Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1. nóvember 1962 — 27. árgangur 338. tölublað. I dag leggja 32 sjúkra- húsalæknar niður störf í dag hætta 32 sjúkrahúsalæknar störfum hér í Reykjavík vegna launadeilu og mun afleiðing þess koma mjög fljótt í ljós í starfsemi viðkomandi sjúkrahúsa og stofnana, t.d. hefur slysavarðstof- an þegar auglýst takmörkun á starfsemi sinni og vandræðaástand mun yfirvofandi á ýmsum deild- um Landsspítalans, svo sem á röntgendeildinni, ef ekki verður undinn bráður bugur að því að leysa þessa deilu. Hafa m.a. allir svæfingalækn- ar við Landsspítalann nú hætt störfum. Samkvæmt upplýsingum sem Þjódviljinn aflaði sér í gær hjá Georg Lúðvíkssyni forstöðu- manni ríkisspítalanna hætta 25 laaknar störfum á Landsspítalan- um og skiptast þeir svo eftir deildum: Lyflaeknadeild 4, liandlækningadeild 3, röntgen- deild 4, barnadeild 1, svæfinga- deild 3, rannsóknadeild 2, fæð- ingadeild 2 og 6 hætta störfum á rannsóknarstofu háskólans. Á deildunum eru þá aðeins eftir yfirlæknamir nema á hand- lækningadeild og fæðingadeild eru einnig eftir 1 aðstoðarlæknir á hvorri deild. Þá eru og starf- andi á þrem deildum, lyflækn- ingadeild, handiækningadeild og fæðingadeild, nokkrir kandidatar, en þeir starfa ekki sem fullgild- ir læknar. Enginn starfandi læknir er eftir á svæfingadeild- inni. Brottför lækna rædd á Alþingi Lúðvík Jósefsson, for- maður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár, áð- ur en fundur hófst í sam- cinuðu þingi í gær. Kvaðst hann vilja beina þeirri fyr- irspum til heilbrigðismála- ráðherra, hvað rík'sstjórn- in hyggðist gera, ef lækn. ar Landsspítalans og stofn- ana hans legðu niður störf á morgun. Hér væri um svo alvarlegt mál að ræða, að ekki væri unnt að víkja sér undan því eins og mörgum öðmm málum. Bjarai Benediktsson, dómsmálaráðherra, sagði að ckki lægi enn fyrir öragg vissa um Það, hvort lækn- ar hættu störfum. Aðalat- riði málsins væri hvort uppsagnir læknanna væra löglegar. Virtist ráðherr- ann hafa mestan hug á lagakrókum til þess að þvinga lækna til þess að starfa áfram. — Nánar er skýrt frá fyrirspurninni og umræðum um hana á 5 síðu blaðsins. Um önnur sjúkrahús fékk blaðið þessar upplýsingar. Hjá Borgarspítalanum hætta 2 lækn- ar störfum en eftir eru yfirlækn- irinn og 3 kandídatar. Á slysa- varðstofunni hætta einnig tveir læknar og eftir eru yfirlæknir- inn og 3 kandídatar. Þá hættir aðstoðarlæknir borgarlæknis og störfum. Ennfremur mun 1 að- stoðarlæknir á Kleppsspítalanum hætta störfum en þar eru eftir tveir yfirlæknar. Einn aðstoðar- læknir hættir og störfum á Hvítabandinu. Aðeins það brýnasta Afleiðingin af því að sjúkra- húsalæknarnir hætta störfum mun strax koma í ljós í sam- drætti í störfum þeirra. Þannig auglýsir siysavarðstofan hér í blaðinu í dag, að starfsemi henn- ar verði fyrst um sinn tak- mörkuð vegna læknas-korts. Verður þar einungis tekið á mótí. sjúkiingum sem þarfnast tafar- lausrar læknishjálpar vegna 6Íysa, aðrir verða að snúa sér til starfandi lækna í bænum. Þá sagði Gísli F. Petersen, yfirlækn- ir röntgendeiidarinnar í viðtali við Þjóðviljans í gær, að vegna læknaskorts þar myndi draga mjög úr þjónustu við sjúklinga utan Landsspítalans, en hún hefur verið mjög mikil eða meira en helmingur af starfi deildar- innar. Mun svipaða sögu að segja af starfi annarra deilda viðkom- andi sjúkrahúsa. Rétt er að taka fram, að eng- in breyting verður á starfsemi Landakotsspítala eða annarra sjúkrahúsa en nefnd hafa verið hér að framan, svo og ekki á starfsemi heimilislækna hér í Reykjavík. Ríkissjómin sendi í gær frá sér tilkynningu um að yfirlækn- um hefði verið heimilað að kaUa sér til aðstoðar sérfróða lækna til einstakra, brýnna nauðsynja- verka vegna brottfarar aðstoðar- læknanna. Einnig hefur ríkisstjómin beð- ið læknana að gegna störfum á- fram þangað til úrskurður fé- lagsdóms um ágreining varðandi uppsagnirnar er fallinn. Á 2. síðu blaðsins í dag er birt ýtarieg greinargerð írá Læknafélagi Reykjavíkur um læknadeiluna. Ingólfur hæstur @ Afli úthafstogara frá Grimsby hefur sjaldan verið eins Iclegur og í septcmber. Mestum afla í mánuðinum landaði Ingólfur Arnarson 2360 kíttum, eða 149,5 tonnum, sem seldust fyrir 10.244 sterlingspund. Lægstur var færeyski togarinn Lundi með rúmlega 15 tonn og seldi fyrir 1.654 pund. @ Þrátt fyrir að september er ævinlega lélegur mánuður, segja menn að 14 ár séu liðin