Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 10
10 — 1 ■■ ■ ■" ------- ÞJÓI>VILJINN ----- 1 —— ----- --------------Sunnudagur 6. janúar 1963 GWEN BRISTOW: r I HAMINGJU LEIT Skákþáttur — Ritstjóri Sveinn Kristinson taflfélagsins Lárus Johnscn við taflborðið. það sem öllum þótti rétt og sæmandi. Nú nutu þau álits allra. Hor- as hafði verið hækkaður í tign, þau höfðu eignazt þrjú börn og heimilið við Union Square. Ekk- ert hafði orðið tú að valda þeim hneykslun, fyrr en Garnet lýsti því yfir að hún ætlaði á heims- enda með þessum ókunnuga, unga manni. Þau urðu skelkuð, en Gamet sagðist elska hann. Og þau mundu vél hvað hægt var að vera ein- beittur þegar ástin var annars vegar. Já, sagði faðirinn að lok- um, fyrst hún elskaði hann yrði hún að fá að giftast honum. En þurfti hún endilega að fara i þetta hræðilega ferðalag? Ef Oliver þurfti endilega að fara til Califomíu, gat hann þá ekki farið án Gametar? Gamet mótmælti ákaft. Oliver hló að ótta föðurins. Hann gat þess að Gamet væri hraust og sterkbyggð. Hann vildi helzt hafa hana með sér og hún vildi gjarn- an fara. Ef hún hefði ekki vilj- að fara með honum — en nú valdi hún það, hún var nú einu sinni svona gerð og þess vegna var hann hrifinn af henni. Og loks einn daginn kallaði faðirinn Gamet á eintal. Hann lagði höndina á öxl henni og horfði niður á rjóðar kinnarr-*’- og skær augun. Hann spurði hægt: —• Elskarðu hann svona heitt, Garnet? — Já, pabbi, sagði hún. — Þú ert alveg viss um það, dóttir góð? — Auðvitað er ég viss um það! Um hvað ertu að hugsa? Hann brosfi lítið eitt — Ég er að velta því fyrir mér, sagði hann, — hvort þú ert ástfangn- ari af Oliver eða Californíu. ‘ — Pabbi. láttu ekki svona! Ég myndi giftast honum. þótt ég þyrfti að fara með honum til Smolensk! — Mér datt það í hug. sagði faðirinn alvarlegur í bragði. — En myndirðu giftast honum, ef hann ætlaði bara að flytja hér inn í næsta hús? — Ég skil ekki hvað þú átt við. sagði Gamet, — Ég elska hann, pabbi! Ég veit hvað ég er að gera. Ég hef fyrr haft tækifæri til að giftast. Ég elsk- aði engan þeirra og ég þurfti ekki einu sinni að hugsa mig um til að vita það. En ég elska Oliver. Hún bað og sárbændi með tárin í augunum. — Skil- urðu ekki hvað ég á við? Hann skildi það. Hann þekkti hana býsna vel. En hann spurði: — Og þú vilt ekki bíða þang- að til hann kemur til baka? Garnet hristi höfuðið ofsalega. Hóras andvarpaði. Hann hafði aldrei langað til að fara á heimsenda. Hann hafði allt sem hjarta hans gimtist: hann átti góða konu, gott heimili, góða stöðu og bjó við hið notalega öryggi reglubundins lífernis. Paulína hafði einnig hiotið það sem hún óskaði sér. Hann hafði oft og iðulega heyrt hana segja að hún væri hamingjusöm kona. En Gamet þráði eitthvað annað en þetta. Hann skildi það ekki, sagði hann við sjálfan sig, en svo mundi hann. að hann skildi það samt sem áður. 1 Hann fór að hugsa, ekki um sjálían sig og Paulínu, þessar rólegu mannverur, sem kærðu sig ekki um að fara burt frá hrein- um sængurfötum og öryggi. Held- ur um fólkið, sem var til á und- an þeim. Það var ekki annað en nöfn í gulnaðri fiölskyidubiblíu eða mosavaxnar áletranir á leg- steinum. En einu sinni höfðu þetta verið raunverulegar og lif- andi manneskjur. Það voru húg- enottar. skozkir uppreisnarmenn, enskir sjóræningjar sem sigidu meðfram ströndum amerísku ný- lendnanna, unz þeir urðu gaml- ir os dvggðugir og settust í hel'ran stein