Þjóðviljinn - 14.10.1962, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 14.10.1962, Qupperneq 10
20 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 196t Skáidsaga eftir RICHARD CORDON efstu hæðina. Hann bandaði þjóninum frá og vísaði gest- unum þremur inn í lítinn en vel birgan bar með stórum gluggum og útsýn yfir Paseo de la Castell'ana og Las Ventas. Á leiðinni úr anddyrinu og inn á barinn hafði hann í sífellu verið að stanza og benda á út- skot hér og málverk þar. allt saman fallegt og smekklegt, Bourne til töluverðrar undrunar. „Þú býrð ekki sem verst, með hliðsjón af því að þú ert alltaf að kvarta yfir fátækt.“ sagði Bourne og reyndi að vera létt- ur í bragði. „Kæri vinur,“ sagði Munoz. „Ég hef alltaf átt við hlutfalls- lega fátækt. Ef Goya hefði ekki rænt okkur næstum öllu, hefðu ekki verið margar fjölskyldur ríkari í Evrópu i dag. Hvað vilj- ið þér drekka, frú Boume?" „Sherry, þökk fyrir.“ Eva hafði tyllt sér á háan stól við gluggann. Karlmennirnir tveir studdu olnbogunum á barborð- ið. Milli flasknanna gaf köttur- inn Montes þeim auga. meðan gestgjafinn bénustureiðubú- inn með ta>- t a í hendinni. . „Sherry? Ne. heyrið mig nú. frú Bourne. Það er ómögulegt. Eg er búinn að útvega mikið úr- val af whiský handa ykkur. Meira að segja sjaldgæf merki. Hvemig væri með eitt glas?“ „Sherry, þökk fyrir.“ Hann kingdi og hellti í lítið sherryglas handa henni Svo sneri hann sér að Jean Marie. „Monsieur Calbert? Quinquina? Amer Pieon? St. Raphael?“ „Öl, þakka yður f.yrir “ „Æ.“ Hann varð örvílnaður á svip „Ég á því miður ekkert öl. Og ég sem hafði svo mikið fyrir því að útvega eitthvað franskt handa yður.“ Hann horfði ásökunaraugum á Jean Marie Andlitið var eins og lit- 111. krepptur hnefi. örmjött yf- irskeggið minnti á naglann í dökkum. knýttum hanzka „Látið mig þá fá Dubonnet.“ sagði Jean Marie vingjarnlega „Dubonnet?“ „Dubonnet er mjög franskur drykkur,“ sagði Jean Maire. „Það er einmitt. En þvi mið- ur á ég það ekki“ ,,Má ég bá ekki fá glas af vatni Vatnið i Madrid er dá- samlegt!“ .És þakka. En eruð þér vissir um að þér viljið ekki Quin- quina eða Amer Picon eða . . .“ „Þökk fyrir, aðeins vatn.“ Dr. Munoz hellti vatni j glas. Höndip skalf lítið eitt. „Jim,“ sagði hann vongóður. „Hvað má bjóða þér?“ „Hvað sem er. Victorianot hvað sem er!“ „Nei, nei. Jim. Vertu nú vænn. Ég vil endilega að þú fáir það sem þig langar í. Kannski ögn af vodka? Beint frá Póllandi. Úrvals drykkur." „Þér hefðuð átt að vinna við sjónvarpsauglýsingar. dr. Mun- oz,“ sagði Eva „Hvað segið þér?“ „Ég sagði að þér hlytuð að hafa mjög góða rödd í sjón^ varp.“ „Ég þakka. Jæja, Jim, hvað verður úr þessu?“ „Vodka. þökk fyrir. Með ögn- af ís.“ Dr Munoz galdraði það fram á augabragði. Eva spurði. hvað hann hefði hugsað þér að drekka sjálfur. Hann sagðist hvorki reykja né drekka. Allir settust og fóru að spjalla saman „Ég hef lesið mikið um list yðar, monsieur Calbert. Mikið hrós.“ „Þökk fyrtr.“ „Ég mála eííki; sjálfur'. en’ ég? státa mig af því að hafa sæmi- legt vit á list Ég von.a að þú sért sammála, Jim?“ „Þú ert mjög fær, Victoriano.“ „Hafið þér áhuga á list, frú Bourne?“ „Geysilegan.“ „Meðal annarra orða,“ greip Bourne fram í. „Þú minntist á ný málverk sem þú hefðir náð í. Við hlökkum mikið til að | sjá þau.