Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 6
ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 10. janúiar 1963 £ SÍÐA Oameríska nefndin fer á stúfana Friðarsamtök ofsótt í Bandaríkjunum Enda þótt nazistaflokkurinn fái að starfa ó- áreittur í Bandaríkjunum þá er ekki sömu sögu að segja um samtök þau er berjast fyrir friði og afvopnun. Nýverið létu yfirvöldin til skarar skríða gegn friðarsamtökum kvenna, „Women’s International Strike for Peace“. Margar forustu- konur samtakanna voru dregnar fyrir „óame- rísku nefndina“ og sakaðar um kommúnisma, sem talinn er með alvarlegri glæpum þar í landi. Konurnar vörðu mál sitt, neituðu að svara ýms- um spurningum nefndarinnar og var óspart klappað lof í lófa af þeim sem staddir voru í réttarsalnum. Daginn sem réttarhöldin hóf- ust ruddist fyrrverandi starfs- maður bandarísku leynilögregl- unnar, Jack Levine að nafni, inn i nefndarherbergið og krafðist þess, að nefndin léti málið niður falla. Levine þessi hefur oft áður gagnrýnt starfs- aðferðir leynilögreglunnar. 1 þetta sinn hafði lögreglan hann á brott úr salnum. Levine truflaði réttarhöldin eftir að frú Blanche Posner hafði rætt um hsetturnar sem mannkyninu stafar af kjam- orkustríði og strontíum 90 — en frúin hafði einnig neitað að svara öllum spumingum og vísað til þess ákvæðis í stjórn- arskránni sem segir að vitni geti neitað að skýra frá því, sem geti komið þeim sjálfum í koll. Bandaríkjunum til skammar Lögfræðingur „óamerísku nefndarinnar“, Alfred nokkur Nittle, fullyrti áð nefndín hefði upplýsingar um það að frú Posner hafi verið félagi í kommúnistaflokknum meðan hún var kennslukona í New York á árunum 1922 til 1952. ----------------------------<e> USA óttast tollmnra EBE MIAMI 8/1 — Orville Freeman, landbúnaðarráðherra Banda- ríkjanna, varaði ’ dag Efna- hagsbandalag Evrópu við því að reisa tollmúra gegn banda- rískum landbúnaðarafurðum Bandaríkin kynnu að neyðast til að gera gagnráðstafanir og nefndi hann sem dæmi að þau gætu minnkað efnahagsaðstoð sína við önnur lönd. Freeman sagði að Banda- ríkjastjóm hefði miklar á- hyggjur út af þeirri tilhneig- ingu sem gerði vart við sig í EBE að taka fyrir innflutning frá öðrum löndum. Háir tollar hefðu þegar dregið stórum úr útflutningi á alifuglum frá Bandaríkjunum til EBE og hætta væri á að sama gerðist með fleiri afurðir. Hallinn á greiðslujöfnuði Bandaríkjanna við útlönd myndi þá enn versna. héta verkfalli HELSINKI — Stjóm sambands ríkisstarfsmanna í Finnlandi hefur ákveðið að boða verkfall frá 1. marz, ef ekki hafa tekizt samningar um iaunakjör starfs- manna fyrir þann tíma. 1 sam- bandinu eru 74 félög með sam- tais 35.000 félagsmenn. Frúin neitaði að svara öllum spurningum. 1 þann mund birt- ist Levine og hrópaði: — „Herra þingmaður. Ég er þjóðhollur þegn og fyrrverandi starfsmaður ieynilögrcglunn- ar. Ég bið yður að láta þcssari rannsókn Iokið áður en þér bakið bandarísku þjóðinni smán.“ Áheyrendaskarinn í réttar- salnum — en konur voru þar í miklum meirihluta — reis úr sætum og klappaði ákaft, en lögreglan hrifsaði Levine og dró hann á brott. „Leitið í skáta- hreyfingunni“ Sjónvarpsmenn biðu fyrir ut- an réttarsalinn og áttu viðtal við Levine. Hann kvaðst vera viss um að málatilbúnaður þessi væri tilraun til að sverta friðarhreyfinguna í Banda- ríkjunum. „Ég veit ekki hvort einhverj- ir kommúnistar eru í friðar- hreyfingunni", sagði hann, „en er sannfærður um að þeir stjórna henni ekki á nokkum hátt“. Síðan bætti hann við: „Ef þeir leita nógu vandlega geta þeir ef til vill fundið kommúnista innan skátahreyf- ingarinnar“. „Rannsóknin er helber til- raun til að ófrægja