Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 4
4 SföA Semn«dagur 16, jaoúar íslandsmótið í handknattleik Fram vann FH - 24:20 í mjög spennandi leik Víkingur vann KR — 20:17 Leikirnir á föstudagskvöldið minntu meir á úrslitaleiki en leiki í byrjun móts. Áhorfendur ætluðu að ærast af fagnaðarlátum við hvert ein- asta mark, því nær því hvert mark í báðum leikj- unum gat verið úrslitamark. Strengileg hvatn- ingarorð og köll fylltu svo húsið að ekki heyrð- ist mannsins mál. Mun sjaldan hafa verið á einu kvöldi svo mikill spenningur í báðum leikjunum og þetta kvöld. Það var góðar og spennandi Ieikur milli Frarn og FH í fyrrakvöld. Þessi félög hafa áður mætzt í mörgum jöfnum og æsandi leikjum. f þetta sinn sigruðu hinir traustu og snjöllu Framarar enn einu sinni. Á myndinni sést Sigurður Einarsson skora eitt af mörkum Fram. (Ljósm. Bj. Bj.'t. Og það væri synd að segja, að ekki væri áhugi fyrir leikn- um, svo margir komu til að horfa á að ekki munu nærri allir hafa komizt inn. KR-ingar gáfu sig í lokin Það mátti þegar í upphaíi sjá að menp voru svolítið taugaóstyrkir, og leikurinn nokkuð ruglingslegur, og greinilegt að þó var reynt að leika með varfærni, því þeg- ar liðnar voru 10 mín. stóðu leikar 1:1. KR skoraði fyrsra markið, og litlu síðar jafna Víkingar, og þeir taka svo for- ustuna en KR-ingar jafna aft- ur, og nú virðist sem Víkingar ætli að taka leikirja í sínar hendur, og skora 4 mörk i röð 6:2. En KR-ingar eru ekki á því að gefast upp, og þegar 22 mín voru af leik höfðu þeir jafnað á 7:7, og taka síðar forustu, 8:7, KR hefur forust- una ufti langt skeið. en Vík- ingum tekst að jafna við og við 8:8, 9:9, 13:13, 14:14, 15:15. Sex — sjö mínútum fyrir leiks- lok standa leikar 17:15 fyrir KR, en þá er það sem þeir. gefa eftir og Vikingar skora 5 mörk í röð, og var sem KR- ingarnir hefðu ekki úthald í þennan þraða sem í leiknum var. 1 hálfleik stóðu leikar 11:9 fyrir KR. I heild var leikurinn vel leikinn, og hressilega af beggja hálfu. Víkingsliðið var jafnt og vöm þess nokkuð góð, en varð þó að hleypa KR-ingum oftar í gegn en búizt var við. Sóknin var ekki eins leikandi, en samleikur þeirra var þó oftast öruggur. Að þessu sinni gætu þeir þó fyrst og fremst þakkað það betra úthaldi að þeir fengu bæði stigin. Lið KR-inga lék oft vel þó það sé ekki í fullri þjálíun enn er liðið samt í stöðulgri framför. Vörnin var sterk og ótrúlega erfið fyrir Víkinga að komast í gegnum þar til síð- ast. Af KR-ingum voru þeir bezt- ir: Karl, sem segja má að sá driffjöðrin í öllum samleik og svo skyttan sem ógnar og skor- ar. Reynir var líka ágætur. Ólafi Adólfs er alltaf eð fara fram, og sama er að segja um Theodór, sem hefur frá- bært grip og viðbragðsflýíi, Guðjón í markinu varði líKa með snilli hvað eftir annað. Af Víkingum voru beztir Rósmundur, Sigurður Hauksson sem _ er mjög leikinn með knöttinn, og hefur góða yfir- sýn, Pétur er líka alltaf hinn öruggi maðu’r liðsins. Brynj.nr Bragason varði vel þegar hann var í markinu. Víkingur á efnilega menn í Ásgeiri Hafliðasyni og Ólafi Jónssyni. Þeir sem skoruðu fyrir Vík- ing voru: Sigurður Óli 7, Rós- mundur 6, Pétur Bjarna og Bjöm Kristj. 