Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 5
▼ Sunnudagur 13. janúar 1&63 ÞJÓÐVIOINN SÍÐA Steingrímur Aialsteínsson fyrrverandi alþingismaður sextugur Sta ð réyndunum verður víst ekki haggað. Og því er það, að þrátt fyrir unglégt útlit þá er Stéingrímur Aðalsteinsson sextugur í dag. Steingniimur er fæddur að Lýngholti í Glerárþorpi sem þá var 1 Glæsibæjarhreppi, 13. janúar 1903. Þetta segja kirkju- bækumar og við þær er þýð- ingarlaust að deila í þessu til- felli. Þetta er staðreynd. Steingrímur ólst upp í for- eldrahúsum en missti föður sinn ungur. En hann átti eina af þessum sérstæðu mæðrum, sem aldrei gefast upp fyrir neinum erfiðleikum. Hún barð- ist áfram og lét aldrei bugast, þó oft væri útlitið að sjálf- sögðu erfitt framundan. Guð- mundur Eggerts segir um þessa konu í Endurminningum sínum að hann hafi aldrei kynnzt betri eða mikilhæfari konu, en Guðmundur var nágranni þess- arar konu þegar hann var bæj- arfógetafulltrúi á Akureyri, en bjó í Glerárþorpi. Það er því ekkert ofsagt þó sagt sé að Steingrímur sé kominn af traustum eyfirzkum stofnum, eins og stóð í afmælisgrein um hann fimmtugan. Þrátt fyrir mikla erfiðleika á árunum um og eftir 1920 þá komst Stein- Akureyri og útskrifaðist þaðan grímur í Gagnfræðaskólann á gagnfræðingur 1924. Meðan á námi stóð, og að því loknu stundaði Steingrímur alla algenga erfiðisvinnu sem til féll, en á þessum árum var oft mikil vöntun á vinnu, sérstak- lega yfir veturinn. Það má segja, að æskuár Steingríms í Glerárþorpi séu æskuár verkalýðshreyfingar- innar á Norðurlandi. Á þessum árum er verkalýðshreyfingin að vaxa og máttkast. Hún finn- ur aflið og kraftinn í þeim fjölda sem ber hana uppi. Hug- sjónin um betra og bjartara líf, vilsar veginn sem þarf og verð- ur að fara. Steingrímur gengur þessari hreyfingu vorsins á hönd af lífi og sál. Og sakir mannkosta og hæfileika verður Steingrímur Aðalsteinsson brátt einn af þeim megin máttarvið- um sem ber þessa hreyfingu uppi. Árið 1930 verður svo Stein- grímur formaður Verkalýðsfé- lags Glæsibæjarhrepps, en kjami þess félags var í G'er- árþorpi Sama ár fær Stein- grímur sína eldskírn í hinu svonefnda Krossanesverkfalli, þar sem hann, ásamt traustum og góðum íélögum, svo sem Jóni Birgi og mörgum fleirum, vinnur sigur á útlendu og ís- lenzku afturhaldi, en tryggir verkalýðshreyfingunni sigur. Steingrímur varð strax félagi í Kommúnistaflokknum þegar hann var stofnaður. ojg í fram- boði fyrir þann flokk í Eyja- fjarðarsýslu árin 1931 og 1933 og á Akureyri 1937, því að þá var hann fluttur úr Glerár- þorpi í bæinn. Árið 1942 er svo Steingrímur kosinn alþingis- maður af verkalýðshreyfingu Akureyrar og verður þá upp- bótarþingm. Sósíialistaflokksins. Steingrímur Aðalsteinsson sat á Alþingi á annan áratug sem glæsilegur fulltrúi íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Á þessu tíimabili var hann um mörg ár forseti efri deildar Alþingis og ávann sér þar bæði traust og virðingu allra. Hann er fyrsti verkamaðurinn á ís- landi sem skipað hefur þann sess, svo mér sé kunnugt, og gert það með glæsibrag. Já í þessu sem öðrum trúnaðarstörf um, þá þolir Steingrímur allan samjöfnuð, og hafa þó setio margir ágætismenn í þessu virðingarsæti. Á meðan Steingrímur var búsettur á Akureyri hlóðust i hann mikil og margvísleg trú" aðarstörf. Hann var formaðr - Verkr -"élags Akureyf' Fulv"V Sós!"i:~' 'f’okksins í bæjarstj. Akureyrar. 