Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.01.1963, Blaðsíða 4
4 SfBA --------------- Sovésk knattspyrna þjóðviljinn Sunnudagur 6. Janúar 1963 • • Einleikararnir Eftir knattspyrnufrömuð> inn Alexander Vit Lokasprettur sovézku deildakeppninnar í knatt- spymu var svo spennandi og úrsT *41n svo tvísýn fram á síðustu stundu, að margir læknar ráðlögðu heilsutæpum skjolstæðingum sinum að vera ekki viðstaddir síðustu leikina. Þetta var söguleg keppni. I fyrsta sinn um árabil var nú slakaö á gamalli höfuðreglu í sovézkri knattspyrnu — þeirri, að hver einstakur leikmaður skuli beita hæfileikum sínum algjörlega miðað við liðið i heild, hemja þá ef þarfir heild- arinnar krefjast þess. Það skal tekið fram, að eng- irm hefur nokkru sinni dregið í efa mikilvægi hins snjalla leikmanns, en meginskoðunin hefur verið sú, að hæfni hans og snilli skyldi gerð að óað- skiljanlegum hluta liðsins í heild. Hæfileikar leikmannsins máttu ekki fara úr jafnvægi við hæfni liðsins. Við vorum þeirrar skoðunar — og erum enn — að dýrkun einstakra „stjama” í knattspymu erlend- is sé skaðleg, ósanngjöm og jafnvel auðmýkjandi fyrir aðra leikmenn. Það má segja að þetta sé merki um andúð, byggðri á lýðræðislegum regl- um, gegn persónudýrkun á knattspymuvellinum. „Einleikarinn“ Nútíma knattspyma leggur mikla áherzlu á vamarstöðuna og kappkostar að auka stöðugt vöm í leik. Þetta hefur hvatt okkur til að endurskoða afstöðu okkar til „stjamanna”, og m. a. til samleiksins. sem var löngum meginatriði sovézkrar knattspymu. Núna er lögð vax- andi áherzla á hlutverk „ein- leikarans” — leikmannsins sein getur tekið á sig ábyrgð á rétt- um tíma, gripið tækifæri sem gefst og brotizt í gegnum vörn andstæðinganna af eigin ramm- Ieik. Þetta þýðir ekki að við vilj- um skipta leikmönnum í „ein- leikara” og „kór”. eða að við viljum setja á svið sýningu á einstaka snillingum. Við erum að færa sovézka knattspyrnu í nútímahorf. án þess að falia fyrir „stjömu”-dýrkuninni. „Spartak“ sigraði Nýafstaðin deildakeppni Sov- étrikjanna var ágætt dæmi um þessa stefnu. Hinn frábæri og óvænti árangur nýju Sovét- meistaranna. Spartak frá Moskvu, er að þakka geysilegu þolgæði og baráttuþreki í sein- ustu leikjunum, og einnig þ'n' að Spartak lét hæfileika leik- manna sinna njóta sín til fulln- ustu. Spartak fékk öll stigin nema 2 í seinustu 12 leikjum sínum. Spartak varð fyrst allra sov- ézkra liða til að nota til hins ítrasta fjögurra bakvarða-kerí- ið. Mörg sovézk lið hafa fyrir löngu tekið upp brasilíönsku aðferðina og sagt skilið við W- kérfið en flest hafa hagnýtt hana aðeins í vöminni. Árang- urinn hefur orðið sá að færri mörk voru skoruð í ár en í fyrra, þ. e, 2,5 mörk að meðai- tali í leik í á.r en þrjú í fyrra. Ný knattspyrna Vamarstefnunnar í knatt- spymu, sem ruddi sér til rúms um allan heim, varð einnigvart í Sovétríkjunum. En sem betur fer er nú ný knattspymustefna að koma til sögunnar hjá okk- ur. Þessi nýja stefna er byggð á því að samræma trausta vörn og skæð áhlaup og kemur hún skýrast fram hjá liðunum frá Kiev, Tiblisi, Taskent, Donetsk