Þjóðviljinn - 13.01.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. janúar 1Ú63
ÞJÓÐVIL.TINN
SÍÐA 3
vinstrí arms Alþýðuflokksins
og Sósíalistaflokksins vorið
1956, og Alþýðubandalagið var
stoínað, var Hannibal Valdi-
marsson einn þeirra er þátt
tóku í þeirri samfylkingu. Áð-
ur fyrr hafði hann staðið í
fremstu víglínu innan Alþýðu-
flokksins, verið þingmaður
hans, ritstjóri aðalmálgagns
hans og unnið þar fjölmörg
önnur ábyrgðar- og trúnaðar-
störf, en eftir því sem þessi
flokkur tók oftar að sér hækju-
hlutverkið í þjónustu íhaldsins
og gerðist auðsveipari undir-
lægja höfuðandstæðings verka-
lýðsins, hlutu leiðir hans og
verkalýðsleiðtogans Hannibals
Valdimarssonar að skilja. Það
er þannig engin tilviljun eða
fljótræðisverk, að Hannibal
gerðist einn af stofnendum Al-
þýðubandalagsins. Áður en það
gerðist hafði hann sannarlega
reynt að leiða sinn gamla flokk
út úr gemingaþoku íhaldsþjón-
ustunnar, en honum varð ekki
við bjargað.
Með stofnun Alþýðubanda-
lagsins urðu afgerandi þátta-
skil í íslenzkum stjómmálum;
þegar í fyrstu lotu við kosn-
ingamar 1956 vann það glæsi-
legan kosningasigur um land
allt. Mest var þó fylgisaukn-
ingin hér á Isafirði miðað við
það, sem Sósíalistaflokkurinn
hafði áður haft; sannaðist þá
hvílíks trausts og álits Hanni-
bal naut í þessu kjördæmi og
hve haldgóðar vinsældir hans
reyndust. 1 kosningunum 1959,
þegar Hannibal skipaði sjálfur
efsta sætið á lista Alþýðu-
bandalagsins í Vestfjarðakjör-
dæmi, varð kosningasigurinn
ekki síður glæsilegur. Munaði
þá örfáum atkvæðum, að
Hannibal næði kosningu í kjör-
dæminu, og atkvæðatalan, sem
Alþýðubandalagið fékk þá, kom
öllum á óvart.
Ég er sannfærður um, að
þessa glæsilegu kosningasigra
má að mestum hluta þakka því,
að Hannibal Valdimarsson
skipaði sér í fremstu víglínu
Alþýðubandalagsins. Hann
hafði um áratugaskeið verið
forustumaður verkalýðssam-
takanna á Vestfjörðum og sá
af foringjum Alþýðuflokksins,
sem vestfirzk alþýða bar mest
traust til. Henni var heldur
ekki ókunnugt um baráttu hans
fyrir því, að gera Alþýðu-
flokkinn aftur að verkalýðs-
flokki, og margir úr röðum
hennar höfðu stutt hann 1
þeirri baráttu. Þegar leiðir
með honum og Alþýðuflokkn-
um skildu, hlutu samherjar
hans innan flokksins að fara
sömu leið, og þessir menn eiga
vissulega sinn þátt í kosninga-
sigrum Alþýðubandalagsins.
Ekki má heldur gleyma því,
að Hannibal er vigreifur maður
Hollenzku úlpurnar
komnar
Klapparstíg 44.
EINAR OLGEIRSSON:
Vort land er í dögun
Björn Þorsteinsson annaðist útgáfuna.
Með inngangi eftir Sverri Kristjánsson.
Verð ób. kr. 200,00, ib. kr. 240,00
SVERRIR KRISTJÁNSSON:
Ræður og riss
Verð ób. kr. 200,00, ib. kr. 240,00.
Þrjú merk ritgerðarsöfn, ómissandi hverjum þeim sem
vill þekkja andlegar og pólitískar hræringar síðustu ára-
tuga á íslandi.
GUNNAR BENEDIKTSSON:
Skriftamál uppgjafaprests
Ritgerðir um kirkju, kommúnisma
og kristindóm.
