Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 10
10 steáL Fhnmtudagur M. janúar 1968 ÞJÖÐVILJINN GWEN BRISTOW: & I HAMINGJU LEIT uðu leiicskránni, sem bann hafði fengið henni. Hún leit upp á hárautt tepp- ið sem dregið var fyrir sviðið. Sviðljósið tindraði bakvið málm- hiífar og varpaði Ijósi og skugg- um á tjaldið. Hljómsveitin lék fjörugt 'lag. Gamet opnaði leik- skrána sína. f Ijósinu frá svið- inu las hún að fyrsta atriðið væm Barotti Bræður, heims- kuxmir fjöllistamenn. I>ar næst átti að birtast hópur óviðjafn- anlegra fegurðardísa, Sem Ekki Eiga Sinn Líka. Fyrir neðan þetta var letrað þvert yfir kort- ið með fíngerðum stöfum Juli- ette La Tour. Gamet velti fyrir sér hvort Juliette La Tour væri þessi ijós- hærða fegurðardís, sem Oliver hefði talað um. Áður en hún gat lesið meira. ávarpaði Oliver hama. — Hún er að spyrja hvað við viljum drekka. Gamet leit upp. Framreiðslu- stúlka stóð hjá borðinu þeirra. Á öðrum handleggnum hafði hún körfu með ílöskum og í hinni hendirini hélt hún á bakka með glösum sem hún studdi við mjöðmina. Hún var ekki eins ung og falleg og Garnet hafði gert sér í hugarlund: Andlit hennar var hörkulegt og hrukka í erminu og röddin var hás þeg- ar hún sagði: —■ Sauteme, búrgund, rauðvín, kampavín, konjak, whisky eru tveir dollarar aukalega, eða est- ce qu vous parlez franchais, monsieur? — Nei. ensku. sagði Oliver. — Vilt þú kampavín, Garnet? Gamet kinkaði kolli með sælu- svip. Stúlkan tók tvö háfætt glös af bakkanum og setti þau á borðið. — Ég kem undir eins, sagði húri. Það smal] í töppum íyrir aft- an þau. Andartaki síðar kom framreiðslustúlkan aftur með flöskuna i kæli. Hún losaði um tappann og Gamet horfði á og velti fyrir sér hvort hún myndi nokkum tima geta lært að gera þetta svona fallega. Tappinn þaut upp í loftið. Garnet greip hann þegar hann kom niður. — Ég ætla að geyma hann, hrópaði hún. >að færðist bros yfir harð- legan munn framreiðslustúlkunn- ar: — Hafið þér aldrei komið hingað áður, Ijúfan? — Nei, það er dásamlegt. Stúlkan hellti kampavíni í glösiri. Hún sendi Gamet glettn- islegt augnaráð. — >ér hafið þá ekki séð Júlíettu? — Júliettu? Já, þessa sem hef- ur nafnið sitt letrað þvert yfir leikskrána? Nei, ég hef ekki séð hana. — Og þér ekki heldur, herra? spurði hún. Oliver hristi höfuðið og framreiðslustúlkan leit aft- ur á Garnet. — Gætið hans vel, Ijúfan, sagði hún aðvarandi. Oliver fékk henni peningaseð- il og sagði henni að eiga af- ganginn. — Þökk fyrir, sagði stúlkan og brosti til Garnetar. Bon soir, mademoiselle, sagði hún þegar hún fór. Garnet starði á eftir henni. — Oliver, hún kallaði mig miademoiselle! — Auðvitað, sagði Oliver og brosti. Hanzkinn leyndi giftingarhring hennar, en hún spurði: — Lít ég út eins og stúlka sem — sem fer á svona stað með manni sem hún er ekki gift? —• Viltu að ég fylgi þér heim? — Auðvitað ekki. — Þá máttu ekki tala svona, sagði Oliver glaðlega. Garnet fann eftirvæntinguna gagntaka sig. Þau iy.ftu glös- umim, Kampavínið ran,n ljúflega niður. — Ef ég verð nú 'full, sagði hún. — Ég’ skal passa það. 