Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.12.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13 desember 1962 Þœttir úr Húnaþingi Komið er út fimmta og síðasta bindi ritsafnsins „Svipir og sagnir" sem .geymir þætti úr Húnavatnsþingi. Nefnist það For- tíð og fyrirburðir. Þrír menn, þeir Bjami Jóns- son £ Blöndalshólum, séra Gunn- ar Árnason og Magnús Bjömsson á Syðra-Hóli, hafa aðallega tek- ið saman safn þetta. 1 nýja bind- inu á Magnús fjóra þætti, Kamm- erráð á Ytri-Ey, Mannskaði, Sagnir Jónasar og Sviplegt slys. Bjami skrifar um Jón í Sól- heimum og séra Gunnar Brot úr sögu Auðkúlu og Dulsagnir og fyrirburði. Auk þeirra skrifa Bjöm H. Jónsson um Bjarna á Bjargi, Rósberg G. Snædal um Forspá og fyrirboða og Jónas B. Bjamason á þáttinn Kveðið um Vatnsdal. Auk þessa efnis eru i þessu síðasta bindi safnsins leiðrétting- ar við fyrri bindi og nafnaskrá fyrir þau öll. Bókin er 282 blað- síður. VORT MUN ÞURFA PAPEYJARBUXUR? Fyrr á tímum þótti mikill fengur á Austf jörðum að eign- ast Papeyjarbuxur og voru þær kenndar við Mensalder hinn auðga í Papey, sem þótti öðrum fremur auðsæll á Aust- urlandi. Mikil firn voru í kringum tilbúning þessa klæðis og koma þar við sögu kirkju- garðar að næturþeli, þjófnað- ur milli pistils og guðspjalls, gullpeningur í pungi og felli- byljír í lokin. Ekki mælum við með slík- um gjömingum, en vildum mega minna á, hversu mikið liggur við með sölu á happ- drættismiðum þessa dagana. Þau gleðitíðindi hafa borizt frá Neskaupstað, að þeir muni gera full skil fyrir lokadag. Eigi mun þurfa Papeyjar- buxur, þó að mikið liggi við. Umboðsmenn happdrættisins á Austurlandi: Bakkafjörður: Hilmar Einars- son Vopnafjörður: Davíð Vigfús- son Borgarfjörður, eystri: Gunn- þór Eiríksson Egilsstaðir: Sigurður Gunn- arsson Hallormsstaður: Sigucður Blöndal Seyðisfjörður: Gísli Sigurðs- son Eskifjörður: Jóhann Klausen Neskaupstaður: Sigfinnur Karlsson Reyðarfjörður: Helgi Seljan Fáskrúðsfjörður: Garðar Krist- jánsson Breiðdalsvík: Sigurður Magn- ússon Höfn í Homafirði: Borgarhafnarhreppur: Torfi Steinþórsson Mýrarhreppur: Sigurjón Ein- arsson. Teikning frá Höfn í Homafirðti. Hlíffordæmir skoðanakágun bæjarstfómarmeiríhlutans Ólga meðo/ framsóknarmann a I HafnarfirÓi vegna undirgefni forustunnar vi5 ihaldiS Félagsfundur í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafn- arfirði hefur gert svohljóðandi ályktun með öllum atkvæðum gegn einu: „Eitt af aðalsmerkjum lýðræðisþjóðfélags er skoðanafrelsi þegnanna. Þess vegna hlýtur hver sannur lýðræðissinni að fordæma allar aðgerðir er miða að því að hefta skoðanafrelsi, eins og t.d. með því að svipta menn atvinnu vegna stjórnmálaskoðana. Fundurinn þakkar þeim verkamönnum Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar sem mótmælt hafa upp- sögn verkstjóra síns, með því að segja sjálfir upp vinnu. Fundurinn skorar á hina nýju ráðamenn Hafnarfjarðarbæjar, að virða skoðanafrelsi manna, og láta engan gjalda s-tjórnmálaskoðana sinna“. Leyniplögg lesin Á fjölmennum fundi í Hlíf sl. mánudag komu mjög til umræðu hinar fáheyrðu pólitísku