Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. desember 1962 ÞJÓÐVILJINN STÐA 3 K r úst joff svararAlbönum og Kínverjum í langri ræðu MOSKVA 12/12 — Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hélt ræðu í gær á fundi Æðsta ráðsins og gagnrýndi albanska kommúnista mjög harðlega, um leið og hann svaraði ásökunum kín- verskra leiðtoga varðandi lausn Kúbudeilunnar. Ræða Krústjoffs hefur vakið mikla athygli, enda er þetta í fyrsta skipti sem sovézkur leiðtogi nefn- ir deilur kínverskra og sovézkra kommúnista á opinberum vettvangi. Hæða Krústjoffs fjallaði að- allega um utanríkismál og þá fyrst og fremst um árásir al- banskra kommúnista á Sovétleið- togana og lausn Kúbumálsins. Krústjoff líkti foringjum Albana við stráklinga, sem hefðu fengið nokkra aura fyrir að hrópa ókvæðisorð að móður sinni. Al- banamir eru venjulegir götu- strákar, sem æpa að sovézka kommúnistaflokknum, æpa að móður sinni, sagði hann. Alban- ar hafa ráðist að Sovétrikjun- um fyrir að svíkja þá, sem berj- ast gegn heimsveldissinnum. En Albanía studdi Indverja, er þeir frelsuðu Goa, og indonesísku ríkissjórnina, þegar hún frelsaði Vestur Nýju-Gíneu. 1 alþýðu- lýðveldi Kína hefur evrópska ný- lenduveldið komist lífs af í Macao og Hongkong. Ódaunninn frá þessum svæðum er engu betri en ódaunninn frá Goa. Sovétríkin ætla sér eklú að segja Kínverjum, hvað þeir eigi að gera eða hvernig þeir eigi að hegða sér. Við treystum því, að Kínverjar viti, hvað þeir eiga að gcra, sagði Krústjoff. En þeir ofstækisfuliu byltingarsinnar, er reyna að ýta Sovétríkjunum út í kjarnorkustríð ættu að hugsa sig tvisvar um. Sovétríkin hefðu að vísu unnið slíkt stríð, en hundruð milljón manna hefðu farizt. Leiðtogar Albana og mennirnir, sem að baki þeim standa virðast hafa sömu afstöðu til alþjóðamála og Trotskí hafði. Þvílíkir menn virðast efast um, að kommúnisminn get'i sigrað eftir friðsamlegum leiðum. Þeir skilja ekki, að ef kommúnism- inn verður talinn jafngilda heimsstyrjöld, mun hann bíða ósigur um allan heim. Krústjoff sagði aldrei beinum oi'ðum að Kínverjar styddu Al- bani, en fullyrti hins vegar, að stefna Albana bryti miklu meir í bága við marxismann-lenínism- ann en stefna Júgóslava. Kín- verjar kalla Bandaríkjamenn pappírstígrisdýr, sagði hann, en þeir skyldu hafa í huga, að þetta tígrisdýr hefur tennur, gerðar úr eldflaugum. Landamæracrjur Indlands og Kína Um landamæradeilur Indverja og Kínverja sagði Krústjoff, að hann vonaðist til að þær yrðu leystar með samningum. Þessi deila hefur valdið okkur mikl- um áhyggjum, enda er þetta í fyrsta sinn, sem sósíaliskt ríki lendir í alvarlegum árekstrum við nýfrjálst ríki. Sovétríkin fagna sérstaklega kínversku vopnahléstillögunum, sagði hann. Krústjoff bætti því við, að vafalaust væru þeir til, sem teldu undanhald kínverska hersins vera veikleikamerki. En við von- um, að hvorki Kínvérjar eða Indverjar taki mark á slíkum mönnum. Sambúð Sovétríkjanna og Júgóslava Forsætisráðhcrrann ræddi all- mikið um sambúð Sovétríkjanna og Júgóslava eftir heSmsstyrjöid- ina síðari og sagði, að nú hefðu ríkin sömu viðhorf til flestra al- þjóðamála. Hann bætti því við, að kommúnistaflokkar hinna ýmsu landa heims þyrftu ekki alltaf að vera sammála, því að það sem gilti í einu landi þyrfti ekki endilega að gilda í öllum öðrum iöndum. Kommúnista- flokkur Ráðstjórnarríkjanna vcrð ur að taka til greina þær ástæð- ur, sem liggja að baki því, að aðrir kommúnistaflokkar velja aðrar leiðir. Hann sagði, að Albanar reyndu að viðhalda persónudýrkuninni og þeir vildu ekki játa mistök Stalíns. Nú hrósa þeir Stalín fyr- ir það, sem verst var í fari hans, þ.e. pólitískri undirokun og ruddaskap hans. Albanar eru eins og froskurinn, sem blés sig upp til að líkjast uxa. En hvað gerðist? Froskurinn sprakk og allt sem eftir varð