Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1&62 Barizt til þrautar Skáldsaga eftir RICHARD CONDON ttr eiga, vseri Dos de Mayo eft- ir Goya. Augustin Termio lokaði vasa- bókinni og setti sig í viðeigandi stellingar. Enginn tók eftir hon- um. Ráðherrann vildi nú fá að heyra skýrsluna um yfirheyrslu húsvarðarins í húsinu sem Mun- oz leigði í. Emilio de los Claros las hana upp. Hann hafði verið í enn fínni félagsskap en þetta og var ekki vitund banginn. „Jú, jú, þennan náunga þekki ég“, sagði varðstjórinn þegar honum var sýnd mynd af fang- anum James Boume. ,,Ég var logandi hræddur við hann. Hann kom fimm eða sex sinnum á dag, oft á næturna líka. Hann barði á dymar hjá markgreifanum, svo að undir tók í öllu húsinu. Og svo bölvaði hann ög ragn- aði á erlendu máli og sparkaði í hurðina eins og vitlaus mað- ur. Ég hef aldrei séð eins ó- hugnanlegan mann og hugsaði með mér, að það væri svei mér gott að markgreifinn væri á ferðalagi". Ráðherrann upplýsti að dr. Munoz hefði verið í Santiago de Compostela. þar sem hann hefði legið á bæn og skriftað í næstum fjóra sólarhringa Hann skýrði frá því að lögreglan þyrfti að finna aftur Goyamyndina og hver eða hverjir hefðu myrt markgreifann af Villalba. En mikilvægast af öllu væri þó að finna aftur Goyamyndina og gréinilegt samband væri milli þessara tveggja mála. Hann vildi ekki skipta sér af vinnuaðferðum lögreglunnar, en ýmislegt benti til þess að fanginn Jean Marie Galbert væri viðkvæmari, vegna hæpinnar aðstöðu eigin- konu hans. Þess vegna þætti honum vænt um ef þeir vildu yfirheyra hann. strax og hann væri raknaður úr rotinu. Hann sagði að þeir hefðu líka sakir á hendur eiginkonu Boumes. en hún gæti ef til vill komið þeim á slóð Goya-málverksins. ef hún gengi laus. Ráðherrann hafði orðið fölari meðan hann talaði. Augu á- heyrenda höfðu stækkað og dökknað. Allir gerðu sér ljósa möguleikana. Sá sem fyndi Goya myndi hoppa yfir fjögur þrep í metorðastiganum. Hann dytti vissulega ? lukkupottinn. Galvan kapteinn bar upp spumingu á vegum lögreglunn- ar: „Það er hægt að yfirheyra fanga á marga vegu, yðar tign“. sagði hann hreinskilnislega. „Deyið mér að fullvissa yður um það fyrir hönd sj'álfs mín og manna minna, að með hjálp þeirra upplýsinga sem þér haf- ið verið svo vinsamlegur að láta okkur í té. er enginn efi á því að annarhvor fanganna — eða báðir — munu láfa uppskátt hvar Goyamálverkið er niður- kornið". „En það er tvennt sem þér þurfið að muna, lögregluforingi“, sagði ráðherrann. „í fyrsta lagi verða fangamir að vera þannig á sig komnir eftir yfirheyrsluna, að þeir geti þolað tveggja vikna réttarhöld ef hægt er að koma því við. f öðru lagi er þama um að ræða erlenda ríkisborg- ara. og erlendir fréttaritarar munu fylgjast vel með málinu“. „Já. yðar tign“ „Fleiri spurningar?‘‘ „Nei, yðar tign“. „Jæja, þá var það ekki ann- að“, sagði ráðherrann og stikaði út með alla halarófuna á eftir sér. að undanteknum Galvan lögregluforingja og mönnum hans Klukkan þrjú var tilkynnt að fangarnir væru komnir til með- vitundar. og Galvan og fjórir af ungum og áköfum starfs- mönnum hans, ákváðu gð h_efj- ast handa við Jean Marie í her- bergj með gluggum hátt á veggj- um. Þeir sátu umhverfis hann í hálfhring og bak við hann var hraðritari. Jean Marie hafði fengið gljá- slitinn skinnstól