Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. desember 1962 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 5 Vegaleysið hrekur fólk burt ú r byggðarlögum V estfjarða ÞINGSJA ÞJOÐVILJANS Á fundi samcinaðs þings i gær varaði Hannibal Valdi- marsson fastlega viö þeirri hættu sem væri á eyðingu byggðar í þeim byggðarlögum Vestfjarða, sem verstar hafa samgöngur við umheiminn, og minnti á að heilir hreppar væru þegar farnir í eyði. Til umræðu var þingsálykt- unartillaga frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum um að gera skuli áætlun um það hvernig hægt sé á sem skemmst- um tíma að ljúka lagningu að- alvega á Vestfjöröum. Taldi Hannibal og einnig Sigurvin Einarsson þetta óþarfa sýndar- tillögu, til einskis gagns og gæti jafnvel orðið til þess að tefja framkvæmdir. Hannibal taldi að þetta væri einungis fróm ósk ríkisstjórnarinnar, svo hógværlega orðuð að því væri Fjárlagafrumvarp komið úr nefnd líkast að hún væri í ævintýra- stíl fyrir börn. Það sem Vest- firðinga vantaði væri allt ann- að, myndarleg fjárframlög til vegamála sinna, sem væru í mesta ófremdarástandi. Þingmenn stjórnarfiokkanna hefðu sérstaklega góða aðstöðu til að knýja fram þegar á fjár- lögum næsta árs veruleg fjár- framlög til þessara mála. Það væri mál veruleikans, en ekki í stíl þessarar vitagagnslausu tillögu. Um slíkar kröfur til þjóðféla^sins bæri Vestfjarða- þingmönnum- að standa saman. því það væri tvímælalaust van- rækslu þjóðfélagsheildarinnar að kenna að heil byggðarlög á Vestfjörðum hefðu orðið að bíða svo lengi eftir því frum- skilyrði nútímaþyggðar að vera í akvegasambandi við aðra hluta landsins, að til landauðn- ar horfði. Tillögunni var vísað til alls- herjamefndar. Fjárveitinganefnd hefur skil- að fjárlögum til þingsins. frum- varpinu var í gær vísað .til 2. umræðu, og samþykkt að fresta almennu umræðunum, eldhús- dagsumræðunum, þar til síðar á þinginu. Nefndarálit meiri- hlutáns, fulltrúa stjórnarflokk- anna var lagt fram og sameig- inlegar breytingatillögur nefnd- arinnar, svo og breytingatillög- ur minnihlutanna tveggja. Nefndarálit minnihlutanna komust hins vegar ekki úr prentun í gær. önnur umræða fjárlagafrum- varpsins hefst í dag. Fjáraukalög 1961 voru af- greidd til 3. umræðu á fundi sameínaðs þings í gær. Kosn- ingar nefnda og trúnaðarmanna, sem settar höfðu verið á dag- ski-á, fóru ekki fram, en rædd- ar tvær þingsályktunartillögur: Um endurskoðun veðlaga, og mælti Ólafur Jóhannesson fyrir henni. og um vegabætur á Vestfjörðum, og var það fram- hald einnar umræðu. 1 fundar- byrjun svaraði Emil Jónsson fyrirspurn frá Guðlaugi Gísia- syni, um verndun hrygningar- svæða. i Vestfjarða- báta / nóvember ísafjörður I nóvember réru héðan 11 línubátar og varð afli þeirra sem hér segir: Guðbjartur Kristján 150 1. í 22 r. Áð vera eBa vera ekki umboðsmaður ftússa Gísli Jónsson alþingismaður sór og sárt við lagði á Alþingi í að hann hefði aldrei ..lagzt svo lágt” að vera umboðs- maður Rússa i einu eða neinu hvorki í btla- verzlun né pólit- ískt. Hannibal