Þjóðviljinn - 08.01.1963, Side 6

Þjóðviljinn - 08.01.1963, Side 6
SfÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. janúar 1063 SíBasta sinfónía Sjostakovitsj kölluð meistaraverk s TIMí Varðveizla Feneyja Það heíur verið mikil tízka á vesturlöndum að hafa í flimt- ingum að tónabrunnur Sjosta- kovitsj væri löngu þomaður og ekki væri að vænta að frá hon- um kæmu nokkur verk sem máli myndu skipta. Árum sam- an hefði hann verið „tónlistar- skriffinni" (orðalag Time) sem framið hefði einskisverðar og innantómar tónsmíðar. Sögur voru sagðar af því að næst myndi honum fyrirskipað að semja „spútnik-hljómkviðu“ og síðan „fótbolta-sinfóníu'1. Eftir ljóðum Évtúsénkos En þessar hrakspár og billegu brandarar hafa orðið að engu með flutningi þrettándu sinfón- íunnar, segir hið bandariska vikublað. Þessi nýja sinfónía Sjosta- kovitsj er fremur líkt við sin- fónska kantötu i fimm köflum, Sjostakovitsj og Évtúsjcnko að loknum flutningi þrcttándu sin- fóníunnar. PERSONUR LEIKSINS Um hátíðarnar kepptust blöðin við að stytta lesendum sínum stundir með ýmis kon- ar þrautum og gátum. Ekki tók veðurdálkur Þjóðviljans þátt í þessu, því að blaðið hefur ekki komið út á hans degi, þriðjudegi, síðan fyrir jól. En nú skal í litlu reynt að bæta úr. Þrautin, sem lögð verður fyrir lesendur, er nú sú að botna vísurnar, sem fara hér á eftir, en í hverja þeirra vantar eitt orð. öll eru þau nafnorð, heiti á ýmsum helztu persónum í ís- lenzku veðurfari. Til skýring- ar er þó rétt að geta þess, að hér er átt við það lundarfar persónanna, sem þekkist í Borgarfirði, ef það er ekki alls staðar hið sama. Verzlunin Hans Petersen í Reykjavík hefur góðfúslega lofað að gefa snotra veggloft- vog í verðlaun þeim sem sendir rétta lausn á þessari gátu. Berist fleiri en ein rétt verður dregið um verðlaunin. Lausnir þurfa að hafa borizt blaðinu (merktar: Þjóðviljinn. Skólavörðustíg 19, Reykjavík — Veðurþáttur) fyrir 25. janú- ar n.k. 1. Mæðinn hrotti hurðir knýr, heiftarþrútinn syngur, hæðinn glottir, hagli spýr, harður ilm um haust af birki bcr blíður 3. Gnístir storðir, grös og dýr, grimmdarorðin þylur, drýgir morð og frá þeim flýr fólskur 4. Himnasetra skrúði skín, skýin letrið gylla, fer í betri fötin sín fögur Hvetur gandinn, hnyklar brá, hvessir brandinn slyngur, mörgum grandar geislum sá grimmi 6. Blóma gættir, brosir föl, birtu Iætur doka, daginn grætur dul og svöl döpur 7. Ryki blanda barinn snjó blárra handa fingur, fnæsir sandi fram i sjó frakkur 8. Gróin tún á gullnum skóm gengur brúnafagur, Iitar í dúnalogni blóm ljúfur Páll Bergþórsson. Orðalaust við eyru þér ótal raustum syngur, Veöríö Færsnleg húsaverksmiðja í Úral Bygging íbúðarhúsa, nýir framleiðsluhættir við slíkar byggingar, skipulagsmál borga — þetta eru einhver algeng- ustu umræðuefni sovézkra dag- blaða. Þessi mynd sýnir ó- venjulega verksmiðju sem ný- lega hefur verið reist í Kúrg- anhéraði í tJral: þetta er tilfær- anleg húsaverksmiðja. Hún framleiðir tveggja hæða og tveggja íbúða hús fyrir sam- yrkjubændur og er byggingar- efnið hol steinstcypa. SJálf er hún þannig byggð af byggingar- sérfræðingum í Moskvu, að liana má taka saman á stuttum tíma og setja niður á nýjum stað. enda er hún byggð á fimm ljóð- um Évtúsjénkos, og skipta.it kór og hljómsveit á að flytja verkið. Fyrsti kaflinn er