Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN 4 SÍÐA ÁRMANN vann sundknattleiksm. Eins og frá hefur verið skýrt, hefur Haust- mót sundknattleiksmanna staðið yfir undanfar- ið. Á mánudagskvöld fóru fram úrslitaleikir um efstu og neðstu sætin. í úrslitaleiknum um sigurinn i mótinu léku KR og Ármann, en Ármann hefur um 18 ára skeið unnið öll þau mót sem liðið hefur tekið þátt í. Segja má að Ármenningar hafi verið of einvaldir í íþróttinni, þar sem enginn hefur getað hróflað við liðinu hingað til. Nú virðist vera vöknuð áhugaalda fyrir sundknattleik, og er gott tii þess að vita. KR tefldi fram ungum mönnum, sem æft hafa vel undanfarið. Þetta er þeirra fyrsta „ver- tíð“ eins og komizt var að orði í „Höllinni“ á miðviku- dagskvöld, og því ekki von til að þeir gætu ógnað þessum þrautreyndu Ármenningum, sem haldið hafa hópinn í mörg ár, flestir hverjir, og sumir yf- ir 20 ár eins og Sigurjón Guð- jónsson. Yfirburðir Ármanns Það kom líka í ljós að Ár- mannsliðið hafði reynsluna og yfirburðaknattmeðferð og næmara auga fyrir samleik. Hinsvegar höfðu KR-piltamir úthald og gáfu aldrei eftir. Haldi þessir ungu menn sam- an er ekki að efa að þeir geta ógnað Ármanni áður en mörg ár líða, en sundkattleikur krefst margra ára þjálfúnár áður en fullkomið vald næst á honum. Margir KR-piltamir lofa góðu, og t.d. markmáður þeirra, Gísli Blöndal er mjög gott efni, og vann sér það til ágætis m.a. að verja hörku vítakast! Verður gaman að fylgjast með liði þessu, og sýnt er að það færi verkefni á komandi mánuðum eins og sundknatt- leiksmenn yfirleitt. Ármenningar byrjuðu á því að skora 4 mörk í fyrsta fjórð- ung leiksins. Á þeim næsta skoruðu þeir aðeins eitt, enda voru þeir þá einum færri um skeið. f þriðja fjórðungnum skoruðu þeir 2 og í þeim sið- asta fjögur mörk. Þeir sem skoruðu fyrir Ár- mann voru Ólafur Guðmunds- son 5, Pétur Kristjánsson 3, Einar Hjartarson 2 og Ragnar Vignir 1. Ármannsliðið er jafnt, þó sýndi Pétur Kristjánsson oft mjög skemmtilegan leik og hafði bezt auga fyrir samleikn- um. Dómari var Atli Steinarsson. Sigurvegarar Ármanns voru: Sigurjón Guðjónsson fyrirliði, Einar Hjartarson, Ragnar Vign- ir, Ólafur Guðmundsson, Daði Ólafsson, Stefán Jóhannsson og Pétur Kristjánsson. Þess má geta að þeir skiptu um mann í leiknum. ÍR vann b-lið Ármanns Baráttan um þriðja og fjórða sætið milli IR og B-liðs Ár- manns, var á köflum skemmti- leg, og ekki eins harkaleg og í úrslitaleiiknum. Ármann byrjaði með því að skora, en þá tóku ÍR-ingarnir við eða réttara sagt öm Ing- ólfsson sem skoraði í tveim fyrri fjórðungum leiksins fimm mörk í röð. Fékk öm að leika lausum hala og gera sem hon- um sýndist, og var það mikill misgáningur hjá Ármanni að gæta ekki að sér fyrr. Eftir að Ármenningar tóku eftir þessu var leikurinn jafn að mörkum, því í síðari leikfjórðungunum skoruðu þeir tvö mörk hvor, en leikurinn endaði 7:3. Með nokkurri æfingu ætti ÍR-liðið að geta náð langtum lengra í sundknattleik með svo sundfæra menn eins og Guð- mund Gíslason, Hörð Finnsson og Þorstein Ingólfssón. en þeir hafa greinilega ekki komizt upp á lag með að nota sér sund- hæfni sína ennþá. Haldi þeir vel saman er ekki gott að segja hver þeirra KR og ÍR verði til þess að stöðva sigurgöngu Ármanns. Þeir sem skoruðu í þessum leik voru: Fyrir IR: öm Ingólfsson 5, Atli Steinarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 1. Fyrir Ármann skoruðu Siggeir Sigurðsson, Þorgeir Ólafsson og Ómar Franklin eitt hver. Dómari var Magnús Thor- valdsson. Á eftir keppninni afhenti formaður Sundsambandsins, Erlingur Pálsson, bikar þann sem Sundráðið hafði gefið til keppninnar. Sagði Erlingur að mót þetta gæfi vonír úm það að nú væri