Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. desember 1962 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 9 ÁSTIR OC MANNLÍF (SÉÐ FRA SJONARHOLI KVENLÆKNIS) Þessi bók er skrifuð af kvenlækni, sem hefir i starfi sínu kynnzt óteljandi vandamálum fól'ks á öllum aldri. Bókin er skemmtileg og fjörlega . skrifuð, án þess að vera nokkurs staðar gróf Unglingurinn, eiginkonan. eiginmaðurinn. gamla fólk- ið, allir geta sófct ráð við vanda i þessa ógætu bók. Hún er ekki aðeins gagnleg til þess að laga ágalla, heldur einnig til þess að koma í veg fyrir rmstök. Bók þessi er ráðgefandi í barnauppeldi, ástalifi, ein lífi, elli Bók, sem á erindi til ailra. Gefið kunningj- um þessa bók, eða veitið ykkur sjálfum þá ánægju. að kaupa og lesa þessa bók um jólin. HULIN FORTID Án fortiðar — án framtíðar — nafnlaus og persónulaus, rak hann á land á eynni. mannrekaid. Þar fann hann Fionu og föður hennar, sem áður hafði verið frægur skurðlæknir. í þeirra höndum varð hann nýr maður en fortíð sinni hafði hann gleymt Þegar forlögin neyddu þau til siðmenningarinnar voru þau varnarlaus gegn slægð og ástarbrellum heimsfólksins. Þetta er ástar- saga svo grípandi magnþrungin, að hún á fáa sína líka. Ein af þessum rómantísku, en vel skrifuðu sögum, sem tekur hug lesand- ans, eins og um raunveruieika væri að ræða, stílbundin í fallegri frásögn. i cCUd, biuuuuum 1 LdiiCTölJ- *■*■ ciol/six. ÁSRON. Símar 14219 og 10912 TVÆR SÆVARSÖCUR Söngur hafsins SANNAR SJÓÍFÉRftASÖGUR margt gerist II) ) H iniilii - MIKIAS Á C M oc sv.-vinu ' Sagan af Sari Marais, sem hér er nefnd „Söngur hafsins“ er fimmta bók A. H. Rasmussen. í fyrri bókunum, sem allar hafa náð mikilli hylli i heimalandi hans, Noregi, hefir hann sagt frá sínu ævintýraríka lífi, allt frá því að hann sem strákur heillaðist af hafinu, þar til hann sextugur tók þátt í innrásinni á Ítalíu. Hann hefir margsinnis farið umhverf- is hnöttinn og verið búsettur árum saman í Kína En hvar sem hann hefur farið og flækzt hefir hann ávallt endað við upprunann, á hafinu, og í sögunni af Marais, snýr hann cinnig þangað. Þessi bók fcr ekki endurminningar og hún er ekki skáldsaga. Ilún er blátt áfram saga um skip, sögð af skipinu sjálfu. f no.rskum sjóferðabókum er hún ekki talin eiga sinn líka, og svo er einnig hér á íslandi. Hún er í senn raunsæ og dramatísk og alltaf spennandi. Þannig getur sá einn skrif- að, sem elskar haf og skip umfram allt. Þetta er verulega falleg og vel skrifuð saga, tilvalin jólagjöf fyrir unglings- drengi sem hafa gaman af ævintýrum og hlaðnir athafna- þrá En einnig tilvalinn skemmtilestur fyrir þá sem raun- veruiega þekkja hafið og allar þe.ss margbreytilegu myndir og ævintýri Margt gerist á sæ Sannar frásagnir af sjóslysum, svaðilförum og ævintýrum á sjó. íslenzkað hafa Óli Hermannsson, Bárður Jakobsson og Ragnar Jóhannesson. Hér er um að ræða 16 frásagnir, hver annarri sögulegri og meira spennandi, sitt upp á hvern máta, allar vel þýddar eins o.g vænta má af ofangreindum aðilum, sem úm langt árabii hafa sérstaklega sinnt þessum vetÞ vangi bókmennta. Höfundar sagnanna eru flestir víðkunnir rithöfundar eða menn. sem sjálfir tóku þátt í atburðunum sem frá er skýrt. Meðai frásagnarþáttanna má nefna þessa: Heimt úr helju. Strönd fimm hundruð flaka, Hákarlastríð upp á líf og dauða, Laumufarþegi til norðurskautslanda, Skrítið ferðalag, Björgun