1 stjóm Verkalýðssambands Norður- lands svo nokkuð sé nefnt. Eg sem rita þessar línur, um Steingrím Aðalsteinsson sex- tugan, átti þess kost að fylgj- ast með þroskaferli hans innan verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlandi um rúmlega ára- tugs skeið- Já, mér verða marg- ir atburðir minnisstæðir frá þessum dögum. Hið svokallaða Novuverkfall árið 1933, þegar fylkja varð öllum \ verkalýð Akureyrar, ásamt öllum frjáls- lyndum öflum bæjarins gegn því að sultarlaun verkamanna yrðu lækkuð við tunnusmíði á vegum bæjarins, sem þó átti að veita sem atvinnubótavinnu. í þessum, einum allra hörð- ustu- stéttaátökum á íslandi hafði Steingrímur Aðalsteins- son forustu, sem fórm. Verka- mannafélags Akureyrar. Sama rólega fasið og æðru- leysið á hverju sem gekk var einkenni Steingríms í þessu verkfalli sem jafnan áður og síðar. Það gat því ekki farið hjá því, að slíkur maður vekti á sér traust. sem kæmi- fram í svo ótrúlega fórnfúsri baráttu allrar alþýðu langt út fyrir raðir Verkamannafélags Akur- eyrar, eins og raun bar um vitni. Þegar svo hildarleikur þessa verkfalls náði hámarki á Torfu- nefsbryggjunni á Akureyri, þar sem handaflið réð úrslitum, að undirlagi yfirvalda og annarra þeirra manna, er mikið þóttust eiga undir sér, þá kom ekki að- eins verkalýður Akureyrar til mótvarnar heldur einnig stór hluti þeirrar millistéUar sem byggði þann bæ, og braut alla gervimennsku á bak aftur. og sigur verkalýðsi.ns undir for- ustu Steingríms var tryggður Baráttan var oft hörð á þess- um árum, en aldrei brást Stein- grímur því trausti sem honum var sýnt sem forustumanni verkalýðshreyfingarinnar. I sjómannaverkfallinu á Akur- eyri 1936. sem háð var undir forustu Tryggva Helgasonar formanns Sjómannafélags Ak- ureyrar, áttum við traustan bakhjarl þar sem Steingríimur var. Hann stóð uppi og tók þátt í baráttunni, jafnt á nóttu sem degi, og enginn sá honum bregða á hverju sem gekk. og varð þetta verkfall eitt það allra harðasta sem háð hefur verið á íslandi fyrr og s,íðar. En þannig var Steingrímur, hann brást aldrei skyldum sín um sem forustumaður í verka- lýðshreyfingunni. Það er ekki hvað sízt slíkum mönnum að þakka, hve sigramir urðu oft glæsilegir, sé miðað við þá tíma sem átökin fóru fram á. Steingrímur Aðalsteinsson hefur verið búsettur hér í Reykjavík nú um mörg ár. Hann hefur dregið sig út úr stórátökum á þessum árum, en stundað jöfnum höndum bif- reiðaakstur og skrifstofustörf. Eg efast ekki um, að öll störf muni fara Steingrími vel úr hendi. hvert svo sem starfið er; hann er þannig vel af guði gjörður. Steingrímur er tví- kvæntur, fyrri kona hans var Ingibjörg Eiríksdóttir kennari, en síðari kona Sigriður Þór- oddsdóttir og eiga bau þrjú mannvænleg börn. Ég vil enda þessar línur með því að þakka Steingrími alla kynningu frá árunum á Akur- eyri. Og ég veit, að í dag verð- ur mörgum norðlenzkum al- þýðumanni hugsað til Stein- gríms Aðalsteinssonar með hlý- hug og þakklæti fyrir vel unn- in störf í þágu ílslenzkrar al- þýðu. Lifðu heill, Steingrímur, og gæfan fylgi jafnan þér og þín- um. Jóhann J. E. Kúld. Steingrímur Aðalsteinsso.n er sextugur i dag. Já, hann er það vafalaust samkvæmt registri kirkjubóka, þó fáum sem manninn þekkja, muni finnast hann vera það. i anda og at- gerfi Því skýrari hugsun og starfsamari maður fer ekki saman í einni persónu á hverju strái Enda eru nú 60 ár ekki talin. vera neinn gamalmenna- aldur nú á dögum og allra sízt af þeim sem fylgja þá fast i humátt á eftir að árum talið. Ekki ætla ég að fara að skrifa neina afmælisgrein um Steingrím, enda veit ég ekki hvort hann mundi kæra sig um það. þvi hann er ekki sá sem vill hafa mikið veður um eigin persónu, til