Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.01.1963, Blaðsíða 12
Jólaskreytisigar teknar niBur Nú er þrettándinn liöinn og jólin þar með á enda runnin og er;i þess þegar farin að sjást merki í miðbænum, m. a, tók Ijósmyndari Þjóðpiljans þessa mynd er verið var að taka niður skreytingar við Skólavörðustíginn. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) stórskemmast Dm kl. 5.40 i fyrrinótt ók ölv- aður piltur á 3 kyrrstæðar bif- reiðar við Hringbraut rétt aust- an Kaplaskjólsvegar og olli all- miklum skemmdum á þeim öll- Um auk þess sem hann stór- skemmdi sína eigin bifreið. Samkvæmt frásögn ökumanns- ins hafði hann verið á dans- leik um kvöldið en að dansleikn- um loknum brá hann sér í bíl- ferð vítt og breitt um götur bæjarins og endaði hún með fyrrgreindum afleiðingum, enda var maðurinn áberandi undir á- hrifum áfengis er lögreglan kom á staðinn og tók hann úr um- ferð. Þegar áreksturlnn varð kom pilturinn akandi á fuliri ferð norðan Kaplask.iólsveg og inn á Hringbrautina án þess að slá af- Missti hann þá stjóm á bif- reiðinni sem er stór Buickbif- reið. Lenti hún fyrst á gang- stéttarbrúnnni norðan megin 'kastaðist þaðan út á götuna aftur o3 skall á fólksbifreið er stóð við gangstéttina, hrökk af henni á aðra fólksbifreið og slóst því næst í jeppabifreið. Hafn- aði Buiekbifreiðin loks á stein- vegg norðan megin götunnar móts við húsið nr. 84. Var bif- reiðin þá orðin algerlega óöku- fær. Eigendur bifreiðanna sem ekið var á, vöknuðu við hávaðann og komu á vettvang og einnig kom lögreglan von bráðar og tók ökuþórinn í sína vörziu. Framhald af 1. síðu taxta og eitt nýtt ákvæði er í honum. ákvæðið um beitningu. Hermann kvast búast við að einhver hávaði yrði vegna auglýs- ingarinnar. Útgerðarmenn væru ekki vanir að taka þessum hlut- um þegjandi og hljóðalaust. — G.O. DregiB í 9. fíokki Happ- drættis DASi fyrradag 1 fyrradag var dregið í 9. fl. Happdrættis D.A.S. um 100 vinn- inga og féllu vinningar þannig: 4ra herbergja íbúð Ljósheim- um 22, I. hæð (A) tilbúin und- ir tréverk kom á nr. 14867. Um- boð: Aðalumboð. 2ja herbergja íbúð Ljósheim- um 20, VIII. hæð (D) tilbúin undir tréverk kom á nr. 13412. Umboð Aðalumboð. Taunus Station-bifreið kom á nr. 880. Umboð Sigríðar Helga- dóttur. Opel sendiferðabifreið kom á nr. 39724. Umboð Aðalumboð. Volkswagen fólksbifreið kom á nr. 58412. Umboð Aðalumboð. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 10.000.00 hvert: 3680, 6442, 9304, 12048, 13273, 18122, 24673, 59542, 62813, 64474. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 5.000.00 hvert: 1584, 1736 1847 2457 2651 2731 2858 3107 3873 4049 4572 4843 5157 5801 6286 8188 9434 17876 19275 20189 20338 21032 21566 21954 22626 23943 24227 24555 25025 25658 26932 28218 28268 28285 30540 30922 31934 32920 32938 33863 34596 35337 36757 38019 38814 39376 39820 40951 41797 42519 43313 43423 43474 43981 44038 44080 44282 44588 44602 44801 47163 47207 49768 50318 50392 51333 51551 51638 52818 53525 53542 54890 55331 55415 55531 56170 56647 56868 59222 59529 60285 62898 63274 63603 63972. (Birt án ébyrgðar). HaDveig of svifa- sein til síldvei&a Útgerðarráð BÚR samþykk’ti á fundi í gær, að hætta tilrauninni með Hallveigu Fróðadóttur, sem verið hefur á síldveiðum síðan í fyrravetur. Kom- ið hefur í ljós, að skipið er ekki fallið til þessara veiða og eru tveir miklir síldarskipst'jórar sam- dóma um það álit. Þeir segja báðir að Hallveig sé alltof þung í vöfum til síldveiða. Ennfremur var samþykkt að gera upp af fullri rausn við skips- höfn þá sem búið var að ráða á Leif Eiríksson, en var sagt upp í fyrradag. Fimmtudagur 10. janúiar 1963 — 28. árgangur — 7. tölublað. 