með ásiglingu Mesta björgun á sjó, Yfirgefna olíuskipið o.fl. — Flestum frásögnunum fylgja myndir frá atburðunum, raunverulegar eða teiknað- ar. Þetta er bók, sem ekki bregzt að allir hafa skemmtun af að lesa, í tómstundum, spennandi og viðburðarík. ÆGISUTGÁFAN Símar 14219 og 10912 1 r Skyndi- Obur n nalgc ssf lokadagur haPPdrætti 1 i Þjóðviljans | Síðara blndi ’eörusveinsins Síðara bindi skáldsögunnar Förusveinninn eftir finnska höf- undinn Mika Waltari er komin út hjá Bókaforlagi Odds Bjöms- sonar í þýðingu séra Björns O. Björnssonar. Undirtitill þessa bindis er „Með Stór-Tyrkjanum.” Þetta er saga frá miðöldum um ástir og styrjaldir, kvennabúr og sjórán, geldinga og krossriddara. Bókin er 207 blaðsíður. í þriðju útgáfu Sjötíu og níu af stöðinni, skáld- saga Indriða G. Þorsteinssonar, er komin út í þriðju útgáfu. Fyrsta útgáfa sögunnar kom út í marz 1955 og önnur útgáfa í vasabroti mánuði síðar. Síðustu eintök þeirrar útgáfu seldust upp síðastliðið sumar. í nýju útgáf- unni eru margar myndir úr kvik- myndinni sem gerð hefur verið eftir sögunni. Otgefandi er Ið- unn eins og í fyrri skiptin. Fyrsta skáldsaga eftir unga konu Skáldsaga eftir unga konu sem nefnir sig Magneu frá Kleifum er komin út hjá Bókaforlagi Odds Bjömssonar. Heitir hún Karlsen stýrímaður og hefur ver- ið framhaldssaga í „Heima er bezt”. Þetta er ástarsaga sem gerist nú á tímum, 162 blað- síður; fyrsta bók höfundar, en ný framhaldssaga eftir hana er byrjuð í „Heima er bezt”. Fréttir úr Borg- arfirði eystra Borgarfirði eystra, 11. des. — Hér hefur verið sæmileg tíð að undanförnu og raunar það sem af er vetri, að frátöldum ótíðarkáfla fyrir og eftir mán- aðamótin október—nóvember. Þá kingdi niður óhemju snjó, gerði haglaust fyrir fé og vegi alla óakfæra. Snjóinn leysti þó furðu fljótt og allir vegir hafa verið færir fram að þessu, en nú mun færð vera farin að þyngjast yfir Vatnsskarð til Héraðs. Hér hefur verið unnið að breytingum og endumýjun á raflögninni um þ^rpið síðan í haust. Lögð var að nýju útilögn og heimtaugar, og töluverður breytt í innanhúslögnum. Enn- fremur eru nú allir bæir í sveit- inni að fá rafmagn frá dieselraf- stöð hér í þorpinu, en flestir bæirnir hafa verið rafmagnslaus- ir til þessa. Nú mun nærri bú- ið að ganga frá staurum og rafmagnsvírum um sveitina en ekkert er byrjað á raflögnun- um innanhúss enn, og því ekki líklegt að sveitin komist í raf- magnssamband á þessum vetri. Að þessum framkvæmdum hafa unnið menn frá Bygging- arfélaginu Snæfell, h.f. Rönning, Reykjavík, og Rafveitum ríkis- ins. — G. E. Fimin konur Framhld af 7. síðu. um stað var ;ekki annað ljós en eldspýtur sem eiginmaSur- inn kveikti á meðan. Helga tók á móti baminu. Helga byggði á sínúm tíma fæðingar- heimilið við Eiríksgötu. Það var á stríðsárunum, og varð hún því einnig að koma upp barnaheimili, yfir þau börn sem mæðurnar hlupust á brott frá — og þjóðfélagið skeytti heldur ekki um. Það er hetjulund og rík mannúð I frásögn Helgu, og er hún rismesti þáttur bókarinn- ar. Helga er senn sextug, en segir: „Eg stunda enn ljósmóð- urstörfin, hjúkra sængurkon- um og lauga spriklandi angana næstum þvi daglega. Eg stend báðum fótum meðal fólksins sjálfs...Það er lífið sjálft Annað er hjóm og hégómi.“ Fimm konur er bók sem ungar nútímakonur ættu að gefa sér tíma til að lesa. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.