var lítí.11 drullupollur! Friðsamleg sambúð er leiðarstjarna okkar Krústjoff lagði sérstaka áherzlu á það, að stefna friðsamlegrar sambúðar væri leiðarstjama Sov- étríkjanna. En meðan Vestur- veldin koma í veg fyrir að samn- ingar takist um almenna afvopn- un, eru Sovétríkin neydd til að halda púðrinu þurru, sagði hann. En við viljum frekar leysa mál- in friðsamlega en reyna styrk- leika okkar. Friðsamleg stefna Sovétríkjanna er bein afleiðing af sósíalisku eðli ríkisins, sagði Krústjoff. Sovézk alþýða hefur líka áður reynt skógarbrunann, aðra heimsstyrjöldina, og veit, hvað kjamorkustyrjöld myndi hafa í för með sér. Krústjoff tók það hvað eftir annað fram í ræðu sinni, sem stóð yfir í tvo klukkutíma og 40 rtiínútúr, að eldflaugamar á Kúbu hefðu eingöngu verið ætl- aðar Kúbumönnum til vamar. Þeir’ hafa fengið að reyna sprengjuárásir, sjórán og vopn- aða innrás nú í seinni tíð og þeir þörfnuðust vopna til að geta varið sig. Sumir vestrænir stjómmála- menn halda nú, að þeir geti tengið öllum vilja sínum fram- gengt með því að ógna Sovét- rfkjunum, sagði Krústjoff. Hann kallaði Adenauer „Forsætisráð- herra kalda stríðsins" og sagðist geta fullvissað hann um, að sov- ézku eldflaugamar á Kúbu hefðu öllum verið beint í áttina til Vestur Þýzkalands! Nú erum við búnir að taka þær til baka og höfum stillt þeim upp við hliðina á öllum hinum rak- eitunum, sem beint er að Bonn! Krústjoff bætti því við, að þeir sem héldu því fram í fullri al- vöru, að eldflaugarnar á Kúbu hefði átt að nota til árása á Bandaríkin, væru svolítið und- arlega innréttuð á efstu hæðinni. Við eigum mikinn fjölda eld- flauga í Sovétríkjunum, sagði hann. sem skjóta má beint í mark í Bandaríkjunum, o.g þess vegna er Kúba ekki hernaðar- lega mikilvæg fyrir okkur. En við erum ánægðir með lausn deilunnar, báðir slökuðu til og báðir eru ánægðir. Tito, forsætisráðherra Júgó- slavíu, sat fund æðsta ráðsins og hlýddi á ræðu Krústjoffs. Áheyrendur fögnuðu ræðumanni mjög ve] og Jengi að ræðulok- um, en Krústjoff gekk til Titos og heilsaði honum hjartanlega. Barizt s Branei Myndin sýnir bardaga milli uppreisn- armanna í Brunei og brezkra her- manna, sem komnir eru tii landsins til að gæta hagsmuna olíu- hringsins Shcll. Brezki herinn hefur barii niður uppreisnina í Brunei SERIA 12/12 — Brezka herliðinu á Brunei heíur nú tekizt að buga uppreisnarmenh að fullu og háfa þeir orðið að hörfa úr öllum helztu stöðvunum, sem þéir áður höfðú a síriú vrildi.'......... Jólatré Landgræðslusjóðs Em komin Salan er hafín LANDGRÆfJSLU SJÓÐUR AÐALtíTS ALA • LAUGAVEGI 7. Aðrir úfsölustaðii: Bankastræti 2 Bankastræti 14 (hornið Banka- stræti Skólavörðustígur) Laugavegur 23 (gegnt Vaðncsi) Laugavegur 47 Laugavegur 63 Laugavegur 91 Verzlunln Laufás, Laufásvegi 58 ’’ið Skátaheimilið VSð Austurver Sunnubúðin, Lðnguhlfð og Mávahlíð Lækjarbúðin, Laugarne<- vegi 50 Hrísateigur 1 Langholtsvegur 128 Jónsjcjör, Sólheimar 35 Heimaver, Álfheimun’ Ásvegur 16 Grensásvegur 46 Sogablettur 7 Vesturgata 6 Hjarðarhagi 60 (gegnt Síld & Fisk) *»ornið Birkimclur-Hringbraut Alaskagróðrarstöðin, Laufás- vegi ^ópavogur: Blómaskálanum, Nýbýlav. Kársncsbraut 7erð á jólatrjám: 0,70 1,01 1,26 1,51 1,76 2.01 1,00 m 1,25 m 1,50 m 1,75 m 2,00 m í>.K0 n- kr. 75,00 — 90,00 — 110,00 — 140,00 — 175,00 — 220,00 GREINAR SELDAR A ÖLLUM ÚTSÖLUSTÖÐUM I kvöld voru háðir lokabar- dagar um þá staði í olíubænum Sería og höfuðborginni Brunei, sem uppreisnarmenn höfðu náð á sitt vald. Brezki herinn náði lögreglustöðinni 1 Brunei í morg- un qg flýðu uppreisnarmenn, en fjórir voru handteknir. 45 gislar. er hafðir voru í haldi í lög- reglustöðinni, reyndust allir ó- særðir. Brezki hershöfðinginn, sem stjómar hemaðaraðgerðunum í Brunei, sagði í dag, að í her upp- reisnarmanna væru um 2000 Bruneibúar og væri hann. illa vopnum búinn og stjóm hans léleg. 