síðan afli af Islandsmiðum hefur verið svona Iélegur. A Skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni er Sigurjón Stefánsson. Afgreiðsla Þjóð- viljans er flutt á TÝSGÖTU3 Afgreiðsla Þjóðviljans, verið hefur að Skólavörðusitíg 21 undanfarna mánuði, er nú flutt að Týsgötu 3, á homi Týsgötp og Lokastígs. Þama verður af- greiðslan til húsa væntanlega i nokkrar vikur eða mánuði, þar til lokið er frágangi á fyrirhug- uðu afgreiðsluhúsnæði að Skólar- vörðustig 19. Sem sagt: Við vilj- um minna á að afgreiðsla Þjóð- viljans er nú á Týsgötu 3 — á horni Týsgötu og Lokastígs. Lýst eftir sjónarvottum Um kl. 1.30 e.h. í gær varð það slys á Fríkirkjuvegi, að lítH telpa hljóp á hliðina á jeppa- bifreið, er var á leið norður göt- una, og meiddist telpan nokkuð i andliti. Jeppabifreiðin ók burt og er talið óvíst. hvort öku- maður hennar hefur orðið var við slys þetta. Eru það vinsam- leg tilmæli rannsóknarlögregl- unnar, að ökumaður jeppabif- reiðarinnar og þeir, sem kynnu að hafa orðið sjónarvottar að atburðinum. gefi sig fram við hana. Utgerðarmenn bjóðinni ENN EINUM sáttafundi í sfld- veiðideilunni lauk í fyrrinótt án þess að útgerðarmenn gerðu nokkuð til þess að samningar mættu takast áður en verkfall sjómanna á síld- veiðibátum um mestallt Suð- vesturland kæmi til fram- Itvæmda. Valda skemmdar- verk útgerðarmannanna þjóð. inni milljónatjóní dag hvern. ENN RÍGHALDA útgerðarmenn við kröfu sína um stórfellda kjaraskerðingu sjómanna á vetrarsUdveiðunum, svo mikla kjaraskerðingu, að kröfur þeirra ganga miklu lengra en 1 gerðardómurinn alræmdi sem skammtaði stórum hluta flot- ans skert kjör á sumarsíld veiðunum. ÞAÐ ER ÞESSI ofstækiskrafa, Landssambands íslenzkra út- j vegsmanna sem stöðvar síld-1 veiðiflotann og hefur gert.; Þr józka litgerðarmanna og. ofstæki gengur svo úr hófi, i að sjómannasamtökin hafa \ talið sig tilneydd að lýsa yfir verkfalli á sildveiðunum til að leggja áherzlu á mótmæli sín og andstöðu gegn kjara- skerðingarkröfunni. I VÍÐAST HVAR um Suðvestur- land kom sú ákvörðun til framkvæmda á miðnætti í nótt sem leið, en verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur kemur til framkvæmda á mið- nætti í nótt. IIEYRZT HEFUR að sjómenn hafl reynt að koma samning-! unum í gang, en það strand- að á útgerðarmönnum sem virðast hreint og beint ekki vera til viðtals við sjó- mannasamtökin um nokkra samninga, en virðast treysta á einhvers konar endurtekn- ingu á gerðardómsofbeldi Em- ils Jónssonar og íhaldsins. ÞAÐ ER eindregin krafa alirar alþýðu, að samningar við bátasjómennina verði ekki tafðir lengur með hinni vit- leysislegu og ósvífnu kjara- skeröingarkröfu úígerðar- manna, svo síldveiðar geti hafizt með eðlilegum hætti. SAS óttast Loftleiðir Sjá síðu 0 Verkamaiur slasast alvarlega vii vinnu LANDVINNINGAR Inn við Kirkjusand er unnið að því að stækka landið. Gerð hefur verið mikil uppfylling í fram- haldi af Skúlagötunni og innundir Laugarnes. Myndin hér að ofan var tekin fyrir skömmu og sýn- ir glöggt hvemig tveir uppfyllingartangar eru f þann veginn að ná saman. (Ljósm. Þjóðv. A. K.) Laust fyrir kL 2 e. h. í gær varð það slys við nýbyggingu Steinstólpa h.f. við Súðarvog, að verkamaður sem var að störfum þar við bygginguna, Jón Run- ólfsson að nafni, féll niður f grjóturð um 4 metra fall og meiddist mikið, einkum á höfði. Var hann fluttur f Landakots- spítala. Maðurinn var að vinna inni í byggingunni við það að setja segl yfir skúr, sem stendur í öðr- um enda hennar. Var hann að draga seglið til og tók í spotta, sem .í því var, en festingin bil- aði og féll maðurinn út úr hús- ir.u og niður í grjóturð fyrir ut- an. Kom í ljós við rannsókn, að festingin á spottanum hafði ver- ið mjög léleg. Jón var þegar flutt- ur í sjúkrahús og eru meiðsli hans talin alvarleg, m. a. er ótt- azt, að hann hafi höfuðkúpu- brotnað. Fyrsti skiladagur er á morgun Athygii skal vakin á því, að inn fé vegna fjárfrekra skuld- fyrsti skiladagurinn í Skyndi- bindinga blaðsins vegna breyt- happdrætti Þjóðviljans er á inganna. Blaðið í nýjum búningi morgun, föstudag. Tekið er á ' kostar mikið fé. móti skilum í skrifstofu happ- drættisins að Þórsgötu i á 2. Skrifstofan verður op- Mikil nauðsyn er að fá þegar ÍU á morgun frá klukk- an 10 árd. til 10 síðd., en annars alla virka daga frá kl. 10—7. Símanúmer skrifstofunnar eru 22396 og 19113. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.