friðarhreyf- inguna með því að hún sé und- ir áhrifum kommúnista — en það er algjörlega úr lausu lofti gripið". ,Óttast um börnin“ Nefndarherbergið, stór salur í þinghúsinu, var fullskipaður er frú Posner gekk fram til yfirheyrslu. Allar konumar sem nærstaddar vom risu á fætur er hún birtist. Frú Posner er bandarískur þegn, en fædd í Austurríki. Hún tók þegar til máls: „Ég veit ekki hvcrs vegna ég er hér“, sagði hún við Doyle, formann nefndarinnar, .,en ég veit hvers vegna þér eruð hér. Það er vegna þcss að þér skilj- ið ekki eöii þessarar hreyfing- ar. Starfsemi hcnnar grundvall- ast á umhyggju mæðranna og ástar þeirra til barna sinna. Við morgunverðarborðiö sjá þær ckkt aðeins mjólk barn- anna heldur einnig strontium 90 og þær óttast um heilsu þcirra og öryggi. Fólk ætti að vera þakklátt „The Womcn’s International Strike for Peace“. Hver einasta kjarnorkutilraun orsakar vansköpuð börn, and- vana fædd börn, krabbamcin og hættu á atómeyðángu. Ég neita að starfa með nefnd- inni. Og guði sé lof fyrir það að þeir sem sömdu stjómar- skrána bættu við þessu fimmta viðaukaákvæði, sem ég nú visa til". „Ræðum ekki um rétt“ Á öðrum degi réttarhaldanna var frú Anna Mackenzie tekin til yfirheyrslu. Hún neitaði að svara spurningum en kvaðst ekki gera það á grundvelli fimmta viðbótarákvæðisins, sem kveður á um það að vitni þurfi ekki að svara spuming- um sem gert geti það sjálít tortryggilegt. „Þetta er ekki spurning", sagði hún, „Þetta er steinn sem varpað er að mér.“ Þessum orðum hennar var á- kaft fagnað af áheyrendum. Mackenzie var nú spurð að því hvort hún hefði samið til- teknar bænaskrár. „Ég tel mig hafa rétt til að semja bæna- skrár“, sagði hún. „Við ræðum ekki um rétt yðar ....“, svaraði Doyle nefndarformaður, og mótmæla- hrópin dundu í salnum. „Óvirðing við þingið“ Doyle hélf áfram: „Við höf- um aðeins áhuga á því að kom- ast að rauri um að hvað miklu leyti kommúnistaflokkurinn og þekktir kommúnistar hafa beitt sér innan friðarhreyfingarinnar. Við vitum, að sumir hafa gert það.“ Frú Mackenzie sagði að lok- um: „Ég vísa til fyrstu við- aukagrcinarinnar og annars þess í stjórnarskránni sem varðar mólið“. (1 fyrstu viðaukagreininni er kveðið á um rétt einstaklings- ins til trúarfrelsis, málfrelsis, prentfrelsis og rétt til að senda ríkisstjóminni bænarskrár um að kærumál verði tekin fyrir að nýju). Alfred Nittle, ráðgjafi nefnd- arinnar spurði hvort hún ætl- aði sér einnig að vísa til fimmta viðaukaákvæðisins en því neitaði frúin. Nittle skýrði frá því, að nefndin hefði komizt yfir upp- lýsingar um að Mackenzie hefði verið kommúnisti á árunum 1943 og 1944. Hann spurði einn- ig hvort satt væri að hún hefði verið meðlimur í kommúnist- ísku stúdentafélagi er hún var við nám í Vassarskólanum um 1930. Frú Mackenzie neitaði að svara þessum spurningum á sama grundvelli og áður. Eftir að hún hafði nokkrum sinnum tekið fram að hún neitaði að svara á grundvelli fimmtu viðaukagreinarinnar sagði Nittle að hún ætti á hættu að verða ákærð fyrir ó- virðingu við þingið. Áheyrendur fögnuðu henni ákaft er hún yfirgaf vitnastúk- una. Aðeins kommúnistar sem vilja JLið? Síðasta vitnið sem settist í vitnasætið þennan dag var 72 ára gömul kona, Elizabeth Moos að nafni. Er hún var spurð að því hvort hún tilheyrði komm- únistaflokknum vísaði hún til fimmtu viðaukagreinarinnar. Hún deildi hart á mólatilbún- að nefndarinnar. „Það er vafasamur greiði vlð Bandaríkin og raunar allan heiminn", sagði hún, „að koma kommúnistaorói á alia starf- semi fyrir friði: Eru það ein- ungis kommúnistar sem óska elnr friði? öska þeir hans sterkara en við?