þess skipa hógværð og prúðmennska hans of háan En af þvi að ég hef verið svo lánsamur að kynnast hon- um og starfa nokkuð með hon- um að ýmsum málum sem okk- ur hafa verið sameiginleg á- hugamál, langar mig til að tjá honum þakklæti mitt fvrir þau ánægjulegu kynni og góða sam- starf, þar sem ég hef þó æfin- lega verið þiggjandinn en hann veitandinn. En ég veit að ég er ekki einn um að renna hlýjum hug til Steinaríms í dag. að minnsta kqsti veit ég að það gera marg- ir í bifreiðastjórastéttinni bar sem hann hefur mikið starfað á undanförnum árum. ásamt sínu opinbera starfi á skrif- gtofi verðlassst.ióra. .Tá ég veit að öll íslenzk albýða sendir bonum hlýiar kveðíur á bessum t.ímamótum. því henni hefur bann helgað starfskrnfta sina frá blautu barnsbeini og oft staðið í fremstu vjglínu. enda vígfær vel á þeim vettvangi hvort. sem hann hefur kosið að bregða brandinum á ritvelli eð= í mæltu máli. En é" bvgg. u marga kunni að bafa sviðið undan geiri bans. hafi þeir þó vart. kon-úzt hiá að b=ra virð- ingu fyrir honum sakir sann- virni hans og drenslyndis. Xslenzk albýða á vissulega marga góða liðsmenn og er það bennar væfa. Steingrímur er bar áreiðan’ega í framvarðar- sveit, enda skortir bar bvorki vilja né dugnað -Tafnframt margskonar ábvrgðarstörfum oR marghát.tu^um félp'Tsstörfum ag léttara tagi. hefir Steingrími tekizt að koma sér upp mvnd- srlegri íbúð og vistlegu heimili. Með þetta allt og margt fleira óska ég honum og f.iölskyldu hans hjartan’ega til hamingju á sextugsafmælinu Og vona iafnframt að við fáum að njóta hans góðu starfskrafta sem allra lengst. í*. J. Eggert Stefánsson IN MEMORIAM Eggert Stefánsson, söngvari og rithöfundur. var af kynslóð sem innblásin var trú á ísland og kölluð til að leiða sjálfstæð- isbaráttuna til lykta og gera nafn íslands heyrum kunnugt með öðrum þjóðum. Hann fæddist í Reykjavík 1. des. 1890. lifði bernsku sína við Tjömina áratuginn fyrir og eftir aldamótin. í hinum kyrrláta bæ þar sem „ekkert óvænt komst til manns nerna með erfiðismunum” og inn i bernskudrauma hans leið hið aldagamla ísland. friðsældar- innar paradís, það Island sem „talaði persónulega við börn sín“ og menn trúðu á. En líka land ánauðar og manngreinar- álits danskra verzlana þar sem- „maður lærðj að vera hroka- fullur við fátæklingana o? bugtandi og stimamjúkur við fína fólkið“ Þjóð felld við foldu sem nú var vöknuð i frelsisbaráttunni og breiddi ú1 draumavængi sína móti nýrr öld. Þá lýstu þeir Bjarni frá Vogi Benedikt Sveinsson og Ari Arn. a’.ds vegi æskunnar og það kviknaði í brjósti Eggerts sá þjóðrækniseldur sem brann þar ástríðuheitur fram á síðasta dag og varð á stundum að báli er sindraði neistum. eins og við lýðveldisstofnunina Árið 1911 sigldi Eggert utan til söngnáms og hófst löng úti- vist og söngvaraferill með sigr- um og ósigrum. Á maður nokk- urn tíma að fara frá tjörninni sinni? Er það nauðsynlegt. spyr hnn í endurminningum sínum. Lífið o.g ég. En hvað var ann- að en hlýða kalli tímans og ör- laganna? Örlögin velja sér mann — eða hafna honum. Og Eggert kvnntist heiminum og bví hve ísland var óþekkt og lítils virt og það steig í brjósti hans aukinn metnaður fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann brast ekki skilningsgáfu og vissi vel að heimurinn þurfti ekki söngvara frá íslandi ..Kannski vantar þá ekki söngv- ara hérna á ítalíu", ritar hann < dagbók sína er hann kom til Mílanó 1920. En voru þó ekki aðrir farnir á undan bonum út í heiminn til að hefja nafn íslands. eins og Pét.ur Jónsson og Jóhann Sigurjónsson? O- hann fann uppsprettuna h'A innra. var með brjóstið fullt =öng og draumum og ást á ís landi. og þá gat hann ekki trú- að öðru en menn hlytu að vilja heyra rödd íslands. hins ó- kunna dásamlega fslands. Og hann varð í vöku sinni og draumum sá íslendingur sem ber orðstír þjóðar sinnar út um heiminn og hann bjó oss af sjálfum sér þá mynd sem við tökum gilda og aldrei neina aðra; af fslendingi sem syngur fyrir heiminn og ísland inn i hjörtu landa sinna. Framhald á 10. síðu. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, augjýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Draugar ásækja sjómean gtjórnir tveggja félagasamtaka hafa á liðnu ári vakið sérstaka athygli með árásum á sjó- menn. Félagasamtök þessi eru Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna. Árásir þessar hafa borið vitni svo glórulausu afturhaldi og skilningsleysi hlutaðeigandi stjórnenda á samtíð sinni, að lík- ara er því að þar ráði málum afturgöngur risnar úr gröfum horfinna tíma en menn sem lifa á sjöunda tugi tuttugustu aldar. Sé betur að gáð, hafa hreiðrað um sig í stjórnum þessara félaga- samtaka litlar klíkur úr þröngsýnasta og aftur- haldssamasta hluta Sjálfstæðisflokksins, sem ekkert sjá skýrt vegna auðsöfnunarglýju og haldnir eru blindu hatri á verkalýðshreyfingunni og því sem hún hefur unnið álþýðu landsins. J^Jargir hrukku við þegar stjórn Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda sendi inn á sjálft Al- þingi kröfu um að vökulögin yrðu eyðilögð í núverandi mynd. Og stjórn Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda lét fylgja til Alþingis þá hótun og úrslitakosti að yrði Alþingi ekki við þessari kröfu gæti svo farið að togaraútgerð yrði lögð niður á íslandi. Fast var tekið á móti á Alþingi og af sjómönnunum sjálfum. Vöku- lögin voru ekki skert. En Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda reyndi að framkvæma hót- un sína að leggja niður togaraútgerð á íslandi. gíendurteknar árásir Landssambands íslenzkra útvegsmanna á sjómenn á liðnu ári náðu hámarki með kjaraskerðingarkröfunni á síld- veiðunum. Samhengið við afturhaldsríkisstjórn íhalds og Alþýðuflokksins kom þar skýr'f fram. Þegar L.Í.Ú. var að renna á rassinn með kjara- skerðingarkröfuna í byrjun sumarsíldveiðanna, var gripið til þess að láta formann Alþýðuflokks- ins, Emil Jónsson, gefa út bráðabirgðalög um gerðardóm, sem síðan framkvæmdi kjaraskerð- ingu þá sem ofstækismenn útgerðarmanna heimtuðu. Með því tiltæki tókst að stela af síld- veiðisjómönnum svo miklu af kaupi þeirra að einstökum útgerðarmönnum voru beinlínis rétt- ar nokkrar milljónir af kaupi sjómanna sem eins konar verðlaun frá ríkisst.jórn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins. Fyrir haustsíldveiðarn- ar stöðvuðu svo ofstækismenn LÍÚ síldarflot- ann og ætluðu að berja kjörin langt niður fyrir gerðardóminn. Það tókst ekki, en þó fór svo að kjörin voru skert nokkuð. Jj^n LÍÚ-hetjurnar eru ekki af baki dottnar. Nú hafa þær uppgötvað að engir síldveiðisamn- ingar hafi verið í gildi síðan 1958 nema á Vesf- fjörðum og í Vestmannaeyjum! Það truflar þá ekki að LÍÚ hefur verið að bisa við að segja upp þessum samningum, sem þeir segja nú að hvergi hafi gilt! En frá hendi þessara manna virðist ekkert of fáránlegt né fábjánalegt ef hægt væri að nota það sem átyllu til að svína á sjómönn- um. Þó mun í þessu svo langt gengið að hvern- ig sem Félagsdómur dæmir, verður hlegið að LÍÚ um land allt fyrir þessa síðustu uppgötvum Og það er líka dómur. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.