'Haltu bara áfram — Að hugsa sér, sagði Garn- et. — að ég, ég skuli vera gift manni sem talar svona. Hljómsveitin upphóf sterkari 'leik og tjaldið var dregið frá. Garnet sneri sér að sviðinu. Hún sá rósóttan bakgrunn og fyrir framan hann hneigðu Barotti Bræður sig fyrir áheyrendum, klæddir rauðum og gulum sam- festingum. Barotti Bræður fleygðu disk- um og gripu þá á kylfur og létu kylfur og diska halda jafnvægi á nefinu. Þeir voru býsna leikn- ir. en það voru ekki margir af áhorfendum sem höfðu áhuga á þeim. Fólkið hélt áfram að streyma inn og raddakliðurinn yfirgnæfði tónlistina. Barotti Bræður voru aðeins inngangur- inn. Garnet þótti gaman að þeim, en hún hafði séð svona listir leiknar áður. Áhorfendur voru ekki sérlega uppnæmir, en þeir voru notalegir og klöppuðu þeim lof i lófa að listunum loknum. Nú voru flest sæti skipuð. Fólk sat og dreypti á víni og skemmti sér. Næst á dagskránni voru fegurðardísirnar frægu. tylft af dansmeyjum. klæddar grænum búrnngtun. Þær sveiffluðu pils- Um og sýndu meira af fótleggj- um en Garoet hafði fyrr séð á opinberum stað, meðan þær sungu söng um það að erfitt væri að elska fleý-i en einn í senn. Maður á svölunum hróp- aði: — Upp með pilsin, vinkona! Gamet fannst nú óþarfi að hvjetj.a þær til að lyfta pilsun- um hærra. Þær fengu mun meira lófa- tak en en fjöllistamennirnir og komu síðan inn aftur og í þetta sinn dönsuðu þær við karlmenn. Einhver hrópaði: — Hæ, Rauð- kolla, þriðja frá vinstri, þú ert að missa buxurmar! Það var ekki satt, en hún hrökk við og fór sem snöggvast útúr takti með- an hún var að átta sig. Allir hrópuðu af ánægju. Það var klappað enn meira en áður, þeg- ar stúlkumar og dansherrar þeirra hurfu út af sviðinu. Gamet fann að hún hafði roðn- að. Oliver hallaði sér að henni og hvíslaði: — Ertu hneyksluð? — Ég — ég held það, viður- kenndi hún. — Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. — Viltu að við förum heim? spurði hann ertnislega. — Nei. nei ómögulega. sagði Gamet. Hún sagði við sjálfa sig að hún mætti með engu móti roðna einu sinni enn. Nú var sviðið autt. Tveir menn komu fram með fleiri lampa. Þegar þeir voru horfnir aftur hóf hljómsveitin að leika nýtt lag. Tónlistin varð hærri, það söng í trumbunum eins og til að boða merkan viðburð. Sviðið var ennþá tómt, en á- horfendur byrjuðu að klappa. Til þessa voru þeir hingað komnir. Það sem komið var, var aðeins forspil, skemmtilegt að vísu en ekkert sérstakt. Gam. et leit í leikskrána. Leit á na'fn- ið Juliette La Tour sem letrað var þvert yfir síðuna. Trumbuslátturinn jókst. Hljóð- færaleikaramir léku af öllum kröftum. Klappið færðist í auk- ana með tónlistinni. Áhorfendur hölluðu sér áfram i sætunum. Tjaldið var dregið frá með hægð. f bilinu sást hávaxin bros- andi stúlka með hár eins og fíla- bein og blá augu á stærð við túskilding. Hún var í aðskom- um og flegnum kjól úr svörtu flaueli með íofnu silfri. Lófatakið varð yfirþyrmandl. Garnet laut nær til að sjá bet- ur. Hún hafði aldrei séð annað eins. Unga stúlkan á sviðinu var fögur. en hún var meira en það, það stafaði frá henni lífsorku í svo ríkum mæli, að fólk hefði helzt viljað standa á fætur og hrópa húrra. Vöxturinn var 'full- kominn og svarti o.g silfraði kjóllinn gerði sitt til að undir- strika það. Hárið var svo ljóst að bað skein eins og tunglsljós. Allt ljómaði á henni; hárið, ferskt hörundið. háir, silfraðir hanzkamir sem beindu athygl- inni að hvítum öxlunum. Um hálsinn hafði hún demants- djásn. í hárinu voru fleiri dem- antar og armbönd utanyfir hönzkunum. Steinamir voru svo smáir. að þeir hlutu að vera ekta. Hún var skemmtileg á að líta ■— og freistandi. Og hún var gædd einhverju stríðnislegu sak- leysi, eins og hún vissi að hún væri fædd til að veita gleði og hún elskaði beinlínis að gera það sem hún var fædd til að gera. Fyrst stóð hún kyrr, hún brosti, meðan hún leyfði þeim að horfa á sig. Síðan kom hún til móts við áhorfendur með út- breiddan faðminn, og hún ljóm- aði af fögnuði, eins og hún væri að hitta elskhuga, sem hún hefði beðið efflir allan daginn. Það var klappað og hrópað og stapp- að í gólfið, enginn hefði heyrt til hennar, þótt