Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 1
og menningar komnar út Fimmtudagur 13. desember 1962 — 27. árgangur og þó hyggur íhaldið á samdrátt i byggingarframkvæmdum á þessu ári Þrjúhundruð og átta- •tíu fjölskyldur hafa sótt um að kaupa 64 íbúðir sem Reykjavík- urborg hefur byggt til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæðis. Fyrir nokkru rann út umsókn- arfrestur um íbúðimar sem Reykjavíkurborg er að láta byggja í tveim sambýlishúsum við Álftamýri. Ibúðirnar sem auglýstar voru til umsóknar eru 64 að tölu, 48 þriggja herbergja og 16 tveggja herbergja. Verða íbúðirnar í annarri blokkinni til- búnar til afh'endingar í þessum mánuði en í hinni blokkinni í febrúar næst komandi. Aöeins 16 braggabúar sóttu fbúðir þessar eru fyrst og fremst ætlaður til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Alls bárust 380 umsóknir um þessar 64 íbúðir og þar af voru aðeins Sækir am 10 þís. Fossvoginum Á síðasta borgarráðsfundi er haldinn var á þriðjudaginn var lögð fram umsókn frá Lands- sambandi lamaðra og fatlaðra um 10 þúsund fermetra land- svæði í Fossvogi undir dvalar- heimili og vinnustofur, er sam- bandið hyggst reisa þar. 16 umsóknir frá braggabúum, þótt enn búi um 170 fjölskyldur í bröggum. Langflestar umsóknir bárust frá íbúum í öðru heilsuspillandi og lélegu húsnæði en bröggum, einkum íbúum kjallara, en einn- ig barst margt umsókna frá fólki sem er húsnæðislaust eða er að lenda á götunni. Verið er nú að vinna úr umsóknum og mun úthlutun væntanlega fara fram á næstunni. 1 sambandi við þessar um- sóknir vekur það scrstaka at- hygli, að aðeins 16 af um 170 fjölskyldum er enn . búa í bruggum treysta sér til þess að sækja um þessar íbúðir þrátt fyrir sérstaklega hag- stæð kjör sem í boði eru. Sýnir þctta ljóslega, að brögg- unum verður ekki útrýmt úr borginni með öðru ráði en byggingu leiguhúsnæðis, eins og borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins hafa þráfaldlega bent á en borgarstjórnarmeir'i- hlutinn hefur ekki enn viljað láta sér skiljast. Ilættuleg stefna borgar- stjórnarmeirihlutans Þessi mikli fjöldi umsókna um borgaríbúðimar sýnir einnig greinilega hve óraunhæf og háskaleg sú stefna borgarstjóm- armeirihlutans er, að i fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir næstu ár er framlag borgarinnar til í- búðabygginga áætlað óbreytt, 9 millj. króna, frá yfirstandandi ári, þrátt fyrir aukna dýrtið og síhækkandi byggingarkostnað sem gera það að verkum, að hér er raunverulega um lækkað framlag til byggingaframkvæmda að ræða. Þetta er þcim mun hættulegri itefna, sem miki.ll samdráttur hefur orðið í íbúðabygg'ingafram- kvæmdum hér í Reykjavík að undanförnu vegna afleiðinga ,viðreisnarinnar“: — Hækkandi byggingakostnaðar, okurvaxta, kjararýrnunar almennings og annarra fylgifiska stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hefði því borið brýna nauðsyn til, að borgarstjórnin hefði þvert á móti aukið framlagið til íbúða- bygginga til þess að vega upp á móti samdrættinum í stað þess raunverulega að minnka það. strandar í strand ferðinni í stað ESJU ... og strandferðaskipið Hekla strandaði í fyrri- nótt á Fáskrúðsfirði, en hún var í strandferð í stað strandferðaskipsins Esju, sem strandaði í strandferð á Eyjafirði fyrir skömmu, sem frægt er orðið. Fer nú að verða hægt að líkja Skipa- útgerð ríkisins við Þjóðarskútuna alræmdu. Strand Heklu bar að með þelm hætti, að skipið varð að fara fram hjá Djúpavogi, Breiðdals- vík og Stöðvarfirði vegna þess að veður var svo vont að eklci var unnt að athafna sig þar við bryggjur. Skipið fór því inn á Fáskrúðsfjörð, en vegna vcðurs- ins var heldur ekki hægt að leggjast þar við bryggju og hugð- ust skipsmenn kasta akkeri á firðinum. Vildi nú ekki betur tii en svo að skipiö rak með framendann uPPí sjávarbakkann og stóð þar fast. Dýpi var mælt umhverfis skipið og reyndist grynnst við bakkann bakborðsmegln, 2,10 metrar en dýpst