Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudag'ur 1. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA NORDAHL GRIEG 1902 Æskuverk Nordahl sextugur fæddur 1. Nordahl Grieg hefði orðið í dag. Hann var nóvember 1902. Grieg var athafna- maður í þess orð beztu merk- ingu. Hann sat ekki á einum stað og beið þess að veröldin kæmi í heimsókn til hans. Nám heima og í Oxford, sigl- ingar um veraldarhöf, vegagerð í óbyggðum, stórkostleg ferða- lög — þetta eru hans unglings- ár. Hann var alltaf þar stadd- ur sem mikil örlög voru ráðin — í borgarastyrjöldinni í Kína, á umbrotaárunum í Sovétríkj- unum, í frelsisstríði Spánar. Og þessi mikla forvitni Nor- dahls Griegs var kannski ekki sprottin af óvenjulegum lífs- þorsta fyrst og fremst — hún átti einnig rætur að rekja til þeirrar miklu ábyrgðar sem Nordahl Grieg fann lagða á herðar sínar — ábyrgðarinnar að vera maður. Tvítugur gaf hann út ljóða- bók sem geymdi minningar úr sjóferðum, tveim árum síðar kom út skáldsaga hans um sjómannalíf: það þótti raun- sæ bók og merkileg • en aðrir nefndu hana níð um norska sjómenn. Hliðstæð ummæli fá margar þær bækur sem nokk- urs eru verðar. Og fleiri bækur bættust við: reisubókin „Dag- ar í Kína“, ljóðakver; eitt þeirra hét „Noregur í hjörtum okkar“, nafnið gefur góða hug- mjmd um anda ljóðanna. Og hann skrifaði bók um ensk ljóðskáld sem höfðu fallið fyrir aldur fram: líf þessara manna var eldur sem logaði glatt og hratt og lýsti öðrum þegar myrkur grúfði yfir eða þoka. Þessi bók hét „Þeir dóu ungir“ og var ekki einungis um Byr- on og Shelley heldur og um ungversk, rússnesk, pólsk skáld — og um Nordahl Grieg sjálfan. Stjórnmál Þetta þróttmikla skáld sjó- manna og vegagerðarmanna hlaut að forvitnast um það sem var að gerast í Sovétríkjunum. Hann fór til Moskvu og var þar í tvö ár. Hann varð mjög hrifinn af því sem þar hafði verið gert, af því mikla starfi sem unnið hafði verið til að menningin cg fólkið gætu mætzt. Þessa reynslu sína túlk- aði hann í skáldsögunni „Ung má verden ennu være“, en sú bók var í ísienzkri þýðingu kölluð „Svo ungt er lífið enn“. Þar finnum við kapp og áhuga uppbyggingarkynslóðar í sósíal- istísku landi — ofsalegan, bamalegan og aðdáunarverðan áhuga. I þessari bók finnum við líka athyglisverða tilraun til að skilja rök réttarhaldanna 1937, tilraun sem hlaut að svo komnu máli að misheppnast. Nordahl Grieg sneri heim og var nú kallaður versti rússa- dindill og byltingarseggur Fyrsta verkið sem hann skrifar eftir heimkomuna var leikritið „Heiður vor og æra“. Það lýsir svívirðilegri verzlun með mannslíf: í heims- styrjöldinni fyrri selja norskir auðmenn Þjóðverjum málm í þau vopn sem þeir myrða með norska sjómenn sem sigla til Englands með vistir. Þetta var biturt leikrit, enda gekk erfið- lega að fá það sýnt. Það var skrifað til að sýna ábyrgð mannanna gagnvart meðbræðr- um sínum, sagði skáldið. Um hugrekki Nokkru síðar skrifar Nor- dahl Grieg leikritið „Ósigur- inn“, sögulegt leikrit um ósig- ur Parísarkommúnunar 1871. Þetta verk er rökræða bylting- armanns um aðferð og nauðsyn byltingarinnar. En það var skrifað í skugga vofeiflegra tíð- inda: fasisminn hafði sigrað í mörgum löndum Evrópu, Franco hafði sagt spönsku lýð- ræði stríð á hendur. Einmitt þessi tíðindi tóku hug Nor- dahls Griegs allan um þessar mundir. Skáldsagan „Ung má verden ennu være“ er fyrst og fremst skilgreining á andlegu lífi allr- ar álfunnar — allt frá Moskvu til Madrid, skilgreining á and- legu lífi andspænis fasisma og styrjöld. Og þetta var ekki eina framlag Griegs. Á árunum 1936 og 1937 gaf hann út tímaritið Veien Frem, þar glímdi hann af mikilli bardagagleði við fasismann og sendisveina hans í Noregi. Og hann fór sjálfur til Spánar þegar borgarastyrj- öldin brauzt út. Hann fór ekki af æfintýraþrá eða hégómagirnd heldur af því að „hann leitaði alltaf réttlæt- is og sannleika". Þetta eru orð konu hans Gerd. Hún spurði hann einhverju sinni: „Hvaó finnst þér mest um vert?