hafði rifjað upp til gamans. að á fundi á Vestfjörð- um, þar sem Gísli hélt því fram að Hannibal væri sérstak- ur umboðsmaður Rússa, hefði verið minnt á að Gísli mundí eini maðurinn í fundarsalnum sem i sannleika væri umboðs- maður Rússa, og bent á að hann kom til fundarins i rússn- eskum bíl sínum. Hafði Gísli þá svarað því einu: „Og það eru góðir bílar!” Nú s 0 t Gísli hins vegar öðru vís. við þessu, afneitaði alveg að hafa nokkurn tíma ..lagzt svo lágt”. öðru máli væri að gegna um þá Hannibal og Sigurvin Einarsson. Þeirra rúss- neska umboð væri pólitískt og miðaði að því að koma á yfir- ráðum Rússa á Islandi. Að því hefði öll starfsemi þeirra á Al- þingi stefnt! Skammt er frá slíkum mál- flutningi til hinna nazistísku flokksbræðra Gísla í Sjálfstæð- isflokknum. Þjóðviljans I Suðurlandskjördæmi 1. Hafsteinn Stefánsson, Kirkjubraut 15. Vest- mannaeyjum . 2. Þórmundur Guðmunds- son, Selfossi. 3. Sigmundur Guðmunds- son, Hveragerði. 4. Hreinn Bergsveinsson. Þorlákshöfn. 5. Ágúst Sæmundsson, Hellu. Umboðsmenn hapdrættis- ins hafa miða til sölu og taka við skilum frá þeim. sem hafa fengið senda miða. Skrifstofa happdrættisins í Reykjavík er á Þórsgötu 1. Skilið fljótt oe skilið vel Guðbjörg 139 - - 22 - Víkingur II. 124 - - 21 - Straumnes 112 - - 21 - Ásúlfur 111 - - 20 - Gunnhildur 109 - - 18 - Guðný 107 - - 20 - Gunnvör 107 - - 19 - Hrönn 106 - - 20 - Farsæll (lítill) 8 - - 5 - Á þessa skrá vantar afla Borgþórs, sem einnig er lítill bátur. H.Ö. Tálknafjörður Frá Sveinseyri í Tálknafirði réru 4 bátar: Guðm. á.Sveinseyri 121,2 1. 19 r. Sæúlfur “ 75,6 - - 11 - Sæfari 45,8 - - 6 - Tálknfirðingur 18,7 - - 3 - Guðmundur á Sveinseyri fór þrjá róðra í október og fékk í þeim 19,4 tonn. Sæúlfur og Sæfari hófu síldveiðar 17. nóv- ember. Þingeyri. Frá Þingeyri réru þrír bátar í nóvember og öfluðu: Fjölnir 111 1. í 19 r. Rafnkell 87 — 14 - Þorgrímur 73,5 — 17 - Súgandafjörður. KORTIN FYRIR HELCINA FALLEG JÖLAKORT 1 MIKLU ÚRVALI Frá Suðureyri í réru sex bátar. Freyja Friðbert Guðm. Draupnir Hávarður Gyllir Málmey Bolungarvík. Súgandafirði 147,5 1. í 26 r. 146.7 - - 27 r. 125.7 - - 21 97,9 - - 19 - 72,3 - - 15 - 33,0 - - 7 - Afli Bolungarvfkurbáta í nóvember var iem hér segir: Hugrún Einar Hálfdáns Þorlákur Geirólfur Heiðrún Guðrún (15 tonn) Húni Baugur Hrímnir Sigurfari Guðbjartur Sædís Hnífsdalur. 160,7 1. í 19 r. 152,9 - - 23 -! 143,0 - - 23 - 106.4 - - 15 - 105.5 - - 19 - 53.8 - - 20 - 51,5 - - 19 - 35.9 - - 13 - 28,2 - - 12 - 24.9 - - 6 - 18.9 - - 14 - 5,7 - - 3 - Þrír bátar öfluðu f nóvember: Mímir 107,5 1. í 21 r. Vinur 91,9 — 19 - Rán 88,5 — 17 - Súðavík. j Þrir bátar réru á línu. Svanur fékk 96,3 lestir Trausti fékk 96,0 lestir. 