Þjóðviljinn - 25.09.1962, Page 5

Þjóðviljinn - 25.09.1962, Page 5
Óvænt fsrónn & mm örum vexti WASHINGTON — A alþjóðaþingi lækna um húð- og kynsjúkdóma sem staðið hefur hér í borg und- anfarið hefur sú óvænta staðreynd komið í ljós, að í flestum löndum heims, eða 76 af 106 sem senda Heilbrigðismálastofnun SÞ skýrslur, hefur sýfilis færzt í aukana undanfarin ár, enda þótt ný og haldgóð lyf hafi komið til sögunnar. Hvergi er aukningin meiri né ískyggilegri en í Bandaríkj- unum. Samkvæmt frásögn bandaríska vikublaðsins Time fæddust í Banctaríkjunum frá miðju ári í fyrra frarn til isama tíma í ár 4.000 börn með sýfilis, og a.m.k. 4.000 Bandaríkjamenn dóu úr sjúkdómnum á sama tíma. 124.188 tilfölli >af sjúkdómnum voru skráð á árinu. Um 20.000 .þeirra höfðu þó gengið með sjúkdóminn í al'lt að fjórum ár- um og ekki leitað neinnar lækn- ingar við honum og 80.000 jafn- vel enn lengri tíma. Níu milljónir Bandaríkja. manna með sýfilis! Hvorki meira né minna en níu milijónir Bandaríkjamanna eða um fimm próisent þjóðarinnar eru taldir hafa sýfilis eða hafa haft hann einhvern tíma á æv- inni og isennilegt er taiið að nú iséu um 1.200.000 óiskráð ti'l- felli af sjúkdómnum í land- inu. Allt það fólk ihefur ekki leitað iæknin'gar við honum. (Til samanburðar má geta þess, að þessar tölur samsvara um 9.000 o.g 1.200 á íslandi). 1 Furðulcg þróun Þessi óhugnanlega þróun er því furðulegri isem algerlega væri hægt að koma í veg fyr- ir tsjúkdóminn og á byrjunar- istigi má ilækna hann fullkom- lega með pensillíni. Og ekki dregur það úr furðunni að sýfili'ssýkillinn er „eins veik- byggður sýkill og nokkur sýkil'l getur verið“, eins og dr. Willi- lam J. Brown komst að orði. Hann er svo viðkvæmur að mestu erfið’.ei'kar eru á því að rækta hann í tilraunadýrum og nær alls ekki hægt að gera það það í tilraunaglösum. Hann dafnar eiginlega hvergi nema í líkama mannsins. Jafnvel þar er sýkillinn ekki lífseigur; hann þolir svo lít- inn hita að það var einu sinni læknisaðferð við sjúkdómnum að láta sjúklinginn fá hitasótt. Sýkillinn getur ekki borizt með matvælum, lofti né vatni eða með skordýrum. Hanri berst aðeins manna á milli við kyn- möki' ■ II"' ■: • "!lt! i "lij 19 Þráhi'fyrtr þeto- höfuM hanri' í hálfa fimmtu öld orði8'"millj'-l ónum að bana og unnið óbæt- anlegt tjón á heiisu annarra ó- taidra milljóna, blindað menn eða gert þá geðveika, vanskap- að börnin i móðurldfi og eyði- lagt iíf annarra milljóna manna sem áttu afkomu sina undir sjúklingunum. Ilver er ástæðan? En hver er ástæðan fyrir þessari stórauknu útbreiðslu sjúkdómsins á síðari árum? Dr. Brown sem áður var nefndur kennir það fyrst og fremst því að stjórnarvöld í viðkomandi löndum hafi of lítið aðhafzt gegn sjúkdómnum og segir að ef aðrar sóttir svo sem malaría, bólusótt eða kýlapest, hefðu valdið dauða þeirra 4 000 sem létust úr sýfilis á síðasta ári í Bandaríkjunum, myndu allar heil- brigðisvarnir landsins hafa ver- ið settar af stað til að útrýma henni. En um sýfi'lis, eins og revndar aðra kynsjúkdóma, gegnir öðru máli. Þá má helzt ekki nefna á nafn og aðeins örfáir unglingar fá fræðslu um þá af foreldrum S'inum eða í skólunum. Önnur ástæða kann að vera að einkenni sjúkdómsins eru slík, að læknar villast oft á honum og kenna öðrum sjúk- dómum um, t.d. mislingum eða krabba. Dr. Brown áætlaði að 40—60 prósent af þeim sem veikina fá gangi með hana út bæði tvö fyrstu stig hennar áður en þeir hafa hugboð um hvað að þeim sé. Að þeijn stig- um loknum hefur sýkillinn hægt um sig í líkama sjúklings- ins og lætur ekki á sér bæra nema með nokkurra ára rnilli- bili. Á lokastigi ræðst hann síðan á hjartað, aðalslagæðina, heilann eða mænuna. Nýjar hrakfarir íhaldsisis (I T B 0 Ð Tilboð óskast í að steypa upp og gera fokhelt sambýlis- hús við Bólstaðahlíð 52—56. Útboðsgögn