og hjá Dynamo Moskvu. Þessi nýja aðferð er miklu marg- breytilegri, skemmtilegri, meira aðlaðandi og í samræmi við kröfur tímans en gamla aðferð- in, sem leggur alla áherzlu á vamarleikinn. Þessi nýja knatt- spyma glæðir einnig mjög á- hugann hjá ungum mönnum og hvetur þá til dáða. Við meg- um búast við að í krafti henn- ar skjóti upp mörgum snilling- um í knattspymu á næstu ár- um. Síðustu þrjú árin hafa verið ár rannsókna og tilrauna, ekki aðeins varðandi leikaðferð, kunnáttu og uppbyggingu lík- amlegra hæfileika leikmanna, heldur einnig varðandi endur- mat á skipulagningu knatt- spymunnar. Deildakeppnin Fyrsta atriðið var skipulagn- ing deildakeppninnar. I þrjú ár voru 22 lið í I. deild og var þeim skipt niður í tvo riðla. Efstu liðin í hvorum riðli kepptu síðan til úrslita um meistaratignina. Því miður er ekki unnt að hafa tvöfalda um- ferð vegna hins skamma keppn- istíma — 7—7j/2 mán. Knattspyrnusamband Sovét- ríkjanna hefur nú hleypt af stokkunum tillögu um nýskip- an deildakeppninnar. Er til- lagan rædd um öll Sovétríkin og hefur hlotið góðar undir- tektir. Samkvæmt tillögunni verða framvegis 34 lið í I. deild. Verð- ur þeim skipt í tvo riðla og leiknar tvær umferðir, heima og heiman. Fimm efstu liðin i II. deild munu í lok hvers knattspymutímabils taka sess ' I. deild, og neðstu 5 liðin í 1. deild fara niður í II. deild. Þessi mikla hreyfing mil.H deildanna er líkleg til að auka áhugann, þar sem II. deildar liðin fá aukin tækifæri til að „vinna sig upp” og hættan á að „detta niður” úr I. deild vex tiltölulega. Líklegt er talið að nýskipan þessi komist á þegar á næsta knattspyrnu- tímabili. sem hefst í vor. kórinn • • \ Islandsmótið í handknattleik Fram og FH keppa nkJöstudagskvöld Verið er að endurnýja sovézku knattspyrnuna á margan hátt. Einstakir :cikmenn munu koma meir í sviðsljósið framvegis. Japanska ncfndin sem skipu- leggur framkvæmd olympíu- leikanna 1964 hcfur ákveðið að láta gera tilraun með að flýtja olympíueldinn flugleiðis frá Grikklandi til Japans. Tilraunin er þó háð því að flugumferðaryfirvöld veiti leyíi til svo sérstæðs flutnings, þvi það mun fátítt vera að flytja eld flugleiðis. Talsmaður nefndarinnar Lokastzða sov- ézku I. deilda' keppninnar greinir frá því, að hún hafi á- kveðið að verja 28 milljónum yena (um 2,5 milljónir króna) til að kosta tilraunina. Ef úr þessu verður, mun ol- ympíueldurinn verða fluttur 1 ágústmánuði 1964. Mun flugvél- in koma við í 22 þorgum í 19 löndum áður en hún kemur í lokaáfanga — Okinawa hinn 9. september. Þaðan er ætlunin að hlaupa með eldinn að fom- um sið. íslandsmótið í handknatt- leik heldur áfram n.k. föstu- dag. Verður þá háður sá leikur sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu, þ.e. Fram—FH. Eins og skýrt hefur verið írá verður sú nýbreytni tekin upp með Islandsmótinu 1963 að leiknar verða tvær umfefðir í I. deild karla. Mótið hófst í desembermánuði sl. og fóru þá fram 5 leikir. Islandsmeistar- amir 1962, Fram, léku aðeins einn leik fyrir jól — gegn Vík- ingi — og töpuðu honum. Það fer ekki á milli mála að