Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fkmnktdagur 13. deserober 1062 CHARLOTTE ARMSTRONG: níu ára. — Það er lán, sagði ungfrú Ballew. — því að þá getur hún auðvitað staðfest frásögn yðar. Neli stóð bara og leit heims'ku- lega út, já. næstum eins og hún væri að sofna. En hvað það hlýtur að vera óþægilegt að hafa svona tak- markaðan orðaforða hugsaði kennslukonan. — Að staðfesta er það sama og að votta tak- skýrði hún. — Að segja sömu söguna eða bara nóg tii þess að sanna að hún sé rétt? Þess vegna lagði ég áherzlu á . . — Og lán. sagði Nell. — þýðir að hafa heppnina með sér. Nú bro.sti hún. Já, hún dansaði! Hún stóð enn í sömu sporum við fótasaflinn. sem snöggvast sá ungfrú Ballew ekki betur en hún væri að dansa. Andlit hennar ljómaði og hún var brellin á svip, eins og hún hefði fundið upp á einhverju, fengið hug- mynd eða heyrt spennandi leynd- armál. — Ég kann fleiri orð en þér haldið. sagði Nell. ■— Og ég skil þetta vel með framtíðina. Hún ivfti handleggjunum upp fyrir höfuð já, þetta var vissuiega eins konar dans. Ung- frú Bailew starði ringluð á hana. Pilsið á dökkum kjólnum þyrlaðist um leggi hennar. Og stúlkan studdi sig fram á útrétta arman og hnúarnir hvítnuðu við fótagaflinn. Augun í henni voru mjög stór og afar, afar biá — Já. ætli . . . ætli • .. Hún gaut augunum með hræðsiu- svip til ungfrú Baliew og kennslukonan varð gripin sömu skelfingunni — Það hevrist bara ekkert f henni. saeði Nell hlióðlega. Unefrú Ballew bar höndina upn að hálsinum. — Finnst . . . finnst yður það ekki uudarleef? — Undarlegt . . . Ungfrú Ball- ew baðaði út handleggiunum. Neli beit á vörina. Nú sýndist hún miög alvarleg og íhugandi. Hún gekk á tánum að dvrunum milli herbergianna. Og það var eins og snúið væri á taugar kennslukonunnar um leið og snerlinum var snúið. Dymar voru opnaðar. Ekkert hljóð heyrðist úr herbergi 809. — Bunný, kallaði Nell lágt. Ekkert svar. — Bunný! Bakið á stúlkunni titraði eins og um hana færi hrollur. Ekkert svaraði henni nema þögnin. Hún ranghvolfdi augunum þegar hún leit við. — Ég er hrædd . . . vældi hún. Ungfrú Ballew var líka hrædd. Hún gat ekki hreyft sig. Með sínum eigin eyrum heyrði hún að þarna var í rauninni uggvæn- leg þögn. — En þér sögðuð . . . þér sögðuð að hann hefði . . . hefði ekki gert henni mein . . — — Hann var þama inni seinna. Eftir að þér börðuð að dyrum. Haldið þér ... — — Látið yður ekki detta þetta í hug! Þér megið ekki segja þetta. — En orð Nell voru þung eins og forlögin sjálf. — Kannski hefur hann munað . . . að hún er nógu gömul til að kjafta frá .... — — Faðir vor . . . þú sem ert á himnum, — tautaði ungfrú Ballew. — Við sárbænum þig .. frelsa oss frá illu ... — — Það væri svo auðvelt, — sagði Nell og það var eins og augun í henni væru úr gleri — Hún er . . . hún er lítil . . . — Farðu þama inn! — hróp- aði ungfrú Eva Ballew. Hún var risin upp og studdist nú fram á olnbogann. en það var eins og hún væri lömuð af skelf- ingu. — í almáttugs bænum, stúlka! Farið þama inn og at- hugið þetta! — 18. kafli. Lyn snart handlegg hans. Hann hörfaði undan snerting- unni eins og hann byggist við að einhver slægi