verða afhent á teiknistofu Bárðar Daníels- sonar, Laugavegi 105, gegn 1000 króna skilatryggingu. BYGGINGASAMVINNUFÉLAG STARFSMANNA RlKISSTOFNANA. CÍTROEN ’47 til sölu Upplýsingar í síma 35553 milli kl. 12 og 1. Framhald af 1. síðu. kvæði. Sex seðtar voru auðir. Aðalfulltrúar Trésmiðafélags- ins eru: Jón Snorri Þorleifsson Sturla II. Sæmundsson Benedikt Davíðsson Ásbjöm Pálssoji Lórenz R. Kristvinsson Hallvarður Guðlaugsson. og til vara: Guðm. H. Sigmundsson Jörgen Berndsen Marvin Hallmundsson Helgi Þorkelsson Kristján B. Eiríksson Kristján Guðmundsson Við kosningar til A'þýðusam- bandsþings haustið 1960 hlaut A-Iisti 288 atkvæði, en B-listi 217. Við stjórnarkjör í félaginu árið 1959 hafði íhald ð meiri-- hluta í félaginu. A-listi hlaut þá 221 atkvæði, en B-listinn 246. Árið eftir fengu núverandi forystumenn félagsins meiri- hluta við stjórnarkjör og mun- aði 8 atkvæðum. Hafa þeir unn- ið ötullega að hagsmunamálum stéttarinnár og fengið kjör tré- smiða stórlega bætt frá því sem var. Trésmiðir hafa í þessum kosningum sýnt að þeir standa fast saman um hagsmunamál sín, og láta ekki pólitísk æs- ingaskrif í blöðum íhalds og Al- þýðuflokks hafa áhrif á þá af- stöðu s:na. Sjómannafélagið Jötunn, Véstmannaeyjum Kosning fór fram í Sjó- mannafélaginu Jötni í Vest- mannaeyjum um helgina og urðu úrslitin þau, að A-listi, borinn fram af stjórn og trún- aðarmannaráði, hlaut 96 atkv., en B-listi, íhaldsins, fékk 50 at- kvæði. Aðalfulltrúar Sjómannafé- lagsins Jötuns eru Sigurður Stefánsson og Ármann Hösk- uldsson, en varafulltrúar þeir Einar Jónsson, ög • Gísli Þ. Sig- urðsson. Eins og sjá má af tölunum, hafa „viðreisnarflokkarnir“ far- ið hinar mestu 'hrakfarir í kosn- ingunum. Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja Framboðsfrestur var iitrunn- inn í Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja s.l. föstudagskvöld. Aðeins einn listi kom fram og var hann borinn fram af stjórn og trúnaðarmannarádi. Ihaldið hafði verið með nokkra tilburði til að bjóða fram í félaginu, en treysti sér ekki tii þess, þegar á hóiminn kom. Aðalfulltrúar Verkalýðsfélags Vestmannaeyja eru: Sigurjón Guðmunlsson, formaður félags- ins, Hermann Jónsson, fyrrv. form. og Andri Hrólfsson, gjaldkeri fé-agsins. Varafulltrú- ra: Stefán Guðmundssan, Engil- bert Jónasson og Kort Ingvars- son. Verkalýðsfélag Borgarness Verkalýðsfélag Borgarness kaus fulltrúa sína á sunnudag- inn og urðu úrslit þau, að listi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs hlaut 70 atkvæði en listi íhaldsins aðe'ns 45 aikvæði. Aðalfulltrúar Verkalýðsfé- lags Borgarnéss feru Gúðmund- ur Sigurðsson, form. felagsins og Hara'dur Bjarnason Vara- fulltrúar eru Oigeir Friðíinns- son og Eggert Guðmundsson. Árið 1960 fékk A-listinn 70 atkvæði og B-list'nn 66, 1961 fékk A-listinn 75 atkvæði og B- listinn 66 og í janúar fékk A- listinn 81 atkvæði og B-list'nn 73. UppreisaérBeBEi fengu sitl freita BUENOS AIB.ES 24/9 — Upp- reisnarmenn li Argentínuher sigruðu í átökunum við hersveit- ir stjórnarinnar og hafa fengið fram kröfu sína að skipaður verði nýr hermálaráðherra og að foringi þeirra, Ogania hers- höfðingi, taki við æðstu stjórn hersins. Guido forseti lofaði í dag að kosningar yrðu látnar fara fram í alndinu „eins fljótt og auðið verður“, en uppreisnarmenn í hernum hafa líka krafizt þess að perónistar fái að bjóða fram í þeim koisningum. SÝNING KYNNING Vér höfum opnað sýningu á Singer prjónavélum og saumavélum í Sýningar- salnum í Kirkjustræti 10. • Á sýningunni starfa fjórar konur og sýna, hvernig vélarnar vinna og veita gestum hvers konar leiðbeiningar um meðferð þeirra. • Sýningin verður opin frá klukkan 2—7 e.h. næstu daga. VÉLADEILD Þriðjudagur 25. september 1962 ÞJÓÐVILJINN (5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.