2 hvor og Ámi Ólafsson, Ólafur Jónsson og Ásgeir 1 hver. Fyrir KR skoruðu: Karl Jó- hannsson 7, Reynir 5, Ólafur Adólfs 3 og Pétur Stefáns 2. Dómari var Axel Sigurðsson og dæmdi yfirleitt vel. Fram sigraði FH — 24 : 20 Vafalaust hefur aðalathyglin beinzt að leik þeirra Fram og FH, sá leikur dró fyrst og fremst hina mörgu áhorfendur að Hálogalandi þetta kvöld, og það ekki að ástæðulausu. Á- horfendur urðu ekki fyrir nein- um vonbrigðum hvað spennandi leik snertir, því svo að segja allan leikinn mátti ekki 6já hvor mundi sigra. Það kom fljótlega í ljós að Framarar náðu því bezta sem þeir eiga, og léku oft vel og ef til vill betur en FH-ingar höfðu gert ráð fyrir. Vafalaust hefur tapleikuriixn við Vík- inga fyrir jólin gert sitt til þess að herða Framara í viður- eigninni við FH. Vera má að það hafi verið orsökin, að FH vanmat Fram. FH-liðið lék aldrei eins og það hefur bezt gert áður, og við það bætist að Hjalti í markinu virtist ekki eins öruggur og hann hefur oft verið, hvað sem hefur valdið. Vöm FH var heldur ekki eins þétt og nauðsynlegt var móti skyttum eins og Fram á, bæði langskyttum og eins línumönnum. 1 þessum leik tókst FH heldur ekki að koma við neinóm leik á línu, sem verulega ógnaði vöm Fram. Eigi að síður var leikurinn ákaflega jafn, þó Fram muni þó hafa haft lengst af forustu í leiknum. FH byrjar með þvl að skora, en Fram jafnar fljótlega, ->g PEYSUR — PILS Verzlunin IÐA Laugavegi 28. aftur tekur Fram forustu, og svona gengur þetta mestan fyrri hálfleik 2:2, 3:3, 4:4, 5:5, 8:8, 9:9, 10:10, og í hálfleik standa leikar 14:11 fyrir Fram. I síðari hálfleik hafði Fram forustuna allan hálfleikinn, og munaði minnst einu marki, og þegar um 5 mín. voru eftir stóðu leikar 20:19 fyrir Fram, en þá var sem FHingar gæfu heldur eftir og skoraði Fram 3 síðustu mörkin, og vann sanngjarnan sigur 24:20. Framarar léku oft öruggt, og náðu hvað eftir annað .létt- um leik sem opnaði vöm FH. Þeir gáfu sér tíma til að leika saman og athuga sinn gang, og gerðu það oft af mikilli leikni, sem sýni_r að Fram er í stöðugri íramför, og með jafna menn, eins og Guðjón, Ingólf, Hilmar og Sigurð Ein- arsson, sem unun er að sjá í línudansi þeirra. Það var eins og FH tækist ekki að ná þeirri festu og ró sem gæfi þeim tíma til að hugsa sig svolítið um. Það er einnig vafasamt að liðið í heild sé enn komið í þjálfun sem nauðsynleg er, og bendir loká- kafli leiksins til þess. Beztir voru Ragnar, Kristján, örn, og enda Birgir. Þeir sem skoruðu fyrir Fram voru: Ingólfur 7, Ágúst og Guð- jón 5 hvor, Erlingur 3, Karl og Sigurður Einars 2 hvor. Fyrir FH skoruðu: Ragnar 6, Birgir 5, Kristján, Pétur og örn 2 hver, og Einar og Auð- unn Óskarsson 1 hvor. Dómari var Magnús Péturs- son og slapp vel frá þessum erfiða leik. Þessi úrslit í leik Fram og FH og sigur Víkings um dag- inn yfir Fram hefur sett meiri óvissu í úrslit mótsins en dú- izt var við i upphafi. Barátta toppliðanna verður vafalaust harðari um stigin en nokkru sinni fyrr. Frímann. Hef kaupendur að ein- býlishúsum og íbúð- arhæðum fullgerðum og í smíðum Ilcrmann G. Jónsson, hdl. lögfræðiskrifstofa, Skjólbraut 1, Kópavogi. Sími 10031 kl. 2—7. Heima 51245. BLÚSSUR 0. FI. UTSALA ÚTSALA ULLARKÁPUR VETRARKÁPUR með loðskinnskrögum POPLINKÁPUP DRAGTIR KJÓLAR PEYSUR CLPUR PILS TELPNAPEYSUR TELPN ASÍÐBUXUR ÚTSALAN HELDUR AFBAM Á M0RGUN Fyrlr karlmenn og drengi: VETRARFRAKKAR BLCSSUR PEYSUR PEYSUSKYRTUR AUskonar metravara í ströng- um og bútum með miklum afslætti. Miikið af nýjum vörum bæt- ist við í fyrramálið. Idrei meira úrval Aldrei betri kaup AHt að 70% afsláttur. Laugavegi 116. SViiR XVÍKMYNDASÝNING í MlR saLnum Þingholtsstræti 27, sunnudaginn 13 jan. kl 4 s.d Á ný til stjamanna. — Fjallar m a. um geimferð Gagaríns og þjáJtun geimfara. AUKAMYND: G.iöf eyðimerkurinnar. Aðgangseyrir fyrir félagsmenn og gesti þeirra kr. 10.— M I R ÚTSALA Útfaldn byrjar á moraun UTSALA — UTSALA — UTSALA - Selium næstu daga mjög fjölbreytf úrval af MJÖG HAGSTÆTT VERÐ. allskonar peysum í Sýningarskálanum Kirkjustræti 10, Gefjun — Iðunn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.