'Hi (12 t.) fékk 50,0 lestir Þrír bátar stunduðu rækju- ^eiðar (12 tonna og minni). \fli þeirra í nóv.: Ver 8600 kg. Svanur 5600 kg. i Haukur 1200 kg. 1 Utgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. —• Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Ölafsson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjarnason. Ritstjóm afgreiðsla auglýsingar prer.tsmiðja: Skólavörðustig 19. ^ÍTTP 17 ^00 f* lfr»ur> A clrrí ftprvorr* kr 00 •S mánufif Lífskjör Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra mennta og víðskipta, hefur haldið ræðu á þingi um góð og sí- batnandi lífskjör launþega á íslandi. Rökstyður hann mál sitt með tölum, eins og hagfræðinga er háttur, og þykist þannig vera að sanna mál sitt. Tölur þær sem hann notar eru úrtaks- rannsókn á atvinnutekjum manna úr stéttum verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna sam- kvæmt skattaframtölum, og kemst hann að þeirri niðurstöðu að ,,meðalfjölskylda“ af þessu tagi hafi í ár nær 100.000 kr. tekjur, 12.000 kr. meira en í fyrra og 19.000 kr. meira en í hitteð- fyrra. Því næst beitir hann vísitölu framfærslu- kostnaðar til þess að finna kaupmátt árskaups- ins, en í þeim mælikvarða er til að mynda gert ráð fyrir því að húsnæðiskostnaður meðalfjöl- skyldu breytist sama og ekkert og sé um 800 krónur á mánuði! 'jpölur þær sem Gylfi Þ. Gíslason notar eru árs- tekjur fjölskyldna, þær fela einnig í sér tekjur eiginkvenna, barna og unglinga, og að sjálfsögðu er drjúgur hluti þeirra fenginn með eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu. Þetta eru einnig meðaltalstölur, þar sem koma til greina óvenjuleg aflabrögð sjómanna, skipstjóra og vélstjóra sem hækka meðalfalið til muna. Hversu óraunhæfar þessar tölur eru sem heild- armynd má m.a. marka af því að Dagsbrúnar- maður á almennum kauptaxta sem vinnur 8 tíma hvern virkan dag allan ársins hring fær fyrir störf sín innan við 60.000 kr. á ári. Til þess að ná upp í meðaltalið þarf hann að bæta tveimur þriðju ofan á eðlilegt kaupgjald með eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu eða með því að láta konur og börn hlaupa undir bagga. 'J’ekjur sem þannig eru fengnar eru enginn mælikvarði á lífskjör manna. Það er einmitt einn veigamesti þáttur í lífskjörunum, hversu langur vinnutími manna er, hver tækifæri þeir hafa til að sinna hugðarefnum sínum, hvílast og skemmta sér. Þess vegna er það hinn rétti mæli- kvarði að athuga kaupmátt tímakaupsins, eins og jafnan hefur verið gerf hér í blaðinu, og at- huga hversu langan tíma menn verða að vinna fyrir nauðþurftum sínum. Og sá mælikvarði sannar að kaupmáttur tímakaupsins hefur stöð- ugt farið minnkandi, menn eru lengri tíma en fyrr að vinna sér fyrir kaffikílói, fiski í soðið eða fötum á skrokkinn. Jafnvel þótt menn geti veitt sér árlega sama magn og áður af kaffi, fiski og fötum eða kannski vel það, eru lífskjör- in skert ef til þess þarf miklu meiri þrældóm. Og það er einmitt þessi þrældómur sem er ein- hver alvarlegasta meinsemdin í íslenzku þjóð- lífi um þessar mundir. Tölur þær sem Gylfi Þ. Gíslason flíkar um meðalkaup á ári sýna að framleiðslukerfið stendur vel undir því að greiða verkafólki sómasamlegar tekjur; ofþrælkunin stafar einvörðungu af rangsnúinni stefnu at- vinnurekenda og ríkisstjórnar ásamt kunnáttu- leysi þeirra í vinnubrögðum. — m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.