Þjóðviljinn - 27.10.1962, Side 5
Laugardagur 27. október 1962
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA 5
Skattalækkun
Gunnars Thor
VV
Gunnar Thoroddsen f jármála-
ráðherra bregzt reiður við,
þegar á það er bent að hann
hefur innheimt hærri skatta
og tolla af þjóðinni, en nokk-
ur annar fjármálaráðherra
hefur gert.
Gunnar þrástagast á l»ví að
verðtollsgjaldstiga hafi ekki
verið breytt og að af því geti
ekki verið um hækkun þess
tolls að ræða.
En það er hægt að hækka
verðtollinn og söluskattinn á
hverjum einstökum blut, án
þess að verðtollsstiganum eða
söluskattsprósentunni sé
breytt.
Hér skulu nefndar tölur,
sem glöggt sýna hvað hef-
ur verið að gerast í skatta-
málunum:
1959 1960 1961
millj. millj. millj.
kr. kr. kr.
Tekju- og eignaskattur . 162,9 96,7 106,1
VerótoIIur . 289,5 338,9 377,7
Söluskattnr . 164,2 382,9 475,9
616,6 818,5 959,7
Þessar tölur eru teknar
beint upp úr ríkisreikning-
unum Þær sýna að nokkur
lækkun hefur verið gerð á
tekju- og cignaskatti.
En þær sýna stórfellda
hækkun verðtolls og sölu-
skatts.
Árið 1960 var samþykkt
mikil gengislækkun. Innflutn-
ingsverð vöru stórhækkaði og
bein afleiðing þess varð mik-
il hækkun VERÐrOLLSINS
og mikil hækkun SÖLU-
SKATTS á innflutning. Auk
þess var söluskattur af inn-
flutningi beinlínis HÆKKAÐ-
UR UM 8,3%. Þá var einnig
Iagður á 3%SÖLUSKATTUR
A SMASÖLUVERÐ.
Arið 1961 var aftur sam-
þykkt gengislækkun í ágúst-
mánuði: Og enn hækkuðu því
verðtollar og söluskattar. Og
enn má bæta því við að auð-
vitað hækkar söluskatturinn í
smásölu jafnt og þétt með
aukinni dýrtíð.
Kjarni málsins er þessi:
Sá hlutur, sem árið 1959
har 500 króna verðtoll,
bar 600 króna verðtoll 1960
og 660 krónur 1961.
Sá hlutur, sem bar 200
króna söluskatt árið 1959,
bar 450 króna söluskatt
árið 1960 og 600 krónur
árið 1961.
Þetta heitir á máli almenn-
ings að skattar og tollar hafi
hækkað, en ekki lækkað,
eins og fjármálaráðherrann
heldur fram.
ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS .
Hækkað verði framlag
til héraðsheimilanna
Þingmenn Austurlandskjör-
dæmis, Halldór Ásgrímsson,
Jónas Pétursson, Eysteinn Jóns-
son og Lúðvík Jóscfsson, flytja
frumvarp til Iaga um breyt-
ingu á lögum um félagsheimili.
Breyting laganna er fólgin í
því, að til félagsheimila, sem
byggð eru sameiginlega af fé-
lögum og sveitarfélögum ákveð-
ins héraðs, — héraðsheimili, —
megi veita allt að 50% af bygg-
ingarkostnaði.
1 greinargerð segir m. a.:
„Síðan lögin um félagsheim-
ili tóku gildi og farið var 1948
að starfa samkvæmt þeim, hafa
félagsheimili verið reist víðs
vegar um landið. Félagsheim-
Fyrirspurnir
Benedikt Gröndal ber fram
eftirfarandi fyrirspum til
dómsmálaráðherra:
„1. Telur dómsmálaráðherra.
að vaxandi misnotkun de’Ti-
lyfja hér á landi gefi tilefni til
sérstakra gagnráðstafana af
hálfu ríkisvaldsins? 2. Ef svo
er, telur dómsmálaráðherra
gildandi lagaákvæði í beim
efnum nægilega ströng?
iium þessum má skipta í þrjá
stærðarflokka:
1. Lítil hús, 600—900 ma.
2. Miðlungshús, 1000—2400 m3
3. Stór hús, 2500 m3 og stærri.
. , . Rekstur þessara húsa
hefur í sumum ' tilfelíúm reynzt
mjög erfiður fyrir hlutaðeig-
endur, og veldur þar mestu um,
að * stofn- og rekstrarkostnaður
er of mikill miðað við afnota-
möguleikana
. . . Það, sem vinnst við þetta
fyrirkomulag og byggingu hér-
aðsheimila, þar sem slíkt á við,
er m. a. þetta:
1. Meiri möguleikar til nán-
ara menningarlegs og félags-
málalegs samstarfs sveita inn-
an sama héraðs.
