Þjóðviljinn - 21.12.1962, Side 7

Þjóðviljinn - 21.12.1962, Side 7
▼ ÞJÓBVILJINN Föstudagur 21. desember 1962 - Langt Hannes Pétursson: — STUND OG STAÐIR — Helgafell. Rvík 1962. Ekki þarf að kvarta um upp- skerubrest á akri ijóðlistarinn- ar. Rétt fyrir jólin koma Hann- es og Jóhannes, Jón Helgason og Þorsteinn, svo að nefndir séu þeir stóru í stafrófsröð; Davið og Guðmundur Böðvars- son eru í fersku minni, en Snorri og Tómas sjálfsagt á næsta leiti. 1 dag er síðasta bók Hannes- ar Péturssonar til umræðu. Mikið breytist það skáld í lífs- ins ólgusjó, og víst er allt gott um það að segja að skáldskapurinn hjakki ekki í sama farinu. En hvar er nú glæsibragur fyrstu bókar hans eða seiðurinn „í sumardölum"? Nú yrkir hann þung kvæði og gleðisnauð, full af táknum, en vel kveðin eins og jafnan fyrr. Hann er einhvern veginn enn- þá knappari og afsleppari en áður, kaldari og fjarlægari. Ég er ekki fyllilega búinn að sætta mig við þennan Hannes; ég kann að eiga það eftir. Fyrsti hluti bókarinnar, „Raddir á daghvörfum", eru tilbrigði við tíu þjóðsögur. Menn hafa verið að baksa við að skýra þessi kvæði — þama hefur hann þetta í huga, hérna hef ég á hann við hitt —. En bezt er að forða öllu rósamáli við hnjaski og leyfa hverjum að leita og finna i listaverki það, sem honum tekst. En svona rétt til þess að sýna hve skilning- ur á þjóðsagnaljóðum Hannes- ar gæti verið margvíslegur, mætti bæta þeirri tilgátu við framkomnar skýringar að Ámi á Hlaðhamri og athæfi hans táknaði Portúgala í Angólu. og þegar lesið er kvæðið um Drangey kemur vitanlega ekk- ert fyrr í hugann en „heiðna- berg íhaldsins" sem annar á- gætur Skagfirðingur hefur lýst þannig, að lengi verður í minn- um haft. En þetta eru sem sagt tíu nafnlausar þjóðsögur, rifj- aðar upp og þannig í pottinn búnar að saga virðist búa bak við hverja sögu, og getur les- andinn svo spreytt sig á að þekkja aðalsöguna og leggja sinn skilning í hina sem felst á milli línanna. 1 næsta kafla sem heitir „Hinar tvær áttir“ eru megin- stefin söknuður, heimþrá, von- brigði, uggur. Við emm borizt Innan gripmáls órafjarlægra vopna. Ösýnileg þau vofa mér yfir hvirfli hirði sem brynnir lagðprúðum ám við læk leikur í blómsælum hvammi aleinn á flautu. Þessum ugg bregður oft fyr- ir í bókinni; það mætti með nokkrum rétti segja að hún stæði í skugga „hins vopnbúna dags sem er skollinn á“. Skrímslin Mínotáros og Fenris- úlfur eru á næstu grösum og krumlur fálunnar i Drangey láta enn á sér kræla í bókar- lok þótt búið væri að gera þeim skil í upphafi. „Stund einskis, stund alls“ heitir þriðji kaflinn, sjö ör- stutt kvæði, dálítið loftkennd og reikandi eins og nafnið bendir til: Hvers mega sín orð ljóðsins? — Skoplitla þjóð undir stórum himni vorborinn- ar sögu. Eldlega hugsun hvað dvelur þig? o.s.frv. En í næsta kafla sem ber heitið „Staðir“ stendur skáldið aftur föstum fótum á jörðinni og hér hitt- um við endrum og eins að máli okkar gamla góða Hannes Pét- ursson. Ég tek sem dæmi kvæði ort í Kaupmannahöfn „1 göml- um húsagarði". Sjónhverfing? Undur? Götunn- ar gnýr þagnar! Gekk ég inn í spegil þegar ég sneri úr straumþungri umferð stræt- isins hingað inn? Ég skynja húsin líkt og lands- lag í draumi ég laugast tíma sem er ekki minn Allt hér sem forðum. Engin haust gátu firrt hin öldnu tré því laufi sem greinamar skrýðir! Syngjandi flögra svölur og þrestir um garðinn og syngja þá, ekki nú. AUt stendur kyrrt! Bókinni lýkur á nokkrum kvæðum sem höf. nefnir sonn- ettur. Þar má enn lesa