Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. janúar 1963 ÞJOÐVILJINN SlÐA 2 ÁRIÐ 1962 er liðið, eins og annálahöf- undarnir segja. Á því herrans ári hefur ýmis- legt það gerzt á vett- vangi þjóðmála, sem á- stæða væri til að staldra við og hugleiða. Ég mun þó í þessu rabbi aðeins minnast á örfá atriði, sem ég myndi telja að snerti svolítið þá kyn- slóð, sem brátt mun taka við af þeirri sem eldri er. Ýms mál, sem grípa inn í daglegt líf fólksins í landinu hafa þróazt á þann veg, að margir líta ekki með neinni sérstakri bjart- sýni fram til nýs við- reisnarárs. Unga íólkið glímir við námsvcrkcfnin, en spucning vaknar: Hvernig er af hálfn stjórnarvalda búið að æskunni, hvað snertir möguleika hennar til menntunar og þroska og heilbrigðs félags- og skemmtanalífs? Gunnar Guttormsson Við höfum oft á undanförn- um árum heyrt talað um nauO- syn þess að gera 8 stunda vinnudaginn að veruleika. Á sínum tíma heyrðum við sagt fró því, að á Alþingi hefði ver- ið flutt þingsályktunartillaga um þetta efni og kosin nefnd til að vinna að framgangi þess. Ekki man ég hverjir stóðu að flutningi tillögunnar. Kannski kommúnistarnir? Það skiptir annars ekki máli hvað- an gott kemur, en eitt er vist, að við umræður og atkvæóa- greiðslu gekk ekki hnífurinn á milli þeirra annars sundurleitu hópa, sem þarna sitja. Hendur allra voru á lofti, það var eng- inn ó móti svona sjólfsögðum hlut. Hver eru nú höfuðskilyrði þess. að 8 stunda vinnudagur nægi mönnum til að framfleyta sér og sínum, og í hverva verkahring er að sjá um að svo geti orðið? Málið er of't" einfalt: Kaupgjald verkafólirs þarf að vera það hátt, að laun 8 stunda vinnudags nægi mönn- um til að lifa mannsæmanii lífi eins og það er oft orðaö — (Það gerir sér víst engiun grillur um að verða milljói- ari af heiðarlegri vinnu). — Vitanlega grípa aðrir þætt,r hér inn í svo sem húsnæðis- mál skattalöggjöf Q.fl, Framkvæmdir? Jú. verklýðs- félög setia fram ákveðnar kröf- ur um lágmarkskaup fyrir með- limi sína og reyna að semja um það við vinnuveitend r. Náist ekki samkomulag. haia verklýðsfélög samkvæmt lög um heimild til að boða vinn.i- stöðvun, hefja verkfall til að knýja atvinnurekendur til samninga. Takist með þessuv. aðgerðum samkomulag, ser.i báðir aðilar geta við unað. er það heilög skylda ríkisvald-i- ins, ef það é annað borð v.J' vinnufrið í landinu, að sjá um að vernda þá kjarabót, sem samizt hefur um, t.d. með b ' að heimila ekki hækkun vör i- verðs og þjónustu. Hvern'i? hefur nú beirri ríkisstjórn, sem nú situr tekizt þetta? Til þess að forða misskilningi er rétt að hafa það í huga, að fyrir tilkomu þessarar stjórn- arsamsteypu þurfti verkafó'k líka að vinna eftirvinnu, hún er enganveginn afkvæmi þess- arar stjórnar, en laun 8 stunda vinnudags voru þó t.d. á dög- um vinstri stjómarinnar nær því en nú að hrökkva fynr brýnustu lífsnauðsynjum fól <s Fyrir daga þeirrar stjórnai átti verkalýðurinn líka í höggi við afturhaldssamar rikisstjóm- ir, sem höfðu, frá því 194? rýrt lífskjör hans jafnt og þétt. — Þessi stjórn hefur samt slegiö öll þeirra met. Um þau þarf ekki að hafa mörg orð. Burtséð frá allri kjaraskerö- ingunni hefur þessi ríkisstjóm neitað að virða samningsréit verkalýðsfélaga. Hún hefur með einhliða valdboði, með tvennui i gengislækkunum lækkað þið