“ „Býsnin öll,“ sagði Eva. „Seinna. Mér er mikil ánægja að sýna ykkur þau seinna. Vin- ur minn lítur hingað inn til að ná i bók. Hann verður ekki nema andartak. Eftir það verð- um við ekki ónáðuð.“ „Hvaða málverk eru það?“ spurði Jean Marie syfjulega. Spænsk. Mig langar til að Jim sjái þau, áður en ég læt herra Pickett sjá þau.“ „Pickett?" „Pickett er sá sem valdið hef- ur þegar spænsk list er annars vegar.“ útskýrði Boume. „Hann var í veizlunni um daginn.“ Jean Marie sneri sér að Evu. „Er ég að hugsa um sama | manninn?" „Sennilega.“ Jean Marie yppti öxlum. „Við 1 hljótum að hafa talað um franska list. Það var að minnsta kosti ekki hans sterka hlið.“ „Hvemig líður yður í Madrid, frú?“ sagði dr. Munoz. „Alveg ágætlega." „Er þetta í fyrsta skipti sem þér komið hingað?“ „Nei, ég hef verið hér áður sem blaðamaður. Ég lærði spænsku hérna“ „Er það mögulegt? Kunnið þér spænsku?" Hann sneri máli sínu til allra i senn „Við ættum í ' rauninni að tala spænsku." Hann talaði lýtalausa ensku.með mjög brezkum hreim. „Talið þér spænsku, M’sieu Calbert?“ „Að vissu leyti. Franskan mín er talsvert betri.“ Dr. Munoz leit á hann kyn- legu augnaráði fyrir þessa at- hugasemd. „Auðvitað.“ sagði hann. Svo lifnaði yfir honum og hann sagði: „Já. þvi ekki það?“ „Því ekki hvað?“ spurði Jean -Marie „Því ekki að tala frönsku?“ Hann sneri sér að Evu: „Talið þér frönsku, frú Bourne?“ „Eins og yður þóknast, dokt- or. Öll tungumál sem þér ósk- ið eftir.“ Hann beit á vörina og blóð- ið þaut fram í kinnar honum. Dyrabjallan kom honum til hjálpar. Hann baðst afsökunar á frönsku og flýtti sér útúr her- berginu. „Mig langar mest til að kyrkja þennan kött.“ sagði Eva. „Já. hann er viðbjóðslegur,“ samsinnti Jean Marie. „Púha, hvað þurfum við að vera hérna lengi. Jim?“ „Þangað til við erum búin að dást að nýju málverkunum," sagði Boume þungbrýnn. „Og það á að dást að þeim. Það er eins og hvert annað starf, Eva. Skilurðu það? Þú hefur ráðið við það sem verra var“. „Ég skal gera það eins vel og ég get, elskan.“ Þau heyrðu að dr. Munoz kom inn með gestinn. Hann ýtti manninum næstum inn á barinn. Gesturinn reyndist vera yfirtoll- þjónninn af Barajas flugvellin- um. Hann starði á Evu og brosti síðan eins og hann hefði fundið upp gervitennumar. „Senorita Quinn!“ hrópaði hann hrifinn. „Þetta var skemmtilegt og óvænt!“ Dr. Munoz sýndist glaður og ringlaður. „Jæja, þekkizt þið? Það var gaman.“ Allir töluðu spænsku núna — það er að segja þeir sem máttu mæla. ■ „Hvenær komuð þér til baka?“ spurði yfirtollþjónninn og dr. Munoz sagði — eins og það væri skemmtilegt grin: „Senora Boume, má ég kynna Gómez ofursta, tollgæzlumann á Bar- ajas?“ Bourne leit snöggt á Evu. Hún laut höfði. „Senora Boume? Sem ég er lifandi! Það hefur gengið fljótt fyrir sig. ha?“ Eva tók við sér og talaði hressilega: „Þér hljótið að hafa verið verndarengill minn, of- ursti. Hann er ekki spænskur. en hann á heima á Spáni.“ Hún flýtti sér að útskýra þetta fyr- ir eiginmanninum. „Ofurstinn og ég eigum saman leyndarmál. ást- in. En ég get þó frætt þig á því, að við ræddum um blessun hjónabandsins fyrir nákvæmlega tíu dögum — daginn áður en ég hitti þig.“ „Leyndarmál, hvað heyri ég?“ tókst Bourne að stvnja upp. I Ofurstinn hló "’aðlega. „Það j var ekkert alvarlegt. það full- yrði ég. En Ijómandi notalegt.“ Dr Munoz dró Jean Marie til \ ofurstans. „Þetta er M’sieu Jean Marie Calbert mjög efnilegur franskur málari.