ýmis- legt milli lína og marga lær- dóma af draga, en oft hefur mér við lestur þessara ljóða orðið hugsað til þess sem skáld- ið segir í kvæðinu „Útlegðin": Langt hef ég borizt burt frá þeim dögum er óx í brjósti mínu sú veröld sem augun litu. Guðinn Janus sem nokkuð kemur við sögu í þessari bók hafði tvö andlit og horfði jafnt fram sem aftur. Vonandi held- ur skáldið tryggð við sinn upp- runalega, heillandi tón, þótt það horfi fram og nemi ný lönd. Þórarinn Guðnason. Islendingur kynnir sér vinnu- brögð BERLINER ENSEMBLE BERLÍN — Erlingur E. Halldórsson, leik- stjóri, hefur dvalið hér í Berlín í þriggja mánaða boði mennta- málaráðs Þýzka Alþýðulýðveld- isins og kynnt sér vinnubrögð Berliner Ensemble. Fréttaritari blaðsins hitti hann að máli í leikhúsinu fyrir skömmu og lagði fyrir hann eftirfarandi spumingar. — Hver er tilgangur þinn með dvölinni hér? — Kynna mér vinnubrögð Berliner Ensemble. Þegar ég kom var verið að ljúka við æfingar á „Dögum kommún- unnar” eftir Brecht undir leik- stjórn Wekwerths og Tensch- erts, sem eru lærisveinar Brechts. Ég fylgdist með sein- ustu æfingunum á því leikriti, sem var frumsýnt við mikið lof snemma í nóvember. Síðan var tekið til við að æfa „Schweyk í annarri heims- styrjöldinni” eftir Brecht undir leikstjórn Erich Engels, sem er gamall samstarfsmaður Brechts. Ég hef fylgzt að heita má ó- slitið með æfingum á því leik- riti frá byrjun. — Hvaða gagn hefur þú hs. j af að fylgjast með æfingunum? — Ég þekkti áður en ég kom leikhúskenningar Brechts all- náið, en hér hefur mér gefizt kostur á að kynna mér þær í reynd, sem skiptir miklu máli, Erlingur E. Ilalldórsson til þess að átta sig á leikhúsi Brechts. Tvímælalaust veldur miklu um ágæti sýninganna, hversu leikstjórarnir hafa mikinn tíma til umráða og svo einnig hitt, að hér er ekki einn leikstjóri heldur tveir eða fleiri með virkri þátttöku leikara. Og þó að aðalleikstjórinn hafi úrslita- orðið er honum ómetanleg stoð að samvinnu hinna. — Hver er menntun þessara leikstjóra? — Wekwerth t. d. var barna- kennari og hóf leikstjómar- starfið hjá áhugamönnum. Ten- schert og Pintzka eru leiklist- arfræðingar að menntun. — Að hvaða leyti er þetta leikhús sérstætt? — Það leikhús, sem Brecht keppti að, kallaði hann gjaman leikhús vísindaaldar. í því hug- taki felst afar margt: sam- virkar vinnuaðferðir en ekki stjömuleikur, mjög nákvæm vinnubrögð, ekkert er sjálf- sagt, hvert smáatriði skiptir máli, mælikvarði allra hluta er veruleikinn sjálfur. T. d. við sviðsetningu „Daga Kommún- unnar” var saga f rönsku komm- únunnar rannsökuð og stuðzt við samtíðaheimildir, ljósmynd- ir og teikningar. En að sjálfsögðu verður þessu ekki svarað í fáum orðum. — Hvað hefur þú kynnt þér annað hér en starfsemi Berlin- er Ensemble? — Starfsemi frístundaleikara, sem ég hef sérstakan áhuga á, er hér með miklum blóma og mjög örvuð af stjómarvöldun- um. 1 mörgum iðjuverum eru starfandi leikhópar, sem fá við- urkenningarheitið verkamanna- leikhús (Arbeitertheater), þegar þeir hafa til þess unnið. Oft vinna þessi verkamannaleikhús undir handleiðslu atvinnuleik- húsanna. Ég hef átt þess kost að kynnast starfsemi þessara leikhúsa og sjá sýningar þeirra. Ennfremur fékk ég að fylgjast með upptöku á útvarpsleikriti. — Hvað segir þú um almennt leikhúslíf héma í Austur Berl- ín? — Það fyrsta, sem manni dettur í hug, er, að leikhúsin eru afar mikið sótt. Berliner Ensemble er hér engin vin í eyðimörk. Af viðfangsefnum annarra leikhúsa má nefna: Biedermann og