Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 2
SÍÐA
ÞJOÐVILJINN
Fimmtudagur 10. jan>úar 1963
Styrkir til
árið 1963
f fréttatilkynningu sem Þjóð-
viljanum hefur bQrizt frá raun-
vísindadeild Visindasjóðs segir,
að deildin hafi nú auglýst styrki
ársins 1963 lausa til umsóknar.
Raunvísindadeild annast styrk-
veitingar á sviði náttúruvísinda,
þar með taldar eðlisfræði og
kjamorkuvísindi. efnafr. stærð-
fræði. læknisfræði, líffræði,
jarðfræði, dýrafræði. grasafræði,
búvísindi, fiskifræði, haffræði.
Sjö róa frá Sandgerði
SANDGERÐI 9/1 — Sjö bátar
hafa róið ó línuvertíð hér í Sand-
gerði. Það eru Hrönn, Muninn
og Ingólfur frá Sandgerði, Stafn-
nes frá Garði, Gylfi frá Rauðu-
vík og Smári og Pétur Jónsson
frá Húsavík. Afli hefur verið
frá 5 upp í 10 tonn í róðri, meiri-
hlutinn ýsa.
Síldarverksmiðja Guðmundar
Jónssonar frá Rafnkelsstöðurn
hóf bræðslu um áramótin; hún
afkastar 1200 tunnum á sólar-
hring. Fram að þessu hefur tals-
vert verið saltað og fryst af síld,
en núna hætta húsin að frysta
síldina og snúa sér að fiskinum.
Akureyri 8/1 — Akureyrar-
pollur er nú að mestu leyti
ísi lagður frá Leirum út und-
ir Oddeyrartanga landa á
milli. Isinn er sléttur og leit-
ar fólk þangað á skauta, pó
ekki mjög mikið. Á íþrótta-
vellinum er skaut'asvell. Þar
er upplýst á kvöldin og sækia
þangað margir. ÞJ.
raunvísinda
auglýstir
verkfræði og tæknifræði.
Hlutverk sjóðsins er að efla
íslenzkar vísindarannsóknir, og í
þeim tilgangi styrkir hann:
II — einstaklinga og vísinda-
stofnanir vegna tiltekinna rann-
sóknarverkeína;
2) — kandídata til vísinda-
legs sérnáms og þjálfunar.
Kandídat verður að vinna að
tilteknum sérfræðilegum rann-
sóknum eða afla sér visinda-
þjálfunar til þess að koma til
greina við styrkveitingu;
3) — rannsóknarstofnanir til
kaupa á tækjum. ritum eða til
greiðslu á öðrum kostnaði í
sambandi við starfsemi, er sjóð-
urinn styrkir.
Umsóknarfrestur er til 15.
febrúar næstkomandi. Umsókn-
areyðublöð fást á skrifstofu Há-
skóla fslands, á Þjóðskjalasafn-
inu hjá sendiráðum íslands er-
lendis og hjá ritara deildarinn-
ar. Guðmundi Arnlaugssyni. er
veitir nánari uPP'ýsingar, ef ósk-
að er.
I
Veðurblíða en
dauft félagslíf
Höfn í Hornafirði 7/1 — Nú
er jólunum lokið og jóla-
sveinar víst allir famir og
allt komið í sinn hversdags-
lega búning.
Tíðarfarið hefur verið með
eindæmum gott, stillt og bjart
veður með dálitlu frosti nú
síðustu daga, komst upp í 12
stig aðfaranótt sl. laugardags.
Gamlir menn segjast var.a
muna eftir öðru eins blíðviðri
um jól og í þetta sinn.
Vertíð hófst hér strax upp
úr áramótum. Þrír heimabát-
ar hafa róið héðan og fiskað
þetta 5—8 lestir í róðri, mest
ýsu. Auk þeirra verða gerðir
út tveir aðkomubátar, og er
annar þeirra, Svanur frá Seyð-
isfirði, byrjaður að róa. Einn-
ig mun Mímir Sigfinns Gunn-
arssonar hefja veiði með línu
fljótlega, og svo tveir aðrir
heimabátar, þegar l'/’jr fram
á veturinn og handfærafisk-
urinn fer að sýna sig.
Haukur Runólfsson og fleiri
eiga 110 lesta trébát í smíð-
um í Danmörku. Smíðinni er
nú senn lokið og vonir standa
til, að hann geti hafið veiðar
í febrúar.
Félagslíf hefur verið með
litlum blóma hér undanfarið,
enda ekki við öðru að búast,
þar sem félagsheimilið er enn
ófullgert. Vonandi verður það
tekið í notkun einhvem tíma
í næsta mánuði. ÞÞ.
20 bátar róa
nú frá Keflavík
Keflavík 8/1 — 20 bátar eru
byrjaðir róðra með línu frá
Keflavík. Þeir eru frá 12 upp
í 70 tonn að stærð. Aflinn
hefur verið misjafn, mestur
um 8 tonn í róðrl; í gær voru
margir með 4—5 tonn.
