Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 2
ÞJOÐVILHNN Somnudagur 13. janúar 2 SfÐA Armæliskveðja til Hannibals Valdimarssonar frá Sósíalistaflokknum HANNIBAL VALDIMARSSON sextugur Kæri samherji! Á sextugsafmœli pínu sendir Sósíalistaflokkur- inn pér sínar hjartanleg- ustu hamingjuóskir og vonast til pess aö íslenzk verkdlýðshreyfing fái enn lengi að njóta pín, — á- rœðis píns, eldmóðs og forustu. Við samherjar pínir pökkum pér baráttu pína í heilan mannsaldur fyrir hagsmunum og réttind- um íslenzks verkalýðs — og við vitum að undir pœr pakkir tekur allur sá verkalýöur lands vors, sem gerir sér Ijóst að hann á velferð sína undir pví að verkalýðssamtökin sæti, sem hreif Alpýðu- sambandið úr klóm aft- urhaldsins 1954. í krafti pess samstarfs, vann verkalýðshreyfingin verk- fallið mikla 1955, knúði fram kauphœkkanirnar 1958 og sigraði í verkföll- unum og kaupgjaldsbar- áttunni 1961 og 1962. S ósíalistaflokkurinn pakkar pér einnig sjö ára samstarf í Alpýðu- bandalaginu. Með peim stjórnmálasamtökum ís- lenzkrar alpýðu hefur verið reynt að bœta upp pað, sem á vantaði að verkfallssigrar alpýðunn- ar entust henni til fram- dráttar: að skapa slík á- hrif íslenzkrar alpýðu á Hannibal Valdimarsson er sextugur í dag. Samherjar hans þakka honum unnin afrek á liðnum áratugum og áma lion- um framtfðarheilla. Hann á þegar að baki sér ærið líís- starf, unnið í stormum og stríði, og þó bfða hans enn stór verk- efni. Baráttan er óslitin, og væntanlega á Hannibal eftir að standa lengi enn í fylkingar- brjósti. Ungur að árum aðhylltist Hannibal hina sígildu hugsjón frelsis, jafnréttis og bræðra- lags og starfskraftana hefur hann helgað henni fram á þennan dag. Hugsjónum sínum bregðast margir og hljóta ver- aldlegt gengi að launum, en í hópi slíkra manna mun Hanni- bal aldrei finnast. Hefðj hann troðið breiðgötu borgaralegrar sérhyggju um dagana, þá sæti hann nú sextugur að aldri í feitu embætti, viðurkenndur og virtur af „betri“ borgurum þessa lands. En hann hefur ekki farið þessa breiðgötu enda situr hann ekki í sældarbrauði né heldur hafa burgeisarnir á honum sérstakar mætur. Hannibal er gæddur óvenju- legu starfsþreki, og því hefur hann beitt óspart í þágu þeirra, sem minnst mega sín í hald- rifjuðum heimi sérhagsmuna og auðshyggju. Fyrir það hefur hann hlotið þökk og óþökk á víxl, eins og gengur, en þótt alla jafna hafi á móti blásið, hefur hann aldrei hvikað frá því, sem sannfæring hans og samvizka bauð honum. Við, sem þekkjum Hannibal, vitum að hann er maður hrein- skilinn og einarður, og í mál- flutningi er hann rökfastur og fylginn sér, svo að af ber. Það eru þessir eiginleikar sem and- stæðingamir þola honum verst, og er það þeim tæpast láandi. Þessir eiginleikar bíta alltaf og ekki síztj þegar þeim er beitt göfugum málstað til framdrátt- ar. Þetta er skýringin á því, að liðsoddar fjárplógsmenna hafa löngum lagt Hannibal í einelti. Ég ætla ekki að rekja ævi- feril Hannibals Valdimarssonar hér. Hann hefur starfað og strítt og hann á eftir að starfa og stríða. 1 því efni markar dagurinn í dag engin sérstök tímamót. Það vona að minnsta kosti samherjar hans og þeir aðrir, sem stefna að betra og réttlátara þjóðfélagi. Hannibal. Það eru mannkost- ir þínir, og þeir einir, sem skipað hafa þér í fylkingar- brjóst, og af þeim er ósér- plægni þín aðdáunarverðust. Þessa minnast jafnaðarmenn á afmæli þínu í dag, um leið og þeir færa þér einlægar þakkir fyrir langt og gifturíkt starf í þágu verkalýðssamtakanna og í þágu þjóðfrelsismálanna. Is- lenzkri alþýðu óskum við þess, að hún megi enn lengi njóta starfskrafta þinna, og þér op fjölskyldu þinni allra heilla á komandi tímum. Alfreð Gíslason. Hannibal Valdimarsson for- seti Alþýðusambands fslands er sextugur í dag. Hannibal er Vestfirðingur, fæddur 13. janú- ar 1903 í Fremri-Amardal við Skutulsfjörð f Norður-ísafjarð arsýslu f mörg ár var Hannibal einn af aðalforystumönnum Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum. Hann var formaður verka- lýðsfélaga þar vestra og m.a. Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði, stærsta og öflugasta fé- lagsins á Vestfjörðum. Á starfstíma Hannibals á ísafirði. var hann lengi kenn- ari og skólastjóri gagnfræða- skóians þar. ritstjóri Skutuls. blaðs jafnaðarmanna á Vest- fjörðum og forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða. Hann var jafnframt einn aðalleiðtogi Al- býðuflokksins í bæjarstjórn ísafjarðar. Síðar varð Hannibai alþing- ismaður þeirra Vestfirðinga og enn í dag er hann fulltrúi þeirra á Alþingi, þó að hann sé landskjörinn þingmaður. í störfum Hannibals á Vest- fjörðum kom fljótt í ljós, að hann var aðsópsmikill foringi og harðskeyttur andstæðingur ihalds og afturhalds. Hannibal var boðberi jafnaðarstefnu og aukinna réttinda og bættra lífs- kjara vinnandi alþýðu. Hann varð því brátt einn aðalforingi í verkalýðsbaráttu þeirri, sem háð var á Vest- fjörðum á þessum árum. Hannibal var fyrst kosinn á Alþing árið 1946, þá sem lands- kjörinn þingmaður. Siðan hef- ir hann átt saeti á Alþingi. Eftir að Hannibal var kos- inn á þing, jókst starf hans til mikilla muna hér í Re.ykjavik os þá fyrst og fremst í forystu- liði Albýðuflokksins og í heild- arsamtökum verkalýðshrevf- ingarinnar, Alþýðusambandi ís- lands. Hann varð um t'ma rit- stjóri Alþýðublaðsins og for- maður Alþýðuflokksins. Áríð 1954 varð hann forseti Albýðusambands fsiands og það hefir hann verið síðan. Á þessum árum voru mikil umbrot í Alþýðuflokknum, eins og reyndar stundum áður. í þetta skiptið leiddu þau til þess. að Hannibal Valdimarsson einn ,af aðaiforingjum flokks- ins og fyrrverandi formaður var rekinn úr flokknum ásamt með ýmsum öðrum fiokksmönn- um. Þróun íslenzkra stjórnmála á árunum 1950—1955 hlaut að draga til aukins samstarfs allra róttækra og einlægra verka- lýðssinna. Hin harða og fjandsamlega stjórnarstefna íhalds og Fram- sóknar á þessum árum gagn- vart verkalýðshreyfingunni og stefna beirra í siálfstæðismál- um landsins. ýtti mjög undir. að samstarf tækist á milli sósiat- ista og vinstri manna 5 Al- bvðuflokknum innan verka- lýðshreyfingarinnar og einnig á pólitíska sviðinu. Þróunin í Alþýðuflokknum varð að vísu sú, að hann drógst í tvo hópa. Annar hélt til hægri og tók saman við Framsókn. en hinn undir forystu Hanni- bals Valdimarssonar stofnaði með sósíalistum Albýðubanda- la-gið snemma á árinu 1956. Hannibal hefir verið formað- ur Alþýðubandalagsins frá stofnun þess f alþineiskosn- ingunum 1956 átti Hannibal manna mestan þátt í glæsileg- um kosningasigri hinna nýju stjómmálasamtaka í kosninffa- baráttunni þá um sumarið. hélt Hannibal fleiri kosningafundi og á fleiri stöðum á landinu pn flestir eða allir framámenn flokkanna, sem þá tóku þátt í kosningabaráttunni. Þetta kosningasumar kom vel í ljós hvílikur dugnaðarkappi Hannibal Valdimarsson er og hve sniali ræðumaður og sterk- ur málflytjandi hann er, begar hann stendur mitt á meðai þess alþýðufólks sem hann sérstak- lega beinir máli sínu til. Þegar Albýðubandalagið bafði unnið sinn mikla kosn- ingasigur sumarið 1956 og sýnt bótti, að bað mundi verða að- ili að