Þjóðviljinn - 02.11.1962, Page 5

Þjóðviljinn - 02.11.1962, Page 5
'östudagur 2. nóVember 1962 ÞJÓPVILJINN SÍÐA Skattastefna stjórnarinnar er ein aðalorsök verðbólgunnar ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS • í gær fór fram önnur umræða 1 efri deild um framlengingu nokkurra laga og er þar fyrst og fremst um að ræða framlengingu bráðabirgða- ákvæða um tolla og skatta.' • Björn Jónsson flytur þá breytingartillögu við frumvarpið, að niður skuli falla 8% viðbótarsölu- skatturinn, sem ríkisstjórnin lagði á innfluttar vörur í febrúar 1960. • I umræðunum í gær rakti Björn í megin- dráttum stefnu núverandi ríkisstjórnar í skatta- málum og fer fyrri hlutinn af ræðu hans hér á eftir. Stefna hv. rikisstjómar í skattamálum liggur ákafléga ljós fyrir, þegar athugaðar eru aðgerðir hennar í þeim málum og afleiðingar þeirra. Söluskattur hækkað- ur um 114% Stjómin lét það verða sitt fyrsta stórvirki næst á eftir gengisfellingunni miklu í febr- úar 1960 að leggja nýjan, almennan, 3% söluskatt á sölu allra vara og allrar þjónustu í landinu og með sömu lögum var söluskattur af innfluttum vörum hækkaður um 114°/0 úr 7,7°/( í 16,5%. Á því sama þingi, sem þessu var til leiðar komið, yar svo hinn stighækkandi tekjuskattur lækkaður, stig- hækkunin minnkuð stórkostlega til hagsbóta fyrir hina tekju- hæstu jafnframt því sem óveru- legustu upphæðir tekjuskattsins af hinum tekjulægstu voru skornar af. Skattur félaga og fyrir- tækja lækkaður Á síðasta Alþingi var svo tekjuskattstigi félaga og fyrir- tækja lækkaður um 20°/( og skattfrjálsar arðgreiðslur þeirra auknar um 25°/( og ákveðnar nýjar fymingarreglur þeim tii hagsbóta. Jafnframt þessum breytingum i skattalögum hefur svo útsvarslöggjöfinni verið breytt tvívegis í þá átt að minnka stighækkunina í álagn- ingu og taka upp söluskatta sem tekjustofna fyrir sveitarfé- lögin. Horfið frá grundvallar- s.iónarmiðum vel- ferðarríkisins Þessar stórfelldu breytingar hafa allar stefnt í eina átt, þ. e a. s. þá, að hverfa í stöðugt ríkara mæli frá því að nota skattkerfið að einhverju leyti tii auðjöfnunar og tekjujöfnun- ar, hverfa frá því að láta þá bera þyngstu byrðarnar, sem mést hafa gjaldþolið og létta é þeim sem skarðastan hlut bera frá borði í lífsbaráttunni. hverfa sem sagt frá grundvall- arsjónarmiðum velferðarríkis- T>vrtfðarflóðið magnað með skattastefnunni Afleiðingar þessarar stefnu liggja einnig nokkuð ljósar fyr- ir. Hún hefur verið, næst geng- isfellingunum, mikilvirkust til þess að spenna upp í sífellt auknum mæli og með vaxandi hraða allt verðlag í landinu. svo að dýrtíðarskriðan hefur aldrei fallið hraðar en nú. Á sl. ári hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar um 12 stig og á þessu ári verður álíka hækk- un. Vísitala vöru og þjónustu stendur nú í 141 stigi, þ. e. a. s. verðlag hefur hækkað í tíð nú- verandi ríkisstjórnar um 41%, sem er vafalaust met á jafn- skömmum tíma. Og hvergi örl- ar á því að hv. ríkisstjórn hyggist hreyfa hönd að því að hefja viðnám gegn þeirri óða- dýrtíð, sem hún hefur hleypt af stað. Ekki áhusi fyrir kjara- bótum í formi ^fífðlækkana Áhugi hennar