við afturstefni rúmir 25 metrar. Á móts við yfirbygginguna var dýpið um 18 metrar. Skipið stóð í forar- Ieir og vegna hins mikla aðdýp- is var ekki ástæða til að ótt- ast um það. Hekla náði sér svo út á hádegi í gær af eigin vélar- orku og lagðist síðan að bryggju á Fáskrúðsfirði til afgreiðslu. Engar skemmdir urðu á skip- inu og engrar aðstoðar þurfti með, til að ná því út. Rétt er að taka það fram. að óhiipp eins og þessi gcta alltaf ' komið fyrir hjá skipum, sem sífellt eru að snúast við bryggj- ur og verða að skríða inná hverja vík svo að segja. — G.O. Skipstjórinn hiaut 260 jiús. króna sekt Seyðisfirði 12/12 — Óðinn kom hingað í gærmorgun með enska togarann Dinas frá Fleetwood, skipstjóri J. A. Ness, er tekinn var fyrir meint landhelgisbrot 1,1 sjómílu innan 6 mílna mark- anna austan Langaness. . Réttarhöld hófust í gær kl. 16 í máli skipstjórans og var dóm- ur kveðinn upp í kvöld. Skip- stjórinn var dæmdur í 260 þús. króna sekt og 8 mánaða fangelsi Framhald á 12. síðu. A varp frá framkvæmdanefnd Sósíalistaf/okksins: í gær, 12. desember, var liðinn réttur aldarfjórðung- ur síðan fyrstu útgáfubæ'k- ur bókmenntafélagsins Máls og menningar komu á mark- að, en það voru félagsbókin „Vatnajökull“ eftir Niels Nielsen í þýðingu Pálma Hannessonar rektors og ritið „Rauðir pennar“. Þegar ljós- myndari Þjóðviljans leit inn í aðalstöðvar félagsins á Laugavegi 18 í gær þennan áfmælisdag voru starfsmenn í óða önn að búa sig undir dreifingu á bókunum tólf, sem í afmælisbókaútgáfu Máls og menningar eru. Bæk- ur þessar eru, svo sem áður hefur verið skýrt frá, eftir þjóðkunna íslenzka höfunda og hefur verið vandað til út- gáfunnar eftir beztu föngum. Frá afmælisútgáfunni er nánar sagt í frétt á 12. síðu blaðsins í dag, en á myndinni hér á forsíðunni sjást þeir Ólafur Þórðarsonútil vinstri) og Einar Andrésson innan um háa bókahlaðana í kjall- ara bókaverzlunarinnar að Laugavegi 18. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). BHBBB——H— um oara um, engum miðum Langt er síðan fjárhagur Þjóðviljans hefur verið jafn erfiður og nú. Því valda um- fangsmiklar framkvæmdir, stækkun blaðsins um nær þriðjung og aukinn kostnað- ur við útgáfuna. Því er framtíð blaðsins i ríkara mæli en nokkru sinni fyrr bundin við það að happ drættið gefi sem bezta raun. En sá árangur er kominn undir viðbrögðum þess mikla fjölda sem hefur fengið happ- drættismiða senda. Ef all*r þeir sem hafa happdrættis- miða undir liöndum einsetja sér að kaupa þá miða eða koma þeim í verð, en skila ekki einum einasta miða aft- ur. er tryggður glæsilegur árangur af happdrættlnu. En hver miði sem kemur óseld- ur aftur skerðir árangurinn, því ckki er unnt að koma þeim í verð cftir öðrum leið- um á þeim nauma tíma sem eftir er þar til dregið verð- ur. Afkoma Þjóðviljans hefur alltaf verið komin undir starfi og fórnfýsi þúsunda stuðn- ingsmanna um Iand allt, þess fólks sem nú hefur í sínum höndum happdrættismiðana — tekjumögulelka Þjóðvilj- ans. Reynslan sýnir að um- hyggja þessa fólks hefur aldrei brugðizt, en nú er hún nauðsynlcgri en nokkru sinni fyrr; enginn má skerast úr lcik ef vel á að fara. Störfum öll af kappi þar til dregið verður samkvæmt kjörorðinu: Skilum aðeins peningum, engum miðum. Framkvæmdanefnd Sam- Eðvarð Sigurðsson, Einar Olgeirsson, Guðmundur Hjartarson, Guðmundur Vigfússon, Ingi R. Helgason, Kjartan Ólafsson, Lúðvík Jósepsson, Eldur milli ftilja i iraðarhusi við Hfelabraui í gær Laust fyrir kl. 5 síðdegis í gær var slökkviliðið kvatt að Melabraut 63. Er á staðinn kom var mikill reykur á rishæð húss- ins er stafaði af eldi á milli þilja. Hafði kviknað í út frá rafmagnstöflu. Erfitt var að komast að eldinum og þurfti að rjúfa þiljurnar á tveim stöðum. Var eldurinn orðinn allmagnað- ur og urðu talsverðar skemmdir af' völdum hans. ciningarflokks alþýðu — Magnús Kjartansson, Sósialistaflokksins Snorri Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.