byggður á hinu víðfræga og umdeilda ljóði „Babi Jar“ þar sem gyðinga- höturum er sagt til syndanna. Undirstaða annars kaflans er ljóð sem flytur þann boðskap að hláturinn verði aldrei lokað- ur inni í fangelsum. Ljóð hins lýriska þriðja kafla segir frá ungri einmana stúlku. Uggvæn- legur er fjórði kaflinn, byggður á kvæði sem heitir „Ötti“. en sá síðasti er voldugur óður til þeirra sem ekki létu bugast þótt á móti blési. Ilöfundarnir föðmuðust Gcysileg fagnaðarlæti urðu i hljómleikasal tónlistarskólans í Moskvu að þrettándu sinfóní- unni lokinni og var Sjostakov- itsj kallaður fram sjö sinnum. 1 síðasta sinnið kom hann með Évtúsjénko með sér og þegar þeir féllust í faðma, mögnuðust fagnaðarlætin um allan helm- ing. Át 45 hrá egg á 5 mínútum Unglingur að nafni Roger Wooler sló nýlega heimsmet í áti hrárrra eggja. Hann át hvorki meira né minna en 45 hrá egg á 5 mínútum og 40 sekúndum. Hinn nýi heimsmet- hafi er 19 ára gamall afrískur stúdent við háskólann í Bristol. Hemingway í Fréttir af enskum bókamarkaði Hemingway Portrait of Hemingway. By Lillian Ross. Peng- uin Books. 2s0d. Hinar þrjár frábæru skáld- sögur Hemingways Og sólin rennur upp, Vopnin kvödd og Hvcrjum klukkan glymur og nokkrar smásagna hans halda að öllum líkindum nafni hans á lofti um aldir. Og hann var sannur sonur sinnar aldar. Upp úr annarri heimsstyrj- öldinni komst í algleyming í Bandaríkjunum meðal stórs hóps manna dýrkun á Heming- way, en þá var hann af létt- asta skeiði sem rithöfundur og maður, þótt hann væri þá um fimmtugt. Frá því tímabili er þessi blaðagrein Lillian Ross, sem hún birti í New Yorker 1950. Greinin hefur nú verið gefin út sem bæklingur á Penguin-forlaginu. Þegar Lili- an Ross átti viðtöl sín við Hemingway, virðist hann hafa verið farinn að leika sjálfan sig. En ef menn hafa einhvern tíma getað eitthvað, bera menn þess ávallt merki, skrifaði Hemingway einhversstaðar. Og Lilian Rcss hefur eftir honum örfá tilsvör, sem hljóma ákaf- lega sönn eða lýsa vel honum sjálfum. Tvö eða þrjú verða tilfærfc „Barþjónninn færöi okkur drykkinn. Hemingway tók nokkra gúlsopa og sagði, að sér yrði gott til vina meðal dýra, stundum betur en meðal manna. 1 Montana átti hann einu sinni björn að lagsnaut og björnin svaf hjá honum og var náinn vinur hans. Hann spurði mig, hvort enn væru birnir í Bronx-dýragarðinum og ég sagðist ekki vita það, en vera nokkurn veginn viss um að birnir væru hafðir í Centr- al-Park-dýragarðinum. „Ég var vanur að fara í Bronx-dýra- garðinn með ömmu minni. Rice“, sagði hann. „Mér þykir^ gaman að koma í dýragarð. Þó ekki á sunnudögum. Mér þyk- ir ekki gaman að sjá fólk henda gaman að dýrunum, þar sem það ætti að vera á hinn bóginn." „Mig langar til að fara til Parísar", sagði Hemingway og starði enn á veginn. „Og fara inn um bakdyrnar og eiga eng- in blaðaviðtöl og forðast alla auglýsingastarfsemi og láta ekki klippa mig fremur en í gamla daga. Mig langar til að sækja veitingahús, þar sem ég þekki aðeins einn þjón og staö- gengil hans, að sjá öll nýju málverkin og þau gömlu, að fara á hjólreiðakeppni og hnefaleika; að finna góðan veitingastað, þar sem menn geta geymt servéttuna sína; að ráfa um alla borgina og sjá staði, þar sem manni varð eitt- hvað á og hina fáu þar sem manni komu snjallræði í hug“. „Ég man, að fyrri heims- styrjöldin