beinist allur að því að halda launakjörunum niðri og hindra það að almenn- ingur fái dýrtíðina bórna uppi með hækkuðum launum, en lætur hins vegar sem vind um eyru þjóta allar þær marggefnu aðvaranir og óskir sem verka- lýðssamtökin hafa beint til hennar og borið fram við hana um kjarabætur í formi verð- lækkana, m. a. með lækkun söluskatta, en að slíkum kröf- um hafa launþegasamtökin hvað eítir annað staðið algerlega ein- huga og boðizt til að meta allar slíkar ráðstafanir fullkomlega ti' jafns við beinar launahækk- anir. TTækkun skat+heirat- •itinnr "eraur rúmum "í’linrði Ég hygg að enginn, jafnvel ekki hv. rikisstjóm, neiti því að skattastefnan, sem hún hefur mótað, eigi sinn mikla þátt t þeirri geysilegu aukningu dýr- tíðar, sem orðin er frá því áð hún komst til valda, enda naumast hægt um vik. Tölur fjárlaga fyrir „viðreisn” og nú tala þar of skýru máli, bæði hvað snertir heildarupphæð skattheimtunnar og þá ekki síð- ur um þá gerbreytingu, sem orðið hefur á tekjustofnum. Meðal þeirra staðreynda. sem þar blasa við eru þær, að hei’d- arupphæð skatta og tolla hefur hækkað frá 1959 til 1963 miðað við fjárlög ’59 og framlagt fjár- lagafrumvarp fyrir árið 1963 um hvorki meira né minna en 1.007 millj. kr„ — eða um 123%, úr 778,6 millj. kr. í 1.785,6 niillj. kr. bækka ’ira 319% Á sama tíma hefur orðið sú breyting á að söluskattar sem lagðir eru jafnt á allar vörur. nauðsynlegar sem ónauðsynleg- ar, hafa hækkað um 484,2 millj. kr., — úr 151,4 millj. kr. í 635,6 millj. kr„ eða um 319%, þ. e. a. s. nærri þrisvar sinnpm meir en heildarupphæð skatt- heimtunnar hefur hækkað. < Upphæð tekjuskattsins er nú áætluð sem næst óbreytt að krónutölu frá 1959, en hlut- fall hans í skattheimtunni hef- ur á tímabilinu lækkað þannig að samkvæmt fjárlögum 1959 var hann áætlaður 17—18% af heildarupphæðinni, en varð í reynd rösk 20%, eða 1/5 hluti hennar en nú er gert ráð fyrir að hlutur tekjuskattsins verði rösk 8%„ þ. e. a. s. miðað við sama hlutfall og var 1959 væri tekjuskatturinn nú 350— 360 millj. kr. Hlutfallsleg lækk- un hans nemur því röskum 200 millj. kr. Gildasti þáttur verð- benslunnar Hækkun heildarskattheimt- unnar um 1 milljarð á 4 árum hækkun söluskatta um á 4. hundrað % er svo augljóslega einn gildasti þáttur verðþensl- ur.nar, og þar með í rýrnun almennra lífskjara á þessu tíma- bili, að ekki þarf orðum að því að eyða. Þegar svo er til stofnað að öllum meginþunga skattheimtunnar er beint yfir á almenna neyzlu landsmanna, þá getur afleiðingin ekki orðið nema á einn veg: verðþensla. dýrtíð, skertur kaupmáttur launa, nema laun hækki hlut- fallslega, en við því hefur ver- ið spornað með öllum ráðum. Kauphækkanirnar ná ekki að bæta helming ''ækkananna Þær kauphækkanir sém verkalýðssamtökunum hefur tekist að knýja fram á tíma- bili viðreisnarinnar gera ekki betur en að bera uppi helm- inginri af verðhækkupinni og er þá sleppt þeim kauphækk- unum serri stjóm Alþýðuflokks- ins gekkst fyrir og löfesti ár- ið 1959. Haldlaus kjörorð Það leiðir svo af sjálfu sér að launamenn tiafa algerlega verið sviptir þeim eðlilegu kjarabót- um sem aukning bjóðartekna og framleiðslu hefur gefið til- efni til á þessu tímabili. Kjör- orðin um árlegar raunveruleg- ar launahækkanir um 3—4% á grundvelli aukinnar fram- leiðslu og framleiðni hljóta að vera beisk í munni þeirra, sem Þingfundir í gær Fundir voru í gær í báðum deildum Alþingis. 