Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 12
.......... < «*.<«: ÍV<*«ít >»<>» i> AI.UK'if; itUVN I.mt ;~iTrrnirii^iwnnnanmwwnw ! Upplag bóka í afmælisútgáfu Máls og menn- ingar reyndist ekki, þegar til kom, hrökkva fyrir eftirspurninni; eintakafjöldinn var bund- inn við 500, þar af 100 eintök í sérstaklega vönduðum búningi, tölusett og árituð af höf- undum. Bækurnar í forlátaútgáfunni eru fyr ir nokkru komnar út, en í dag verða afmælisút- gáfubækurnar allar tilbúnar til afhendingar, svo og koma nú á almennan bókamarkað sum- ar bókanna í 2. útgáfu (á forlagi Heimskringlu) og aðrar eru væntanlegar næsíu daga. Afmælisútgáfubækur Máls og menningar eru þessar: í Unuhúsi, minningar sem Þór- bergur Þórðarson skrásetti eftir Stefáni frá Hvítadal 1923; Skiftamá! uppgjafa- nrests, fyrirlestrar og ritgerð- :r Gunnars Benediktssonar. Prjónastofan Sóiin. leikrit Halldórs Kiljans "Laxness: Tuttugu erlend kvæði og einu hetur, ijóðaþýðingar °ftir Jón Helgason prófessor; Óljóð, ný 'ióðabók Jóhannesar úr Kötl. urn: Blakkar rúnir, tíu smá- sögur eftir Halldór Stefáns- son: Vegurinn að brúnni. skáldsagn eftir Stefán Jóns- »on: Vort land er j dögun. ótdrættir úr ritgerðum eftir Binar OJeeirsson alþingis- mann: Ræðiir og riss, ritgerð- ir og ræður eftir Sverri Kristiánsso.n sagnfræðina: 'Vndiit Asíu ferðasaga eftir Hannveiau Tómasdóttur; Tvær kviður fm-nar. Völundarkvið" og Atlakviða með inngangi og skýringum eftir Jón Hetga- son prófessor: Grískar bióð. sögiir og ævintýri, valið bef- ur og þýtt Friðrik Þórðarson kennari við báskólann í OsJó Sem kunnugt er efndi stjórn Máls og menningar til afmælisútgáfunnar i tilefni af aldarf jórðungsafmæli bók- menntpfélagsin.s á þessu ári, en félagið var stofnað 17. júní 1937 og sendi frá sér fyrstu útgáfubækurnar 12 desember sama ár. í boðsbréfi, sem út var sent í vor vegna afmælis- útgáfunnar. stóð m.a.; Stjórn- in viil að á útgáfu þessari sé myndarbragur, að þar fari saman fjölþreytileg verk eftir góða böfunda og vönduð bókagerð. svo að útgáfan verði félaginu ti] sóma og að allir sem hana fá í hendur bafi ánægju af að eiga bana og varðveita." Nú. þegar bækurnar eru allar komnar út. munu þeir sem séð hafa þær og band- leikið sammála um að við Jnforðið bafi verið staðið: ti’ útgáfunnar hefur mjög verið vandað ekki einungis í efn- 'svaii be’dur og ytri gerð bókanna. Pappír befur t.d verið valin.n sérr|akle‘g>a í bækurnr og er nokkuð mis- munandi. fer bað eftir bókanna. leturgerð og stærð Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri hefur ráðið útliti bókanna og allar eru þær, nema tvær, prentaðar i Prentsmiðjunni Hólum, ein í Eddu, önnur í Víkingsprenti. Hólabókbandið hefur séð um band á öllum bókunum. Kunnir listamenn voru fengnir til að gera kápur á afmælisútgáfubækurnar: Sverrir Haraldsson, Þorvald- ur Skúlason, Svavar Guðna- son, Hafsteinn Guðmundsson, Hörður Ágústsson, Barbara Ámason (teiknaði einnig myndir í ferðabók Rannveig- ar Tómasdóttur), Gísli B. Björnsson, Valgerður Briem, Jón Engilberts, Tómas Tóm- asson, Jóhann Briem og Atli Már Ámason, Bækurnar í afmælisútgáfu Máls og menningar voru ein- göngu seldar þeim sem keyptu þær allar tólf, og kostar bóka- flolíkurinn í forlátaútgáfunni 10 þús. kr., en í almennu út- gáfunni 2000, 2400 og 2742_ kr. (óbundnar, í shirtings- bandi, í skinnbandi). Bækurn- ar sem