Þjóðviljinn - 09.06.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.06.1962, Blaðsíða 7
Hin misheppnagq háloftatilraun Bandarík[amanna: • Bandaríltjameim gerðu á- mánudaginn tilraun tíl að sprengja vetnis- sprengju uppi í háloft- unum. Hún var send á loft með Thor-flugskeyti sem átti að béra hana í 800 km hæð jbar sem hún skyldi springa. • En flugskeytið lét ekki að stjérn. heldur villtist af réttri leið og neydd- ust visindamennimir til að senda radíóboð frá íjörðu til sjálfvirks út- búnaðar í flugskeytinu sem sprengdi það svo að það féll á hafsbotn á- samt vetnissprengjunni. • Sú spuming vaknar hvað gerzt hefði ef sá útbúnaður hefði bilað eins og hin sjálfvirku stjómtæki flugskeytis- fins. Flugskeytið hefði þá haldið áfram ferð sinni „út í buskann“ og ekk- ert að vita hvar það hefði komið niður og vétnissprengjan sprung- ið. • Eins og stríðstækni nútímans er háttað, kynni slík sprenging á óvæntum stað að hafa hleypt af stað heims- styrjöld með kjarna- vopnum. Hið misheppnaða háloftaskot Bandaríkjamanna frá Johnston- eyju á mánudaginn ér þannig óvefengjanleg sönnun þess hví- líkar ógnarhættur tilraunirnar sem þar er verið að gera hafa í för með sér. Það var reyndar vitað áður. T'lraunirnar sem gerðar hafa verið með eldflaugar á undan- förnum árum hafa svnt ræki- lega fram á að rafeindatækjum þeirra er ekki treystandi. Þetta á bæði við um sovézkar og bandarískar eidf'augar, en þó fremur þær síðarnefndu, eins og nýleg dæmi sanna. Þannig má xninna á bandarísku tunglflaug- ina Ranger IV sem skotið var í febrúar s.l. Þetta var fyrsta Ránger-flaugin sem komst á létta braut með nær því réttum hraða, en tilraunin bar engan árangur einmitt vegna þess að rafeindaúthúnaður.'nn bilaði. Reynt var að bæta úr því með radíóboðum frá jörðinni, en það mistókst. Margvislegar bilanir hinna sjálfvirku rafeindatækja Urðu einnig í geimferð Carpent- ers nú á dögunum. Hinn sjálf- j virki útbúnaður hinna sovézku j eldílauga hefur hins vegar reynzt traustari, eins o2 þegar Lúnik III. sendi t.l jarðar mynd- ir af bakhlið tunglsins, en þó er þess að minnast að sovézka Venusareidílaugin skilaði ekki tilætluðum árangri einmitt vegna þess að hin sjálfvirku rafeindatæki hennar biluðu. Það kom Því engan veginn á óvart að Thor-flugskevtið bandaríska sem skotið var frá Johnston-eyju skyldj bila, og er það þó ærið umhugsunarefni að þetta flugskeyti, ásamt Júpíter- flugskeytunum, er talið hið ör- uggasta af þeim sem Banda- ríkjamenn eiga og það eru skeyti af þessum gerðum sem þeir hafa „í fremstu víglínu“, þ.e. í flugskeytastöðvum sinum í Vestur-Evrópu. Það er þannig margsannað að þrátt fyrir mikla' hug- kvæmni og stórstígar framfar- ir í rafeindatækni er hinn sjálf- virki útbúnaður eldflauganna enn mjög ótraustur. Það er þvi næsta eðlilegt að spurt sé hvað hefði orðið ef sá sjálfvirki út- búnaður hefði bilað sem stöðv- aði ferð Thor-flugskeytisins bandaríska. Við þeirri spurningu verður að sjálfsögðu ekki veitt neitt óyggjandi svar. En enginn get- ur þó neitað þeirri hættu að flugskeytið hefði haldið áfram villtri rás sinni og voðasprengj- an þá sprungið þar sem bað kom niður. Það gerðist ekki. En það eru fléiri hættur á ferð- inni. Sprengjan sem ekki sprakk liggur nú á hafsbotni við Johnston-eyju. Fullyrt er að þar stafi ekki af henni nein hætta. Við þá fullyrðingu er ýmislegt að athuga. Þar er fyrst af að taka, að efni þau sem kjarna- sprengjan geymir eru baneitr- uð, hvað svo sem sprengingar- hættunni líður. í hinni „venju- Framhald á 14. síðu bátaeigendur athugi Hin sívoxondi smóbótaútgerð hér ó londi hefur stoðfest nouðsyn þess, að trillubótoeigendur tryggi bóto síno. Somvinnutryggingor hófu þesso tegund tryggingo fyrir nokkrum órum og er enn eina tryggingafélagið, sem annost þœr. Með trillubótatryggingunum hafa skapost möguleikar ó að lóno- stofnanir gœtu lónoð fé út ó bótana og þonnig hafa fleiri getað hafið þesso útgerð. Margir bótar hafa gjöreyðilagst undanfarin ór og hafa Samvinnu- tryggingar með þessu forðoð mörgum fró þvt að missa otvinnu- tœki sitt óbœtt. Við viljum því hvetjo alla trillubótaeigendur til oð tryggja bóta sína nú þegar SAMVINNUTRYGGINGAR Sími: 20500 Umboð um land allt '.H-i'V'.: •:<v I,jiL.I 't<-wr h.i-■Laugardagur 9. júni 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.