Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA b ifíSmnnr. tttvtm Fiimmtudagur 1. nóvember 1962 ★ Á móti í Tasjkent í Sov- étríkjunum náðist góður á- rangrur um helgina. Þrí- stökk: 1) Kreer 16,34 m, 2) Michailov 16,23, 3) Alja- bjev 16,21, 4) Kravstjenko 16,17, 5) Zolotarjev 16,16, 6) Ziotov 16,12. Á sama móti stökk Bol- chof 2,13 m. í hástökki. Anisimov hljóp 200 m. grindahlaup á 23,0 sek. Lothar Milde frá Aust- ur-Þýzkalandi hefur stöð- ugt verið að bæta þýzka metið í kringlukasti þetta árið. Á sunnudaginn bætti hann metið enn í keppni í Leipzig. Hann kastaði 58,32 metra. Kanada virðist hafa eign- azt góðan stangarstökkvara. Stemberg, sem stundar nám í USA, stökk 4,78 m í Van- couver. Þá stökk Peter Kaufner, Austur-Þýzkalandi, 4,67 í stangarstökki á móti í Leipzig um síðustu helgi. Pólar Cup ámorgun Ekkert varð úr landsleik ís- lendinga og Skota í körfuknatt- leik, sem fara átti fram sl. mánudag. Flugvélinni frá Rvík seinkaði, og íslenzku keppend- umir komust ckki til Glasgow fyrr en alllöngu eftir að leikur- Inn átti að hefjast. Eftir frétt- um að dæmá virðist þessum Iandsleik hafa verið frestað til 9. nóv., en þá verður íslenzka landsliðið á heimleið frá Stokkhólmi. Annað kvöld hefst Polar- Cup-keppnin í Stokkhólmi, og leika íslendingar þá við Svía. í liði Svíþjóðar eru þessir leik- menn: K. Rannelid, P. Stjem- berg, A. Tömblom, B. Widén, L. Dallöf, T. Langemar, ö. Svidén, M. Jumala, H. Alberts- son, L. Andersson, og fyrirlið- inn J. Reneslacis. „Vandræðabarnið“ Einn helzti kappinn í liði Svía er H. Albertsáon. Hann hefur verið við nám í Banda- ríkjunum í allmörg ár og kom- izt í hóp frémstu leikmanna. en : hann þykir leika mjög harka- lega. M.a. hafa Bandaríkja- menn útnefnt hann í landslið sitt gegn liði Sovétríkjanna' Albertsison er yfir 2 metra á hæð. Hann er einnig kunnur hástökkvari. cg hefur stokkið 2.10 m. Undanfarið hefuf hanr ekki getað keppt vegnr meiðsla, en talið er þó líkief'* 1 að hann leiki annað kvöld. Frægðarljómi Real Madrid er að dofna Það er farið að halla undan fæti fyrir Real Madrid, sem flestir hafa verið sammála um að kalla „bezta knattspyrnulið heims“ undanfarin ár. Keppnisferill liðsins í sumar sýnir að hetj- urnar eru orðnar þreyttar. Þeir töpuðu fyrir Benfica, Lissabon, og þar með Evrópu-bikarn- um, sem þeir hafa unnið fimm sinnum í röð. Um síðustu helgi töpuðu þeir enn leik og þá í spænsku deildakeppninni. Það er engin furða þótt Real Madrid hafi verið sig- ursælt undanfarin ár og meiri glæsibragur og frægðarljómi yfir liðinu en nokkurt annað félag getur státað af. Þama hafa verið saman í orustu- sveit margir af snjöllustu stríðsmönnum knattspymunn- ar, svo sem Di Stefano, Pusk- as hinn ungverski og Santa- maria. Þetta eru dýrt keypt- ir menn og dýrt seldir. Þeir verða að gangast undir stranga þjálfun og harðan aga atvinnumennskunnar, — en þeir hafa líka hlotið ríku- leg laun í fjármunum, auk frægðar og sigurgleði sem verður víst ekki metin til fjár. Niður af tindinum Hvað veldur því að kapp- arnir láta nú í minni pokann? Knattspyrnusérfræðíngar eru sammála um að þeir hafi engu glatað af kunnáttu