2. Minni stofnkostnaður vegna
byggingar félagsheimila og því
hagkvæmara fyrir hlutaðeigandi
sveitir og félagsheimilasjóð.
3. Meiri hagkvæmni um heil-
brigðan rekstur félagsheimil-
anna.
4. Héraðsheimili, sem byggt
er samkvæmt þörfum heils hér-
aðs, hefur m. a. skilyrði til að
vera menningarmiðstöð héraðs-
ins, þar sem héraðsbúar geta
sameiginlega notið þess bezta,
sem á boðstólum er á hverjum
tíma, hvort sem það er flutt af
heimamönnum eða aðkomufólki.
Ljóst má vera, að það er mikl-
um fjárhagslegum erfiðleikum
bundið fyrir sveitarfélögin að
koma upp slíkri menningarmið-
stöð sem hér um ræðir jafn-.
hliða því að byggja sín eigin
félagsheimili, þótt þau að sjálf-
sögðu verði minni og ódýrari
en ella, þar sem þau verða meir
en áður sniðin eftir heimaþörf
einni. Flm. telja því rétt og
eðlilegt, að hið opinbera hlut-
ist til um, að héraðsheimili fái
nokkru hærri byggingarstyrk en
félagsheimili einstakra sveitar-
félaga og geri þannig stærri
félagsheildum auðveldara um
úrlausn verkefnis, sem líklegt
er að efli félagslega samvinnu,
betra samkomuhald og sparnað
á fjármunum.”
Frumvarpið er endurflutt frá
siðasta þingi.
Til þess að sýnast.
— lá í orðum Gísla
Síðastl. mánudag fór fram
fyrsta umræða um frumvarp til
breytinga á lögum um lands-
höfn í Keflavík, en flutnings-
maður er Ragnar Guðleifsson.
Ragnar Guðleifsson, (Alþfl.)
flutti jómfrúræðu sína á Al-
þingi um þetta mál. Hann taldi
framkvæmdir hafa dregizt um
of á langinn við landshöfnina,
en nú mætti vænta breytinga,
þar sem búið væri að ganga
frá framkvæmdaáætlun í sam-
ráði við viðkomandi bæjarfé-
lög. Mikil þörf væri á bættri
aðstöðu bæði fyrir flutninga-
skip og ekki síður fiskibáta á
þessum stöðum. T.d. hefði um
50 þús. smálestum af fiski ver-
ið landað á þessum stað s.l.
ár. Höfnin væri hins vegar
mjög ótrygg í vondum veðrum
og væri mikil nauðsyn að úr
rættist.
-----------------------------«
Otgefandi:
Ritstjórar:
Sameiningárflokkur álþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Ólafsson,
Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjórar: tvar H. Jónsson. Jón Bjamason.
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19.
Sími 17-500 (5 tinur) Áskriftarverð kr. 65.00 á mánuði.
Gísli Jónsson (Ihald) kvaðst
vilja leggja þá fyrirspurn fyrir
flutningsmann, hvort þetta
frumvarp væri flutt í samráði
við sjávarútvegsmálaráðherra,
flutningsmaður sæti nú sem
varamaður hans á þingi. Sam-
kvæmt lögum væru tvær lands-
hafnir á landinu, í Keflavík—
Njarðvík og í Rifi á Snæfells-
nesi. Framkvæmdir á Rifi
hefðu dregizt stórlega á lang-
inn vegna þess að ríkisstjóm-
in hefði jafnan synjað um
heimild til lántöku á sama
hátt og hér væri gert ráð fyrir
og talið rétt að fara eftir hafn-
arlögum í þessu sambandi.
Landshöfnin í Rifi ætti að
sjálfsögðu sama rétt og lands-
höfnin í Keflavík—Njarðvík, og
kvaðst Gísli geyma sér allan
rétt til flutnings breytingar-
tillagna, þar til hann hefði
fengið svör við því, hvort
frumvarpið væri borið fram í
samráði við sjávarútvegsmála-
ráðherra.