á ströndinni. Þessir menn höfðu komið tfl nýja lands- ins til að fá tækifæri til að vera eins og þeir vildu. Nú voru þeir hetjur. Hóras hafði oft hugs- að með sér. að beir sem urðu hetjur dauðir, hlutu að hafa verið býsna brokkgengir í lifanda iífi. En þeir höfðu haft til að bera þrek, hugrekki og þrjózku. Og slíku gat ekkert uppeldi sigrazt á. Eftir margar kyrrlátar kyn- slóðir lá þetta í dvala eins_ og hjá honum sjálfum og Paulínu. En það lá í leyni. Annars hefðu forfeður þeirra hírzt heima hjá sér. Hann og Paulína höfðu því gefið dóttur sinni þessa eigin- leika í arf, án þess að þau vissu, að þeir leyndust hjá þeim sjálf- um Garnet vissi ekki hvers vegna hann var svona þögull. Hann horfði lengi á hana og sýndist djúpt hugsi. Hún spurði: — Viltu leyfa mér að íara, pabbi? — Já, sagði hann mildum rómi. Ég vil leyfa þér að fara. Hún fór að gráta. hún skildi ekki hvers vegna. Hann lagði handiegginn utanumhana, og hún grúfði andlitið að öxl hans. Hann leiddi hana að stól og hún settist og bann sat á arminum og hélt um hönd hennar, meðan hann sagði henni frá ] ví sem hann hafði verið að hugsa um. Gamet hlustaði undrandi. Loks sagði hún: — Hef ég fengið þessa eigin- leika? Það hefur mér aldrei dottið í hug. En þú hefur þá líka. — Það er ég hræddur um ekki, sagði hann. — Jú. einmitt. Ef svo væri ekki. þá hefðirðu aldrei getað skilið þetta. Og þú ert dásam- legur og mér þykir svo vænt um þig Það varð löng þögn. — Það er bezt þú farir upp í herbergið þitt. Gamet, sagði hann, — meðan ég tala við móður þína. Gamet hafði verið að gráta en þegar hiin gekk upp stig- ann fann hún að hjarta hennar barðist ótt og fagnandi. Pabbi hennar hafði sagt já. Herbergið hennar var hlýtt og vistlegt. Á því vo.ru tveir gluggar með rósóttum tjöldum fyrir og út um þá sást yfir í litla garðinn milli þeirra húss og þess næsta. Rúmið var með snúnum rauðviðarsúlum og for- bengi í stíl við gluggatjöldin. Á veggnum voru blómamyndir í sporöskjulaga römmum. Þar var kommóða með háum spegli og á veggnum fyrir ofan þvotta- borðið var hvítt línklæði. svo að sápuslettumar eyðilegðu ekki vegginn. Hér var alltaf kveikt upp á vetuma. Mörgum þótti það heimskulegur munaður í svefn- herbergi, en ekki Paulínu. Lang- afi Garnetar hafði skolfið með virðuleik í Valley Forge, en Pauiína sagði. að það væri eng- in ástæða til þess, að Garnet skylfi af kulda í New York, fyrst faðir hennar hefði efni á að kaupa kol. Garnet settlst á sessu við ar- ininn. Hún velti fyrir sér, hvemig það væri að lifa undir beru lofti viku eftir viku og hvers konar menn hinir kaup- mennimir væru. Hún og Oliver ætluðu til Califomíu í sumar og hafa vetursetu á ranchóinu hjá Charles. bróður Olivers- Síðan kæmu þau til baka sumarið eft- ir. Þau yrðu komin til New York í október eða nóvember næsta ár. Þá hefði hún verið fjarverandi í eitt ár og átta mánuði. Eitthvað af kunningj- um bennar hefði sjálfsagt ferð- azt til Evrópu á meðan, en hver sem var gat ferðazt til slikra staða Hún ein ætlaði að ferð- ast á heimsenda. Það var barið að dyrum og móðirin kom inn. Garnet reis á fætur. Paulina gekk þil hennar og tók um hendur hennar. Hún sagði ekki neitt. Hún stóð og horfði rannsakandi í augu henni. Loks sagði Gamet: — Mamma, sagði pabbi þér það? — Já, vina mín, það gerði hann. Paulína beit á vörina sem snöggvast, en þegar hún hélt áfram var röddin styrk. — Gar- net. elskan mín litla, elskarðu hann ósköp mikið? Garnet kinkaði kolli. Hún brosti dreymandi. —* Og þú ert viss um að þú viljir fara til Califomíu með honum? — Já. mamma, hann er svo dásamlegur. — Já, ég veit það, sagði Paul- Jólamót Jólaskákmót Taflfél. Reykja- víkur fór fram dagana 27. 