Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA Þ.TÓÐVIL.WNN Sunnudagur 6. janúar 1963 Ágreiningurfer vaxandi á milli USAogEBE Komin er upp mjög alvarleg deila milli Banda- ríkjastjórnar og Efnahagsbandalagsins um tolla- mál. Landbúnaðarráðherra USA hefur sakað EBE um að undirbúa svonefnt „dumping“ á landbún- aðarvörum, þ.e. selja með tapi í stuttan tíma til að koma keppinautunum á kné, en hækka svo verð- ið stórlega, þegar markaðirnir eru unnir. Meöal bandarískra stjóm- málamanna ríkir nú svo mikil gremja í garð forystumanna Efnahagsbandalags Evrópu, að fréttamenn telja að aldrei frá stríðslokum hafi leiðtogar USA verið jafnharðorðir um vestræn- ar þjóðir og nú seinustu dag- ana. Undirrót þessarar deilu er sú ákvörðun EBE að leggja all- háan toll á innfluttar banda- rískar landbúnaðarvörur, sem eru yfirleitt mjög ódýrar vegna offramleiðslu þar í landi. Lönd- in í EBE og þá sérstaklega Frakkland eru andvíg þessum ódýra innflutningi, en tollmúr- amir, sem nú hafa verið reist- ir gera bandarískar landbúnað- arvörur svo tíl ósamlceppnis- hæfar á markaðnum. Bandaríkjamenn eru þó sér- staklega reiðir yfir því, að EBE virðist einnig ætla að knýja önnur lönd í Vestur Evrópu og nýju ríkin í Afríku til aðsneiða hjá bandarískum matvörum. EBE og þá fyrst og íremst Frakkland vill einoka matvöru- söluna. í mikjum hluta Vestur- Evrópu og Afríku, en Banda- ríkjamenn fullyrða, að verðið verði lækkað í stuttan tima (dumping), meðan verið sé að ryðja keppinautum úr vegi. en verði síðan hækkað stórlega aftur og muni hafa versnandi lífskjör í för með sér í lönd- um Vestur-Evrópu að Frakk- landi undanteknu. Stökk úr 25 km. hœð í fallhlíf Þessi ungi maður heitir Evg- ení Andrééf og er majór í sov- ézka flughernum. Hann situr í Aðalflugmálahúsi Moskvuborg- ar og segir fréttamönnum frá því afreki sínu að kasta sér í fallhlíf niður úr stratósfer- unni — úr tuttugu og fimm kílómetra hæð. Þetta stökk er heimsmet. ★ Um jólahelgina sigraði Aust- urríkismaðurinn Franz Gam- weger í alþjóðlegri skíðastökk- keppni í Bavos. Hann stökk 69 og 75 metra og fékk 215.2 stig. Herbert Schmid frá Sviss varð annar með 204.7 stig (72 og 66 m.\ USA óttast „ringulreið“ Bandaríski landbúnaðarráð- herrann, Orville Freeman, hélt fyrirlestur fyrir nokkrum dög- um í Chicago Board of Trade og ræddi landbúnaðarstefnu EBE. Hann sagði, að í ráði væri að auka landbúnað í Frakk- landi stórkostlega, og þegar væri hafin gífurleg aukning á hveitiframleiðslunni. Einnig verði ræktun suðrænna ávaxta aukin stórkostlega, en ávextir frá Kaliforníu, Flórída og ísra- el muni verða útilokaðir. Freeman ræddi einnig ráða- gerðir EBE um „skipulagt dumping". Þessari sýndarvcrð- lækkun verður ekki aðeins stefnt gegn bandarískum af- urðum, sagði ráðhcrrann, held- ur einnig gegn vesturevrópsk- um þjóðum utan EBE. Eftir á- kveðinn tíma mun svo EBE hækka verðið langt upp fyrir það, sem nú er á matvörum í Evrópu. Freeman fullyrt'i, að slík þröun myndi hafa í för með sér „ringulreið á hinum alþjóðlega matvörumarkaði“. Bandaríkjamennimir eru einn- ig gramir, vegna þess að þeim þykir samninganefndarmenn- irnir frá EBE vera hrokafullir í framkomu. Kunnur þingmað- ur í bandarísku nefndinni, sem ræddi við EBE, sagði opinber- lega, að leiðtogar EBE svöruðu sanngjömustu tillögum „með hlátri“! Og franski landbúnað- arráðherrann lýsti því yfir við bandaríska ráðherrann, Free- man, að amerískar matvörur „ógnuðu sambandi EBE við þjóðirnar í Afríku", — með öðrum orðum: Frakkar yrðu að hafa einkarétt á matvöru- sölu í þessum ríkjum. EBE gengur