sinni og leikni, þeim hafi hvcrki förl- azt líkamlegt né andlegt jafnvægi, stöðuskyn þeirra sé óbrenglað. En — það er ald- urinn sem er farinn að taka tollinn sinn. Þeir eru nefnilega búnir að vera nokkuð lengi í eldinum, garpamir í Real Madrid, og því komnir af allra léttasta skeiðinu. Margra ára misk- unnarlaus barátta ásamt þrot- lausri þjálfun reynir á þol- rifin. Menn sjá núna að þetta eru þrautreyndar vélar at- vinnumennskunnar, sem eru orðnar lúnar vegna þess að eldsneytið var peningar. Margir knattspymumann- anna vilja líka gjaman hætta, t.d. Puskas sem hefur ákveð- ið að snúa aftur heirn til Ungverjalands. Mennirnir frá því í gær öllum ber saman um að . piltarnir í Benefica hafa stað- ið sig með prýði, enda hefðu þeir tæplegu sigrað ella. En i Hetjumar þreyttu — Æ— Nokkrir af helztu / 1 köppum Real Madrid: / | Puskas, Felo. Del Sol, \ I Di Stefano, Pachin, i \ Tejada og Miera. Þeir Ta hafa keppt árum sam- an fyrir félagið og fært því margan stóran sigur, J m.a. Evrópubikarinn 5 sinnum í röð. Nú munu þeir víkja fyr-1 <r yngri mönnum. ★ ★ ★ menn eru líka sammála um að leikmenn Real Madrid hafi staðið þeim feti framar í tækni og kunnáttu. Það sem réði úrslitum var það, að meðalaldur Portúgalanna var miklu lægri. Þeir héldu til jafns við Evrópu-bikarhafana fyrri hluta leiksins. 1 seinni hálfleik gerðu þeir svo leift- urárás á meistarana með slíkum sóknarþunga og hraða að „gömlu mennimir“ stóðust þeim ekki snúning. Stjömuleit Forstjórar Real Madrid meta að vísu mikið afrek þessara knattspymusnillinga, sem svo lengi hafa verið í þjónustu þeirra. En þeim er nú Ijóst orðið, að þeir geta þv£ aðeins viðhaldið áhuga almennings fyrir nafni félags- ins að þeir afli sér nýrra leikmanna — og það þegar í stað. Þeir eru byrjaðir að leita að nýjum stjömum til að halda nafni Real Madrid á lofti. Þeir fara í grózkumesta afréttinn að leita sér sauða — til S.-Ameríku. Skömmu eftir heimsmeistarakeppnina í Chiíe kom hópur knattspymu- kappa, dökkur yfirlitum, til Madrid. Það var árangurinn af smöluninni — safnið úr fyrstu leit. Nýjung á Seyðisfirði Smdlaug gerð ai íþróttahúsi SEYÐISFIREE 29/10. — Fyrir tilstuðlan Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa ríkisins hefur verið keypt hingað laust gólf yfir laug sundhallarinnar, svo að hægt verður að nota húsið bæði sem leikfimi- og íþróttahús yfir vetrarmánuðina. Gólf þetta er trégólf á jámbitum, 18x14 m, en laugin sjálf er 12.5x10 m. Gólf þetta er smíðað og fullgert hjá F. Morthon Springfloor, London, og er þetta fyrsta gólf sinnar tegundar, scm sett verð- ur upp hér á landi. Fyrirtæki þetta hefur smíðað sams konar gólf fyrir ýmsa staði úti í heimi og vitað er að þau hafa reynzt mjög vel. Víða hér á Iandi ríkir mikill áhugi fyrir þess- ari tilraun, því með þessu sparast mikill byggingarkostnaður, þar sem komið er undir sama þak bæði sundlaug og íþróttahús Gólfið er komið hingað og sérfræðingur frá enska fyrirtækinu mr. Goldvin, er einnig kominn til að aðstoða við uppsetningu. Getur sundhöllín orðið hið ákjósanlegasta íþróttahús því þannig hagar til, að auk salarins er ágætt áhorfendasvæði fyrir