nýrri ríkisstiórn. voru ailir stuðninvsmenn bess á eitt sáttir um, að Hannibal skyldi verða ráðherra af hálfu Al- þýðubandal agsins. A Aibingi og f ríkisstiórn hefur Hannibal látið stg mál- efni verksfólks og fátækrar al- þýðu. mestu skipta. Hann hefir barizt kröftuclegfi fvrir jafnrétti kvenna og karla í launa- og kjaramálum. Hann hefir miög barizt fyrir orlofi verkafólks og vinnur nú kannsamlega að bvi að komið verði upd oriofsheimilum á veeum verkalýðssamtakanna. Hann er harður málsvari sjómannastéttarinnar jafnt sem landverkafólks. Hannibal hefir jafnan látið sig trygginga- og félagsmál miklu spiota og mörgu komið fram í þeim málum. f ráðherra- tið Hannibals og undir hans forystu var sú iöggjöf sett um húsnæðismálastjórn og Bygg- ingarsjóð ríkisins sem nú er byggt á. Á Alþingi hefir hann jafn- an verið sérstakur málsvari Vestfirðingg og talsmaður þeirra sérmála, Þegar mál- efni Vestfjarða hafa verið rædd. hefir glöggt komið í Ijós. hve gjörkunnugur Hannibal er öilúm aðstæðum og öllum gangi mála þar vestra. Hanníbal er mikill tilfinn- ingamaður jafnframt því sem hann er harðskeyttur í pólitísk- um kanpræðum. Samdrátur byggðarinnar á Vestfjörðum og hægfara at- vinnuuppbygging þar. oft vegna skilningsleysis stiórnarvalda, hefir komið jílla við Hannibal. Þá hefir hann stundum rætt mál Vestfirffinca á Albinci á bann hátt að erfitt hefir verið fyrir sinnulitla stjórnarherra og daufa fulltrúa íha’dsins frá Vestfjörðum á Alþingi. að sitja undir þeim lestri án bess að kinpast nokkuð við — og lát.a bá nokkuð undan í sumum til- vikum. Á Alþingi hefir Hannibal þó fyrst oc fremst verið málsvari verkalýðshreyfingarinnar. end^ hefir hann jafnhliða bví að vpra albincmmaðu- verið forcpfl Alþýðusambands íslands óslitið sl 8 ár. , H.arinibal Vfddirp,a;rs(sQn., , jgf, „ mikill baráttumaður. Hann dregur ekki sf sér. begar hann berst fyrir áhugamálum sínum. Ræður hans eru skýrar og málflutningur hans afdráttar- laus. Hann er engin hálfvelgju- maðnr Hannibal hefir lengi verið umdeildur Samherjar Á- byrgur Alþýðublaðið kvartar und- an því í gær að Morgunblað- ið kenni Alþýðuflokknum um lélega afkomu bæjarútgerðar Hafnarfjarðar: „Það er fá- sinna, sem gefið er í skyn í Morgunblaðinu, að þar sé stjórn jafnaðarmanna um að kenna.“ Það er rétt að stjórn bæj- arútgerðar Hafnarfjarðar hef- ur ekki ráðið afkomu tog- araútgerðar á Islandi. Þar hefur verið að verki önnur stjórn, ríkisstjónin. En sá ráðherra sem hefur haft það sem aðalverkefni að fjalla um málefni togaraútgerðarinnar heitir Emil Jónsson — helzti leiðtogi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Hug- sjón fundin Síðan fjörlög voru afgreidd hefur það verið helzta um- ræðuefni Tilmans að sam- þykkt var einróma á þingi við afgreiðslu fjárlaga að Brynjólfur Bjarnason, fyrr- verandi ráðherra. skyldi fá smávægileg heiðurslaun á 18- grein ásamt hundruðum ann- arra manna sem þar eru tald- hans dást að honum, en and- stæðingar hans bera sig oft illa undan skeytum hans. Fáir stjórnmálamenn í hópi vinstri- manna hafa hin síðari ár hlotið meiri skammir og óvægnari á- rásir af hálfu íhaldsins, en Hannibal Valdimarsson. Það er lítill vafi á því að piltunum við Morgunblaðið hef- ir oft sviðið undan orðum Hannibals o.g víst er um það. að beir elska hann ekki. Við Hannibal Valdimarsson höfu.m verið samherjar í Al- þýðubandalaginu s.l. 7 ár. Hann hefir reynst mér og fé’ögum mínum í þeim sam- tökum heilstevptur samherji og góður félagi. Það er von min, að samstarf okkar megi haldast enn um langan tíma og að íslenzk verkalýðshreyfing