Erfiðlega gengur að fámenn
á bátana; einkum skortir
menn til beitningu. Virðist
vera heldur lítið um þjálf-
aða beitningarmenn, ungir
menn gefa sig fáir í hana.
Mest er beitt í ákvæðisvinnu.
Greiddar em 75 kr. fyrir bjóð-
ið, miðað við að það sé tekið
frá borði og skilað aftur um
borð. ÁJ
Viðreisnin birtist
Reykhólahreppi 23/12 — Við-
reisnin kemur fram í allra
ólíklegustu myndum. Nú hafa
samfelldar póstferðir í Barða-
strandarsýslu verið afnumdar
og er póstur ekki fluttur yfir
sýslumörkin milli Austur- og
Vestur-Barðastrandarsýslu.
Póstur úr Múlasveit þarf að
fara til Reykjavíkur til að
komast til Patreksfjarðar eða
Brjánslækjar — og öfugt.
Þetta er afturför, og vafamál,
hvað þarf að fara langt aftur
f tímann til að komast í sajna
farið.
Maður rifjar upp fyrir sér,
að í þá góðu gömlu daga varð
að komast til Kaupmanna-
hafnar, ef fara átti sjóveg
milli Austurlands og Reykja-
víkur.
St j ómarflokkaþingmenn
kjördæmisins, þeir Gísli Jóns-
son og Birgir Finnsson, hafa
haft sig meira í frammi í
Helsingfors, Stokkhólmi, Par's
og New York, heldur en við
að sjá um að halda í horfinu
hvað þetta snertir hér.
AIX.T MEP
Kvikmyndin Vorið er
komið fær viðurkenningu
Um mánaðamótin júní og júlí. stefnan um framlelðslu og notk-
í sumar var haldin í Sparsborg
í Noregi fjórða norræna ráð
! A að þalcía Emil
Jk* B ’Z ©
!
Kosningunni í Sjómannafélagi Reykjavíkur fer senn að
Ijúka. Kosið er daglega kl. 3—6 á skrifstofu félagsins.
Sjómenn! Ætlið þið að þakka fyrir gerðardóminn með
því að kjósa lista landliðsins, lista flokksbræðra Emils
gerða'. dómsmálaráðherra?
Starfandi sjómenn sem vilja hefja Sjómannafélagið upp
úr lægðinni og gera það á ný að hörðu baráttufélagi fyrir
hagsmuni reykvískra sjómanna, kjósa B-listann, lista starf-
andi sjómanna. Notið tímann sem eftir er. Látið ekki
ykkar atkvæði vanta.
I
un kvikmynda og skuggamynda
i þjónustu landbúnaðarins á
Norðurlöndum. Sótti Gísli Kristj-
ánsson ráðstefnuna af hálfu
Búnaðarfélags íslands sem er að-
ili að samstarfi á þessu sviði.
í þetta sinn var efnt til sam-
keppni um kvikmyndir af sviði
landbúnaðar og skyldra greina
og að lokinni ráðstefnunni var
opinber sýning haldin á mjmd-
um þeim er verðlaun og viður-
kenningu fengu í samkeppninni.
Norðmenn undirbjuggu mótið og
sýningar þessar í þetta sinn.
Nokkur verðlaun voru veitt og
fékk dönsk mynd: En mejerigtig
historie heiðursverðlaun sem
Samband danskra mjólkurfélaga
hafði látið gera. Nokkur fleiri
verðlaun voru veitt og viður-
kenningar.
Meðal þeirra kvlkmynda sem
hlutu viðurkenningu var ís-
lenzka myndin Vorið er komið,
sem gerð er af Ósvaldi Knud-
sen með texta og tali Kristjáns
Eldjáms þjóðminjavarðar. Hefur
Búnaðarfélag íslands nú keypt
eintak af þessari mynd.
Hpfeí iggii
Snilld
„Ef við hinsvegar lítum á
upphaf heimsstyrjaldarinnar
síðari, þá var það einmitt 6-
samvinnulyndi Þjóðverja. sem
átti einn mestan þátt í styrj-
öldinni“ (Eyjólfur Konráð
Jónsson ritstjóri í viðtali við
sjálfan sig í Morgunblaðinu í
gær.).