28. og 30. desember s.l. Keppendur voru alls 55 og sýnir það hví- líkum geysivinsældum mót þessi eiga að fagna. Keppendur tefldu allir saman innbyrðis, og voru þannig 54 vinningar mögulegir. Sigurvegari á skákmóti þessu varð hinn góðkunni skákmeist- ari Lárus Johnsen, en hann hefur um langa hríð verið einn af snjöllustu hraðskákmönnum okkar, eins og kunnugt er. Lárus hlaut 51% vinning. Næstur Lámsi kom annar gam- alkunnur meistari, Guðmundur Ágústsson með 49 % vinning. Síðan koma yngri menn. Vinningastaða þeirra manna, sem komust í 40 vinninga eða hærra var þessi: 1. Lárus Johnsen 51% 2. Guðmundur Ágústsson 49 % 3. —4. Júlíus Loftsson 48 Bragi Kristjánsson 48 5.—6. Haukur Angantýss. 47% Bjöm Þorsteinsson 47% 7. Jóhann Sigurjónsson 45% 8. Ingólfur Hjaltalín 44 9. —10. Gísli Pétursson 43% Jón Hálfdánarson 43%; 11. Bragi Bjömsson 42 12.—13. Jón Friðjónsson 41 Björgv. Víglundss. 41 Er Ijóst af skrá þessari að baráttan um efstu sætin hefur verið mjög hörð og tiltölulega jöfn. Skákstjórar á mótinu voru þeir Jóhann Þórir Jónsson, Hilmar Viggósson og Hálfdán Eiríksson. Hvað er - ■ hraðskók Hraðskákir em að formi til nokkuð frábrugðnar venjuleg- um keppnisskákum. Venjulega eru hvomm keppenda ætlaðar 5 mínútur á skákina. Sá, sem fyrr fer yfir tímamörkin, hef- ur tapað skákinni, án tillits til liðstyrks eða stöðu. (Sama gildir raunar um hægar kapp- skákir). Þvi þari sá, sem hrað- skák þreytir að vera snöggur í öllum handahreyfingum og fljótur að hrinda ákvörðunum sínum í framkvæmd, og um fram allt ekki gleyma að „ýta á klukkuna“- Þó hygg ég, að margir geri of mikið úr þeim mun sem er á hraðskákum og venjulegum kappskákum. Þar tel ég frek- ar um að ræða stigsmun en eðlismun. Venjulegar kapp- skákir, þar sem hvorum kepp- anda eru ætlaðar tvær og hálf klukkustund eða minna, á 40 leiki eru sannanlega hraðskák- ir í þeirn skilningi, að þær eru óraveg frá því marki að veita keppendum nægan tíma til að leysa til hlítar úr hin- um eriiðu stöðulegu og takt- ísku vandamálum. Menn komast bezt að raun um þetta, ef þeir tefla bréf- skákir, eða kappskákir, þar sem aðeins er leikinn einn leikur á dag. Ef vandasöm staða er fram komin, þá nægir oft ekki dagurinn til að skera óyggjandi úr um það, hver sé bezti leikurinn í viðkomandi stöðu. Til eru dæmi um meist- araskákir tefldar fyrir hundrað árum, þar sem skákfræðimenn hafa enn ekki komizt að á- kveðinni niðurstöðu um, hvort leikinn hafi verið bezti leikur- inn á tiltekinni stöðu. Ef eitt hundrað ár nægja mönnum ekki til að finna bezta leikinn, hvað skal maður þá, segja um skákir þar sem skila skal 40 leikjum á 2% klst.? Verðum við ekki að flokka þær í hóp hraðskáka? Ekki hef ég leitt huga manna að þessu í þeim tilgangi að hvetja þá til að tylla sér niður og fara að tefla hxmdrað ára skákir. Til þess mundi víst flesta bresta bæði úthald og tíma. Eg vildi einungis áminna menn um að dæma ekki of hart hinar svonefndu hrað- skákir. Það tefla margir til- tölulega ágætar 5 mínútna skákir, og tveggja eða tveggja og hálfs tíma mönnum þarf ekki ávallt að takast betur til í öllum tilvikum. Satt mun það að hraðskákimar munu yfirleitt henta betur ungum mönnum en eldri, a.m.k. þurfa