Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 12
Nú er vetur í bæ Viö birtum í dag mynd af úti- gangshesti, þessu raunalega fyr- irbæri í nútíö og fortíð og leið- um hugann aö ömurleika lífs- ins og hvernig stundum var í haginn búiö fyrir þarfasta þjóm sveitaalþýöu öld fram af öld. Viö getum líka litið á þessa mynd ■ víöari skilningi. Hin nýja fjáröflun blaösins hei ur eignazt tákn í hestsmynd og það er á valdi velunnara blaðs- ins, hvemig hugaö er að þessuni hesti. Er þessi mynd ekki áminning um að bregðast hart viö í skyndi happdrætti blaðsins, svo að þjóö viljahesturinn verði ekki úti á helvegi afskiptaleysis og doða? Eigum við ekki að taka hestinr á gjöf? Samtök hernóms- andstœð- inga Skrifstofa Samtaka her- námsandstseðinga er opin klukkan fjögur til s3ö alia virka daga nema laugar- daga, þá frá tvö til fjögur. Þeir sem hafa hug á að greiða styrktarmannagjöld til samtakanna eða áskrift- argjöld fyrir Dagfara eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst. Sími samtakanna er 24701. Hrakningar á Oddskarði 2 ir Ekið aftafl á mann NESKAUPSTAÐ 31/10 — í norðaustan stórhríð, sem skall hér á í gærmorgun (þriðjudag), lentu menn í allmiklum hrakningum, þótt ekki yrðu mannskaðar. Björgunarsveitir voru gerðar út frá Neskaupstað og Eskifirði til að leita Kristjáns Gissurarsonar, sem lagt hafði á Oddsskarð áður Kl. rúmlega 7 í gærmorgun j en hríðin skall á. varð það slys á Þvottalaugavegi, j að Fólksvagni var ekið aftan á Kristján Gissurarson, sem er gargandi mann, er var á leið til skólastjóri Tónlistarskólans á vinnu sinnar. Maðurinn slapp ; Neskaupstað, hafði farið fótgang- lítt meiddur. 1 andi frá Eskifirði klukkan tíu Fálagsfund um bátasamningana! Það er nú augljóst að þeir fé- lagarnir Jón Sigurðsson og Pét- ur Sigurðsson ætla ekki að halda fund í Sjómannafélagi Reykja- víkur um framlengingu almennu bátakjarasamninganna. Sjómenn sem komið hafa að máli við Þjóðviljann telja það hina mestu óhæfu að framlengja þá samn- inga án þess að bera þá ákvörð- un undir sjómenn sjálfa. Er al- menn óánægja með þessa samn- ingagerð. Hafa sjómenn í Reykja- vík talið skiptaprósentuna alltof lága og viljað gera kröfu til breytingar. Sjómönnum þykir það að von- um hart, að menn sem enga samleið eiga lengur með sjó- mönnum og virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á kjörum þeirra, eigi að skammta þeim kaup og kjör í nafni Sjómanna- félagsins. Þannig virðist nú eiga að láta nægja að menn eins og Bjöm Andrésson bóndi, Þorgils Bjarnason í Áburðarverksmiðj- unni og Jón Ingimundarson í Áburðarverksmiðjunni, Pétur Sigurðsson alþingismaður með meira, Öli Barðdal atvinnurek- andi, Ölafúr Sigurðsson verk- stjóri, Jón Sigurðsson formaður félagsins (sem ekki hefur komið á sjó í 30 ár), Jón Helgason fiskmatsmaður, Hjalti Gunn- laugsson verkstjóri, Garðar Jóns- son verkstjóri og Einar Guð- mundsson í Valhöll eigi að sam- þykkja fyrir sjómenn kjarasamn- inga þeirra. Bátasjómenn telja þessa máls- meðferð algerlega óhæfa og víta- vert að ekki skuli haldinn fimd- ur í félaginu