“ Þeir tókust í hendur og á með- an hellti dr. Munoz sherrýi í glas handa ofurstanum. Gómez brostj út að evrum framaní ný- siftn M'nin. „Jæja, svo að þið hittust í París fyrir tíu dögum? ! Að hugsa sér. Þetta líkar mér. Þetta er sveimér skemmtilegur endir á Evrópuferð!" „Á Spánarferð." leiðrétti Eva kurteislega og lyfti glasinu. „,Skál fyrir Spáni!“ sagði hún, þegar ofurstinn fékk glasið sitt frá dr Munoz. Allir drukku skál- ina nema markgreifinn. Hann stóð álengöar og var aulalegur á svipinn. „Hvernig hittust þið eigin- lega?“ spurði hann á eftir „Þú ert nú sjálfur hálfgerður brúð- gumi. ofursti.“ Allir hlógu vand- ræðalega. „Senora Bourne kom til Spán. ar með mjög góða Velazques- stælingu. sem ég skrásetti.“ „Reglulega góða stælingu?" spurði Munoz. Jean Marie ein- blíndi' á hann. „Ég get svo sem sagt ykkur,“ sagði ofurstinn, að hún var svo 7k 'fí'i kií: ff 4r. I dögun héldu Ross og Þórður aftur af stað. Til þess að forðast verðina ætluðu þeir að reyna að komast yfir fjöllin inn í dalinn. Tóku þeir með sér vistir til nokk- urra daga. Ijósmyndavélar og litla sendistöð. Eddy hafð) farið á njósn áður en þeir fóru en enginn var á ferli á bryggjunni svo að þeim tókst að komast óséðir frá skipinu. Við þurfum nýja heilbrigðislöggjöf Alþýðusamband íslands er aS- ili að Landsambandi gegn á- fengisbölinu og á sína fulltrúa i þeim samtökum, og í dag 14. cktóber er landsbaráttudagur samtakanna og því sendi ég Þjóðviljanum þessar línur. Baráttan gegn áfengisbölinu er hógvær og hljóðlát. Menn vita að musterið mikla, mað- urinn sjálfur, er saurgað með áfehgiseitrinu, en þó ræðst eng- inn þar inn með keyri og rekur brennivínsmangarana út. Slíkir menn fá að vinna myrkraverk- in í friði. Ég gekk hér einn daginn fram hjá hópi skólabama á aldrinum 9—10 ára. Það var fallegur hópur, fullur heil- brigðrar lífsgleði, og mér flaug í hug að eftir 4—5 ár verða salar brennivíns og annarra eiturlyfja í umsát um þessi böm, að draga þau sem flest r.iður í svaðið og vissulega er það þyngra en tárum taki. Á öðru leitinu stendur svo hópur manna ofurölvi. Við samborgararnir göngum fram- hjá og stjáklum í bezta lagi þessum mönnum bak við ó- hreina dulu vorkunnsemi og kæraleysis. Þeir em fullir, grey- in, segja menn og bera við að yppta annarri öxlinni. Og af illri nauðsyn em þessir sjúkl- ingar umgengnir á strætum og i húsum inni. Opinberlega er áfengisneyzla viðurkennd sem böl, og lögger- endur ganga með hreinar hend- ur fyrir aftan bak og láta prenta lög sem öll fela i sér brodd refsiákvæða. Aðrir bera hirt- ingarvöndinn í annarri hendi en brennivínsgróða í hinni og beygja hné fyrir fullnægðu rétt- læti. Og enn er spurt um manninn sjálfan,.- má þjóðfélagið við„ því að glata svo mörgum mönnum, ýmist í hliðargöturnar eða strætin sjálf? Flestir máske allir, mundu svara neitandi, jafnvel þó menn brenni sig á eigin svari. Þjóðfélagið má eng- um manni glata í tilbúin veik- indi. Um áfengið og skaðsemi þess eru til lög og til er margskipt almenningsálit. En ég fullyrði að hvomtveggja, lögunum og almenningsálitinu, er þörf gagn- gerðra breytinga, og lögin eiga að beina leiðina, í samráði og samstarfi við bindindishreyf- ingar landsmanna. Þessi lög mættu heita Ný heilbrigðislöggjöf. En til slíkrar lagasmíði, sem yrði að veravöl- undarsmíði, þurfa beztu menn að húðbyrgja 'sig og þá helzt mennimir úr þingsölunum. Síðan mætti boða nýjan sið í þessum