Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 13. janúar 1963 28. árgangur — 10. tölublað. Dagsbrtinræiirvii atvinnurekendur Samninganefndir .Verka- mannafélagsins Dags- brúnar og Vinnuveit- endasambands íslands héldu f und með sér nú á föstudaginn til að ræða samningsmálin, og stóð Löng leiB tílhafnar Einhver síldveiði var í fyrri- nótt austur af Vestmannaeyjum, en bátarnir eru svo langt austur- frá, að Grandaradíó nær ekki til þeirra fyrr en þeir eru við Vest- mannaeyja á heimleið. Því var efcki mikið um fréttir í gær, en vitað var um 3 báta sem voru á leiðinni til Reykjavíkur með 4000 tunnur. Pétur Sigurðsson með 1750, Ölafur Magnússon 1100, og Ölafur bekkur 1150.-Þá var og vitað um Margréti með 1000 tunnur og Ásgeir 500. fundurinn á fjórða -iíma. Varð að samkomulagi að minni nefnd ynni að nánari viðræðum nú yfir helgina og verður fund- ur aftur boðaður í sjálf- um samninganefndunum á þriðjudag. Samningar Dagsbrún- ar runnu út 15. nóvem- ber sl. Hafa nokkrir f undir verið haldnir með samninganefndum Dags- brúnar og Vinnuveit- endasambandsins, og hafa þeir verið tíðari upp á síðkastið. Fundir í ölliim deildum annað kvöld, mánudag. Sósíalistafélag Reykjavíkur. AÐW KAUPSTÁÐS" 329 Jtítítítitítö: 1952 jnj^g,131 KVftMtiC ?*9- útitÍÚfáúÚ 1953 ^ílnll^M' 229 467 ftfr&JJHfrfrfrfrfrfr 1954 •jnrinfjnHnl' 199 Tos- rfflMrtriSttfttitólS^^ 'i956 jSnnnSnnri^iSn^ 352 "740 frttfriMHfrfflH^^ 1959 iniinrinrinh^ 430 642 prflftH3i!ráijj^^ m> iBhBr^rW^Sh^ 451 •541 fttrtSÍHSÍIH^frfrfr 1961 iSjlgtr^rWM 376. Fjárfesting í íbúiahyggingum í Reykjavík hefur dregizt saman um tvo þriSju Eitt furðulegasta atriðið í málflutningi stjórnarblað- anna er sú staðhæfing að við- reisnin hafi stuðlað mjög að íbúðabyggingum og sé nú mun betur búið að húsbyggj- endum en gert var í tíð vinstristjórnarinnar. 1 nýút- komnu hefti af fjármálatíð- indum eru birtar staðreyndir um þetta mál, ¦ en Fjármála- tíðindi eru gefin út af Hag- fræðideild Seðlabanka Is- lands undir ritstjórn Jóhann- esar Nordals, þannig að þar er að finna þær heimildir sem stjórnarblöðin segjast treysta öllum öðrum betur. Fjármálatíðindi birta skýr- ingarmynd þá sem hér er prentuð upp og sjást þar staðreyndirnar einkar ljós- lega. 1 skýringum tímaritsins segir svo m.a.: • „Eins og sjá má . . . drógust íbúðarbygg- ingar allmikið saman á árinu 1961". • „Tala nýrra íbúða, sem lokið var við á ár- inu, lækkaði um 270 eða tæplega 19% frá árinu 1960". • „1 ársbyrjun 1961 er talið, að í smíðum hafi verið 3.173 íbúðir, en 2.753 í árslok". • „Hafin var smíði á mun færri íbúðum 1961 en árið áður eða 789 íbúðum á mó'ti 1.008 íbúðum 1960". • „Heildarrúmmál þeirra íbúðarhúsa, sem lokið var við á árinu 1961, var 447,3 þús. rúmmetrar . . . og er það 20% minnkun frá árinu áður". Þá birtir tímaritið vísitölu um verðmæti íbúðarhúsabygg- inga á hverju ári síðustu fimm árin, og er verðmætið 1954 talið 100. Vísitalan fyrir Reykjavík lítur þannig út: 1958......... ........... 119 1959 ......-.». .„„....... 119 1960 ......... .............97 Fjármagn það sem varið hefur verið til íbúðarhúsa- bygginga í Reykjavík hefur þannig dregizt saman af völd- um viðreisnarinnar um 103 vísitölustig eða hvorki meira né minna en rúm 62% — nærri því tvo þriðju. Astæðan er sú að auk þess sem nýjum íbúðum hefur fækkað stórlega hafa þær minnkað til mikilla muna. 1 landinu í heild er sambærilegur samdráttur úr 140 vísitölustigum í 80 vísi- tölustig eða um 43% I I rennur inni á Akranesi AKRANESI 12/1 — í nótt fórst ungur maður í eldsvoða hér á Akranesi og kona hans stórslas- aðist, er hún stökk út úr brennandi húsinu, mun hún vera hryggbrotin. Þriðji maðurinn meíddist einnig talsvert. Ilúsið sem var gömul verbúð ger- eyðilagðist. j Rétt eftir klukkan 4,30 í nótt vaknaði fólk í næstu húsum við I Vesturgötu 31 á Akranesi við 6p í stúlku. Húsið