um slík stórmál. um morguninn og ætlaði yfir Oddisskarð áleiðis til Norðfjarð- ar. Þá var sæmilegt veður á Eskifirði, en versnaði mjög, þeg- ar á daginn leið. Klukkan fjögur hafði ekkert spurzt til Kristjáns í Skuggahláð, sem er bær Norð- fjarðar megin við Oddsskarö. Fóru þá tveir menn þaðan á skíðum til móts við hann, og um sama leyti voru björgunar- sveitir frá Neskaupstað og Eski- firði kvaddar til að leita. Barðist 6 tíma á móti hríðinni Mennirnir tveir frá Skuggahlíð voru tvo tíma að komast í skíða- skálann, sem er neðan til í Odds- dal. Norðaustan stórhríð var á. Þegar þeir voru þangað nýkomn- ir, kom Kristján að skíðaskálan- um. Hafði hann þá verið átta tíma á ferðinni. Gekk honum ferðin vel upp á Oddsskarð, en niður Oddsdalinn var hann sex tíma að berjast á móti hríðinni. Hafði hann þrætt rétta leið með þvi að fylgja veginum fyrst og síðan háspennulínunni. Síðasta áfangann var hann 15—20 mín- útur að ganga milli staiura. Merki frá varðskipi Skömmu eftir að Kristján k»m í skíðaskálann komu þang- að menn úr björgunarsveitinni frá Neskaupstað og fylgdust þeir. síðan allir að niður i Skuggahlíð.' Þaðan sendu þeir boð til Eski-j Fimmtudagur 1. nóvember 1962 — 27. árgangux 33«. tölublað. Eimskip undirbýr smíði þriggja skipa Stjórn Eimskipafélags íslands hefur ákveðið að leita tilboða erlendis frá í smíði tveggja eða þriggja vöruflutningaskipa. Er ætlunin að hin nýju skip bæti verulega þjónustu félagsins við hafnjr úti á landi. Skip þessi eiga að ferma sem næst 900 tonnum af vörum og hafa um 70 þúsund teningsfeta lestarrými, en slík skip eru um 1000 tonn D.W. Þau verða af traustustu gerð og búin full- komnasta útbúnaði. Umhleðslu í Reykjavík hætt Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip er gert ráð fyrir að eitt hinna nýju skipa sigli í á- ætlunarsiglingum umhv. land- ið og hin tvö milli Islands og Evrópuhafna með það fyrir aug- um fyrst og fremst að þau flytji vörur beint til hafna úti á landi án umhleðslu í Reykjavík. Með því móti ættu vörueigendur að fá vörumar fyrr í hendur en ella og við það sparast einnig mikill umhleðslukostnaður. Hugmyndin er að hraða nú sem mest nauðsynlegum undir- búningi að þessum framkvæmd- um og .verður fyrst unnið að öflun tilboða í nýsmíðamar, út- vegun lána og nauðsynlegra byggingarleyfa. Lincoln ðity dæmdur í dag ÍSAFIREI 31/10 — Rétt fyrir klukkan 10 í morgun kom varð- skipið Ægir með brezka togar- ann Lincoln City hingað t£l Isa- fjarðar. Ægir. hafði tékið togar- ann að meintum ólöglegum vedð- um í landhelgi útaf .Kópnum. Réttarhöld f máli skipstjórans hófust klu'kkan 4 í dag, en dóm- ur fellur væntanlega ekki fyrr en á morgun. Skipstjórinn á togaranum, sem ber einkennisstafina H-646 (Húll) neitar sökinni og heldur því fram að hann hafi ekki verið að veið- um þegar hann var staðsettur 3 mílur innan 12 málna markanna. HVER STÖÐVAR BÁTANA í SANDGERÐI OG GARÐI? Hvers vegna hcfja bátar í Sandgcrði og Garðlinum ekki sildveiðar? Á þcssum stöðum eru samning- ar í gildi, gömlu síldarkjara- samningamir, og verða í gildi til 