretland stóð sem hæst, gat ég ekki setio aðgerðarlaus og lét innrita mig í tékknesku útiagahersveitina. Ég var 25 ára gamall þegar stríðinu lauk cg þá var ég í Frakklandi. . Ég hélt þaðan þegar í stað til Tékkóslóvakíu. Þegar þangað kom var mér boðíð að gerast aðalumboðsmaður tékknesks hljómplötufirma í Bretlandi. Þetta tilboð var ákaflega freist- andi, en mig langaði að læra hljómsveitarstjórn, og hugsaði því með mér, að ég gæti þá alltaf snúið mér að umboðs- mannsstarfjnú síðár, hafnaði því boðinu og' snéri mér að tónlistarnáminu. Jdfnhliða því lék ég i danshijómsveit, en var.ð fljótt leiðúf á . þvi að leika sama lagið aftur og aííur og fékk sta.rf sem aðstpðarrpað- ur við óperuleikhús. Að nami loknu sfjórnaði ég m.a. blönd- uðum kór og kariakór. Síðan fékk ég stöðu sem stjómandi sinfóníusveitar hersins og starf- aði þar í 2—3 ár og férðaðist víða, m.a. til Kína, Sovétríkj- anna, Ungverjalands og Pól- lands. 1 þessu starfi fékk ég eldSkírnina cg eftir það komst ég að sem aðstoðarmaður dr. Smetaceks í Prag og þrem ár- um síðár hækkaði ég í tign sem fullgildur stjómándi. Rohan sagði að eitt aðalstarf sitt í Prag hefði, verið að und-. irbúa og stjóma æskiilýðstón- leikum í saniráði við skólaT kennara, á sama hátt og gert hefur verið hér heima í vétur. öll. skólabörn á aldrinum 12— 16 ára fara tvisyar á ári á sér- staka skólatónleika, sem haldn- ir eru í Smetana tónlistarhöll- inni sem tekur um 1400 manns í sæti, og eru hljómleikarnir þáttur í almennri menntun unglinga. Áður en tónleikarnir eru haldnir útskýra kennárar . verkin fyrir nemendum, leika kafla ef þeir eru tónlistarménn, ræða almennt úm verkin ’ og tónskáldin. Á tónleikunum kynnir stjórnandinn hljóðfærin hvert um sig, t.d. strengja- hljóðfærin, lætur leika kafla úr þeim verkum sem á að flytja, til frekari útskýringar, og síðan eru verkin leikin eins og á venjulegum tónleikum. Unglingarnir greiða nokkrar k'rónur í aðgangseyri er múnar þá litíu, en nægir fyrir útgjöld- um hljómsveitarinnar.! Þessir æskulýðstónleikar hafa gefizt mjög vel og unga íólkið sýnir mikinn áhuga. Margt af þessu skólgfólki fær það mik- • inh áhuga á tónlist,' að það heldur áfram að s'ækja tón- leika þegar það hættir námi. Þessir æskulýðstónleíkar eru skipulagðir fyrirfram ' í' heild fýrir eitt starfstímabil og' öll gögn varðandi t’ónleikana send prentuð til kennara í skólurfum, þannjg að þeir sjá mpð nægum fyrirvara hvaða verk vérða leikin og eítir hvaða höfunda og geta þvf undirbúið nemend- ur betxir undir tónleikahaldið. Það var auiýheyrt á Rohah að þessi starfsemi var honum mjög, að. skapi.. ; Að. stjórna hljórnsvéit : er meir en nafnið -tómt, pg :það er erfitt fyrfr yehjulegan; á- _ ÞJÚ-ÐVILJINN — Laugardagur 9. júní 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.