atvinnu- ofsóknir, sem nýi bæjarstjómar- meirihlutinn, íhaldsmenn og framsóknarmenn hefur tekið upp gagnvart starfsmönnum bæjar- fxis. Þrír framsóknarmenn, sem þátt tóku í umræðunum, gáfu með ræðum sínum mjög glöggar upplýsingar um það ástand, sem nú ríkir innan Framsóknarfélags Hafnarfjarðar vegna samstarfs- ins við íhaldið og er auðvelt að gera sér í hugarlund hver áhrif það samstarf hefur haft á hina almennu kjósendur vinstri sinn- aða sem kusu Framsókn í sum- ar, þegar svo mikillar óánægju Ný bók eftir Ármann Kr. og Öddu-bók í annarri útgófu Ný barnabók eftir Armann Kr. Einarsson er komin út og hei.tir Öli og Maggi. Aðalpers- óna er sú sama og í bók Ár- manns frá í fyrra, „Óskasteinn- inn hans Óla”, en nú er hann orðinn sendisveinn og eignast nýjan félaga, Magga hugvits- mann, sem finnur upp margt skemmtilegt og nytsamt, meðal annars segl á reiðhjólin þeirra. Svo fara þeir siglandi á hjól- unum austur fyrir Fjall og lenda þar í ýmsum ævintýrum. Bókin er 118 blaðsíður með myndum eftir Halldór Pétursson. Bókaforlag Odds Bjömssonar hefur einnig gefið út aðra bama- bók eftir Jennu og Heiðar Stef- ánsson, sem nefnist Adda og litli bróðir, í annarri útgáfu. i Hafa öddu-bækumar lengi verið Ármann Kr. Einarsson uppseldar. Þessi er 87 blaðsíður og í henni teikningar eftir Hall- dór. og upplausnar gætir meðal flokksbundinna manna. Samþykkt fulltrúaráðs Allmiklar umræður urðu um tillögu félagsstjórnarinnar sem áður er tilfærð, og tóku átta fundarmenn til máls þ.á.m. þrír framsóknarmenn, sem skemmtu fundarmönnum mjög m.a. með því að lesa upp leyniplögg og — samþykktir af fundinum í Framsóknarfélagi Hafnarfjarðar og fulltrúaráði. Fyrstur tók til máls framsókn- armaður nr. 1 og réðist hann harkalega á þá flokksfélaga sína, sem beita sér fyrir pólitískum atvinnuofsóknum með íhaldinu. Las hann m.a. upp ályktun þá sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur gert varðandi uppsögn Geirs Gunnarssonar al- þingismanns úr starfi, en í þeirri ályktun er uppsögnin talin ólög- leg og mun bandalagið hefja mál á hendur bænum, ef upp- sögnin kemur til framkvæmda. Framsóknarmaður nr. 2 taldi ekki sannað að hér væri um pólitískar atvinnuofsóknir að ræða og ætti Hlíf ekki að vera að blanda sér í mál, sem henni kæmi ekki við. Framsóknarmaður nr. 1 vildi ekki sætta sig við þessi rök og kvaðst neyddur til þess að sanna það með orðum bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, Jóns Pálma sonar, er hann hafði látið falla á fundi í Framsóknarfélaginu, að hér væri eingöngu um hrein- ræktaðar pólitískar atvinnuof- sóknir að ræða. Las hann síðar upp úr minnisbók sinni, sem hann kvaðst hafa skrifað í á um- ræddum fundi, þau ummæli Jóns Pálmasonar að bæjarstjóri hefði tjáð honum að hann treysti sér ekki til að starfa með Geir Gunnarssyni sem sér næsta manni vegna þess að hann væri pólitískur andstæðingur. Þetta kvaðst Framsóknarmaður nr. 1 vera reiðubúinn að sverja fyrir rétti. Þá stóð upp Framsóknarmaður nr. 3. Var honum mikið niðri fyrir og mátti lengi ekki skilja, hvaða afstöðu hann hefði til málsins. Hann hrópaði þó yfir salinn að ekki