að sitja í, en benzedrínið sem hann hafði fengið í kaffinu, gerði það að verkum að hann gat ekki setið kyrr, heldur bað leyfis að mega ganga fram og aftur með Galvan lögregluforingja — rétt eins og kaupsýslumenn gera oft viðskipti upp á milljónir meðan þeir rölta fimmtán eða tuttugu kílómetra leið umhverfis golf- völl. I Hann þrammaði fram og til baka eins og hershöfðingi sem les fyrir dagskipun, og byTjaði að tala. Hann notaði oft orðin „herrar mínir“. Hann var býsna franskur. „Við skulum gera okkur eitt ljóst, herrar mínir“, sagði hann. ,.Ég er reiðubúinn til að játa það sem þið teljið að við höf- um aðhafzt i trássi við lögin. Ykkur finnst þetta sjálfsagt gott boð. herrar minir, en ég get svarað þvi til að ég ber mikla virðingu fyrir samtökum ykkar og hef ekki f hyggju að leyna neinu til þess að komast hjá sem mestum óþægindum". Jean Marie hafði ekki hug- mynd um að hann var tekinn fastur fyrir morð. Hann setti sjálfan sig ekki í neitt samband við dauða dr. Munoz. Einhvers staðar í ringluðum kolli hans sveimaði trúin á það. að hann hefði verið handtekinn vegna þess að hann hafði sleppt tak- inu á Goya-myndinni í FTado og hafði flúið — sem var listræn óhæfa „Þegar búið er að vélrita játninguna ætla ég að lesa hana yfir og undirrita hana“, hélt hann áfram eftir nýja hringferð með lögregluforingjanum. En eitt verðið þið að gera ykkur Ijóst þegar i upphafi. herrar mínir: Ég kom ekki nálægt morðunum á Cayetano Jiminez eða vesalings brjálaða kvikind- inu honum Munoz eða hótelfor- stjóranum Elek“. „Það er alveg ljóst“, sagði Galvan lögregluforingi með stök- ustu ró. ..Gerið svo vel að halda áfram Segið okkur allt um þess- ar meistaralegu stælingar á meistaraverkum — frá upphafi til enda“. „Aha 1— þér hafið þá séð stæl- ingamar?“ „Þær eru frábærar“. „Þér eruð miö? vinsamleg- ur“. „Segið okkur þá allt um þær“. Jean Marie settist á stólinn og greip um ennið til að hugsa skýrar. „Því er þannig farið, herrar mínir“. sagði hann. „Fyr- ir þremur árum kom starfsbróð- ir minn og félagi, senor Boume, að máli við mig í París og fór að ræða um ýmsar aðferðir til að skipta á stórum frummyndum og stælingum". Hann sneri sér að hraðritaranum. „Tala ég of hratt fyrir yður?“ spurði hann. „Síður en svo“, svaraði hrað- ritarinn. „Haldið bara áfram eins og yður er eðlilegast“. Hann skýrði nákvæmlega frá öllu sem hann vissi. en hann varð hissa þegar þeir gengu nánar á hann með Goya-mál- verkið. Goya var í Prado. Heyrðu þeir ekki að hann hafði sagzt hafa séð fólk sem starði á hann og hann hefði sleppt tak- inu á málverkinu og flúið? Þeir héldu þó ekki að hann hefði hlaupið burt með Goya-myndina þeirra? Hann var feginn þegar hann sá að honum hafði loks tekizt að sannfæra þá því að hann var alveg viss um að mis- tökin í Prado væri eina ástæðan til þess að hann sat í fangelsi. Svo sem fjórum klukkutímum seinna kom Galvan lögreglu- foringi til fundar við afleysinga- vaktina sem hafði Boume til meðferðar. Hann kinkaði kolli kurteislega þegar hann kom inn, en Bourne starði bara sljó- lega á hann á móti. Hann sýndist þreyttur og tekinn í andliti. Hann var líka sár og bólginn eftir kylfuhöggin, sýndist 6- snyrtilegur með langa skegg- brodda, dauflegt augnaráð og ó- hreinar hendur. Það var ekki mikið eftir af glæsileika hinna klæðskerasaumuðu fata. Klukk- an sem hann sat á, sýndi að hún var sex — hann vissi ekki hvort það var morgunn eða kvöld. „Nokkuð nýtt?