brennuvargana, Vilhjálm Tell og Ræningjana eftir Schiller, Florian Geyer og Vefarana eftir Hauptmann, Lear kóng eftir Shakespeare, Kirsu- berjagarðinn eftir Tsjekhof, Þjónn tveggja herra eftir Gold- oni og Friðinn eftir Aristophan- es o. m. fl. En áhugi minn hef- ur verið mjög bundinn við Berl- iner Ensemble, því tími minn er naumur. Ég er mjög hrifinn af um- ræðufundum, sem leikarar og leikstjórar halda nokkuð oft með áhorfendum eftir sýning- ar. — Og hvað hyggst þú fyrir, þegar þú kemur heim? — Undanfarna tvo vetur hef ég starfað hjá Bandalagi ís- lenzkra leikfélaga víðs vegar um landið, og ég býst við, að ég geti haldið því áfram eftir áramótin. Erfiðleikarnir eru miklir, sérstaklega við leikrita- valið, en dvölin hér hefur ver- ið mér hvatning og lærdómur. Og ég hlakka til að byrja á ný. — Gág. __________________- SÍÐA 7 Hlustað á Gríkki Ein af þeim bókum sem út komu í afmælisútgáfu Máls og menningar er „Grískar þjóð- sögur og ævintýri", Friðrik Þórðarson valdi og þýddi. Friðrik Þórðarson segir í eft- irmála: „Varir mig að kunnug- um þyki margt hér í lítilfjör- legt, . en sakni annars bæði skemmtilegra og frásagnar- verðara og er það þá ekki nema satt“. Þessi stutta bókarfregn er alls ekki skrifuð af kunnugum manni; hinsvegar tel ég víst að íáir lesarar muni taka undir sjálfsgagnrýni þýðarans og á- líta „margt lítilf jörlegt" í þessu safni. Þvert á móti: þetta er með aíbrigðum skemmtileg og fjörleg bók, lesarinn leyfir sögumönnum fúslega að leiða sig um frjósöm lönd grískrar söguskemmtunar og finnst að hann heyri aðeins mjög minn- isverð tíðindi. Sögur þessar eru ýmsrar ætt- ar. Fyrst fara ævintýri og eru mörg af alþjóðlegum stofni: skrímslið og stúlkan íagra, slitnu dansskórnir prinsessunrv ar og fleiri góðir kunningjar. Á öðrum stað finnum við gam- ansögur sem gerast án yfirnátt- úrlegra atvika; ég vil nefna „Enn er kóngur að“, sem seg- ir frá kauðalegri frammistöðu jarls nokkurs og soldáns hans í kvennamálum, — þetta er smellin saga og sver sig skemmtilega í ætt við Gyllta asnann, Tídægru og aðrar á- gætar bækur Miðjarðarhafsins. Síðari sögur bókarinnar eru „grískastar"; eiga sér þó sjálf- sagt ýmsar alþjóðlegar hlið- stæður margar hverjar. Hér kynnumst við grískri þjóðtrú: draugum furðulega mögnuðum, álfkonum, ógæfusömum í mann- legu hjónabandi, glæpsamlegum jólasveinum, óvinsælum skegg- leysingjum og fleira fólki. Fomir og nýir guðir koma einn- ig mjög við sögu — bæði Dí- onýsíos og Kristur. Enn eru nokkrar sögur sem lýsa á gagnorðan hátt ýmsum raunum sem þessari ágætu þjóð hafa verið sendar, svo og þeim vonum sem lifa með henni á hverju sem gengur. Tyrknesk- ur jarl og grískur sveinn, sem þjónar honum, á í fjallshlíð. Sveinninn horfir yfir það fagra Lakverjaland og stynur þung- an: hann er angri gripinn þvi áður réðu Grikkir þessum hér- uðum unz Tyrkir tóku þau ránshendi. „En það er trú mín. enda letrar svo forn fræði vor, að sú mun koma tíð er vér ráð- um hér löndum að nýju“, seg- ir hann við jarl. Jarl brást reiður við, þreif steikartein og rak ofan í jörðina og kvað „Sérðu teininn þann arna. En þann dag er þessi staður ber laufgaðar greinar mun trú þín rætast að hér muni Grikkir ráða löndum í annað sinn“. En að morgni næsta dags hafði teiknninn skotið rótum og stóð með allaufguðum greinum og bar hátt yfir skóginn í hlíð- inni“. Ennfremur má lesa fróðlegar sögur um það hvemig alþýða brást við þegar brezkir heldri- menn komu til landsins að glápa á fom hof og safna fom- gripum: „Englendingar