væri nema von að ýmislegt væri öðruvísi en það ætti að vera, þar sem kratar og kommar hefðu tapað 32 millj. króna í Bæjarútgerðinni. Einn fundarmaður benti þá á að blað íhaldsins hefði talað um 50—55 milljónir króna. Við þetta kom fát á ræðumann og þreif hann nú upp úr vasa sínum leyni- samþykkt, sem gerð hafði verið í fulltrúaráði Framsóknarmanna varðandi uppsögn Markúsar Jónssonar verkstjóra hjá Bæjar- útgerðinni. Kvaðst hann setja sig í mikla hættu og gæti átt von á brottvikningu úr flokknum við að leyfa Hlífarfélögum að heyra þessa ályktun en kvaðst reiðu- búinn að taka á móti hverju sem að höndum bæri. 1 ályktun- inni telja þeir Framsóknarmenn, sem eiga sjálfir formann út- gerðarráðs, að uppsögnin sé ólög- leg og fela fulltrúa sínum í út- gerðarráði að kippa þessu í lag. Þessi sami Framsóknarmaður varð frægur fyrir það fyrir kosn- ingar að lýsa því yfir að það þyrfti að draga vígtennurnar úr íhaldinu. Var ekki laust við að meinlegt glott væri á fundar- mönnum meðan þessi tanntöku- meistari hélt ræðu sína eftir að vera búinn að fá íhaldinu öll völd í Hafnarfirði. Sýna stéttarþroska Þá stóð upp í snatri framsókn- armaður nr. 1 og kvaðst vilja benda flokksfélaga sínum á það, að það væri fyrst og fremst fyrir gengislækkanir ríkisstjórn- arinnar sem tap hefði orðið á Bæjarútgerðinni, t.d. hefði hinn nýi togari Maí hækkað um 20 millj. króna við þessar aðgerð- ir og þetta ætti hver framsókn- armaður að vita. Fimm Hlífarfélagar aðrir en framsóknarmennimir réðust all harkalega á þær pólitísku at- vinnuofsóknir, sem nú væru hafnar í bænum. Mæltu allir ræðumenn nema framsóknarmað- ur nr. 2 með tillögu stjórnar Hlífar og lýstu yfir samstöðu sinni með hinum 14 verkamönn- um hjá Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar sem sagt hafa upp störf- um hjá fyrirtækinu í samúðar- skyni við verkstjóra sinn Mark- ús Jónsson. Töldu ræðumenn að þessir verkamenn ættu heiður skilið fyrir þann bróðurhug og stéttarþroska, sem þeir hafa sýnt með ákvörðun sinni. Er mönnum það fullljóst • að þessir menn segja ekki upp störfum að gamni sínu, eftir að hafa unnið á sama vinnustað í allt að 20 ár sumir hverjir og hafa átt sinn stóra þátt í því aö byggja upp Bæjarútgerð Hafnarfjarðar í það sem hún er í dag. Gegn spillingu og kúgun Þessir menn skilja fyrr en skellur í tönnum. Þeir geta ekki sætt sig við að það fyrirtæki sem þeir hafa byggt upp með vinnu sinni sé notað af íhaldi og Framsókn til skoðanakúgunar. Þess vegna eiga þeir vísan stuðn- ing allra heiðarlegra Hafnfirð- inga, allra þeirra, sem vilja standa gegn spillingu og kúgun. Þess vegna munu Hafnfirðingar í öllum stéttum slá skjaldborg um málstað þeirra og tryggja það að hann sigri. Einn þáttur- inn í þeirri baráttu £r samþykkt Hlífarmanna á tillögu stjómar sinnar þar sem mótmælt er þeim atvinnuofsóknum og skoðana- kúgun sem íhaldið og framsókn hafa nú tekið upp í Hafnarfirði og stuðningi lýst við verka- mennina hjá Bæjarútgerðina sem mótmælt hafa ofbeldisaðgerðum með uppsögn. Kúgunaraðgerðir hins nýja bæjarstjórnarmeirihluta í Hafn- arfirði hafa hlotið almenna for- dæmingu