1 fyrravetur meðan á togara- verkfallinu stóð, var ráðizt í að gera breytingar á Hallveigu Fróðadóttur, sem er 609 tonna togari, og senda hana á síldveið- ar til reynslu. Skipið var tekið í slipp og stýrisblaðið stækkað, til að hún gæti farið krappari hring þegar nótinni er kastað og einnig voru sett í hana nauð- synleg síldveiðitæki, kraftblökk og leitartæki. Hallveig var svo á síldveiðum það sem af lifði vetrarvertíðar- innar í fyrra og í sumar. Um veturinn fékk hún sáralítið sem ekkert og í sumar fékk hún ein 3000 mál. Raunin varð sú að skipið reif nótina á síðunni og fleiri erfiðleikar komu í Ijós, enda var nótin miklu stærri en almennt gerist I haust voru enn gerðar á skipinu allmiklar breytingar og endurbætur vegna fenginnar reynslu og Guðbjöm Þorsteins- son, sem áður var með Leif Ei- riksson tók við skipstjóm, en hann er mikill aflamaður á síld. Hann slasaðist um borð nokkru fyrir áramót og var þá Garðar Finnsson skipstjóri á Höfrungi II fenginn til að fara með Hall- veigu nokkra túra. Hann var með skipið í 10 daga og gekk engu betur en fyrirrennara sín- um. Hann kvað það álit sitt að Hallveig væri of svifasein og þung í vöfum til að geta stundað þessar veiðar. Þar sem þröngt er á hún erfitt með að athafna s>g því bátamir kasta allt í kring og eru helmingi snúningaliprari, en stækkunin á stýrisblaðinu reyndist ekki nóg til að þrengja kasthring skipsins nægjanlega. Guðbjöm tók svo við skipinu aftur, en sagði upp nú í vik- unni og bað um að mega taka aftur við Leifi Eiríkssyni, sem er 80 tonna Svíþjóðarbátur og ganglítill. Útgerðarráð samþykkti svo sem fyrr segir á fundi sínum i gær að tillögu forstjóranna að Hall- veig skyldi hætta síldveið- um, enda kom það líka til að kaupa þurfti nýja nót á ca 2 milljónir, vegna þess að gamla nótin var eyðilögð er bátur keyrði inní hana á miðunum á dögun- um. Er því lokið merkilegri til- raun, sem því miður fór útum þúfur, en reynslan hefur verið kölluð ríkidæmi. vm r «* rri ■ * ?resmi(fafelagið dnir til keppni Undanfarna vetur og nú í haust hefur skák- og bridgedcild vcrið starfandi innan Trésmjiða- félags Reykjavíkur. Næstkomandi föstudagskvöld hefst á vegum deildarinnar tví- menningskeppni í bridge og þriðjudaginn 15. þ.m. hefst skák- keppni. Trésmiðir eru hvattir til þess að hafa samband við skrif- stofu félagsins og láta skrá sig til þátttöku. Báðar keppnimar fara fram í fundarsal félagsins að Laufás- vegi 8. 90 króna fiskar Þessir rennilegu og spikfeitu fiskar eru ufsar. Þeir sem hafa verið á handfærum kannast við skepnuna, því hann getur verið afburðaskemmtilegur færafiskur, sprettharður og baráttuglaður. Mikil ufsamið eru umhverfis Eldey og í Skerjadýpi og þar hafa færabátar verið að undanfarið og segja kunnugir að eftirtekjan sé góð hjá flestum, cnda selst hann á 45 krónur stykkið uppúr bát. Þessir tvcir á myndinni eru því 90 króna virði. (Ljósm. Þjóðviljans A. K.) ! ! i Rætt við Jónas Jónsson fram- kvæmdastjóra verksm. á Kletti STÆKKUN verksmi&junnar réð úrslitum Blaðið átti í gær tal við Jónas Jónsson, fram- kvæmdastjóra Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti og spurði hann hvernig gengi að bræða hið óhemjumikla síldarmagn sem bærist á land þessa daga. — Það gengur vonum framar, enda var verksmiðj- an stækkuð um 50% í sumar og vinnur nú úr 600 til 700 tonnum á sólarhring, en það sem mest háir okkur, er hvað við höfum litla hróefnisgeymslu- Það hefur að vísu verið smávegis stopp hjá okkur í dag, en við byrjum að taka við strax á morgun aftur. Við höfum sett 3000 tonn í geyma úti í Ör- firisey, í þá síld hefur verið sett efni til að verja hana skemmdum og við höfum hugsað okkur að geyma hana þar í rúman mánuð og hafa hana fyr- ir varasjóð. — Er þetta geymsluefni alveg öruggt? — Ja, ég hef notað það í mörg ár, eða allt frá því að ég var með bræðsluna á Seyðisfirði og það hefur aldrei brugðizt mér. Eitt er þó enn sem allmjög háir okkur. Við verð- um að aka öllu hráefni í gegnum bæinn inn að verksmið j unni. — Er ekki hægt að koma upp löndunaraðstöðu innfró? — Það hefur verið athugað, en á því er sá stóri galli, að þar er ókyrrt í sjó og ekki hægt að koma við venjulegum löndunarkrönum, eins og þeim sem notaðir eru fyrir norðan, vegna þess að þeir færu niðurúr bátunum ef einhver hreyfing væri. — Hvemig ganga síldarflutningamir til Þýzka- lands? — Haukur tók í sig til viðbótar í Vestmanna- eyjum í gær og Askur var fylltur í fyrrinótt. Hann kom hingað úr siglingu og var sendur beint aftur fullur af síld, eða með um 250 tonn. Hvalfell og Geir eru nýfamir á veiðar og vel getur verið að síld verði sett í Hvalfellið á útleið þegar þar að kemur, en það fer eftir ýmsu. Geir er hinsvegar á veiðum fyrir Englandsmarkað svo hann kemur ekki til greina, meðan það er óbreytt. — G.O.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.