“ Hann svaraði: „Hugrekki. Hið borg- aralega hugrekki.Hún spurði: „Menn tala um persónulegt hugrekki, — er það eitt og hið sama?“ „Nei, sagði hann. Borg- aralegt hugrekki — Það er að hafa hugrekki til þess að vera maður sjálfur —■ afdráttarlaust. Það er mikils virði. Persónu- legt hugrekki — það er dirfska i ákveðnum kringumstæðum. athöfnum. Það er líka gott. En bað er samt smærra . . “ Öskrifuð saga Gerd. Á þessum árum myrk- urs og vona hafði Nordahl Grieg kynnzt Gerd Egede-Niss- en, mikilhæfri leikkonu. Ást þeirra var „gjöf — á hverjum degi óverðskulduð, óskiljanleg,^ ný“, skrifar hann í bréfi til hennar. Þau tíðindi gerðust að þau fóru saman norður á Finnmörk en þaðan var Gerd ættuð. Þétta voru góðir dagar. Nordahl orti hrifinn um Norð- urland og Norðiendinga, um mikilleik manneskjunnar sem rís upp gegn örlögum sínum. Og hann hlaut að fá mætur á ætt ástkonu sinnar: einn for- feðra hennar var Hans Egede, postuli Grænlands, afi hennar barðist með Garibaldi fyrir frelsun Italiu, afabróðir henn- ar barðist gegn Prússum við Dybböl og með kommúnörðum í Paris. Faðir hennar var ung- ur mikil hjálparhella landflótta rússneskra byltingarmanna og síðar alþýðuforingi og þingmað- ur kommúnista. Um þetta fólk ætlaði Nordahl Grieg að skrifa skáldsögu. En sú saga var aldr- ei skrifuð: heimsstyrjöldin sið- ari skall á. Styrjöld Nordahl Grieg haföi barizt gegn Hitler og Kvisling löngu áður en styrjöldin hófst, og hann var að sjálfsögðu i fremstu viglínu frá fyrsta degi innrásarinnar í Noreg. Hann barðist í Noregi, í Englandi, Kanada, á Islandi. Barðist með vopn í hendi eða penna. Hann kom fram í útvarpi til Noregs, las upp fyrir landa sína, út- læga sjómenn og hermenn. Hann reyndi mikið til að fá kvikmynd gerða í Bandaríkj- unum til varnar málstað Nor- egs. Hann orti um Noreg í hjörtum okkar, um dáðir norskra frelsisvina, um fánann á Eiðsvelli, um böm í loft- varnarbyrgjum Dundúna. um friðinn að styrjöld lokinni. Hann vissi að sá friður myndi líka kosta baráttu, bað mennina að þreytast ekki og vera á verði svo að sá sem við drápum risi ekki upp aftur. Hann gerði sér ekki tálvonir um að sjálfur friðurinn myndi leysa allan vanda. I einu kvæða hans segir á þessa leið: Hinir dauðu verða fjarlægðir af jörðinni svo hún megi aft- ur ganga kaupum og sölum (Sljó hugsun getur myrt engu síður en byssuhlaup). Allt sem er auðvirðilegt verður nefnt: mannlegt eðli (Gleymdar eru krossiausar grafir, blóðvotur múrveggur svikinn). En slíkar hugsanir drógu hvergi úr baráttuvilja hans. Og honum fannst alltaf að framlag hans til sigursins yfir villimennskunni væri ekki nógu stórt. Innrásin í Vestur- Evrópu dróst á langinn — þá vildi hann ganga í lið með Rauða hemum. Eftir harða sókn var honum leyft að fljúga yfir Berlín 2. desember 1943. Hann kom ekki aftur úr þeirri ferð. Hann hafði goldið þá skuld að vera Norðmaður þeg- ar land hans var í ánauð. Við og hann íslendingar þekktu Nordahl Grieg betur en flest skáld önn- lír. Hann og kona hans Gerd dvöldu hér alllengi á stríðsár- unum og líklega hefur engum gestum verið fagnað betur en þeim. Honum var boðið að búa á Þingvöllum. Hann orti kvæði til íslands. Magnús Ásgeirsson býddi ljóð hans ágætlega. Nor- dahl komst einhvemtíma svo að orði: ef stríðið tekur engan enda þá gerist ég íslenzkur ríkisborgari. Við lifum á undarlegum tím- um. þegar enginn dirflst að segja orð eins og sann- leikur og réttlæti vegna þess að glæpur gullsins stýrir Vest- urlöndum og Stalín hafði fram- ið illvirki. Á tímum þegar bækur virðást ekki til annars skrifaðar en að staðfesta und- arlegar staðreyndir um flókið sálarlíf mannanna — og allt- af þarf stærri skammta af yf- irþyrmandi staðreyndum til að vekja athygli. Á slíkum tímum er gott að minnast manns eins og Nor- dahls