hún hefði reynt að segja eitthvað, en hún gerði það ekki. Hún sendi þeim hvem fingurkossinn af öðrum og það glitraði á silfurbanzkana og hvítgult hárið og það var eins og hún hrópaði til þeirra: — Ó, hvað ég elska ykkur öll og mik- ið skulum við skemmta okkur vel. Hljómsveitin fór að leifea upp- hafsstefið að hröðu, fjörlegu lagi. Unga stúlkan á sviðinu hand- aði höndunum móti áhorfendum. Nú voru þeir reiðubúnir að hlusta á hana, það varð smám saman kyrrð í salnum og hún byrjaði á söng, sem virtist sprott- inn uppúr hennar eigin gleði. Ég elska lífið. það segi ég satt — Rödd hennar var ekki sér- lega merkileg, nema hún fyllti leikhúsi. Hún var í meðallagi sterk en hún hafði vit á að of- rejma hana ekki. En lagið var diliandi og fjörugt og hún bar orðin svo skýrt fram að enginn missti af neinu. Það var vel séð. Ég iðrast aðeins þess sem ég ekki kom í verk. Garnet gerði sér í hugarlund að það væri naumast mikið. En svo komu sjálfsásakanirnar og augun glóðu: Ég sé eftir hverjum dansi og eftir hverjum sjansi sem mér úr greipum gekk, vegna þess ég vissi ekki betur en vera pen og segja nei! Garriet fór að hlæ'ja. Hún hafði hneykslazt á dansmeyjun- um. en þessi söngkona hneyksl- aði haraa ekki. Unga stúlkan Styrkir tii náms við Há- skóla íslands Á þessu skólaári hefur menntamálaráðuneytið veitt eftirt. erlendum námsmönn- um styrk til náms við Há- skóla íslands í íslenzkri tungu, sögu íslands og bók- menntum: Frá Ástralíu: Jane Vaughan. Frá Danmörku: Kjartan Simonsen. Frá Finnlanði: Leila Grön- lund. Frá Frakklandi: Marie- Louise Schmidt. Frá Færeyjum: Liv Joensen. Frá Irlandi: John A. Claffey. Frá Ifína: Li Chih-chang. Frá Noregi: Bjame Fidje- stöl. Frá Sambandslýðveldinu Þýzkalandi: Gerlind Pauli (framhaldsstyrkur). Frá Svíþjóð: Astrid Ohr- larider og Inger Grönwald (2ja mánaða framhaldsstyrk- ur). sínu „Ætlar þú í land að sukka?“ spyr Þórður. „Ekki beinh'nis það,” segir Tómas hlæjandi, „en ráít svona líta á hvað hægt er að upplifa hér“. Það virðast annars ekki svo mikið að sjá hér. Borg- ingja — og virðast þeir ekki hafa verið ýkja fastir í sessi af fjöldanum að dæma. I miðbænum eru nokkrir skemmtistaðir, og í eina kaffihúsanna kemur fram allgóð söngkona, að því er in er lítil, byggð af nokkru oflæti, og allsstaðar eru sagt er. Alltaf uppselt á „Pétur Gaut" LeSkrit Henriks Ibsens „Pétur Gautur“ hefur nú verlð sýnt nokkrum sinnum i Þjóðleikhúsinu við mikla hrifningu áhorf- enda. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og oft hafa færri fengið miða en vildu Leikur Gunnars Eyjólfssonar í aðal- hlutverkinu hefur vakið sérstaka hrifningu, en þetta er talíð eitt mesta og vandasamasta hlutverkið i lcikbókmenntunum. „Pétur Gautur“ verður sýndur á næstunni þrisvar í viku hveiTi; um næstu heigi verða sýningar bæði á laugardag og sunnudag. — Myndin: Gunnar Eyjólfsson í hlutverki Péturs Gauts. Póst- og símamálastjórnin óskar eftir starfsmönnum að Loranstöðinni á Gufuskálum. Til greina koma símvirkjar, símritarar, útvarpsvirkjar og loftskeytamenn eða aðrir með sambærilega menntun. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 26. janúar 1963. Upplýsingar eru veittar í síma 11000. Póst- og símamálastjómin, 8/1 1963. Húsnæði til leigu Gott skrifstofuhúsnæði er til leigu í mið- bænum. Laust til afnota nú þegar. — Upp- lýsingar gefnar í síma 14689 og 12831. ÚTSALA ÚTSALAN HEFST t KJÓLAR BLÚSSUR SLOPPAR STlF SKJÖRT UNDIRFATNAÐUR Allskonar smávara. - úrval hjá DAG PILS ÚLPUR SPORTBUXUR MOHAIRTREFLAR ULLAR VETTLIN G AR • Aldrei meira B Á R U Austnrstræti 14 ¥

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.