Halldór E. Sigurðsson (Frams.)
kvaðst ekki efa, að flutnings-
maður hefði haft samráð við
sjávarútvegsmálaráðherra í |
þessu máli. Teldi hann það |
góðs vita, og myndi stjóm Rifs- i
hafnar fagna slíkri stefnubreyt-
ingu ríkisstjómarinnar og gæti
það flýtt fyrir framkvæmdum
á Rifi.
Varð svarafátt
Ekki svaraði flutningsmaður
frumvarpsins áðurgreindri fyr-
irspum Gísla, en greinilegt var,
að Gísli vildi með henni gefa
í skyn, að mál þetta væri að-
eins flutt til að sýnast, þar
sem ríkisstjórnin hefði jafnan
beitt sér gegn því að sá hátt-
ur væri á hafður, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir.
Frumvarpinu var .vísað til 2.
umræðu og sjávarútvegsnefnd-
ar.
Hlutleysi
^llt frá því stríði lauk hafa þau íslenzk blöð,
sem undirlögð eru bandarískum áróðri, hent
gaman að öllu sem varðar baráttu fyrir friði
í heiminum. Þeirra hugmynd um friðarvernd
hefur verið sú, að það eitt sé nauðsynlegt að
Bandaríkin og hernaðarbandalag þeirra, Atlanz-
hafsbandalagið, sé nógu vel búið hinum skæð-
ustu vopnum. í samræmi við það sjónarmið
þvældu forystumenn þriggja íslenzkra stjórn-
málaflokka íslandi í það hernaðarbandalag eft-
ir tveggja daga umræður á Alþingi. Það vírð-
ist svo ekkert hafa truflað sannfæringu eða
samvizku herstöðvaflokkanna íslenzku þó ríki
Atlanzhafsbandalagsins hafi staðið í svo til sam-
felldum nýlendustyrjöldum og árásarstyrjöld-
um frá því bandalagið var stofnað og til þessa
dags. Og Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn hafa verið sérstaklega stoltir af því að
hafa pantað hingað bandarískan her og her-
stöðvar.
•£iÉ>r>. riTIJ BfnrflVMy * * K ■ í ‘
Y"egna trúar flokksmanna á hæfni forystumanna
sinna hefur hin bandaríska leppsafstaða al-
ið á andvaraleysi um herstöðvamálin. En atburð-
ir þessarar viku hafa flutt ógnir kjarnorkustyrj-
aldar svo nærri þjóðum heimsins að alvara máls-
ins hefur skýrzt. Og í augsýn allra þjóða koma
Bandaríkin nú fram sem ofbeldisaðili, brjót-
andi alþjóðalög og hótandi heimsstyrjöld, til
þess að geta í ofstæki sínu og ribbaldaskap kúg-
að sjálfstætt smáríki. Staðreyndirnar um hætt-
una af herstöðvunum og varnarleysið fer að
verða á vitorði alls almennings. Sjálf ríkisstjóm-
in birtir í opinberum þingskjölum álitsgerðir
hershöfðingja um tortímingarhættuna sem ís-
lenzku fólki í nánd við Keflavíkurflugvöll er
búin, ef til stríðs kemur. .
Jjað er í ljósi þess skilnings að herstöðvar stór-
veldis draga að sér árásir ef til styrjaldar
kemur, eins og segull járn, að þingflokkur Al-
þýðubandalagsins hefur lagt fram tillögu til
þingsályktunar um að Alþingi krefjist þess að
allur herafli Bandaríkjanna á íslandi verði taf-
arlaust fluttur burt úr landinu, og að Alþingi
lýsi því síðan yfir gagnvart öðrum þjóðum að
ísland muni ekki veita neinum styrjaldaraðila
aðstöðu í landinu og því sé heitið á öll ríki að
virða hlutleysi þess og friðhelgi. Miklu fleiri
skilja það nú en áður, að herstöðvar á íslandi
geta þýtt tortímingarhættu fyrir þjóðina ef til
kjarnorkustyrjaldar kemur, og að þær herstöðv-
ar eru eingöngu miðaðar við að vera peð í
refskák Bandaríkjanna. án nokkurs tillits til
'iagsmuna íslendinga. Þess vegna flytur þings-
ályktunartillaga Alþýðubandalagsins mes+a ör-
lagamál fslendinga á bessari stundu. mál sem
á djúpan hljómgrunn með þjóðinni. — s.