aftur á bak Eftir að ráðherrann hafði lýst óánægju sinni með stefnu Efnahagsbandalagsins, bætti hann við: „Efnahagsbandalagið í dag gengur aftur á bak“. Bandaríkjamenn eru sérstak- lega reiðir vegna þess, að þeir hafa boðizt til að lækka tolla á vömm frá EBE, ef bandalagið hækkaði ekki tolla á vörum frá USA. En EBE svaraði þessu tilboði með því að reisa tolla- múra í stíl við gamaldags, þröngsýna verndarstefnu, segja Bandaríkjamenn. Samkvæmt upplýsingum ráð- herrans hafa Bandaríkjamcnn nú í huga að stórhækka toll á vörum frá EBE. Verzlunarstríð- ið er að hcfjast. í Bandaríkj- unum er einnig rætt um, að stjórnin muni bdita áhrifavaldi sínu í löndum utan EBE til að skaða útflutning bandalagsins. Og meir og mcir er nú rætt um, að USA og Bretland muni hafa forystu um stofnun nýs efnahagsbandalags, er muni keppa við EBE. Ef slíkt bandalag verður má heita víst, að Norðurlöndum og þá um leið fslandi verður örugglega boðin aðild. Þá er taflinu snúið við, og spurning- in er þá ekki Iengur, hvort fs- Iand eigi að gerast aðili að EBE, heldur hvort fsland eigl að gcrast andstæðingur sexveld- anna! Stórhneyksli í listalífí Norðmanna — Nútímafíst borin saman við bamateikningar og apakrass Joan Miro „Figúra” 1955. Málverk eftir 13 ára stúlku á fávitahæli Það er víðar en í Sovétríkjunum sem deilt er um abstrakt málaralist. Um árabil hafa deilurn- ar staðið á Vesturlöndum, og nú seinast í Noregi varð mikill hvellur í hópi listamanna, er opnuð var í Osló samanburðarsýning á verkum fræg- ustu abstrakt málara heimsins og teikningum smábarna, apa og fávita. Það var Norðmaðurinn Knut Brodin, sem stóð fyrir sýning- unni í hinni virðulega bygg- ingu listafélagsins í Osló, sem byggð var á 18. öld, og sýning- in var, nefnd „Rabbel og kunst“, sem mætti kalla á ís- lenzku „Klessuverk og lista- verk“. Sýning þessi vakti meiri hneykslun og umtal í blöðum en nokkur dæmi eru áður um í menningarlífi Norð- manna. Margir listamenn og gagnrýnendur töldu Brodin hafa unnið mikil helgispjöll með þvi að hengja upp verk eftir Klee, Kandinsky, Miro og margra aðra mestu listamenn heims- ins við hlið „listaverka", sem shimpansinn Kongó í dýragarð- inum í London hafði gert eða Lennart, sex ára gamall dreng- ur, Lone þriggja ára eða fá- vitar og böm, sem orðið höfðu fyrir andlegu áfalli, 26 málarar, aðallega abstrakt- menn, vildu að sýningin yrði sniðgengin, en gagnrýnandi og leiðarahöfundur sama blaðs voru oft algjörlega ósammála um réttmæti sýningarinnar. Fjölda- margir kröfðust þess, að sýn- ingunni yrði lokað, aðrir heimt- uðu, að stjóm listafélagsins segði af sér, og enn aðrir vildu, að höfðað yrði mál gegn Brodin fyrir að vanvirða listamennina. Fullyrt var, að þeir reiðustu hefðu undirbúið samræmdar aðgerðir gegn sýningunni og stefnt að því, að ryðjast með valdi inn í sýningarsalinn og rífa apateikningarnar í tætlur. Fjárhagur listafélagsins í Osló. sem áður var mjög slæm- ur, er nú aftur orðinn góð- ur. Hver var tilgangurinn? Nú munu sjálfsagt margir halda, að tilgangur sýningar- innar hafi verið að sanna, að abstrakt málaralist sé svo ó- merkileg, að smábarn og jafn- vel api geti leikið eftir lista- mönnunum. Og listspekingar á Morgunblaðinu munu sennilega álykta sem svo, að nú séu kommúnistar teknir að ófrægja abstraktlistina samkvæmt skip- un frá Krústjoff. Þess vegna er vissara að taka það fram, að aðstandendur sýningarinnar kunna vel að me.ta abstraktmál- aralist. Með sýningunni voru þeir ekki að vekja athygli og umræður um gildi verkanna, heldur benda á athyglisverð einkenni í sálarlífi