hann. (Og það varst þú sem varst með stál- taugar, Jed Towers). — Lyn! Hamingjan góða . . . ég hélt .... — — Fékkstu ekki bréfið frá mér. — Hún stóð fyrir framan hann — ekki nein draumsýn — held- ur lifandi mannvera sem stóð þarna í ljósbjarma næturinnr og andlit hennar var þrungið hljóðri og sælli undrun yfir því að hann skyldi verða svona hissa á því að sjá hana. Ó, hún var svo indæl og svo eðlilegj — Þú ert eins og ....... Hann Hann þreif i bláu ullarermina. —Hvað ertu að gera hér um miðja nótt? Hefurðu verið að ráfa um borgina alein? Það er orðið alltof áliðið. Lyn .... — Ég er ekki hrædd ....... — Og gatan er ekki stað- ur ..... — Ég var ekki á götunni ...... — Mér er alveg sama hvar þú hefur verið ..... — Það hefur enginn áreitt mig ..... — Þú ættir að vita betur ..... — Æ, vertu ekki svona ....... — Litli kjáninn þinn ...... — Ó. Jed! sagði hún angur- vær. Nú voru þau aftur komin á sama staðinn og þau höfðu verið þegar þau skildu fyrr um kvöldið. Þau börðu höfðinu við sama steininn. Jed steig fáein skref upp á gangstéttina. „Það var víst hérna sem við hættum" tautaði hann I — Þegar ég fór leiðar minn- ar. Hún hló hikandi. Augu henn- ar voru ekki glaðleg. En þau voru falleg og heilbrigð. Hann stakk hendinni í vasann. — Jed, ertu ekki búinn að lesa það? — Nei, ég ........ ekki ennþá. Hann fálmaði eftir umslaginu. Hann var taugaóstyrkur .......... eirðarlaus. Hann var ekki við því búinn að hitta hana. Hún hafði komið of fljótt til baka. Hann hélt á bréfinu frá henni í hend- inni. — Það stendur ekkert i því. Hún, reyndi með lempni ,að ná því af honum en hann vildi ekki sleppa því. — Ég er búin að bíða og bíða. sagði hún með öndina í hálsinum — í anddyr- inu i gistihúsinu. Jed. Þar var mér alveg óhætt. Ég var að þvi komin að gefast upp og fara heim. Ég fór inn í lyfjabúðina .... og kom þá auga á þig ....... ég hringdi upp í herbergið þitt. Hann svaraði ekki, kom hvo.rki með afsökun né útskýringar. — Það var ég sem beið lengst, sagði hún. — Af hverju, vina mín? spurði hann mildum rómi. Lyn sýndist vera gráti nær, en hún grét ekki og hún sneri sér ekki undan. — Vegna þess að mér þykir þetta svo leiðin- legt, Jed. Annað get ég ekki sagt. Ég skammast min fyrir hvað ég var þrá og Jeiðinleg. Ég er viss um að þú hafðir meira til þíns máls en ég vildi viður- kenna, vegna þess að ég var svo reið. — Það er líka alveg sama. Hann lagði handlegginn utan um hana. — Það er alveg sama. Al- veg sama. En hvað þetta er líkt henni að vera svona göfugiynd, svona réttlát, svona reiðubúin til ,að slá af stolti sínu. — Ég mátti ekki til þess hugsa að þú færir alla þessa löngu leið. sagði hún hljóðlega og hélt stillingu sinni, þótt hann héldi henni í báðum örmum, — meðan við vorum ósátt, Það er .... eiginlega þetta sem ég ætl- aði að segja. — Var ég reiður þér? sagði hann og gat varla fengið sig til að trúa því. — Hvert varstu að fara núna? Hún strauk sér um augun. — Tja, ég var nú hálfpartinn að stinga af, sagði hann hikandi. Hann var eitthvað miður sín. Honum fannst eins og hjarta sitt væri að bresta. — Getum við ekki farið eitt- hvað og fengið okkur drykk? Og svq fylgirðu mér