í bænum, og tillaga Hlífar sem gengur í þá sömu átt var samþykkt af öllum viðstödd- um Hlífarmönnum nema einum. lýkur v!5 áfdamótamenn 09 boðar Samtíðarmenn Jónas Jónsson hefur sent frá sér þriðja og síðasta bindi ævi- söguþátta þeirra sem hann nefn- ir Aldamótamenn en Bókafor- lag Odds Björnssonar gefur út. 1 þessu bindi eru þættir um skáldin Þorgils gjallanda, Guð- mund Guðmundsson, Valdimar Briem, Stephan G., Guðmund Friðjónsson, Jón Trausta, Ein- ar Benediktsson. og Einar H. Kvaran. Einnig segir þar frá séra Þórami Böðvarssyni í Görðum, Haraldi Níelssyni próf- essor, séra Jóni Bjarnasyni, fjall- að er um vísindamanninn Þor- vald Thorcddsen og Bjarna Sæ- j mundsson, Markús Bjarnason stofnanda Stýrimannaskólans og Stefaníu Guðmundsdóttur leik- konu. Mynd fylgir hverjum þætti. í formála segir höfundur: „Bók mín um Aldamótamenn er miðuð við það, að námfúst og afhugult fólk í landinu noti tóm- stundir sínar til að lesa nýjar hetjusögur ..... Von mín er að hinn sögulegi áhugi söguþreyttra manna vakni.....“ 1 eftirmála skýrir Jónas frá því að hann hyggi á útgáfu nýs rits sem yrði kallað Samtíðar- menn. Þar muná hann lýsa mönnum og atburðum sem hann sjálfur hefur kynnzt og segja frá ýmsum ferðalögum sínum utan lands og innan. Þriðja bindi „Aldamótamanna" er 195 lesmálssíður og fylgir því nafnaskrá fyrir öll bindin. VerklýðsféK. Norðfírðlnga minnfst 40 ára afmælis Ncskaupstað 10/12. — Verka- lýðsfélag Norðfirðinga minntist þess með samkomu siðastliðið laugardagskvöld, að fyrr á þessu ári voru 40 ár liðin frá stofn- un félagsins. Það var stofnað 10. júní 1922 og hét þá Verka- lýðsfélag Norðfjarðar. Stofnend- ur voru 60 og eru 34 þeirra enn á lífi. Afmælishátíðin var haldin í félagsheimilinu Egilsbúð og hófst með kaffidrykkju. Formaður félagsins, Jóhann K. Sigurðsson setti samkomuna og bauð gesti velkomna. Flutt var samfelld dagskrá, sem nefnd var Fyrstu sporin, tekin saman af Bjama Þórðarsyni. Var þar gerð grein fyrir fyrstu viðfangs- efnum félagsins. Flytjendur voru Guðmundur Sigurjónsson, Öskar Bjömsson og Þórður Þórðarson. Þá las Stefán Þorleifsson upp og frú Rigmor Hanson, sem nú heldur dansnámskeið hér á Neskaupstað, sýndi dans með nemendum sínurrv Lúðrsveit Neskaupstaðar lék milli atriða. Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Afmælissamkoman var fjölmenn og fór hið bezta fram. Verkalýðsfélag Norðfirðinga er sem fyrr segir stofnað 1922. Aðalforgöngumaður um stofnun þess var Ólafur Friðriksson og með honum þeir Guðjón Sím- onarson og Vigfús Sigurðsson. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Jón Rafnsson, form., Ingimann Ólafsson, varaform., Steinn Jóns- son, ritari, Vigfús Sigurðsson, gjaldkeri, og Guðjón Símonarson, fjármálaritari. Núverandi stjóm skipa: Jóhann K. Sigurðsson, form., Kristján Jónsson, vara- form., Sigfinnur Karlsson, gjald- keri, Jóhann Jónsson, ritari, og meðstjórnendur Hilmar Bjöms- son, Guðmundur Sigurjónsson og Karl Jörgensson. Lengst hafa verið formenn félagsins þeir Jónas Guðmunds- son og Jóhannes Stefánsson. R. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.