og samtök íslenzkra vinstri manna megi enn um mörg ár njóta góðrar og öruggrar forustu hans. Kona Hannibals er Sólveig Ólafsdóttir. einnic Vestfirðing- ur. Hún befir staðið með manni sínum í harðri og u.msv'.fa.mik- illi baráttu og enginn vafi leik- ur á þvi að hún á sinn þátt í því. hve vp! hefir tekizt mpð ábyrgðarmikil og vandasöm störf eiginmanns hennar. Ég óska beim hjónum, Hanni- bal og Sólveigu til hamingju á þessum afmælisdegi Hanni- bals og vona að einlægir verka- lýðssinnar og vinstri menn á lslar,di megi áfram njóta sam- eiginlegra krafta beirra. Lúðvík Jósepsson. Á sextugsafmæli Hannibals Valdimarssonar bið ég Þjóð- viljann að flytja honum og fjölskyldu hans ámaðaróskir mínar og þakkir, og tel mig þá mega tala í nafni okkar Alþýðubandalagsmanna í Vest- fjarðakjördæmi og fjÖlda ann- arra vina og kunningja almælis- barnsins í þessum landsfjórð- ungi. Þegar samstarf tókst milli ir upp. Var þessi ákvörðun um Brynjólf í fyllsta sam- ræmi við þær reglur sem gilda um þessa fjárlagagrein; m. a. var samþykkt að þessú sinni — án þess að Timinn hafi getið þess — að bæta Steingrími Steinþórssyni, fyrrverandi ráðherra inn á þessa lagagrein. Engu að síð- ur hefur Tíminn um fátt annað skrifað síðan fyrir ára- mót; hann hefur birt a. m. k. þrjá leiðara um málið og ó- taldar greinar aðrar. Virðist Tíminn nú naumast sjá nokk- um annan ljóð á ráði stjóm- arflokkanna en þann að þeir skyldu standa að þessari sam- þykkt — ásamt öllum þing- mönnum Framsóknarflokks- ins, þar á meðal Þórami Þór- arinssyni ritstjóra Tímans. Fróðir menn telja að þama hafi Tíminn loksins fundið mál það sem gert verði að ófrávíkjanlegu skilyrði þegar semja á við stjórnarflokkana um ráðherrastóla að loknum kosningum. Flokksforustan muni standa eða falla með því í samningunum, að regl- utnar um 18. grein fjárlaga nái ekki til íslenzkra sósíal- ista Það er alltaf ánægjulegt þegar stjórnmálaleiðtogar koma eftir langa leit auga á hugsjón sem hentar mann- dómi þeirra og andlegri reisn. — AustrL berjist hiklaust og djarft fyrir málstað hans. Við minnumst pess í dag hvexnig pú hefur frá upphafi vega beitt öllum pínum kröftum í pjón- ustu okkar sameiginlega málstaðar, verkalýðs- hreyfingarinnar og sósíal- ismans. Enn standa lif- andi fyrir hugskotssjón- um okkar átökin í Bol- ungavík 29. maí 1932, pegar afturlialdið tók pig höndum, — pegar fas- ismínn var að reka upp selshaus sinn á íslandi, — og ísfirðingarnir pínir svöruðu með peim hetju- skap og tryggð, sem peir svo oft hafa sýnt, og sigr- uðu afturhaldið svo til fyrirmyndar var í harðri baráttu peirra tíma. Sósíalistaflokkurinn — og alveg sérstaklega sá stríðandi verkalýður ís- lands, sem fylkt hefur sér um stefnu hans — pakk- ar pér pað níu ára sam- starf í Alpýðusambandi íslands undir pínu for- stjórhmálasviðinu, að aft- urhaldsöflunum tœkist ekki með einrœðisaðgerð- um ríkisvaldsins að rœna verkalýðinn ávöxtunum af baráttu hans. Baráttusaga pín fyrir íslenzka alpýðu er orðin löng og hörð. Mikið hefur unnizt og margt er enn óunnið. En pað er von vor og ósk í dag að auðna íslenzkrar alpýðu megi verða svo mikil að hún njóti enn lengi krafta pinna sem brautryðjanda og forustumanns og að pér megi endast líf og heilsa til pess að sjá endanlegan sigur pess málstaðar, sem pú hefur helgað œvistarf pitt. Má ég svo persónúlega bœta við óskir flokksins innílegustu heillaóskum mínum til pín og fjöl- skyldu pinnar og hjart- ans pakkir fyrir allt okk- ar samstarf. F. h. Sósíalistaflokksins Einar Olgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.