handahreyfingar að vera snögg- ar. En úrslitaáhrif hefur það þó, hvor hefur liprari heila. Viðtal við sigurvegara Þátturinn sneri sér til sigur- vegarans á jólaskákmótinu, Lárusar Johnsen, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um mótið o.fl. Fer þetta stutta viðtal hér á eftir. — Þú vannst jólahraðskák- mót Taflfélags Reykjavíkur Lárus. Ber að skilja það svo, að þú sért öflugasti hraðskák- maður landsins? — Það held ég að væri nú nokkuð mikið sagt. Þarna vantaði ýmsa af beztu hrað- skákmönnum okkar, svo sem Friðrik, Inga og Guðmund Pálmas. Auk þess held ég, að ekki megi draga of miklar á- lyktanir af einu hraðskákmóti, bótt fjölmennt sé. Líklega eig- um við eina 10—15 hraðskák- menn, sem hver og einn gæti unnið slíkt mót, ef andinn kæmi yfir hann. — Hverja telurðu hafa verið skæðustu andstæðinga þína á mótinu, auk Guðm. Ágústssort- ar, burt séð frá endanlegum vinningatölum? — Eg mundi þar tilnefna 6 menn segir Lánxs, en þeir eru Bjöm Þorsteinsson, Jón Hálf- dánarson, Bragi Kristjánsson, Jóhann Sigurjónsson, Júllíus Loftsson og Bjórgvin Víglunds- son. Annars er erfitt að skera úr um þetta og getur það ork- að tvímælis eins og fleiru. ;— Hvað viltu segja um skák- stíl Guðmundar Ágústssonar? _— Guðmundur hefur aflað sér nxikillar reynslu og heftir fastmotaðan stíl. Hann hefxir gott stöðumat, en er jafnframt taktiskur vel. Mjög hættulegur skákmaður, Guðmundur Ágústsson, segir Lárus. Hann er að vísu nokkuð einhæfur í byrjanavah, en kann vel þær byrjanir, sem hann leikur. Því er erfitt að vinna hann á nýj- ungum í byrjunum. (Guðmxmd- ur var sá eini sem vann Lárxcs á mótinu. S.K.). — Heldur þú, að Jón Háíf- dánarson eigi eftir að ná reisn Friðriks í skákinni? — Frá því ég tefldi við Jón fyrir ca. hálfu öðru ári, þá virðist mér hann hafa tekið miklum framföi-um. Enn hefur liann ekki fulhnótaðan stíl að sjólfsögðu. En ef svo heldur fram sem horiir með framför hans, þá sé ég ekkert þvi til fyrirstöðu, að hann nái svo hátt sem Friðrik. — Nú er það samvizkuspum- ing Lárus: Hverjir ern fjórir sterkustu skákmenn í heimi? Lárus svarar án umhugsun- ar: Botvinnik, Keres, Fischer, Petrosjan. — Hverju spáir þú um úrslit einvígisins milli Botvinniks og Petrosjans um heimsmeistara- titilinn? — Eg álít Botvinnik meiri skákmann að gerð. Hinsvegar er hann af léttasta skeiði og senniiega í nokkurri afturiör. Hinsvegar er líklegt, að Pet- rosjan sé nú á hápunkti hvað styrkleika snertir, og sjálfsagt miklu úthaldsbetri, þar sem hann er 18 árum yngri. Að öllu þessu athuguðu mundi ég telja Petrosjan sig- urstranglegri. — Iívað um framtíðina Lár- us? Hyggst þú tefla mikið í framtíðinni? — Þessari spurningu er erf- itt að svara beint. Eg hygg ég hafi það á svipaðan hátt og undanfarið, tefli þegar löng- unin grípur mig. Skákbakteriuna geng ég allt- af með, en sú mun ætlan vís- indamanna, að bakteríur séu einna lífseigastar af öllum líf- verum. Cá \ < O ) 5 £* Í D O cd i O ja \ 1 ' ljóð. Þegar ég er í höfn kem ég á allra handa knæpur og skemmtistaði og reyni að hafa eyrun opin — þar heyri ég allskonar tónhst og mjög mikið af spánskri Og máhð hef ég 1ærtm „Já, og svo gætir þú haft af þessu góða atvinnu þega; þú hefur fengið nóg af því að flækjast um allan sjó.' Tom kinkar kohi: „Já, það er hugsanlegt. En enn sern komið er er þetta aðeins tómstundagaman — £s9 er sjómennskan sem á hug minn aflan.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.