listamann- anna. Knut Brodin er fæddur í Sví- þjóð, stundaði þar tónlistarnám og varð píanóleikari. Um skeið kenndi hann teikningu á tón- listarskóla íyrir böm í Stokk- hólmi, og þá furðaði hann sig á, hve margt er líkt með nú- tímalist og vissum skrefum í þroskaskeiði barna. — Listamaðurinn í dag er vandamál geðlæknisfræðinnar, segir Brodin í viðtali við danska blaðið Information, og takið eftir, að ég segi listamaðurinn, ekki listin. Það er þetta vanda- mál, sem ég vildi vekja at- hygli á, án þess að ég ætli að reyna að leysa það. Og vanda- málið er til eins og sjá má af því, að úr sálarlífi mannsins koma fram í teikningum á- kveðnar táknmyndir, sem skapa myndræna undirstöðu. Myndsköpun smábarna Þessar undirstöðumyndir koma ljóslega fram í „list“ bama og apa, þar sem engin áhrif frá fínheitum listanna komast að, og við getum fylgzt með þró- un bamssálarinnar stig af stigi með því að athuga táknmyndir barnanna. Smábarn með nokkra litkrít- armola fer að krassa heilmikið á blaðið, án þess að gæta nokk- urs skipulags, en þó heldur það sig nokkurn veginn innan við ramma pappírsins — ef það stingur þá ekki krítinni upp í sig og gleypir hana. Síðar birtist hringur í teikn- ingum barnsins, og á næsta stigi fer það að gera strik, sem smám saman fá á sig mynd nefs, munns og augna í and- liti manns; tveir fætur koma í ljós, — og bamateikningin af manni er orðin til. Næsta skref er ferningurinn, sem breytist í hús, og nú fyrst koma fleiri hlutir inn í heim barnsins; — barnið byrjar með- vitað að tjá sig. Það er almennt viðurkennd kenning í barnasálfræðinni, að bamið heldur sig við krass- og klessuverkin eins lengi og heili þess reynir ekki að koma skipu- lagi á hlutina. Þessu má líkja við húsbyggingu, þar sem bygg- ingarefnið liggur hvað innan um annað við lóðina. Síðan er grunnurinn lagður: hringurinn. Barnið fer að kannast við: það táknar ég-ið í teikningunni af „manni“. Hringurinn verður þannig táknmynd fyrir hugtakið ég, en túkn umheimsins er fer- hyrningurinn, sem táknar um leið móðurina vegna útsýnis barnsins, í myndfræðinni tákna lóðréttar línur hreyfingii, láréttar línur og ferhymingar ró, en hvöss hom og dökki lit- urinn táknar árekstur. List apanna Vinir okkar, apamir, höfund- ar verkanna, sem mest er deilt um, ná aldrei því stigi, að þeir kannist við sig og geti tjáð sig í myndum. í bókinni „The Bio- logy of Art“ (Líffræði listarinn- ar) segir dr. Desmond Morris frá shimpansanum Kongó úr dýragarðinum í London, sem hann hefur gert athuganir á í þrjú ár og fullyrðir, að apinn hafi sýnt vissa tilhneigingu til myndbyggingar. Fengi hann í hendur pappírsörk með fer- hyrningi lengst til hægri, gerði hann hliðstæð tákn lengst til vinstri á örkina. Á stórar papp- írsarkir teiknaði hann stórar myndir og á lítil blöð minni teikningar. Af litum notaði hann aðallega rautt og rauð- gult til skiptis. Desmond Morris hefur með samanburði á klessuverkum Kongós og hinum ósjálfráðu stefnum nútímalistar, action painting og tachisma, komizt að þeirri niðurstöðu, að „maður- inn sé í myndsköpun sinni kom- inn á það stig, þar sem áhuga- mál hans eru í grundvallar- atriðum (basically) hin sömu og shimpansanna". Leiðir á veröldinni Brodin tekur ekki eins sterkt til orða og Desmond Morris. Hann lætur sér nægja að hengja upp myndimar til þess að vekja athygli á þessu rannsóknarefni, en einnig telur hann, að skýr- ingin á því hvers vegna nú- tímalist er eins og hún er, sé leiði margra listamanna á um- heiminum. Klee, Marc, Malewitch og Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.