Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.11.1962, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 Fimmtudagur 1. nóvember 1962 Starfsskilyrði lækna aðal- atriði—ekki lagaflækjur Áður en fundur hófst í sameinuðu þingi í gær kvaddi Lúðvík Jósefsson sér hljóðs utan dag- skrár og bar fram fyrirspurn til heilbrigðismála- ráðherra vegna hins alvarlega ástands, sem skap- azt kynni á Landsspítalanum og stofnunum hans, ef stór hluti af starfandi læknum hættir þar störf- um nú um mánaðamótin. ÞINCSIA ÞIÓÐVILJANS Taldi Lúðvík að hér væri j mikið óefni komið, ef fast- ráðnir læknar í þjónustu rík- isins gengju frá störfum vegna þess að þeir gætu ekki sætt sig við þau kjör. sem þeim væri boðið upp á. Héldi deil- an áfram vofir að sjálfsögðu sama hætta yfir öðrum sjúkra- húsum í Reykjavík og víðar á landinu. Vildi hann því beina þeirri fyrirspurn til heilbrigð- ismálaráðherra. hvað ríkis- stjómin hyggðist gera, og hvort hún hefði ekki athugað mögu- leika a hugsanlegu samkomu- lagi, þó ekki væri nema til bráðabirgða? Þetta mál væri svo alvarlegt, að ríkisstjórnin gæti ekki vikið sér undan því á sama hátt og ýmsum öðrum málum Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra (íhald) tók fram, að sér hefði ekki verið kunn- ugt um, að þessi fyrirspum yrði lögð fram og væri hann því nokkuð varbúinn að svara henni. Heilbrigðisstjórnin hefði hugleitt þetta mál, og enn væri engin örugg vissa fengin fyrir pví að iæknarnir myndu hverfa frá störfum. Hefði þess verið farið á leit við læknana að þeir störfuðu áfram. með- an beðið væri eftir úrskurði Félagsdóms. Málinu væri þannig háttað. að fyrst yrði að fást skorið úr um réttar- stöðu deiluaðila. áður en því .yrð: ráðið til lykta. Lúðvík Jósepsson kvað ljóst vera af ummælum ráðherra. að alger óvissa rikti i þessu máli. Ríkisstjórnin vissi ekki, hvort læknarnir gegndu störfum á- fram, þótt þetta væri síðasti starfsdagur þeirra samkvæmt uppsögn þeirra. Slíkt væru með öllu fráleit vinnubrögð. — Fyr- ir lægi að læknar hefðu sagt upp með lögboðnum 3ja mán- aða fyrirvara en síðan hefði þeim verið gert að starfa á- fram samkvæmt sérstöku iaga- ákvæði. Og enn vissi ríkis- stjómin einungis að hún vildi knýja fram dóm og jafnvel málsókn i þessari deiiu, Slík- ar aðfarir eru fráleitar. Þetta mál ér að vísu aðeíns einn angi á kaupgjaldsmálun- Ný þingmál Enn um vegagerð á Vestfjörðum Sigurður Bjamason flytur á- samt öðrum bingmönnum stjómarflokkanna í Vestur- landskjördæmi tillögu til þingsályktunar um vegabætur. Tillagan gerir ráð fyrir að fela vegamálastjóra að gera áætlun Þingfundir í qœr Fundur var í gær j samein- uðu þingi Áður en gengið var til dagskrár kvaddi Lúðvik Jós- efsson sér hljóðs og beindi fyr- irspurn til heilbrigðismálaráð- herra vegna læknamálsins Urðu nokkrar umræður um það mál Þá voru teknar fyrir fyr- irspurnir: 1. Um neyzlu deyfi- lyfja frá Benedikt Gröndal og 2. Um afurðalán til bænda frá Ásgeiri Bjamasyni. Teki.n var ákvörðun um fyr- irkomulag umræðu á nokkrum þingsályktunartillögum. Fyrri hluti umræðu um þingsályktun- artillögu um raforkumál fór einnig fram og f’.utti Skúli Guð mundsson. fyrsti flutningsmað- ur tillögunnar, framsöguræðu sína Öðrum