250 uppreisnarmenn hafa nú verið handteknir. Azahari, sheik, sem segist vera foringi uppreisnarmanna, full- yrti í dag, að soldáninn í Brunei væri meðal uppreisnarmanna, enda væri byltingunni ekki beint gegn yfirráðum hans heldur Bretum. Krafðist hann þess, að brezka stjómin legði fram ein- hverjar sannanir um, að soldán- inn væri andvígur uppreisninni. Azahari sagðist hafa sent Ú Þant, aðalritara SÞ skeyti og beðið um að fá að útskýra mál sitt á vettvangi SÞ. Bandaríska sendiráðið á Filippseyjum skýrði hins vegar frá því, að Azahari yrði ekki leyft að koma til Bandaríkjanna á þing SÞ, vegna þess að brezka sendiráðið hefði svipt hann végabréfi, en sheik- inn er staddur í Manila á Fil- ippseyjum. Stjómarvöld Malaya fullyrtu í dag, að soldáninn í Bmnei væri andstæðingur uppreisnarinnar, og ekkert mark sé takandi á Aza- hari. Stjórnarandstaðan á Malaya hefUt éinróma snúizt gegn stefnu stjómarinnar í þessu máli. Talið var víst í kvöld, að upp- reisnarmenn hefðu beðið fullan ósigur í viðureign sinni við brezka herinn, sem náði þá olíu- stöðvum Shell í Bmnei á sitt vald. Silfurpeningum rænt í Suez STOKKHÓLMUR 12/12 — Eg- ypsk yfirvöld hafa lagt hald á silfurpeninga að verðmæti um tíu milljónir ísl. króna, sem sænskt flutningaskip var á leið með í gegnum Suezskurðinn. Ekki er vitað um ástæðuna, en útgerðarfyrirtækið f Gautaborg fullyrðir, að leyfiiegt 'é að flyt.ia slíkan vaming, en peningamir vom frá 18. öld, svonefndir Maríu Theresíudalir. Beint símsamband milli Krústjoffs og Kennedys GENF 12/12 — Sænski fulltrú- inn á afvopnunarráðstefnunni í Genf lagði í dag fram skýrslu, sem prófessor Marcus Bath við Uppsalaháskóla hafði samið um áhrif kjarnorkusprenginga á jarð- skjálftamæla. Bath hefur yfir- leitt verið fyrstur manna á Vest- urlöndum til að senda út frétt- ir um sprengingar Sovétríkj- anna í Norður-íshafinu og hef- ur því mikla reynzlu í þessum efnum. Skýrsla hans var talin styðja þá kenningu, að nægilegt sé að kom upp svokölluðum „svörtum kössum“ í Sovétríkj- unum til þess að fylgjast með að alþjóðabanni við kjarnorku- tilraunum sé hlýtt. Sovétríkin hafa fallizt á, að slíkum kössum verði komið upp. en Bandaríkja- menn hafa lýst yfir vantrú sinni á þessari aðferð og haida fast við kröfu sína um víðtækt eft- irlit. Bandaríski fulltrúinn lagði í dag fram tillögu i sex liðum um ráðstafanir til að draga úr styrjaldarhættunni. Er þar m.a. gert ráð fyrir. að komið verði upp beinu símasambandi milli Kennedys i Washington Krúst- joffs í Moskvu og Ú Þants í New York, til þess að stjórn- málamennirnir geti hvenær sem er rætl sin á milli um heims- ástandið og þannig sé dregið úr þeim háska, að styrjöld brjótist út af mistökum eða slysni í tillögu bandaríska fulltrúans er gert ráð fyrir. að stórveldin tilkynni ævinlega fyrirfram, ef þau ætli sér að flytja til mikinn herafla, hemaðarsérfræðingar skiptist á heimsóknum og náið samráð sé haft milli ríkisstjóma Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í hemaðarlegum efnum. Olíulindir finnast í Sovét . MOSKVU 12/12 — A fundi Æðsta ráðsins í dag kom*j fram þær upplýsingar frá ýmsum flokksleiðtogum, að miklar olíu- lindir hefðu fundizt í Sovét- ríkjunum að undanfömu. Dapr- ammov frá Turkmenistan lýsti því yfir, að fyrir fáeinum dög- um hefðu fundizt þar geysilegar olíulindir, sem myndu breyta eyðimörkinni í víðáttumiklar olíuhreinsunarstöðvar. Jarðfræði- ráðherrann fullyrti, að ekkert land í heiminum stæði nú Sov- étríkjunum framar í framleiðslu ýmiss konar steinefna. Kvenfulltrúi frá Kákasus ræddi um vatnsskortinn þar í landi. og sagði, að eitt sinn hefði verið slíkur skortur á venjulegu vatni, að nauðsynlegt hefði verið á sjúkrahúsum að nota ölkeldu- vatn í súpuna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.