kaup, sem verkalýðsfélögm höfðu samið um við atvinnu- rekendur. Þrátj fyrir fórnfrek verkföll. sitt á hvoru árinu, hefur verklýðshreyfingunni ekki tekizt að halda i horf- inu, vegna síendurtekinna árásn ríkisstjórnarinnar á lífskjörii í formi gengislækkana og si- fellra verðlækkana. Nú í byrj- un þriðja stjórnarárs þessara leiðtoga okkar þarf verklýðs- hreyfingin að láta til skarar skríða í þriðja sinn til þess að höggva á ný skarð í þá 13% kjaraskerðingu, sem með- limir hennar hafa orðið að þo'.a síðan 1959. Afleiðingar þessa ástands eru m.a. þær, að 8 stunda vinnu- dagur þekkist nú varla í land- inu, heldur er hann nú ai1- mennt 10 stundir og í mörg- um tilvikum 12—14 stundir. — Flver var að tala um mem- ingarstarfsemi í verklýðsféljf,- unum? — Ég veit ekki betur. en unglingar, a.m.k. þeir sen náð hafa 16 ára aldri. vinni þennan sama vinnudag. — Var nokkur að tala um heilbrigt skemmtana- og tómstunani,- æskufólks? Æskan í dag Það er alltaf verið að stagi- ast á því hvað æskan í land- inu hafi það gott, hvað vel sé að henni búið hvað snertir möguleika hennar til menntun- ar og þroska, heilþrigðs félags- og skemmtanalífs. Eg held. að þetta sé hin mesta fjarstæða, hvort heldur átt er við ungt fólk í þéttbýlinu eða upp nl sveita. Hér er ekki rúm til að gera öllum þessum vanda málum skil eða gagnrýnn skilningsleysi þeirra, sem bera ábyrgð a þessum málum. En af þvi að ég hefi gert vinnu- þrældóminn og kjaramál að aðalumræðuefni í þessum pistli, þá er ekki úr vegi að minnast aðeins ó áhrif þessa tvenns á félags- og skemmt-’ analíf ungs fólks, og þá jafn- framt aðstöðu þess að öði'.i leyti til heilbrigðs skemmtana- lífs. Nærtækast er að lfta á -'- standið hér í höfuðstaðnum. — Ég hygg, að það sé reynsla flestra þeirra félagasamtaka i bænum, sem reyna að halda uppi einhverri starfsemi fyrir ungt fólk í eigin félagsheim- ilum, að aðsókn fari minnk- andi. Ber hér auðvitað ýmis- legt til og þá auðvitað fyrvt og fremst það, að unga fólk ið, sem er knúið til að vinna hinn langa vinnudag, tekvi ekki þátt í félags- eða skemmt- analífi af neinu tagi. Þá má geta þess að yfirleitt haíu æskulýðs- og íþróttafélög borg- arinr.ar hvorki yfir að ráða nægilega stóru húsnæði né nægilega miklu fjármagni lil þess að bjóða félögum sínum upp á þær skemmtanir, se.n ungt fólk vill sækja. Afleiðing- arnar eru þær, að æskulýður- inn leitar inn á skemmti- staði einkaframtaksins. sem allir hafa það sameiginlegt að vera starfræktir vegrta gróð- ans sem fæst af rekstri þeirra. Þetta gildir bæði um kvik- myndahúsin og samkomuh is sem bjóöa upp á dansskemmt- anir og vínveitingar, en þær standa undir kostnaðinum af hinu fyrrnefnda (þ.e. dansin- um) og eru þar af leiðandi aðalatriðið frá sjónarmiði eig- anda. Inn á þessa skemmti- staði er í rauninni enginn vel- kominn nema hann kaupi nokkra „umganga“. Það á að heita svo að ekki megi selja áfengi öðrum en þeim, sent náð hefur 21 árs aldri. Það er nú svo! Fagna ber því, að Æskulýðs- ráð Reykjavíkur hefur í vet- ur gengizt fyrir vínlausum skemmtunum fyrir æskufó'k í einu samkomuhúsi borgar- innar. Þetta er vissulega þörf starfsemi og væri leitt til þess að vita, ef leggja þyrfti hana niðui vegna tapreksturs, eins og eigandi hússins gefur í skyn í Mbl. 6. jan. Einkaframtakið hefur semsagt ekki „efni“ á því að reka vínlausar skemmt- anir fyrir æskufólk. Hverntg standa svo þessi mál í dreii býlinu? Þar eru þessi marg- umræddu félagsheimili, mö rg firna stór og nýtizkuleg að sama skapi. En það er einn hængur á. Það er semsagt ekki útséð um það, hvort þau geta í náinni framtíð rækt það h’u1 verk, sem bjartsýnustu menn ætluðu þeim, þ.e., að þau verð- félagsleg og menningarl'T- lyftistöng viðkomandi byggða, laga. Það vantar semsagt fjár- magn til þess að reka þessi heimili, ef þau eiga að verða eitthvað annað en slæm eftir- líking lélegustu skemmtistað anna í þéttbýlinu. Umhyggja núverandi ríkis- stjórnar fyrir bættum og menningarlegri rekstri þessara félagsheimila (og annarra) kon. berlega í ljós við afgreiðsiu fjórlaga á Alþingi nú fyrtr jólili. Þá fluttu tveir þingmenn Alþýðubandalagsins tillögu um að veita á fjárlögum 1,5 mil'j. kr. „til aö styrkja fclagsstarf- semi og sltemmtanir æskulýðs. scm haldnar eru án þess al vín sé veitt af hálfu félags- hcimila og annarra aðila, end.t sé tryggt að vcrðlagi öllu ae í hóf stillt og sé styrknum út- hlutaö samkvæmt reglum, se.-n félagsmálaráðuneytið setur1. Þessi tillaga var felld af stjórnarliðinu ásamt annarri tillögu frá einum þingmannt Alþýðubandalagsins um að veitt væri á fjárlögum 1 millj. kr. fjárveiting til að vinna á móti tóbaks- og áfengisneyz'u' æskufólks. Slík er umhyggja núverandi ríkisstjórnar fyrir velferðarmálum æskunnar. Vinnuþrældómur Þegar rætt er um kjaramál fólks almennt hljóta húsnæðis- málin og þau fjölmörgu vanda- mál, sem þeim fylgja að verða mjög ofarlega á blaði. Þau snerta ekki einungis efnalegi afkomu f jölskyldunnar og heilsufar, heldur hafa þau einnig sín áhrif á lífshamingju hennar og hugsunarhátt. — Menningu þjóða má oft nokk- uð dæma eftir því hvemig séð er fyrir þessum frumþörfum þegnanna. — Hér á dögunum var verið að úthluta 64 íbúðum, sem Reykjavíkurborg hefur látið byggja til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæði. Alls bárust 380 umsóknir um þessar íbúð- ir. Auk umsókna frá fólki i lélegu og heilsuspillandi hús- næði, bárust margar umsókn ir frá fólki, sem er húsnæðis- laust eða í þann veginn að lenda á götunni. Þrátt íyrir sérstaklega hagstæð kjör, sem buðust við kaup þessara íbúða. bárust aðeins 16 umsóknir fra þeim nál. 170 fjölskyldum, serr enn búa í bröggum hér í borg- tnni. — Þessi dæmi gefa örlitla hug- Eftir Gunnar Guttormsson, forseta /EskulýBsfylk- ingarinnar Samhands ungra sósíalista myr.d um hvernig nú er al- mennt ástatt í húsnæðismálum Reykvíkinga: 64 fjölskyldur. sem væntanlega hafa búið í lakasta húsnæðinu eygja mögu- leika á að komast í gott hús- næði. Vandræði hinna 320 bíða óleyst. Sumar þessara fjöi- skyldna, (þær sem nú eru að lenda á götunni), flytjast að líkindum síðar meir í húsnæði það, sem hinar 64 munu yfir- gefa. — Þetta heitir á máli borgarstjórnarmeirihlutans ,,að vinna að útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis". — Ötalin eru svo vandræði þess fólks hér í borg og út um allt land, sem var svo bjartsýnt að ráðast í byggingarframkvæmdir á þess- um viðreismartímum. Hvernig er svo aðstaða þess unga fólks, sem í dag er að stofna heim- ili eða hyggst gera það á næst- unni? Hvaða möguleika hefur það til að eignast eigið hús- næði eða ieigja húsnæði með