út koma nú í 2. út- £ gáfu hjá Heimskringlu verða H hinsvegar seldar á almennum • bókamarkaði hver fyrir sig og kosta frá 180—350 krónur; dýrust er saga Stefáns Jóns- sonar Vegurinn að brúnnii, enda mikil bók nær 600 blað- síður. Félagar Máls og menn- ingar fá að venju fjórðungs afslátt, 25%, af útsöluverðí Heimskringlubóka. Stjérnarkjör- ið e Sjénanna- féEaginu • Sjómenn. Stjórnar- kjörið heldur áfram dag- lega í skrifstofu félags- ins, Hverfisgötu 8 —10, kl. 3 — 6 e.h. • Hristum af okkur ok landliðsins. Munið að kjósa snemma, því það er ekki hægt, þegar menn eru komnir á sjó. „fsland er merkilegasta kvik- myndaland í heimi um þessar mundir, því að þar hefur aldrei verið gerð léleg kvik- mynd. Skýringin er auðvitað að nokkru leyti sú, að íslenzka kvikmyndafélagið Eddafikn hefur aðeins framleitt eina mynd og hún er góð.“ Með þessum orðum hefst alllöng frásögn af töku myndarinnar „79 af stöðinni" í sænska stór- blaðinu StockholmS-Tidningen s.l. föstudag. Blaðamaðurinn fer mörgum fögrum orðum um myndina og segir, að hún lýsi fyrst og fremst andstæðunni milli sveitarinnar og borgarinnar. Hún (myndin) býr sem sé yfir jöfnum og góðum listræn- um gæðum og söguþræði, sem lýsir því sérkennilegasta í ís- ienzku þjóðlífi nú á tímum. andstæðunni milli gamla og nýja tímans." „Landlagið með hinar hreinu, skörpu og fögru línur kemur sérstaklega vel fram í mynd- inuni. Við skynjum landslagið sem uppsprettu hinna drama- tísku átaka, er gerast í nokkr- um leigubílaferðum um eyj- una.“ í lok frásagnarinnar kemur ..... allt er í svo öruggum höndum leikstjórans, og mörg hlutverkin eru svo sannfær- andi leikin, að heildaráhrif myndarinar eru mjög góð. Þetta er íslenzkt leikverk, sem virðist ósvikið." Á íundi borgarráðs sl. þriðju- dag var samþykkt ti.Uaga sjúkra- húsnefndar um að fastráða Egg- ert Ó. Jóhannesson lækni yfir- lækni rannsóknárstofu Borgar- spítalans, en hann hefur gegnt því starf i um skeið. i ! Eftir þrjá daga verftur dreg- ið um fjórða aukavinning í Skyndihappdrætti Þjóðviljans og er það Veritas saumavél, hinn fallegasti gripur. En að- cins er dregið úr scldum mið- um. Þær fréttir berast nú frá Neskaupstað, Siglufirði og Grindavík, að þeir ætli að sclja alla miðana. Þetta er hið hraustlegasta fordæmi og er nú að komast skriður í söluna enda fáir dagar til stefnu. I dag er skrifstofa happdrættisins á Þórsgötu 1 opin frá kl. 10 til 12 og 1 til 7. Símar 19113 og 22396. Fimmtudagur 13. desember 1962 — 27. árgangur — 274. tölublað. íslenzk málverk seld í Svíþjóð í nóvembermánuði var íslenzk málverkasýning í Karlstad í Svíþjóð. Fré-ttir hafa nú borizt af því að sýningin hafi vak- 5 km steypfur n PB n 5? ii urvegar opnaður I gærmorgun var fyrsti kafl- inn af hinum nýja steypta vegi til Keflavíkur opnaður til um- ferðar af Ingólfi Jónssyni, sam- göngumálaráðherra, sem ók um veginn ásamt Brynjólfi Ingólfs- syni, ráðuneytisstjóra, Sigurði Jóhannssyni, vegamálastjóra, verkfræðingunum Ásgeiri Mark- I ússyni og Snæbirni Jónassyni, ! sem séð hafa um framkvæmd verksins og Guðmundi Einars- | syni, framkvæmdastjóra Is- lenzkra aðalverktaka, sem sáu um framkvæmdir við að steypa I slitlag vegarins. Hinn nýi vegarkafli nær frá 1 vegamótum við Engidal, norðan Hafnarfjarðar að vegamótum . Krísuvíkurvegar, sunnan Hafn- \ arfjarðar, og er alls um 5 km að ! léngd. Hafa verið