kannski heim á eftir. Eigum við ekki að vera vinir og reyna að gleyma þessu öllu áður en þú ferð, Jed? Hann leit niður til hennar. Þú átt ekki þinn líka, sagði hann alvarlegur. — En indæl ertu ...... Hann hætti og leit upp og bygg- ingin fyrir ofan hann leit nið- ur á hann með andlit úr steini, án svipbrigða, án lífs. — Ég skammaði þig fyrir svo margt, sem mér var ekki al- vara með, sagði Lyn lágri röddu. — Eigum við þá að koma? Eitthvað sem var sterkara en hann sjálfur tók hann og hristi hann eins og rottu. Hann leyndi hrolli sínum með því að beygja sig eftir tösku sinni. — Þá för- um við, Lyn. Hann neyddi sjálf- an sig til að brosa og lagði eins mikla blíðu í rödd sína og hann fann til innst inni og hún ljóm- Munið jóla- gjafasióð stóru barnanna Tekið verður á móti gjöfum f sjóðinn eins og undanfar- in ár í skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Skólavörðu- stíg 18, sími 15941. Styrktarfélag vangefinna. aði eins og sól. Jed leit burt — yfir höfuð hennar. Hvers vegna var hann svona órólegur Qg dapur? Nú var hún hérna, þessi þrákelkna litla elska hans, og reyndi að gera gott úr öllu saman, svo að þau gætu haldið áfram þar sem frá var horfið. / Og því ekki það? Nú gat hann þrátt fyrir allt farið út með stúlku síðasta kvöldið sitt. var ekki svo? Nú var allt eins og það hafði áður verið. (Hin at- vikin voru úr sögunni. Nú var aðalatriðið að gleyma öllu sam- an). Nú gekk hann þarna með elskuna sina við hlið og hún var svo indæl i stoltri auðmýkt sinni, trúði á hann og treysti því að hann brygðist ekki von- um hennar. Að þau myndu aft- ur vera saman. En hvað sem fyrir kæmi. þá var nóttin ennþá ung og þau höfðu ekki misst af neinu. Nei. hreint engu. Og hann gæti fengið að geyma ferða- tösku sina einhvers staðar og þau gætu farið út að dansa . .! óskast á skrifetofu landlæknis frá næstu áramótum. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun skulu sendar skrifetofunni fyrir 27, þ-m. Skrifstofa mín er flutt í Tjarnargötu 14 Sími 14-600 Þorvaldur Lúðvílcsson hrl. KAUPIÐ KJORGARÐI Kjallari Húsgögn Húsgagnaáklæði Lampar og ljóstæki Heimilistæki „Abstrakta“ útstillingakerfi III. hæð Kaffi, kökur og brauð Heitur matur í hádeginu Kaffistofan er leigð til funda- og veizlu halda, utan verzl- unartíma. I. hæð Karlmannaföt Frakkar Drengjaföt Skyrtur Bindi Nærfatnaður Peysur Sportfatnaður Jólatrésskraut Leikföng Búsáhöld Glervörur Nýlenduvörur Kjötvörur Tóbak Sælgæti II. hæð Kvenkápur Kvenhattar Kvenhanzkar Kventöskur Kjólar Kjólasaumur (upppantað til áramóta) Undirfa'tnaður Peysur Greiðslusloppar Snyrtivörur Hárgreiðslustofa (upppantað til áramóta) Garn og smávörur Ungbarnafatnaður T elpnaf atnaður Tækifæriskjólar Vefnaðarvara Gluggatjöld Blómadeild og skrautvörur UngSinga eða roskið fólk vantar til að bera blaðið til kaupenda f eftirtalin hverfl: um Hafnarfjörð og um Keflavík HAFNARFJ. — útsölumaður: Magdalena Ingimundardóttir ölduslóð 12. Sími 51245. KEFLAVlK — útsölumaður: Baldur Si gurbergsson, Lyngholti 14, stmi 2314. AXMINSTERTEPPI Verzlumn Laugaveg 45,B - sími 24636 Skipholti 21 - sími 24676

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.