“ Áheyrendur fögnuðu ákaft þessari athugasemd. Hreyfingin ekki á valdi neins Á þriðja degi rannsóknarinn- ar var formaður friðarsamtnk- anna, Dagmar Wilson, tekin til yfirheyrslu. Frú Wiison er húsmóðir frá Washingt.on, 40 ára að aldri. Nittle reyndi mjög að íæra rök að því að New York-deild- in réði lögum og lofum i sam- tökunum og að þeirri deild stjórnuðu konur sem sar.nan- lega væru kommúnistar eða hefðu neitað að svara spurning- um um tengsl sín við kommún- ismann. Wilson sagði að stöðugt samstarf væri milli hinna einstöku deilda hvarvetna í Bandaríkjunum og að samtökin væru ekki skipulögð frá nein- um einstökum stað. Hún bætti við að það hefði verið hún sjálf sem hefði átt frumkvæðið að því að samtök- in voru stofnuð. Popovitsj heiðraðnr í Prag Nýlega hélt sendinefnd sovézkra geimfara til Kúbu. 1 sendi- nefndinni var mcðal annarra hinn frægi geimfari Pavel Rom- anovitsj Popovitsj. Myndin er tekin er sendinefndin gerði stuttan stanz i Prag. Sýnir hún miðstjórnarformann i æskulýðssamtökum Tékkóslovakíu sæma Popovitsj heiðursmerki samtaka sinna. Hún hafði ofhátt á gamlárskvöld Ung stúlka var myrt í Kaup- mannahöfn á gamlárskvöld, af þvi hún hafði svo hátt og braut blómapott. Birthe Carlsson var í áramótaveizlu hjá nokkrum vinum sínum í Ordrup. Hún dansaði mikið, hló og skemmti sér konunglega, enda aðeins 22 ára gömul. En þá kom sonurinn í húsinu heim úr öðrum fagn-^ aði, þar sem hann hafði lítið getað skemmt sér, og Birthe hin káta fór ákaflega í taugarnar á honum. Sonurinn bað systur sína að láta gestina fara, en hún neit- aði því, o.g ranglaði hann þá til eldhúss. Þá heyrði hann, að gestirnir v.oru að velta blóma- potti, sem mamma hans átti, og nú var honum nóg boðið. Hann greip oddhvassan brauð- hníf og ruddist inn í stofuna. Þar stóð Birthe á miðju gólfi og vissi ekki fyrr en allt í einu, að hnífurinn stóð á kafi í IS TEFUR SKIP <:■ m: físmmst 1 ýíS't;.;, ..-, T- trn,Yrm<fM Vetrarríki hefur veríð mikiö um mcstallt mcginland Evrópu undanfarið en nú cr aftur tckið að hlýna í veðri. Myndin sýnir ishröngl á Maán-íljóti í Þýzkalandi. föngulegum barmi hennar. Veizlugestimir flýðu af hólmi, en lögreglan kom á vettvang og handtók unga manninn. Hann hefur játað vernaðinn, en segist vera svo skapmikill, að í seinni tíð hafi hann orðið að borða 10 töflur af restenil á dag til að hemja skap sitt. Áhrsf af* vopnunar Fyrir nokkrum dögum kom út í Englandi bók um f járhags- lcgar aflciðingar afvopnunar (The Economic Effects of Dis- armament), og er hún rituð af nokkrum starfsmönnum við The Economist Inteligence Un- it. Sérstaka athygli mun vekja sá kafli hennar, er fjallar um stöðu brezka hersins og her- gagnaiðnaðarins í efnahagslífi landsins. Að minnsta kosti 1.8 milljónir manna eru beint eða óbeint í þjónustu slíkra at- vinnuveitenda, og af þeim er hálf milljón manna í herþjón- ustu. Launagreiðslur ríkisins til þeirra, sem starfa í eða fyrir herinn nema fimmtungi brezku fjárlaganna. Sú upphæð er þó lægri en kostnaðurinn við framleiðslu Skybolteldflaug- anna hefði orðið. „Enda þótt slíkir útreikningar séu yfir- boröskenndir", segir brezka blaðið Observer, „er ljóst, að frá fjárhagslegu sjónarmiði er skynsamlegra fyrir Breta að auka þann herstyrk sitt, sem búinn er venjulegum vopnum, heldur en stef»a að því að verða óháð kjarnorkuveldi." Margir Bretar munu þó ekki sjá neitt skynsamlegt í slíkum tillögum, enda mun flestum orðið Ijóst, að eins og nú hátt- ar til í heiminum, er tvö reg- insstórveldi hafa vígbúizt þús- undfalt á við allar. aðrar þjóðir samanlagt, er vígbúnaðarbrölt kotríkja eins og Bretlands og Frakklands aðallega til að sýn- ast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.