eða Mýlorðar eru ekki kristinnar trúar, enda hefur enginn séð þá gera krossmark fyrir sér. Ætt þeirra er komin af fom- um skurðgoðadýrkurum. Varð- veittu þeir auðæfi sín í .kastala og kölluðu Bræðraborg eftir bræðrum tveimur er hann reistu, konungssonum. En er þau Kristur og María komu hingað til landsins og lands- menn allir tóku kristna trú, þótti þeim í Bræðraborg hyggi- legast að hypja sig á brott. Flutt- ust þeir búferlum vestur í heim, þar sem Grikkir kalla á Frankverjalandi, og höfðu með sér auð sinn allan. Af þeim eru Mýlorðar komnir, og koma nú austur hingað til Grikklands og trúa á stokka og steina“. Leikmaður á þess h'tinn kost að gera grein fyrir sérkenni- legum frásagnarstíl grískra sagnamanna. Hann verður þess var að ímyndunarafl þeirra get- ur veríð einstaklega hraðfleygt og óstýrilátt. Einnig þess, að þeir gleyma ekki ýmsum „lág- um“ smáatriðum: kóngur á ekki aðeins syni og dætur, hann á og hundrað kúa; illvirki þyk- ist þurfa út að pissa þegar hann finnur stund heíndarinn- ar nálgast. Og oft þykist maður finna skyldleika við íslerizkar hugmyndir í þessum gríska sagnaheimi: draugar virðast furðulega magnaðir suður þar, einnig forlagatrú. Okkur finnst einnig við þekkjum vel þann bónda sem ekki gat tollað í himnaríki sakir forvitni og fé- lagslyndis, finnst við hefðum vel getað búið hann til sjálfir, þótt svo sá fomgríski ferju- maður Karos sé önnur aðal- söguhetjan. Þýðingar Friðriks Þórðarson- ar eru ágætt afrfk. Hann hef- ur samið þeim stíl sem er mjög skyldur okkar þjóðsögum og hefur á honum fullkomið vald. Málfar hans er einfalt og sterkt. — A. B. Barnabækur Menningarsjóðs Það er ekkert vafamál að meginþorri þeirra barna- og unglingabóka, sem út eru gefn- ar hér á landi hefur alvarlega spillandi áhrif á lítt mótaða lesendur sína. Mun jafnvel ekki fjarri sanni að margar þessara bóka séu sízt betri um þetta en rit þau er gengið hafa und- ir samheitinu sorprit. Veit ég ekki hvort þar er verra amer- ískar hasarbækur eða vellur þær sem kallaðar eru skáldsög- ur fyrir ungar stúlkur. Er ekki kominn tími til að haft sé eitthvert eftirlit með því hverskonar rit hér eru gef- in út og auglýst sem bama- bækur, en bamabókaútgáfa ku vera orðin einn arðvænlegasti atvinnuvegur á landi hér, og einn af þeim féu sem ber sig án opinberra styrkja. Má því segja að jólin séu haldin bam- anna vegna i fleiri en einum skilningi. Sumir kunna að segja að ekki sé hægt að bjóða bömum til lestrar alvarlegar bókmennt- ir, því þau skilji þær ekki, og fái þvi ekki notið þeirra. Sjálf- sagt er nokkuð til í því, en margur býr að fyrstu gerð, og skiptir áreiðanlega miklu hvers- konar lestrarefni börn venjast á í æsku. Og þótt þau gleypi ekki þyngri bókmenntir þegar í stað, kemur skilningurinn smám saman síðar meir. Ekki vildi ég t.d. hafa farið á mis við það, að læra lestur á aðra eins bók og þjóðsögur Jóns Ámasonar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur lengi misjöfn verið, en nú hefur hún rekið af sér nokkurt slyðruorð með útgáfu tveggja íslenzkra bamabóka. 1 lofti og læk, nokkrar dýra- sögur eftir Líneyíu Jóhannes- dóttur, og Spói, stutt saga eftir Olaf Jóh. Sigurðsson eru hvort tveggja mjög viðfelldnar bæk- ur og vel fallnar til lestrar þeim, er fremur kjósa að í- huga hlutina, en lifa í glóru- lausum taugaspenningi. Saga Ólafs Jóhanns fjallar um gor- geirinn sem þykist of mikill og vitur til þess hann geti verið Framhald á 9. síðu. i i 1 í t t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.