steyptir 3,7 ! km. Fresta varð að steypa 900 m langan kafla hjá Setbergslæk i vegna fyrirhugaðrar byggingar ; undirgangna undir veginn bar. | lítil og láleg í síld i fyrrinótt Síldveiði var fremur lítil í | fyrrinótt. Lítið sem ekkert veidd- ist í Kolluál, því þar stóð síldin djúpt og náðist ekki. Hinsvegar fengu nokkrir bátar allgóðan afla í Skerjadýpi, smáa síld sem fór mestöll í bræðslu. Otlit var ekki gott fyrir nóttina í nótt, því farið- var að hvessa í gær- kvöld og leit út fyrir brælu. Til Reykjavíkur komu: Skarðs- vík með 400 tunnur, Björn Jóns- son 1100, Hafrún 1600, Halldór Jónsson 800, Pétur Sigurðsson 600, Stapafell 250, Þorlákur 600, Ásgeir 200, Hannes lóðs 350 og Arnkell 10.0. Þessir bátar voru | allir í Skerjadýpi en Sólrún kom úr Kolluál með 500 tunnur. Sáralítið var hjá Akranesbát- um, en þeir voru flestallir i Kolluál. Sveinn Guðmundsson kom með 300 tunnur, Keilir kom með smáslatta og rifna nót og 'Sigurður fékk 100 tunnur sem hann kemur ekki með inn. Keflavíkurbátar voru í Skerja- dýpi. Afla fengu Steingrímur trölli 12—1300 tunnur, JónasJón- asson 400. 260 þus. kr sekt Framhald af 1. síðu. til vara. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk en þau voru metin á 290 þús. krónur. Togarinn var með 55 tonn af fisJ^i og átti hann aðeins eftir tvo úthaldsdaga er liann var tekinn. Skipstjórinn neitaði alltaf að viðurkenna brot- ið fyrir réttinum. Þessi sami togari kom hingað til Seyðisfjarðar í fyrra, en slcip- stjóri á honum var þá annar, og brutust skipverjar af honum þá inn í áfengisverzlunina hér. ið athygli og hlotið góða dóma. Tvö málverk seld- ust eftir Jóhannes Jó- hannesson, og samning- ar standa yfir um kaup á þriðja málverkinu eft- ir Jóhannes og málverki eftir Kristján Davíðsson. Það var sýningarsalurinn Modern Nordisk Konst sem efndi til sýningarinnar og bauð Féiagi íslenzkra myndlistar- manna að velja til hennar. Voru sendar 24 myndir eftir 4 málara, 6 eftir Þorvaid Skúlason, 5 eftir Jóhannes Jóhannesson. 8 eftir Kristján Davíðsson og 5 eftir Hjörleif Sigurðsson. Sýningin var opnuð 6. .nóvember, og flutti Sigurður Hafstað, sendiráðsritari í Osló, ræðu við það tækifæri. Siónvarpað var frá opnuninni. Sýningin var opin til 18. nóv- ember, og hefur hún hlotið góða dóma í sænskum blöðum Sýningin hefur nú verið send til Noregs og verður opnuð í Osló í janúarmánuði. Óskir hafa bo.r- izt um að henni verði komið upp víðar á Norðurlöndum. \ \ Deiidakeppni 15. deild Selás og Smálönd 53% 5. deild Norðurmýri 46% 1. deild Vesturbær 41% 14. deild Herskálakampur 37% 9. deild Kleppsholt 37% 3. deild Skerjafjörður og Grimsstaðaholt 37% 4. deild b Skuggahverfi 35% 7. dcild Rauðarárholt 33% 8. deild a Teigarnir 33% 4. deild a Þingholtin 32% 10. deild b Vogarnir 29% 6. deild Hlíðarnar 26% 2 deild Melarnir, Skjólin, Seltjarnarnes 26% 13. dcild Blesugróf 25% 11. delld Smáíbúðahverfi, vestanm. 25% 8. dcild b Lækirnir 22% 10. deild a Heimarnir 22% 12 deild Soeamýrin og Gerðin 16% Hvað er athyglisvert við skrána í dag? — 1. deild skýzt upp í 3. sæti úr 5. sæti og 10. deild b fer úr 13. sæti upp í 11. sæti og er það vel af sér vikið síð- an i gærdag. En það er allt stopp í Bles»"rrófi«n!<. Þar er engin hreyfing. Nú styttist óðum til lokadags. Herðum sókn- ina, félagar. Gerið skil strax í dag. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.