málum, þar sem mað- urinn sjálfur, allt frá æsku. væri kjarni lagabóstafsins, l£f hans og lífshamingja og stefnt yrði að útrýmingu áfengis. En þar sem siðferðileg stofn- mál leita sér rúms og almenn- ingsálit rennur í kjölfar réttar og laga, er áhrifavald þess mik- ið. Og því verðúr vel að hyggja að almenningsálitinu, verði sú lögdeild samin og lögleidd sem hér er vakið máls á. Heilbrigðislöggjöf vegna vín- drykkju og neyzlu eituriyfja þarf að eiga sakartök þar sem sýkingin fer fram. En alveg sérstaklega verða lögin að eiga það höfuðhlutverk að koma . í veg fyrir að áfengra drykkja sé neytt og kæmi þá margt til greina. L<eysa þarf f jölmarga menn og skemmtisamtök úr veðböndum vanans, þar sem nú þykir sjálfsagt að vín sé haft um hönd í mörgum eða flestum samkvæmum. Og væri þá fyrst að húsbændur höfuðstöðva brytu af sér böndin. Allsstaðar, þar sem almanna- fé er grunnmúr stofnana, svo sem skóla og annarra þjóðfé- lagslegra sameigna, á að banna með öllu neyzlu áfengra drykkja í dagfari fullorðinna sem unglinga. Skólamir eiga að beina kennslunni að hugsjón- irmi um manninn, það er til- gangur lærdóms og mennta. Ó- mannlegt er að drekka frá sér vit og siðgæði, og því verður að beita banni í núverandi á- standi svo menn öðlist frelsi. En víndrykkjumenn draga nið- ur menn og menntir í sjálfum sér og í samfélaginu. Samkomuhús þar sem menn koma saman sér til skemmt- unar eða fróðleiks, eiga að hverfa úr eigu einstaklinga, sem reka þau í gróðaskyni, en færast í hendur opinbers rekst- urs eða félaga, og eiga það markmið að vera stofnanir skemmtana og gleði þar sem hið mikla og fagra í litum, orðum og tónum skipar önd- vegi. Listaverkin, sem nú hvíla mörg undir lásum, væru þá frjógjafi augans og inntak hugs- ananna. 1 þeim húsum á á- fengi að vera með öllu hús- rækt, enda samrýmist það aldrei fegurðinni. Ef litið er á áfenglsneyzlU;. á * heimilum og utan þeirra* sem skaðlegan, smitandi sjúkdóm — ; og vitað er að alluii ,.sormn dregst inn á heimilin — þá er vissulega lækninga þörf. Og á- reiðanlega þarf nýja heilbrigð- islöggjöf, svo kalla megi á að- stoð sem í hverju einu tilfelli færi læknandi höndum um heimilið og hyrfi ekki frá fyrr en meinið er upprætt og heim- ilið aftur samboðið bömum að alast þar upp. Oft verður að sjálfsögðu að þreifa á málum sem stinga vin- berann í hjartastað og hafa hvassa brodda í allar áttir. Og því verða heilbrigðislög að fela í sér þá mýkt að þeir sem framfylgja þeim, geti borið þau við brjóst sér og átt vísan stuðning almennings. Ef takast mætti að losa heim- ilin við áfengi svo slíkt þætti til eindæma, væri mörgum manni gefin sú lífsaðlöðun, sem heilbrigt mannlíf er svo ríkt af og gefur allri daglegri fram- þróun tilgang. Ég hef í þessari grein skrifað ' um almenningsálit og ný heil- brigðislög sem sameiginlega vegbeinendur út úr áfengis- ; vandamálinu. Og ég held að mjög margir menn sem áfengis neyta séu bindindismönnum sammála um að versnandi ástand, sérstaklega hjá ungu fólki, kalli á einhverj- ar þær aðgerðir sem hafa í sjálfum sér möguleikann til að snúa við blaðinu og stefna að útrýmingu áfengis. Tryggvl Emilssoh. Ctgerðarmenn! Sjómenn! Skipaviðgerðir — Skipasmíði. Bátaviðgerðir — Bátasmíði — Bátauppsátur. Vönduð vinna — Vanir fagmenn. SKIPASMÍÐMTÖBIN BARAN Hafnarfirði. Sími 51461 og 51460. Á

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.