skaplegum kjörum? Við skulum gera okkur svo- litla grein fyrir því í hverj i hefur verið fólgin „hjálp“ nú-1^ verandi ríkisstjórnar við þetta fólk. — Ég hefi áður minnzt á með hvaða ráðstöfunum þessi ríkisstjórn hefur rýrt launakjör verkafólks. Þær ráðstafanir gera fólki æ erfiðara fyrir að standa í skilum með afborgan- :r lána. — Hvað um byggingarkostnað- inn? Síðan 1959 hefur bygging- arkostnaður meðalstórrar íbúö- ar hækkað um 150—160 þús kr. Á sama tíma hafa hámarks. lán Húsnæðismálastjórnar hækkað úr 70 í 100 þús. kr. Af þessu er Ijóst að lán Hús- næðismálastjórnar nægja ekki einu sinni til að mæta þessari hækkun. — Er ekki eðlilegt að á sama tíma og margt verka- fólk þarf að leggja nótt við dag til að hafa í sig og á, þú sé þeirri spurningu velt upp hvernig þetta sama fólk eigi að fara að því að eignast íbúð, sem kostar um og yfir hálfa milljón og greiða þarf upp á 15—20 árum (i mörgum tii- vikum 4 skemmri tíma) Það virðist yfirleitt vera orðið da- lítið fjarlægt að tala um, að fólk eignist íbúð. Er hér ekki margra kosta völ. Það er líka skrítin sú staðreynd, að fjöldi fólks skuli þurfa að þorga uppundir helming árstekna sinna fyrir leigu meðalstórrar íbúðar. Þetta eru alvarlegir hlutir, en alvarlegast af öllu er þó, ef forráðamönnum rikis- og bæja hefur tekizt að telja álmenningi trú um, að öðru- vísi geti þetta ekki verið, hér sé um eðlilegt ástand að ræða, og allt fjas um óstjórn þess- ara mála sé rógburður vondra kommúnista. Þeir ráðamenn, sem svara þannig kröfum al- mennings um úrbætur í þess- um efnum verðskulda varia traust hans. Meirihlutinn í borgarstjóm Reykjavíkur, sem við af- greiðslu fjarhagsáætlunar borg- arinnar felldi tillögu frá borg- arfulltrúa Alþýðubandalagsins um að „hef ja á árinu bygrglngu eigi færri en 300 íbúða, er jöfnum höndum fari til útrým- ingar hcilsuspillandi húnsnæðis og til að Ieysa vanda húsnæð- islausra fjölskyldna", — slíkur meirihl. lítur a.m.k. ekki á sig sem þjón húsnæðisleysingja. Af- stöðu sína til slíks meirihluta þyrftu ýmsir að endurskoða. Músnæðismálin Þess hugsunarháttar gætir alltaf meðal ungs fólks (og sumra fullorðinna einnig), að þau átök, sem daglega eru háð á stjómmálasviðinu skipti sára- litlu máli í daglegu lífi þess. Stjórnmál (pólitík) eru að margra áliti iðja einhvers á- kveðins hóps rifrildisseggja, sem aldrei geta verið sammála. Bezt að láta slíka hluti af* skiptalausa, lofa þessum út- völdu að rífast, hugsar fólk. Ég held að reynsla undan- genginna þriggja ára hafi fært Framhald á 9. síðu. ÓhEjóð Menn deila um það (eins og annað) hver hafi fyrst- ur ort óljóð. Einn forvígis- maður ungskálda telur að Sigurður frá Brún hafi fyrstur notað orðið í her- ferð sinni gegn formbvlt- ingarmönnum og það séu því bein svik þegar síungt byltingarskáld nefnir bók sína þessu ókvæðisnafni. Rímnaskáld eitt telur það hins vegar óyggjandi, að það hafi sjálft orðið fyrst inná þessa braut er það orti ókvæði nokkurt í Þjóðvilj- ann. Ekki læt ég mig það neinu skipta hver er upp- hafsmaður stefnunnar. held- ur geng henni á hönd. Með fyrsta óljóði mírm sendi ég Rithöfundafélagi íslands beztu nýársóskir. Ó ó ó ó ó ó Ó jóð Ó jó Hann e e e e e e ssssss Ó ó ó óó nnnnn Hann eeeeeeeeeeée rrrr með skarð í Vör Ó Ólína.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.