Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 12
Skammdegiö iýsí upp í dag er þrettándi og síðasti dagrur jóla að fornu tali, og enn þann dag í dagr gera menn sér gjarnan dagamun á þrett- ándanum: Halda álfabrennur, dansleiki og hafa aðra skemmtan í frammi. Og að þrettándanum liðnum eru tcknar niður skreyt- ingarnar, er prýtt hafa borgina síðan í desember, og Ijósadýrð- in minnkar sem lýst hefur í skammdegisdimmunni, enda er nú dag farið að lengja svo að þess gerist minni þörf en áð- ur að lýsa upp skammdegið með rafmagni. — Meðfylgjandi mynd er tekin við höfnina fyrir skömmu og sýnir skreytingu og lýsingu skipanna sem þar láu jökull. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) ráðinn að óper- unni í Heidelberg Ólafur Þ. Jónsson söngvari hefur verið ráðfinn fyrsti Iyrisk- ur tenor við óperuna í Heidel berg í Þýzkalandi frá næsta hausti að telja. Eins og menn munu minnast hélt Ólafur fyrstu hljómleika sína hér á landi s.i- haust á veg- um Tónlistarfélagsins og hlaut góðar undirtektir, en hann hef- Ur stundað söngnám í Vínar- borg undanfarin ár. Ólafi hefur einnig verið boðið að syngja við hin árlegu hátíðahöld í ráðhús- inu í Kaupmannahöfn 20. júní n.k. og 23. júní mun hann syngja á hljómleikum í Tívolí- salnum í Kaupmannahöfn með Tívolíhljómsveitinni. Ólafur hef- ur að undanfömu dvalizt hér hekna. æ háværari i kröfunni um 12 mílur Eftir ítrekaða árekstra við togara ýmissa þjóða^ við strendur sínar, verða Bretar æ háværari í kröfu sinni til 12 mílna landhelgi við Bretlands- eyjar. Nýlega hafa orðið allharkaleg- ir árekstrar milli brezkra línu- báta og rússneskra togara grunnt undan iandi, þó ekki innan 3ja mílna landhelginnar, og hefur einn af fiskimönnum þeim sem harðast urðu úti hótað að leggja upp með sendinefnd á fund land- Ný fiskbúð opnuð að Frakkastíg 7 Nú um helgina var opnuð ný fiskbúð að Frakkastíg 7 en slíka verzlun hefur lengi vantað til- finnanlega í þessu hverfi og er því mikið hagræði fyrir íbúa á nærliggjandi svæði að fá þessa nýju fiskbúð. Eigendur hinnar nýju verzlun- ar eru Pétur Pétursson og Ást- bjartur Sæmundsson. Fiskbúðin er í nýjum og vistlegum húsa- kynnum og kváðust eigendur hennar mundu vilja leggja a- herzlu á að hafa jafnan á boð- stólum góða vöru og yfirleitt að veita viðskiptavinum sínum svo fullkomna þjónustu sem unnt væri á þessu sviði. búnaðar- og fiskimálaráðherrans og heimta tafarlausa útvíkkun brezku fiskveiðilandhelginnar. Áður hafa brezkir fiskimenn átt í útistöðum við pólska og franska togara, sem gerzt hafa nærgöngulir á heimamiðum þeirra. Alliangt er síðan kraf- an um 12 mílna landhelgi kom fyrst fram í Bretlandi, og hefur henni sífellt verið að aukast fylgi síðan. Missta af Jéladagskránni Egilsstöðum 5/1 — Bjart veður og stillt var hér um áramótin, en nokkurt frost. 1 morgun var hér 20 stiga frost, en logn. Snjóföl er yfir, en vegir um Hérað og til Fjarða góðir. Mjög miklar út- varpstruflanir hafa verið hér að undanfömu, svo segja má, að hér- aðsbúar hafi misst að miklu leyti af jóiadagskrá útvarpsins. Maður drukknar á Reyðarfirði REYÐARFIRÐI 5/1 — Lík Hreins Ágústssonar, sem lcitað hafði verið siðan á nýársdag, fannst í gær vlð bryggju hér á Reyðar- firði. Á nýársnótt var Hreinn um borð í Helgafelli, sem lá hér við bryggju, hjá kunningja sín- um. Hann fór í land milli kl. 10 og 11 um morguninn, en síð- an spurðist ekki til hans. Var hafin víðtæk leit strax á nýárs- dag, m. a. leitað á næstu fjörð- um og lýst eftir honum í út- varpi. í gær kom varðskipið Albert hingað og slæddi við bryggjuna og fannst þá b'kið. Hreinn Ágústsson var rúmlega þrítugur að aldri, ókvæntur, en lætur eftir sig móður og syst- kini á Reyðarfirði. Hann var efn- isdrengur, ágætur sjómaður, og öllum harmdauði. Lit og tjor a Tjornmni Undanfarna daga hefur jafn- an verið líf og fjör á Tjörn- inni. þegar gott veður hefur verið, því að æskan kann að mcta ísinn og þá hollu íþrótt skautaíþróttiná, þótt harla iítið hafi verið gert af hálfu borgar- yfirvaldanna til þess að bæta aðstöðu unglinga og bama til þess að stunda hana, bæði með því að lýsa og spraufa svellið á Tjöminni, þegar það er fyr- ir hendi, og eins með því að koma upp tilbúnu svelli þegar ísinn hclzt ekki á Tjörninni vegna hlýinda. Margir fullorðn- ir hefðu líka gott af því að bregða sér á skauta vlð og við sér til hcilsubótar, svo að þetta er ekki einvörðungu mái æsk unnar. Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari I'jóðviljans nú á dög- unum niðri við Tjöra af ungri stúlku, sem hvílir sig undir næsta sprett á skautunum. Fleiri myndir frá Tjöminni og skauta- lífinu eru á 8. siðra. — (LJðsm. Þjóðv. A.K.). DIOÐVHIINN Sunnudagur 6. janúar 1963 — 28. árgangur — 4, tölublað. Merkisfélag íimmtugi Hnífsdal 2/1 — Kvenféla-gið Hvöt í Hnífsdal minntist 50 ára af- mælis sins 29 desember sl. með samsæti í bamaskólahúsinu. For- maður félagsins. Ingibjörg Guð- mundsdóttir, stjómaði hófinu og rakti sögu félagsins, en það hefur verið mjög virkur aðili i menn- ingar- og félagsmálum byggðar- lagsins. Ingibjörg hefur verið formaður þess í 18 ár. Þá voru flutt mörg ávörp og félaginu færðar kveðjur og heillaóskir. Til skemmtunar var f j öl d a söngu r, kvintett sön gur kvenna, leikþáttur og að lokum var stiginn dans í íþróttahúsi Reynis. Þetta hóf fór hið besta fram og var ánægjulegt í allq staði. H. Bj. Athaiuasamt í síldaiplássi Raufarhöfn 29/12 — Hér er nú alveg snjólaust og bílfært um allar jarðir. Tíðin hefur verið létt, en umhleypingasöm og því mjög lítið um sjósókn. Afurðir sumarsins eru nú að mestu famar og hefur útskip- un gengið vel. Fjárveiting er nú fengin fyrir nýjum bamaskóla og hafnar- bryggju og verður hafizt handa um þessar framkvæmdir upp úr áramótum. Jón Þ. Ámason, sem verið hef- ur hér kaupfélagsstjóri, lætur nú af störfum samkvæmt eigin ósk og tekur við framkvæmdastjórn fyrir söltunarstöðvamar Borgir og Hafsilfur. Ekki er enn ákveð- ið, hver tekur við starfi kaup- félagsstjóra. Jón Ámason hefur sannað það og sýnt með starfi sínu hér, hvað samvinnufélögin geta, án þess að eiga mikið á hættu, verið mikil lyftistöng í lífsbaráttu fólksins, til þess að koma yfir sig húsum og eignast tæki til sjálfsbjargar. Af þess- um sökum verður hans saknað úr þessu starfi. Héðan hefur oft á þessum tíma árs farið margt ungt fólk á ver- tíð á Suðurlandi, en nú munu sárafáir fara. Bæði er það, að hér er næg atvinna, Og svo miklu fremur hitt, að ekkert samræmi er lengur milli tilkostn- aðar og kaupgjalds, og er varla von, að fólk vilji fara til að vinna sjálfboðaliðsvinnu suður á landi. Láras. Kyrrstaða á vegabótum Reykhólahreppi >3/12 — Síðustu árin hefur fé til nýbyggingar þjóðvega í Austur-Barðastranda- sýslu verið af tilfinnanlega skom- um skammti. Reykhólsvegi hefur helzt þok- að áfram og hefur hann tekið lofsverðum framfömm. Hins veg- ar hefur þjóðleiðin vestur sýsl- una verið vanrækt meira en góðu hófi gegnir. Koma þar til bæði afleitir kaflar, sem hefði þurft að leggja að nýju, og ennfremur allsendis ónógt viðhald. Um- ferðarþunginn hefur margfaldazt síðan Vestfjarðavegurinn var opnaður. Viðhaldsofaníburðar, er áður hefði kannski nægt, sér nú lítinn stað. Vegavinna hefur lát- laust dregizt saman, og tvö síð- astliðinu árin þó mest. Vega- vinnu í verkstjóraumdæmi Ausfc- ur-Barðastrandasýslu lauk íbyrj- un ágúst og hafði í raun og veru ekki verið annað en smávegis aukageta fyrir „heimilishjólbör- ur“ einnar fjölskyldu og menn á 6—7 bæjum. En Viðreisn er og verður Viðreisn og Viðreásn skal hallærið heita, hversu mjög sem það heggur nærri hagsmun- um sjálfstæðismanna í héraðinu. En ætli ekki geti verið gremju- blandinn einhver svitadropmni sem þeir úthella í aurpyttum og ófærðarslörkum á vegum við- reisnar sinnar? Línuvertíð Kefst Hellissandi 2/1 — Þrír bátar eru nú í þann veginn að hefja línu- vertíð héðan. Það eru Sæborg, Hamar og Tjaldur. Þeir eru allir um 50 tonn að stærð. Skarðsvik og Amkell verða áfram á síld- veiðum. Skal. Afli Hnífsdalsbáta Hnífsdal 2/1 — Afli Hnífsdals- báta í desember var sem hér segir: Mímir 65,8 lestir Vinur 63,3 lestir Rán 61,3 lestir Einar 42,9 lestir Bátarnir fóru allir 14 sjóferðir í mánuðinum. IIBj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.