Þjóðviljinn - 27.10.1962, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 27.10.1962, Qupperneq 1
U<m næstu helgi verð- uar hleypt af stokkun- um skyndihappdrætti fyrir Þjóðviljann. Að- alvinningarnir í happ- dræfSinu verða Land- Rover bifreið og góð- hestur með öllum reið- tygjum auk fleiri eigu- legra vinninga. Heitir blaðið á stuðnings- menn sína að styðja happdrættið eftir föngum og tryggja með því áframhald- andi vöxt og viðgang Þjóðviljans. — Nánar á 2. síðu. MeSan samningar standa yfír hjá SÞ Ckki þverfótað fyrir hermönnum, vopnum og öðrum hergögnum í höfnum á Fiorída WASHINGTON og NEW YORK 26/10 — í kvöld, þegar horfur höfðu batnað á því, að hægt yrði að forða mannkyninu frá þeirri ógnarhættu, sem hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna á Karíhahafi og hafnbann þeirra á Kubu hafa leitt yfir það, bárust þær fréttir frá höfuðborg Bandaríkjanna, að allar líkur bentu til þess að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að ráðast á Kúbu og stofna friðnum í heiminum þannig í enn meiri hættu en leitt hafði af hafnbanninu. Fréttaritari brezka útvarpsins í Washington sagði að það mætti ráða af orðum talsmanna Bandaríkjastjórnar að „beinar aðgerðir gegn Kúbu gætu komið til greina alveg á næstunni“. Fréttaritarinn segir að Banda- ríkjastjóm sé staðráðin í að sjá til þess að þær stöðvar á Kúbu, sem hún kallar sovézkar árásar- stöðvar, verði lagðar niður. „Ef innrás reynlst nauðsynlcg" Hann bætir við að ráð Amer- íkuríkjanna hafi lofað Banda- ríkjastjórn fullum stuðningi ef innrás á Kúbu reynist nauðsyn- leg. öll þau tuttugu ríki róm- önsku Ameríku sem Bandaríkja- stjórn hafi leitað til í þessu sam- bandi hafi samþykkt þessa af- stöðu og tólf þeirra hafi lofað Bandaríkjunum aðstoð við inn- rásina, hermönnum, vopnum eða herstöðvum. „Frekarl aðgerðir réttlætanlegar“ Blaðafulltrúi bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, Lincoln White, gaf mjög eindregið í skyn á fundi með blaðamönmim í dag, að Bandaríkin kynnu að ráðast á Kúbu. Hann var spurður að því hvort innrás á Kúbu væri yfirvofandi og benti þá strax á þau ummæli Kennedys for- seta í ræðu hans á mánudaginn að „ef árásarundirbúningur héldi áfram á Kúbu, myndu frekari aðgerðir (en hafnbannið) vera réttlætanlegar". Talsmenn forsetaembættisins hafa tilkynnt, að ekkert bendi til þess að Kúbumenn hafi í hyggju að leggja niður hinar svonefndu flugskeytastöðvar eða hætta vinnu við þær. Þvert á móti sé vinnu við byggingu stöðvanna haldið áfram af full- um krafti. Ekki þverfótað fyrir hermönn- um í höfnum á Florída Algert bann hefur. verið sett á birtingu aUra frétta í Banda- ríkjunum af liðsflutningum hers- ins, en fréttaritari brezka út- varpsins segir að svo mikið lið hafi verið flutt til hafnarborga á Florida, aðeins rúmlega 100 km frá norðurströnd Kúbu, að þar verði hvergi þverfótað fyrir hermönnum, vopnum og hvers- kyns hergögnum. Háværar kröfur um innrás í blöðum og á þingi Fréttir af þessum stríðsund- irbúningi Bandaríkjanna gegn Kúbu koma ekki alveg á óvart Franska fréttastofan AFP sagði í fyrradag að bandaríska herfor- ingjaráðið hefði um daginn setið á fundi til að leggja á ráðin um innrás eða loftárásir á Kúbu. Útbreidd