1. júní næsta sumar. Á þcssum siöðum er ekkert verkfall, engin kaupdeila eins og er? Hvað dvelur bátana? Og hvað dvelur síldarleitlina? Ummæli Jóhanns Kúld í Þjóð- viljanum um það mál hafa vak- Ið almcnna athygli. Er verið aö 'ijálpa útgerðarmönnum til þess að stöðva flotann með því að iáta síldarleitina halda að sér höndum? Togarasölur í gær seldu 3 togarar aöa sinn erlendis. Harðbakur seldi í Grimsby 114,5 tonn fyrir 9696 pund, Askur í Bremerhaven 85 tonn fyrir 62,400 mörk og Þor- kell máni í Cuxhaven 125,6 tonn fyrir 87.000 mörk Kristján Gissurarson fjarðar um að hætt yrði leitinni þeim megin Oddsskarðs, og voru leitarmönnum send merki frá varðskipinu Albert, sem lá þar í höfn, með því að skjóta upp flugblysum. Leitarmenn komu ekki til byggða fyrr en um kl. eitt um nóttina. Ekki urðu nein meiðsli á mönnum í þessum hrakningum. í hrakningum til dala Kristján Gissurarson er tæp- lega þrítugur að aldri, hinn vask- ásti maður. Það bar til tíðinda í óveðrinu, að menn, sem voru að hyggja að fé inn til dala, lentu í hrakningum. Einn þeirra Björn Bjamason á Skorrastað var að hrekjast við fjárleit í átta eða níu tíma, en náði loks til húsa í Fannardal. Menn, sem fóru að leita hans seint í gær, fengu og harðan hrakning. Nokk- uð mun vanta af fé hér í svafct- inni, en ekki er það tilfinnaaa- lega mikið. — RS. Flutningabíll fast- ur í snjó ÞÚFUM 30/10. — Þorska- fjarðarheiði er nú algjörlega ófær öllum bílum. Síðustu bílamir fóru yfir hana síðast- liðinn fimmtudag. Það voru tveir flutningabílar héðan úr sveitinni, en hingað hefur verið flutt talsvert af fóður- vörum í haust beint frá Rvík. Þegar bílamir voru á leiðinni norður yfir heiðina í þungri færð, brotnaði drif í öðrum þeirra og varð að skilja hann eftir sunnan til á heiðinni. Síðan hefur verið rysjuveður og fennt í fjöll. í dag fer flokfkur manna með jarðýtu til að reyna að ná bílnum til byggða. ÁS Póstur fluttur á hestum Reykhóiasveit 30/10. — Hér hefur komið hvert hríðar- kastið eftir annað síðustu daga. Eru vegir víða orðnir torfærir. Allar leiðir vestur um eru lokaðar og í dag komst áætlunarbíllinn að sunnan ekki lengra en í Gils- fjörð. Fór maður héðan ríð- andi til móts við rútuna til að sækja póstinn. Má segja að enn sé hesturinn þarfasti þjónninn, þegar vélamar bregðast. JJJ Allt á kafi í fönn á Héraði Esilsstöðum 31/10 — Á mánu- dag og þriðjudag var hér stór- hríð og feikna snjókoma svo nú er hér allt á kafi í snjA 2—3 metra djúpir skaflar. I dag er stillt veður og úrkonm- laust. Allir vegir eru ófærir en mjólk til mj ólktirbúsins hér er jflutt á sleðum dregn- um af jairðýtum. FlugvöThir- inn kér er lokaður og búiz1 er við að það taki tvo d" að opna hann. Óttazt er fé hafl feimt víða á Hé ' því allmargt fé vantaði þ~ ar gekk í veðrið. BRalest h ur setið föst á Möðrad al r' an á laugardag. Errr það f iir flutningabilar crg þrrr jep> á leið austur. Bílamir lö~ af stað frá Möðrtrdal í gr kvöld og voru þá Jarðýta veghefíll frá Vegagerðir komin þeim tll aðstoðar. — SG i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.