Hafnfirðingamir eru í mjög góðri æfingu og þeir hafa áreið- anlega fullan hug á að ná aft- ur meistaratitlinum. Ekki er aö efa að Framarar munu Veita þeim harða keppni, þótt ekki sé líklegt að sagan frá því í fyrra endurtaki sig. Á föstudagskvöldið fer fyrst fram leikur milli KR og Vík- ings og hefst hann kl. 8.15. Á laugardagskvöldið kl. 8.15 hefjast svo leikir í yngri flokk- um og II. deild. Það eru ÍBK (Keflavík) og ÍA (Akranes) sem leiða saman hesta sína bæði í II. deild og í 3. flokki karla A. 1 II. deild leika einnig Valur og Breiðablik (Kópavogi). Sunnudaginn 13. janúar verða svo þessir tveir leikir í I. deild: Þróttur — Fram IR — FH. Stærsia mótið Islandsmótið í ár er stærsta og umfangsmesta mót sem haldið hefur verið hér. Niður- röðun leikja er að miklu leyti lokið, en það er óhemjumikið verk. A-liðin sem þátt taka í mótinu eru hvorki meira né minna en 58 að tölu, en þar að auki eru B-lið í mörgum flokkum. Engin íþrótt á sér eins marga iðkendur á íslandi og handknattleikur, og er stærð mótinu eru hvorki meira né Undarlegt er hinsvegar að jaín vinsæl fjöldaíþrótt skuli ekki geta fengið betri aðstæður til æfinga og keppni og fyrir a- horfendur en raun er á hér hjá okkur. Vonandi rætist úr því bráðlega með tilkomu nýrr- ar fþróttahallar og má þá bú- ast við enn meiri grósku í í- þróttinni. LIÐ U J T Stig Mörk 1. (3) Spartak Moskvu 14 4 4 32 37:18 2. (11) Dynamo Moskvu 10 9 3 29 28:14 3. (7) Dyiiamo Tiblisi 10 8 4 28 29:20 4. (4) Rauði herinn 9 8 5 26 24:18 5. (1) Dynamo Kiev 8 9 5 25 36:23 6. (10) Tashkent Pakhtakor 9 5 8 23 24:33 7. (2) Torpedo Moskvu 7 8 7 22 35:30 8. (12) Donetsk Shakhtyor 8 6 7 22 25:25 9. (9) Rostov Army 4 9 9 17 25:37 10. (18) Neftyanik Bakú 2 11 9 15 19:39 11. (13) Zenit Leningrad 4 6 12 14 29:31 12. (16) Kishinev Moldova 3 5 14 11 20:33 i (Tölurnar í svigum sýna stöðu Iiðanna síðasta keppnistímabil.) * Gnlsjin -jc Jevgeni Grisjin, sovézki skautahlauparinn frægi, er Iíklcgur til að láta mjög til sín taka í vetur. Á móti í Irkutsk nýlega náði hann 41,4 sek. á 500 m. I 3000 m skauta- hlaupi sigraöi nýr skauta- kappi, V. Ostasjov frá Ark- angelsk. ★ Knattspyrnuáhugi mun stöðugt aukast á Bretlandi. t yfirlitsskýrslu um aðsókn að knattspyrnuleikjum í fjórum deildum sést að 15800 manns hafa sótt hvern leik að meðal- tali, en 15013 í fyrra. Heildar- tala áhorfenda á knattspyrnu- tímabilinu er 14.157.120 en var 13,37 milljónir í fyrra. ★ Sænski knattspyrnumað- urinn Lennart Skoglund (3; ára) hvarf um jólin og hefu ekkert til hans spurzt síðan Hann hefur undanfarið leikii með ítalska liðinu FC Pal ermo sem er á botninum í i deild á ítalíu. Sikileyjarbúa hafa orðið fyrir miklum von brigðum með Skoglund síð asta keppnistímabil, og cri þeir sagðir hafa miklu meit áhuga á að rifta samningnun við Svíann hcldur en að finm hann. ★ Sænska unglingalandslið ið i handknattleik vam danska unglingalandsliðið s miðvikudag í Kalmar. Crslif in voru 20:19 en í hléi stóð leikar 10:10. Tii allra verka ó sjó og landi Rauðir — Brúnir Svartir MAXSi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.