ö-
samkvæmni
Því er einatt haldið fram í
stjórnarblöðunum að það sé
ráðamönnum Efnahagsbanda-
lags Evrópu ekkert keppikefli
að innlima ísland. heldur
„þurfum við vafalaust að
berjast fyrir inngöngu“. eins
og það er orðað i Morgunblað-
inu í gær. Þeim mun kyn-
legra er það að Efnahags-
bandalagið hefur undanfarið
misseri lagt i geysimikinn
kostnað til þess að tryggja
sér sen- f1esta áróðursmenn á
fslandi Tugum manna úr her-
námsflokkunum þremur hefur
verið boðið í ferðalög
Um Vesturevrópu á veguro
bandalagsins og gtofnana sem
því eru nátengdar; m.a. hafa
varnir landsins verið skertar
með því að leggja herflugvél-
ar undir þvílíka hópa. Eftir-
tektarvert er að þeim mun
háværar sem Framsóknar-
flokkurinn hefur svarið að
hann standi gegn aðild ís-
lands hefur fleiri Framsókn-
armönnum verið boðið i því-
lík ferðalög. þar á meðal
kunnum leiðtogum eins og
Jóni Skaftasyni alþingis-
manni Hafa ferðalangarnir
ekki legið á liði sínu eftir
heimkomuna; nú síðast hélt
Heimdallur ao manna ráð-
stefnu um Efnahagsbandalag-
ið og bauð upp á veglega mál-
tíð í miðjum kliðum. Sé það
rétt að við þurfum að berj-
ast fyrir inngöngu. hefur
Efnahagsbandalagið að
minnsta kosti áhuga á því að
barizt verði af kappi og tel-
ur ekki eftir sér að búa hin-
ar væntanlegu baráttuhetjur
sem bezt undir styrjöldina k
bæði með andlegri og líkam- H
legri næringu, h
Annars er vitnisburðurlnn t
um áhugaleysi Vesturevrópu- \
rikja einnig sjálfum sér ósam- k
kvæmur að öðru leyti. Auk |
þess sem Eyjólfur Konráð h
Jónsson segir í viðtali við H
sjálfan sig i Morgunblaðinu
í gær að íslendingar verði 1
„að berjast fyrir inngöngu" B
segir hann svo um afstöðu J
Þjóðverja til umsóknar fs- B
lands: „Þjóðverjar eru greini- J
lega vinsamlegir okkur, og |
þeir virtust hafa kynnt sér k
okkar sérstöku vandamál.“ 8
Og um afstöðu Breta segir k
hann: „Mér fannst eftirtekt- *
arvert. hversu Bretar eru ^
ákaíir i að fá Norðurlöndin k
þ.á.m. fsland inn í bandalag- 8
ið.“ Virðist ritstjórinn dálítið S
undrandi á þessari ákefð 1
Breta því hann heldur áfram: I
„Það er ekki sízt athyglis- J
vert fyrir okkur fslendinga. B
sem svo mjög nýlega höfum ?
staðið í alvarlegri deilu við ■
Englendinga. þ.e landhelgis- k
deilunni.“ Aðrir skilja þó g
þegar að Bretar gera sér ein- k
mitt Ijóst að ekki kemur til 8
neinnar landhelgisdeilu þegar k
búið er að innlima ísland i j
stórríkið; eftir það hafa ■
brezkir togarar sama rétt til J
að athafna sig umhverfis fs- B
land og okkar eigin fleytur. J
— Anstri.
Ljösmyndari Þjóðviljans átti ieið um Sprengisand um daginn og
tók þá þessa mynd af Herjólfi þar sem hann lá bundinn við fest-
ar en Ilerjólfur heldur sem kunnugt er uppi samgöngum við
Vestmannaeyjar og Hornafjörð, einkarlega eru samgöngumar við
Eyjar mjög bundnar honum. — (Ljósm. Þjóð A. K.),
og Golden glide
fyrir flesta bíla.
Verð frá kr. 332.
Höfðatún 2
Sími 24485.
EIMSKIP
Á næstunni ferma skip vor til Islands sem hér segir:
HEW Y0RK: Selfoss Dettifoss Lagarfoss 12—14/1. x) 25/1—1/2. x) 28—31/1. X)
KAUPM ANN AHÖFN: Gullfoss 25—28/1.
LEITH: Gullfoss 31/1.
R0TTERDAM Brúarfoss Selfoss n/i. 31/1—1/2. x)
HAMB0RG: Brúarfoss Selfoss 14—16/1. 3—6/2. x)
AHTWERPEN ?7 31/1.
HULL: foss iok janúar
GAUTAB01G: foss 20—30/1.
KRISTIANSAND: Reykjafoss 25/L
KOTKA: Fjallfoss 20—23/1.
GDYNIA: Fjailfoss 15/1.
VENTSPILS: Fjallfoss , 25/1.
x) getur dregizt vegna verk- falls í NEW YORK.
H.F. EEMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
Sfór útsala
hefst í dag
Fermingarföt —
Drengjaiakkaföt —
Stakir drengjajakkar
— Drengjabuxur —
Buxnaefni — Slcyrtu-
efni — Pils og pilsefni
— Gallabuxur —
Sokkabuxur og nylon-
sokkar — Barna- og
unglingavettlingar.
MIÖG MIKIL VERÐ-
LÆKKUN.
LÖGFRÆD I-
S T Ö R F
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi.
Endurskoðun
sala.
og fasteigna-
Raqnar Ölafsson
Sími 2 22 93.
INNHEIMTA
L ÖCFKÆ £>t~S TÖ KP