olli mér slíkum sár- indum, að ég gat ekki skrif- að um hana í áratug", sagði hann allt í einu reiðilega. „Þau sár, sem styrjöld skilur eftir í huga rithöíundar gróa hægt. Ég skrifaði þrjár smásögur um stríðið í gamla daga, „In An- other Country", „A Way You Will Never Be“ og „Now I Lay Me“. Síðan skrifaði ég „Sól- ina“, tuttugu og sjö ára gam- all, ég skrifaði hana á sex vik- um, hóf samningu hennar á af- mælisdegi mínum 21. júlí í Valencia og lauk henni 6. sept- ember í París. En hún var raunar í herfilegu ástandi og ég var íimm mánuði að endur- skrifa hana“. Bæklingur þessi á trauðla erindi til annarra en þeirra sem vilja kynna sé þennan mikla rithöfund á hnignunarskeiði. — alter cgo Norskt skipafélag hefur pantað átta skip, hvert þeirra 1659 lestir, hjá ungverskri skipa- smíðastöð. Sagt er að verð og kaupskilmálar séu sérstaklega hagkvæmir. Skipunum mun verða siglt niður Dóná tii Svartahafs og þaðan heim AF ERLENDUM miwmm HwBHH Viðhald Feneyja er vanda- mál, sem vakið hefur athygli um heim allan. Borgin er reist á botni lóns. Botninn er að síga og vatnsborðið í borginni fer hækkandi. Rekstur nútíma- iðnaðar hefur reynzt erfiður í borg án vega. Samt sem áður hafa borgarbúar ekki horfið að því ráði að fylla síkin. 1 því skyni að ræða varð- veizlu Feneyja var efnt til ál- þjóðlegrar ráðstefnu í borginni fyrir skömmu. Ráðstefnuna sóttu margir kunnustu arkitekt- ar Italíu og áhugamenn víða að. Ráðstefnan gerði engar á- lyktanir. Allmargir andmæltu tillögu um skipun nefndar til að taka saman niðurstöður ráð- stefnunnar. Borgarstjórnin í Feneyjum dró saman helztu atriðin, sem fram komu í umræðunum í lok ráðstefnunnar. Efst á blaði var varðveizla Feneyja gegn náttúruöflunum, einkum hækk- andi vatnsborði. Flóðgarða borgarinnar þarf að styrkja til að hindra að sjávarföll berist inn í borgariónið. Grafa þarf nýja skurði til að greiða fyrir ferðum vélbáta, en öldugang- urinn frá þeim hefur skekkt undirstöður margra húsa. Áætl- un þarf að gera úm styrkingu grunna, sem skemmzt hafa. Endumýja þarf sorpræsi borg- arinnar. Vöxtur Feneyja þyrfti á komandi árum að vera í sam- ræmi við eðli borgarinnar og einkenni. Ásáttir voru menn um þessi tvö atriði: (i) Á eyhluta borgarinnar stæðu öll listaverk hennar og sögulegar byggingar. Þennan hluta þyrfti umfram allt að varðveita og halda samræmi hans. (ii) Varðveizla Feneyja krefð- ist varðveizlu lífs borgarinnar ekki síður en sögulegra minja. Feneyjum skildi ekki ein- ungis viðhaldið sem híbýla- bæ, heldur jafnframt sem mið- stöð fyrir nálæg héröð. Um höfn borgarinnar hefðu á síð- asta ári íarið 12 milljónir lesta, svo að hún væri þriðja stærsta höfn ítalíu. Og enn væri að- staða til stækkunar hafnarinn- ar. Feneyjar gætu einnig orð- ið menningarmiðstöð, aðsetur fyrirhugaðs Evrópu-háskóla og alþjóðlegra þinga. Áfram gæti hún verið alþjóðleg ferða- mannaborg. Við þessum þörfum yrði þá aðeins orðið að uppfylltum tveimur skilyrðum: a) Bættum samgöngum borgarinnar við meginlandið og samgöngum innan borgarinnar og byggð- um nýjum brúm yfir til megin- landsins; b) Auknum hreinlæt- isútbúnaði í gömlu hverfunum og endurgrefti sundanna þar. H. J. Nýr franskur „sfation" Þetta er nýr bíll á erlendum markaði, framleiddur í Peugeat- verksmiðjunum frönsku.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.