að Vesturgötu 31 var þá alelda. Það var í eigu I Haraldar Röðvarssonar og Co. og hafði verið notað sem ver. 1 búð. Húsið er ein hæð og ris. Fimm menn voru í húslnu þeg- ar í Því kviknaði. Niðri voru tveir piltar og komust þeir út um glugga. sennilega hafa þeir vaknað vlð ópin í stúlkunni. Hún heltir Bryndís Helgadóttir og henti sér út um glugga á r»s- inu, og mun hafa stórslasazt — hryggbrotnað. Þar uppi var einnig plltur að nafni Gunnar Guðnason og er haini öklabrot- inn, en ekki er vitað enn með hverjum hætti hann komst út úr húsinu. Hinn pilturimi sem uppi var, Kristján Valdimars- son, braim inni. Lík hans náðist ekki út fyrr en klukkan hálf- Tveir aðstoðar- bankasf jórar við ánú túpem „En meðfeiðin á kvenfólkinu", varð prenturunum aé orði þegar þeir sáu þpssa mynd. Það er Helga Jóhannsdóttir nemi á hár- greiðslustofunni Permu sem túperar hárið á stallsystur sinni. Búið er að greiða stúlkunni á 9. síðu og þar eru i'lciri myndir frá stofunnL 1 fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanum hefur borizt frá Iðnað- arbankanum segir, að bankaráðið hafi ráðið tvo aðstoðarbanka- stjóra að bankanum til þess að annast aukin störf í sambandi við fyrirætlanir um framtíðar- vöxt bankans. Eru það þeir Pét- ur Sæmundsson viðskiptafræð- ingur, framkvæmdastjóri Félags iðnrekenda, og Bragi Hannesson lögfræðingur, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna. Iðnaðarbankinn verður 10 ára á þessu ári og nú í þessum mán- uði verður gengið frá aukningu á hlutafé bankans, er samþykkt var á síðasta aðalfundi hans. Finnar fá kgarnorkuver HELSINKI 12/1 — Kjarnorkuráð Finnlands hefur tilkynnt að -í Finnlandi verði komið upp fyrsta kjarnorkuverinu í byrjun ársins 1970. Það mun verða byggt í suð- urhluta landsins, að öllum lík- indum í Kymmene-dalnum þar sem eru mikil iðjuver fyrir. níu í morgun og var það mjög brunnið. Kristján var kvæntur Bryndísi. Öllu slökkvistarfi háði mjög vatnsleysi, sem mjög hefur gert vart við sig í bænum. Eldsupp- tök eru ókunn. Húsið að Vest- urgöjtu 31 var eitt af elztu hús- um á Akranesi og er það gjör- eyðilagt. Tsiombe Ndola NDOLA 12/1 — Tsjombe kom í morgun akandi til Ndola frá Elisabethville og þóttist þurfa að hafa tal af einhverjum ráð- herrum, en neitaði að svara spurningum um ástandið í Kat- anga. Frá Ndola mun hann halda til Kolwezi. Hersveitir SÞ tóku í morgun bæinn Sakania við landamæri Rhcdesíu og var ekki veitt neitt viðnám. Jólafrí á springdýnu Hrútafirði 8/1 — RÞ — Desembermánuður var frostharður, en snjóar liitlir hér um slóðir. Nokkru fyrir jól varð illfært yfir Holta- vörðuheiði vegna snjóa og skafrennings, en aldrei teppt- íst þó vegurinn alveg og má það fyrst og fremst þakka dugnaði og harðfylgi Jóns Ólafssonar í Hrútatungu, en hann er starfsmaður Vega- gerðar ríkisins. Þessa daga varð hann að vera mesl- an hluta sólarhringsins uppi á heiði að hjálpa bílum yfir. Margir vörubílstjórar eiga leið um Holtavörðuheiði, og til þakklætis fyrir ágæta að- stoð Jóns gáfu nokkrir þeirra hoiium myndarlega jólagjöf, vandað hjónarum með „springdýnu", svo hann gæti hvílt síig vel um jólin. Svo fór líka að færi var ágætt um jólin og engin þörf aðstoðar. Síldarlýsið er nú allt selt - þiís. tonn óseld af mjöli 9 Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenzkra fiskimjölsframleiðenda voru á síð- asta ári framleidd 72 þúsund tonn af síldarmjöli og voru 60 þúsund tonn af því seld um áramót. Síldarlýsisframleiðslan nam hins vegar 63 þúsund tonnum á sl. ári og var hún öll seld á árinu og raunar meira magn, því nokkuð vantaði upp í œrða samninga. • Það sem af er þessu nýbyrjaða ári hafa verið framleidd 2500 tonn af síldar- mjöli og 1500 tonn af síldarlýsi. Nú eru því óseld um 15 þúsund tonn af síldar- mjöli, en síldarlýsið er allt selt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.