um 70 manns. Knattspymufélugið Kári, 40 ára Elzta íþróttafélagið á Akranesi, Knattspymu- félagið KÁRI, á 40 ára afmæli á þessu ári. Fé- lagið er stofnað 26. maí 1922 og voru stofnendur 10 drengir á aldrinum 10—14 ára. Fyrsti formaður Kára var Gústaf Ásbjörnsson, en hann var elztur stofnendanna, að- eins 14 ára. Eins og nafn fé- lagsins bendir til, var og er megináherzlan lögð á iðkun knattspyrnu og hefur félagið á undanförnum árum átt marga góða knattspyrnumenn, sem m. a. hafa leikið 1 landsliðinu. Þá hefur félagið lagt stund á handknattleik, karla og kvenna. Á fyrstu árunum starf- aði Kári af miklum krafti, enda mikill rígur og togstreita milli knattspyrnufélaganna. Með stofnun íþróttabandalags Akraness árið 1946 breyttist starfssvið félagsins mikið því íþróttabandalagið varð æðsti aðili íþróttamála og öll lið ffá \kranesi mættu til keppni út i við í nafni þess. Það eru þv- 'iltölulega fáir utan Akraness =em vita nokkur deili á knatt- oyrnufélögunum 1 bænum. þar þau mæta alltaf. og.haf? 'itaf gert, sameinuð til leiks KÁRA-félagar minnast 40 'a afmælisins með hófi í 'ótel Akraness. n.k. laugardae ’ nóv og verða þar fjöibreytt kemmtiatriði og að lokum dans. Stjórn Kára skipa nú þessir menn: Formaður Helgi Daní- elsson. varaformaður Hallgrím- Jón Júlíusson, KR. Fimleik- ar í KR Fimleikadeild K.R. hefur fyrir nokkru hafið starfsemi sína. Fimleikatímar deildar- innar standa opnir fyrir alla sem áhuga hafa óg getú til að stunda æfingar. Tímar hinna ýmsu flokka eru: 1. Karlaflokkur. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9.15 í í- þróttahúsi Hagaskólans. 2. Drengjaflokkur. Þriðju- daga og föstudaga kl. 8.45 í Bamaskóla Miðbæjar. 3. Öldungaflokkur. Mánu- daga og miðvikudaga kl. 7.00 í Bamaskóla Austurbæjar. 4. Húsmæðrafl. Mánudaga og miðvikudaga kl. 8.00 í Bamaskóla Austurbæjar. 5. Húðmæðrafl. Mánudaga og fimmtudaga kl. 9.30 í Bamaskóla Miðbæjar. Kennarar hinna ýmsu flokka eru: Jónas Jónsson fyrir karlaflokkinn. Bjömþór Öl- afsson fyrir öldunga- og drengjaflokkana. Frú Dóra Emils fyrir húsmæðraflokk-. inn i Austurbæjarskólanum og Gunnvör Bjömsdóttir fyrir húsmæðraflokkinn í Miðbæj- arskólanum. AUt eru þetta reyndir og duglegir kennarar. ' Deildin væntir þess að bæj- arbúar noti þá aðstöðu sem hún býður þeim með þvi að sækja æfingar vel og reglu- bundið í hinum ýmsu flokk- um hennar. Fimleikar eru ekki aðeins 'ioll, heldur fögur og göfgandi '"brótt. Félagar eldri og yngri, tak- ið vini yðar og kunningja með og kynnið hina fögru í- brótt, fimleikana. Helgi Daníelsson. ii Árnason, ritari Kjartan Tr Sigurðsson, gjaldkeri Eiríkur É>orvaldsson og meðstjórnaandi Guðmundur Sveinbjörnsson, en hann var einn af stofnendum félagsins. I Ben. Waage i Mexíkó iþróttasíðan hefur fregnað íð Benedikt G. Waage, heið- rrsforseti l.S.Í. hafi undan- ’arnar vikur dvalizt í Mexíkó. ?að er olympíuntefnd Méxíkó em hefur sýnt Henedikt þann mikla heiður að bjóða hon- um að vera viðstaddan heims- meistarakeppnina í nútíma fimmtarþraut, sem tglin er mikill íþróttaviðburður. — Keppnin fer fram í Mexíkó City.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.