1 efri deild var til umræðu frumvarp tii iaga um bráðabirgðabreyting og framlengingu nokkurra iaga, og er nánar vikið að þeim um- ræðum hér á síðunni. 1 neðri deild voru til umræðu eftirtalin mál: Hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf (staðfesting bráðabirgðalaga). frumvarp til laga um framlengingu skemmt- anaskattsviðauka, frumvarp til laga um staðfesting á Norður- landasamningi um innheimtu meðlaga, frumvarp til laga um breyting á lögum um félags- heimili og frumvarp til laga um Búnaðarmálasjóð (fram- lenging skatts af söluvörum). Hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, (Ihald) fylgdi frum- -varpinu úr hlaði. Taldi hann. að brýn nauðsyn hefði verið á að gefa út bráðabirgðalög bau. sem hér lægju fyrir til stað- festingar. bar sem gjaldskrá Verkfræðingai- félagsins hefði ella tekið gildi. Taldi ráðherr- ann að það hefði þýtt frá 109 til 320% hækkun á kaupi verk- fræðinga og hefði leitt til stór- aukinna útgjalda og jafnvel vandræða. Einnig hefði hann heyrt á mörgum verkfræðing- um, að þeir væru óánægðir með gjaldskrána og hefðu talið bráðabirgðalögin eðlileg. Fækk- un verkfræðinga af þessum sökum hefði þó verið til nokk- urs baga, en allar framkvæmd- ir hafa þó gengið eðlilega, þrátt fyrir þetta, sagði ráð- herrann. Málinu var vísað til annarr- ar umræðu og nefndar. Framlenging skemmtana- skattsviðauka Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra. (Alþfl.) mæl*' fyrir frumvarpi um framleng- Blokkþvingur til sölu Upplýsingar að Ármúla 20. Sími 32400. ingu skemmtanaskattsviðauka. Sagði hann, að frumvarpið gerði einungis ráð fyrir að heimila fram- lengingu skemmtana- skattsviðauk- ans um eitt ár enn á sama hátt og gert hefði verið undanfarin ár. Málinu var vísað til annarr- ar umræðu og nefndar. Norðurlandasamningur um innheimtu meðlaga Frumvarpið um staðfestingu Norðurlandasamnings um þetta efni var samþykkt samhljóða án umræðna og sent efri deild til athugunar. Breyting á lögum um félagsheimili Halldór Ásgrímsson, (Frams.) fylgdi úr hlaði frumvarpi, sem þingmenn Austurlandskjördæm- is flytja um breyting á lög- um um félags- heimili, er gerir ráð fyrir að heimila rík- inu að greiða allt að 50% af byggingar- kostnaði slíkrá heimila undir vissum kringum- stæðum (Nánar hefur verið skýrt frá málinu í blaðinu áð- ur). Mál þetta hlaut ekki af- greiðslu síðasta þings vegria þess hve seint það kom fram, en menntamálanefnd mælti þá einróma með samþykkt þess. Málinu var vísað til annarr- ar umræðu og nefndar. Framlenging skatts til Bændahallarinnar Gunnar Gíslason, (Ihald) mælti fyrir frumvarpi um franilengingu skatts af söluvör- um bænda vegna Búnað- ''rbyggingar- innar í Rvík. Tók hann fram, að mál- ið væri flutt af landbúnað- amefnd eftir tilmælum Búnaðarfélags ís- lands o.fl. en nefndarmenn hefðu óbundnar hedur um af- stöðu til málsins. Málinu var vísað til annarr- ar umræðu og nefndar. Dtgefandi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósiaiistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartanssön. Magnús Torfi Ölafsson. Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. augiýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr 65.00 á mánuði. Ofbeldlstrú J^eitun mun að ríkisstjórn sem komið hefur . fram jafn klaufalega og óskynsamlega gagn- vart launastéttum og launamálum og núverandi stjórn íhalds og krata. Gagnvart alþýðu manna hefur ekki gengið á öðru allt kjörtímabilið en árásum á launakjör og lífskjör, hvað eftir ann- að hefur verið ráðizt gegn gildandi launasamn- ingum stéttarfélaga og þeir ómerktir með vald- boði þingmeirihluta Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, eða með ofbeldislegum bráða- birgðalögum. Ríkisstjórnin hefur talið sig eins konar herforingjaráð afturhalds og gróðabrall- ara landsins í stríði þeirra gegn kjörum og rétt- indum alþýðunnar. Þannig hefur Sjálfstæðis- flokkurinn alltaf komið fram, stjórn hans og valdamenn hafa rekið flokkinn sem pólitísku hliðina á samtökum hinna svonefndu atvinnu- rekenda. Hitt er enn ýmsum undrunarefni að Alþýðuflokkurinn skuli lána íhaldinu þá þing- menn sem vantar í þinumeirihluta til að reka slíkan hérnað' gégri alþýðufólki. Afleiðingin af hernaði stjórnarinnar gegn al- þýðu manna og raunar launastéttum almennt hefur líka verið meiri ókyrrð í vinnumálum en ofstast nær í seinni tíð. Ríkisstjórnin hefur lát- ið skrifa óteljandi greinar og halda enn fleiri ræður um blessun þess að „taka vísitöluna úr sambandi", með því átti sem kunnugt er að stöðva „kapphlaupið milli kaupgjalds og verð- lags“. Með þessu var í raun réttri verið að svipta verkalýðshreyfinguna árangri af langri baráttu til að tryggja að nokkrum mæli umsamið kaup- gjald verkamanna fyrir braski yfirvaldanna með dýrtíð og verðhækkanir. Enda hefur steininn tekið úr síðan ríkisstjórn íhalds og krata afnam þetta ákvæði í kjarasamningum, ríkisstjómin hefur sett met í skipulagningu óðadýrtíðar með tvennum geneislækkunum, skattaráni og meira og minna eftirlitslausri álagningu. Verkalýðs- félög hafa neyðzt til þess að segja upp samning- • um, stundum tvisvar á ári, til að reyna að verja félaga sína fyrir þessum hernaðaraðgerðum rík- isstjórparinnar. j£nn er í minni að ríkisstjórnin sveik svo lengi öll loforð um bætt kjör kennara og annarra opinberra starfsmanna að kennararnir gripu loks til þess örþrifaráðs að segja upp, svo við lá alger kennaraskortur um allt land. Þá loks neyddist ríkisstjórnin til að láta nokkuð undan. Nú hefur þessi sama ólánsríkisstjórn stefnt mál- um í algjört öngþveiti með bjánalegri s'tirfni við lækna. Einnig hér virðist ríkisstjórn íhalds og krata trúa á, að hægt sé að leysa öll vanda- mál með valdboði og þjösnaskap. Hún mun einn- ig í því máli, ekki síður en með gerðardómsof- beldið í sumar, reka sig á að þannig er ekki til frambúðar hægt að koma fram við íslenzka þegna, og væri æskileg't að hún lærði þau sann- indi áður en stórvandræði hljótast af. — ", á *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.