málum var frestað um ljúka á sem styztum tima aðalvegum milli byggðar- laga á Vestfjörðum. Framlag til Bænda- hallarinnar Landbúnaðámefnd neðri deildar hefur lagt fram frum- varp til laga um framlengingu %% viðbótargjalds af söluvör- um landbúnaðarins til að standa straum af kostnaði við Búnaðarbygginguna. Frumvarp- 1 er flutt að ósk Búnaðarfé- lags Islands. Platlögin lögð fram Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi til staðfestingar bráða- ,-irgðalög sín um hámarks- bóknun fyrir verkfræðistörf, en hau voru út gefin 2. maí s.l. Samkvæmt þeim er lögfest gjaldskrá Verkfræðingafélags tslands frá 19. apríl 1955, að viðbættum lögleyfðum uppbót- um. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lög þessi hafa ekki neitt raunhæft gildi. Mun tæp- ast finnast sá verkkaupandi. sem lætur sér til hugar koma að unnt sé að fá verkfræðing til starfa samkvæmt fyrr- nefndri gjaldskrá. — En ac sjálfsögðu verður að leggja lög bessi fyrir Alþingi engu að síður, þótt þau séu bara plat.. um í heild, sagði Lúðvik, en það er viðkvæmara vegna eðl- islægra orsaka. Ríkisstjórninni ber að leggja alla áherzlu á að leysa það tafarlaust með samningum. Alfreð Gíslason (Alþbandal.) kvaðst hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með svar ráð- herrans. Hann hefði sagt. að ekki væri örugg vissa fyrir því hvort læknar hvrfu frá störfum. en trúlega hefði verið réttara að segja. að hann hefði ekki örugga vissu fyrir öðru en að þeir hyrfu frá störfum Væri það vitavert af ríkis- stjórninni að hafa látið drag- ast að leita eftir lausn á þessu máli, unz komið væri \ algert óefni. Hér væri um að ræða lækna á mikilvægasta spítala landsins. bæði varðandi aðgerð- ir og rannsóknir. Læknar hefðu verið þvingaðir til að starfa 3 mánuði umfram iöglegan upp- sagnarfrest án þess að gerðar hefðu verið ráðstafanir á nokkru sviði til þess að ráða fram úr þessum vanda. Alfreð taldi. að ríkisstjórn- inni hefði borið skylda til þess að leysa læknana frá störfum og auglýsa stöður þeirra FUll- yrða mætti. að unrit væri að fá menn til starfa samkvæmt sild- andi samningum lækna oe sjúkrasamlaga og töxtum læknafélagsins. Deilan stæði ekki svo mjög um fastakaupið heldur um laun fyrir auka- vinnu. Vfirstjórn heilbrigðis- mála virtist ganga erfiðlega að skilja. að það vrði að launa menn fyrir þau störf. Hér byrfti ekki að skapast neyðar- ástand. ef tekið væri á mál- inu af fullum skilningi og vildi TVárin vænta þess.' að ríkis- stjórnin tæki málið þegar til athugunar. Bjarni Benediktsson kvaðst ekki telja heppilegt að hefja harðar deilur um málið á þess- um vettvangi, enda hefði hann ekki undir höndum gögn i mál- inu. Meginvandinn væri sá. að ríkisstjórnin liti svo á, að upp- sagnir læknanna væru ólögleg- ar og hnigju að því ýmis lög. Verkföll opinberra starfsmanna væru bönnuð lögum áamkvæmt. Þá bentu og allar líkur til þess að uppsögn læknanna væri ólögleg samkvæmt lögum þeim. sem síðasta Alþingi hefði samþykkt um launakjör opin- berra starfsmanna og teldi hann persónulega að svo væri — Eins og málið horfði nú ’ við væri nauðsynlegt að fá úr þessu skorið. Gæti hann ekki fallizt á, að hér væri um neina kúgunarráðstöfun gegn læknum að ræða. Alfreð