bandarísk blöð. eins og Daily News í New York hafa krafizt þess að látið yrði til skarar skríða gegn Kúbumönn- um og í gær lýsti einn helzti á- hrifamaður demókrata, leiðtogi þeirra í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings og fulltrúi í flokks- stjóminni, Hale Boggs, yfir þvi, að ef hinar svonefndu árásar- stöðvar á Kúbu yrðu ekki lagð- ar niður, þá ættu Bandaríkin SlökkviiiSsmenn brennast við slökkvistarf - 12. síða pl§H ■■ - ■- <- wmm ;íí: :. isíííí: ;::V: iii Bandaríkin hafa stórcflt her sinn í flotastöðinni í Guantanamo á austurströnd Kúbu síðustu daga. Hér sjást hermenn úr landgönguliði flotans koma þangað. Verða þeir nú sendir gegn Kúbumönnum? sjálf að sjá til þess að þær yrðu eyði'lagðar. Meðan samningar standa yfir Þó munu fæstir hafa gert ráð fyrir að Bandaríkjastjóm myndi sýna Sameinuðu þjóðunum svo algera fyrirlitningu að undirbúa hemaðarárás á Kúbu og láta talsmenn sína gefa í skyn að slík árás sé yfirvofandi, ein- mitt sama daginn og viðræður hófust milli Ú Þants frám- kvæmdastjóra og deiluaðila. Ú Þant ræddi í dag við þá Stevenson, fulltrúa Bandaríkj- anna hjá SÞ, og Sorin, fulltrúa Sovétríkjanna, til að reyna að finna grundvölj fyrir samninga- viðræðum um lausn deilunnar. Sovétstjórnin verður enn við tilmælum Ú Þants Eftir miðnætti fékk Ú Þant svar frá Krústjoff forsætisráð- herra við tilmælum sem hann hafði sent honum fyrr um dag- inu. Hann hafði mælzt til þess við Krústjoff að sovézk skip yrðu um stundarsakir ekki lát- in sigla inn á það hafsvæði við Kúbu þar sem bandarísku her- skipin eru. Krústjoff segir í svari sínu að öll so.vézk skip sem vom á leið til Kúbu hafi fengið fyrir- mæli um að fara fyrst um sinn ekki inn á hafnbannssvæðið. Kennedy Bandaríkjaforseti FramhaJd á 3. síðu. ★ Almenni borgarafundur- inn um Kúbu, sem Sósíal- istafélag Reykjavíkur hefur boðað til í Háskólabíói á morgun, hefst kl. 2 síðdegis. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Sýnd verður á fundinum ný kvikmynd um bylting- una á Kúbu, framúrskarandi mynd, sem hinn heimskunni sovézki kvikmyndagerðar- maður Karmen hefur gert Á 2. síðu blaðsins í dag ritar Magnús Jónsson um kvik- myndina, en Magnús hefur stundað nám í kvikmynda- gerð í Sovétríkjunum undan- farin ár og Karmcn, höfund- ur Kúbumyndarinnar sem sýnd verður á morgun, verið eimi kennara hans. Þess skal getið, að Jón Múli Árnason flytur skýringar á íslenzku með kvikmyndinni. ★ Magnús Kjartansson fór sem kunnugt er til Kúbu í sumar í boði byltingarsam- takanna þar. Dvaldist hann á Kúbu um fimm vikna skcið, ferðaðist um Iandið þvcrt og endilangt, 6—7.000 kílómetra, ræddi v5ð fjölda fólks, þar á meðal ýmsa helztu forystu- menn byltingarinnar og afl- aði sér heimilda um sögu og árangur byltingarinnar. Fyrir noklcrum dögum íauk Magn- ús við handrit að bók um byltinguna á Kúbu og er hún væntanleg í bókabúðir í næsta mánuði. ★ Á fundinum í Háskólabíói á morgun mun Magnús greina frá ýmsu sem fyrir augu og eyru bar á Kúbu og fjalla sérstaklega um þau á- tök Kúbustjórnar og Banda- ríkjastjórnar sem náð hafa hámarki með ofbeldlisverkum bandaríska flotans í Karíba- hafi. HALDINN í HÁSKÓLABÍÓI Á MORGUN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.