sundknattleikurinn að ryðja sér til rúms. Lýsti hann því að þetta væri skemmtilegur flokkaleikur, sem ætti að geta keppt við hina ýmsu aðra góðu flokkaleiki sem mi'kill áhugi væri fyrir. Framhald á 8. síðu. Bótagreiðslur almannatrygginga i Reykjavík Auk venjulegs útborgunartíma verða bætur aimannatrygginga í Reykjavík greiddar fyr- ir jólin sem hér segir: Fimmtudaginn 13. des. hefjast greiðslur fjöl- skyldubóta fyrir 3 böm eða fleiri, en greiðsl- ur tll eins og tveggja barna hefjast þriðju- daginn 18, þ. m. Laugardaginn 15. des. verða allar bætur aðrar en fjölskyldubætur fyrir eltt og tvð börn greiddar óslitið frá 9.30 f. h. — 3 e. h. Þriðjudaginn 18. des. verða allar bætur greiddar óslitið frá ki. 9.30 f. h. — 6 e. h. Bótagreiðslum lýkur á þessu ári kl. 12 á hádegi mánudaginn 24. þ. m. (aðfangadag) og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutíma í janúar. Ársgreiðslur bóta éru sem hér segir: Elli- og örorkulifeyrir einstaklinga ........................ kr. 17.465,00 Elli- og örorkulífeyrir hjóna ................................. — 31.438,00 Bamalífeyrir ................................................... — 8.385,00 fyrir hvert bam Fjölskyldubætur ................................................ — 3.028,00 fyrir hvert barn 1 *»* *«e ® f« r* ? * t; TRYGGINGASTOFNUN RfKISINS. fslendingar PASSÍ USÁLM AR Hallgríms Péturssonar Viðhafnarútgráfa í stóru broti, skreytt 50 heilsíðumyndum eftir Barböru Árnason. Formála ritar Sigurbjörn Einarsson, biskup. — Varanleg eign. — Vegleg jólagjöf. Verð: í gráu strigabandi kr. 320,00. í svörtu og hvítu skinnlíki á forláta pappír kr. 500,00. BÖKAOTGÁFA MENNINGARSJÖÐS í Norður- landalið? Danska knattspymusamband ið (DBU) verður 75 ára 1964. f tilefni af afmælinu hefur DBU fengið leyfi Knattspymu- sambands Evrópu til þess að láta fara fram kappleik á milli úrvalsliðs Norðurlandanna, ann- arsvegar, og úrvals úr hinum Evrópulöndunum, hins vegar. Mun kappleikur þessi fara fram 1 Kaupmannahöfn 20. maí 1964. Danska knattspyrnusamband- ið hefur farið þess á leit við Knattspymusamband íslands (KSf), að það benti á væntan- lega íslenzka „kandidata" 1 Norðurlandaliðið í síðasta lagi fyrir 1. október 1963. Að vísu er keppnisdagurinn, 20. maí, ekki sem heppilegast- ur fyrir íslenzka knattspymu- menn, þar sem þeir eru tæp- lega komnir í æfingu svo snemma vors, en K.S.Í. mun engu síður hafa vakandi auga fyrir þeim möguleika að koma íslenzkum knattspymumanni í úrvalslið Norðurlandanna, þeg- ar þar að kemur. Er þess áð vænta, að ísl, knattspymumenn hafi þennan möguleika í huga, er þeir skipuleggja æfingar sínár á næsta ári. Þess skal getið, að ákveðið hefur verið að leita ekki til at- vinnuknattspymumanna Norð- urlandanna, sem leika með lið- um utan heimalandanna. (Frétt frá KSl). Fimmtudagur 13. desember 1962 BÓKAFORLAGSBÆKUR BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR Fortíð og fvrirburðir MAGNEA FRÁ KLEIFUM: JCarlsen stýrimaður Islenzk skáldsaga Kr. 95,00 SAGNAÞÆTTIR ÚR HÚNAÞINGI eftir Magnús Björnsson á Syðra- Hóli, sr# Gunnar Árnason, Bjarna Jónasson í Blöndudalshólum o.fl. Þetta er 5. og siðasta bindið i sagnaflokkinum „Svipir og sagn- ir“ og fylgir nákvæmt registur yfir öll 5 bindin. — Kr. 230,00 JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu Aldamótamenn III 15 aevisöguþættir og nafna- skrá yfír 3 bindi. Kr. 170,00 SR. STANLEY MELAX: Gunnar helmineur Snilldar vel skrifuð skáld. saga, sem gerist i sjávarþorpi á ’°stfjörðum. — Kr. 160,00. SVERRE D. HUSEBY: kappinn Saga um drengi og íþrðttir. Jónsson námsstjóri þýddl bókina. Kr. 77,60 Bókaforlagsbækur Bókaforlag Odds Bjömssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.