Gíslason benti á. að ríkisstjórnin hefði beitt laga- ákvæði til þess að skylda lækn- ana til þess ’ að starfa áfram. en í lögunum væri heimilað að beita því þegar svo marg- ir starfsmenn segðu upp að til auðnar horfði Með því að beita þessu ákvæði hefði rík- isstjórnin í raun og veru við- urkennt lögmæti uppsagnanna. Þórarinn Þórarinsson (Fram- sók-n) kvaðst telja, að rikis- stjórnin hefði tekið á þessu máli með stirfni og þrjózku. en í svona tilfellum væri hin mesta þörf að líta á málin af sveigjanleika og sanngirni. — Mál þetta hefði einnig alvar- legri hliðar sem sé þær, að svo virtist sem læknar væru óðum að hverfa af landi brott vegna slæmra k.iara Nauðsyn- legt væri að líta á má’in einn- ig frá bvi sjónarmiði Bjarni Benediktsson ítrekaði enn að hann teldi uppsagnir læknanna ólög’egar samkvæmt lögunum frá þvi j vor Um kröfur læknanna kvaðst hann ekki ræða af ásettu ráði en ekki hefði tekizt að finna sam- komu1agsgrundvöll þrátt fyrir mi’.ligöngu landlæknis i mál- inu. Fleiri tóku ekki til máls. en Ijóst var af umræðunum. að dómsmá'la-áðherra lagði höfuð- áherzlu á lagaflækiur um það hvort uppsagnir læknanna væru löglegar og að unnt myndi reynast á þeim grundvelli að hvinga há áfram til starfa. — En ekkert kom fram í svörum hans sem benti til þess, hvað rikisstjórnin hefði hugsað sér að gera ef það ástand skap- ast. að læknarnir hætti störí- um. En vitanlega skiptir það atriði böfuðmáli og var efn- islega innihald þeirrar fyrir- spurnar sem lögð var fyrir ráðherrann. Neyzla deyfilyf ja hefur færzt á vöxt Happdrætti Þjóðviljans kilcdagur o morgun I gær var rædd á Alþingi fýrirspurn Benedikts Gröndal um neyziu deyfilyfja og nauð- syn strangari ákvæða í lyfsölu- löggjöfinni þar að lútandi. Fyrirspyrjandi, Benedikt Gröndal, (Alþfl.) minnti á blaða- skrif um þessi mál og taldi ljóst af þeim, að þetta mikla vandamál hefði nú borizt hing- að til lands. Reynsla annarra þjóða sýndi. að ofnotkun slíkra ljHja væri oft undanfari glæpa og væri það aðvörun til ís- lendinga um að taka þessi mál föstum tökum. Væri því e. t. v nauðsynlegt að endurskoða lagafyrirmæli um þessi efni. Bjarni Bcnediktsson, dóms- málaráðherra, kvaðst hafa afl- að sér upplýsinga um þetta má) frá nokkrum aðilum og teldi hann réttast að láta Alþingi heyra það sem mestu máli skipti i þeim skýrslum. Las ráðherra síðan skýrslur frá landlækni, lögreglustjóra. sakadómara og saksóknara um mál af þessu tagi, sem embætti þeirra hefðu fengið til meðferð- ar. Kom fram 1 þeim skýrslum, að ekki virðist um neyzlu hinna sterkari deyfilyfja að ræða hér á landi — svo vitað sé — en hér er einkum um að ræða ým- is veikari lyf, ýmist örvandi, róandi eða svæfandi. Virðist notkun þeirra hafa aukizt all- mikið undanfarið og þarf lög- reglan alloft að hafa afskipti af fólki, sem neytt hefur slíkra lyfja. — Svo virtist sem megn- ið af lyfjum þessum hefði ver- ið selt hér í lyfsölubúðum og ekki væri útilokað að læknar væru o.f óvarkárir við útgáfu lyfseðla út á slík lyf. Ráðherra kvað mál þetta enn 1 rannsókn, og hefði landlæknir m. a. fengið í hendur skrá yf- ir nokkra lækna, sem talið væri að hefðu gefið út allmikið af lyfseðlum á lyf þau, sem hér um ræðir. Ben. Gröndal þakkaði ráð- herra upplýsingar hans og kvaðst vona, að haldið yrði á- fram rannsókn þessa máis. Ctgefandi: Ritstjórar: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíailstafiokk” urinn. — Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ölaisson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: tvar H. Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sfmi 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 65.00 á mánuði. Metiö ^lþýðubla^ið hefur nokkrum sinnum spurf að því hvort íslenzkir sósíalistar mundu „reka samskonar utanríkispólitík og Castro“ ef þeir kæmust til valda og „snúa öllum viðskiptum til Rússa“. Allar hafa spurningar blaðsins borið vott um makalausa fáfræði um sögu Kúbu og mismuninn á aðstöðu íslands og Kúbu, auk þess sem vitað er að Alþýðublaðið spyr ekki spurn- inganna til að uppræta vanþekkingu sína. JJtanríkisstefna íslenzkra sósíalista er ljós. Þeir vilja að ísland sé hlutlaust og vopnlaust ríki og hér fái engar aðrar þjóðir herbækistöðv- ar eða önnur yfirráð. Sósíalistar vilja að Island hafi viðskiptasambönd við sem flestar þjóðir og velji sér markaði samkvæmt hagsmunum sín- um en forðist að gefa erlendum aðilum áhrifa- vald með einhliða viðskiptasamböndum. Þetta er einnig stefna stjórnarvaldanna á Kúbu. Þótt Alþýðublaðið viti það ekki er Kúba hlutlaust ríki og hefur tekið virkan þátt í samvinnu hlut- lausra ríkja á alþjóðavettvangi. Þótt Alþýðu- blaðið viti það ekki er aðeins ein erlend herstöð á Kúbu, bandarísk, og henni er haldið þar með ofbeldi í óþökk þjóðarinnar allrar. Þótt Alþýðu- blaðið viti það ekki voru það Bandaríkin sem slitu öllum viðskiptum við Kúbu, reyndu að lama efnahagskerfið með því að hætta fyrir- varalaust sölu á olíu og kaupum á sykri, reyndu að svelta þjóðina með því hæ'tta að selja henni lífsnauðsynjar. Þeir menn sem áfellast Kúbu- stjóm fyrir að hafa i staðinn trvsgt sér við- skiptasambönd við sósíalistísku ríkin eru að harma það eitt að Bandaríkjunum skyldi ekki takast að buga Kúbumenn með viðskiptastríði sínu. Og það situr sízt á íslendingum að taka undir þvílíka kveinstafi. Árið 1952 gerðu Brefar hliðstæða tilraun til að svelta íslendinga með því að hætta fyrirvaralaust að kaupa fiskafurð- ir okkar, en langsamlega mesti fiskmarkaður okkar hafði þá verið í Bretlandi um langt skeið. Islendingum var þá bjargað með því að gerður var viðskiptasamningur við Sovétríkin. og þau tóku að sér að kaupa allan þann fisk sem Bret- ar neituðu að taka á móti. Þá mátti víða í er- lendum blöðum lesa átakanlegar lýsingar á því hvernig íslendingar væru að „snúa öllum við- skiptum til Rússa“ En þessir samningar voru hvorki gerðir af Fidel Castro né íslenzkum sósíalistum. heldur af ráðamönnum borgara- flokkanna á íslandi. ^uðvitað hrín það ekki á Alþýðublaðinu þótt því sé bent á þessar staðrevndir og aðrar hlið- stæðar. Það blað er ekki gefið út til að koma á framfæri þekkingu eða skynsamlegu mati, heldur til að auka yfirráðasvæði fáfræði og ofstækis. Hefur það komið einkar srreinilega í ljós síðustu dagana að Alþýðubir> Ái A o-r bjálfa- legasta blað á fslandi. og þá þarf pHrj að spyr^- um heimsmetið. — iil 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.