“ spurði Galvan lögregluforingi menn sína. „Ekki neitt. Hann segist ætla að tala. þegar hann er búinn að ráðfæra sig við lögfræðing sinn“. „Þessir amerísku bófar hafa heilar lögfræðiskrifstofur á bak- við sig. Það kemur af kvik- myndunum" „Já. ]ögregluforingi“. „Hver er lögfræðingur hans?“ „Hann vill fá að tala við her- togafrúna af Dos Cortes. Hann segir að hún muni útvega hon- um lögfræðing“. „Hann fær bólstraðan k]efa ef hann heldur því til streitu". „Já. lögregluforingi". „Hann er slituppgefinn núna veslingurinn — er ekki svo?“ „Jú. lögregluforingi“. „Ágætt. Lesið þetta fyrir hann“. Hann rétti fram vélritað eintak af játningu Jeans Marie. „Þetta vekur hann“. Ungi lög- regluþjónninn þakkaði fyrir og fór að lesa upphátt með radd- styrk sem jaðraði við öskur. Lögregluforinginn kveikti sér 1 vindli og settist upp við vegg- inn. „Ekki alveg svona hátt“, sagði hann eftir dálitla stund. „Nei lögregluforingi". Bourne virtist hlusta á með athygli. „Viljið þér ekki gera svo vel að undirskrifa þetta?“ spurði Galvan síðan. „Nei. Ég á við — ég get það ekki fyrr en ég er búinn að ráð- færa mig við lögfræðing“. „Hvar er Goya?“ „Spyrjið mig seinna“ „Hvenær?“ „Þegar þér eruð tilbúinn að gera kaup við mig“. „Engin hrossakaup" „Enginn Goya“. Galvan lögregluforingi benti lögregluþjónunum tveimur að fara út. „Þetta verður að ráðast. Þessi náungi er svefns þurfi“. UNGLINGA vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi= Langholt Kleppsveg Meðalholt Teigar Hringbraut. Kársnes I og II Bústaðahverfi Framnesvegur Vesturgata Talið strax við afgrreiðsluna — sími 17500. Eftir langa ug eruoa gongu náði Þórður unun Kvöle niður að ströndinni þar sem Brunfisch lá. Félagar hans fögnuðu honum vel enda voru þeir orðnir áhyggjufullir út af fjarveru hans. Þeir höfðu líka orðið varir við að eitthvað mikið gekk á um borð í Fidelitas. Þórður sagði þeim í stuttu máli hvað fyrir þá Ross hafði borið. Bara að Ross og stúlkurnar væru komnar á öruggan stað, andvarpaði hann. Ef þau lenda í hönd- um þessara manna, er aldrei að vita, hvað fyrir getur komið. 1 sama bili birtist Bank skipstjóri á land- göngubrúnni. Kópavogur - Vinna Nokkrar súlkur óskast í vinnu strax. Niðursuðuverksmiðjan 0 R A Símar: 17996 og 22633. Frá Gagnfrœðaskólanum í Kópavogi Nemendur 1. bekkjar mæti til viðtals í skólanum föstu- daginn 2. nóvember kl. 9 árdegis. Námsbækur verða afhentar. SKÖLASTJ6RI. Rýmingarsala — Rýmingarsala Seljum næstu daga mjög ódýrt: Barnakjóla. Verð frá kr. 98.00. Barnablússur. Verð frá kr. 50.00 Bamapils. kr. 98.00. Bamapeysur og margt fleira. Verzlunin A S A Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. Tilkynning varðandi Slysavarðstofu Reykjavíkur Vegna læknaskorts verður óhjákvæmilegt að takmarka um sinn starfsemi slysavarðstofunnar frá því sem verið hefur. Tekið verður eingöngu á móti sjúklingum, sem þarfn- ast tafarlausrar aðgerðar vegna slysa. Með aðra læknisþjónustu þer borgarbúum að snúa sér til starfandi lækna í bænum. Reykjavík, 31. okt. 1962. SJGKRAHGSNEFND REYKJAVÍKUR. Nýtt! Nýtt! Glæsileg sending af enskum og hollenzkum kápum tekin upp í dag. BERNHARD LAXDAL Kjörgarði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.