Griegs. Það er mikil heiðríkja og reisn yfir verkum hans. Hann réðst að staðreynd- um heimsins með hugrekki og þrótti, lét þær ekki yfirbuga sig, heldur staðfesti í verld vald sitt yfir þeim, þekkingu sína á tengslum þeirra og rás. Allt þetta gaf honum rétt til að nefna og staðfesta háleitustu orð — svik við listina og líf okkar gátum við ekki fundið í hans máli. — Árni Bergmann. Björgvin, fæðingarbær Nordahls Grieg. Tímarít Nordahh Gríegs , Veien Frem' endurvakið S.l. vor réðust nokkrir vinstri sinnaðir menntamenn og rithöfundar í Noregi í að endurvekja tímaritið Veien Frem, sem Nordahl Grieg hóf að gefa út árið 1936. Var það eitt af andsvörum hans við uppgangi fasisma og aftur- halds í Evrópu þeirra tíma Þó að ritinu entist skammur aldur sakir fjárskorts, og ein- ungis átta tölublöð birtust þar til það lognaðist út af í árslok 1937, loðir við það minningin um hina skelfilegu baráttu Griegs gegn stríðs- undirbúningi og menningar- fiandskap afturhaldsins. Nú sem þessi sömu afturhaldsöf! magnast óðum f V-Þýzka- 'andi og víðar um Evrópu. btti fyrrnefndum mennta- nönnum hlýða að hefja erki Nordahls Griegs aftur loft. Fyrsta tölublaðið er elgað minningu frelsishetj- nnar, sem heföi orðið sex- tugur á þessu ári, ef honum hefði auðnazt líf. Þar eiga m.a. greinar Gerd Grieg, ekkja hans, Georg Johannes- sen skáld og Johan Borgen rithöfundur. Annað tölublað er nýkomið út og fjallar um þau efni, sem ritinu er fram- vegis ætlað að flytja: stjórn- mál, þjóðfélagsmál og bók- menntir. Mun það koma út sex sinnum á ári og árgang- urinn kosta 18 norskar krón- ur. Ætla má, að einhverja hér á landi fýsi að gerast á- skrifendur að því, ekki sfzt þar sem nafn Nordahls Griegs er nátengt íslandi. 28 Þjóðverjar ákærðir fyr- ir morð á 2,5 millj. manna Ákæruskjölin í málinu „réttvísin gegn morð- ingjunum frá Auschwitz“ verða sennilega tilbú- in fyrir jól. Tuttugu og átta menn verða ákærð- ir fyrir að hafa tekið af lífi tvær og hálfa millj- ón manna. Þetta eru mestu réttarhöld yfir stríðs- glæpamönnum, sem efnt hefur verið til í Þýzka- landi Adenauers. Jósef Mengele. Vestur-þýzka stjórnin hefur heitið 30.000 mörkum hverjum þeim. sem veitt getur upplýsingar, er leitt gætu til að hann næðist. Sak- sóknarinn kveðst munu taka frá fyrir hann sæti á bekk hinna ákærðu. I fangabúðum nazista í Aus- schwitz sunnarlega í Póllandi létu milljónir manna lífið. Þessi hryllilega útrýmingar- stöð var einkum ætluð Gyðing- um, og óvíða mun grimmd naz- ista hafa náð slíku hámarki. Þegar hafa 48 þeirra, sem á- byrgð báru á fjöldamorðunum í Auschwitz, verði dæmdir til dauða af rússneskum, banda- rískum. brezkum, frönskum og pólskum dómstólum, en lengi var vitað. að mikill fjöldi þess- ara böðla dvaldist óáreittur i Vestur-Þýzkalandi. Loks í fyrra var hafizt hand? * - '*•* ~ un^irViú*' Hitlers. Var ákveðið að ein- skorða réttarhöldin við Ausch- witzfangabúðirnar. Siðasti yfirmaður búðanna, Richard Baer, var þá nýlega kominn í leitirnar og hafði dulizt sem skógarhöggsmaður undir nafn- mu Karl Neumann. Málskjölin eru í 75 bindum, samtals 16.500 síður, en auk þess eru heimildargögn svo skipta þúsundum. Um 1300 manns hafa verið í yfirheyrsl- um, og rannsóknin hefur spannað yfir alla Evrópu. Ekki nærri allir böðlarnir hafa fundizt enn, því að sum- - knmizt undan á flótta. ^eirra er læknirinn Andstaða Norð- manna gegn iBi sívaxandi Andstaða Norðmanna gegn aðild landsins að Efnahags- bandalaginu fer ört vaxandi. Boðað hefur verið til landsráð- stefnu allra andstæðinga bandalagsins í janúar næsta ár og hafa hvers konar félaga- samtök rétt til að senda full- trúa. Aðalframsögumaður á þinginu verður Gunnar Böe, fyrrum verðlagsmálaráðherra í norsku sósíaldemókratastjóm- inni, en hann sagði af sér fyr- ir rúmum mánuði í mótmæla- skyni við stefnu stjómarinnar í þessu máli. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.