Verð: ób. kr. 180,00, ib. kr. 210,00
og vígfimur, ræðumaður ágætur
og andstæðingum skeinuhættur
í kappræðum. Fyrir hugsjónum
sínum og áhugamálum berst
hann heill og óskiptur. Hann er
líka einn þeirra manna, sem
fyrir hörðustum árásum verður
frá islenzkri afturhalds- og
auðvaldsklíku, og eru það
sannarlega mikil meðmæli.
Fram hjá þeirri staðreynd
má heldur ekki ganga, að með
stofnun Alþýðubandalagsins
hófst samstarf milli aðila sem
áður höfðu verið hvor öðrum
andvígir og oft átt í hörðum
deilum. Má geta nærri hvílíka
gjörbreytingu það hafði í för
með sér, ekki sízt hér á Vest-
fjörðum.
1 þessari afmæliskveðju hefur
Hannibal Valdimarssyni lítil-
lega verið lýst sem stjómmála-
manni og verkalýðsleiðtoga, en
maðurinn Hannibal Valdimars-
son er ekki síður athyglisverð-
ur. Hann er skapmaður mikill
og kappsmaður, að hverju sem
hann gengur. Við andstæðinga
sína er hann harður í viðskipt-
um, en samherjar hans og vinir
eiga sannarlega hauk í homi,
þar sem hann er, og þeirra
vanda reynir hann á allan hátt
að leysa. Hann er ætíð hressi-
legur í viðmóti og skemmtileg-
ur í viðkynningu og á heimili
hans er bæði gott og gaman að
koma. Og um það eru allir
sem Hannibal þekkja, sammála,
bæði andstæðingar og samherj-
ar, að persónulegir hagsmun-
ir eru honum algert aukaatriði,
þegar um baráttu fyrir hug-
sjónum hans og áhugamálum
er að ræða.
Kona Hannibals er Sólveig
Ölafsdóttir frá Strandseljum,
prýðilega greind kona og góð
húsmóðir, sem tekið hefur virk-
an þátt í starfi og stjómmála-
baráttu manns síns. Þau eiga
þeirri hamingju að fagna að
eiga myndarleg og ágætlega vel-
gefin böm.
Ég endurtek ámaðaróskir
mínar og okkar Alþýðubanda-
lagsmanna á Vestfjörðum og
vona að við og öll íslenzk al-
þýða fáum að njóta ágætra
starfskrafta hans í mörg ár
ennþá.
Halldór Ólafsson
Ég man ekkj lengur ártalið,
en ég ætla að það hafi verið
um eða eftir 1930 að ég var
sem oftar gestur á heimili vina
minna á Vatnseyri við Pat-
reksfjörð, Sighvatar Ámasonar
múrara og konu hans Kristjönu
Einarsdóttur. Þau hjón voru
einkar áhugasöm um verkalýðs-
mál og eindregið Alþýðuflokks-
fólk Ég var þá þegar orðinn
róttækur verkalýðssinni og
kommúnisti og auðvitað greindi
okkur á um margt þótt við ætt-
um ýmislegt sameiginlegt. Ég
fann að þetta vinafólk mitt. var
óvenjulega hresst í bragði og
létt yfir því, þegar verkalýðs-
málin bar á góma. Þau hión-
in létu þess fljótlega getið að
þar í þorpinu hefði nýlega
verið góður gestur á ferð og
mætt á fundi í verkalýðsfélag-
inu. I-Iann hét Hannibal Valdi-
marsson og var frá ísafirði.
Auðfundið var að þau földu að
aldeilis hefði að honum sópað
á fundinum í verkalýðsfélaginu
og komu hans mikla liðsemd
við verkalýðsfélagið og Alþýðu-
flokkinn.
Þetta mun hafa verið í fyrsta
sinni, að ég heyrði Hannibals
Valdimarssonar getið. Og þetta
rifjast nú upp þegar Hannibal
stendur á sextugu Mér er enn
minnisstæð aðdáun þessara
ágætu hjóna á þessum unga
og gunnreifa ísfirzka verkalýðs-
leiðtoga. Ég efaði ekki að þau
hefðu lög að mæla um atgerfi
mannsins og vasklega fram-
göngu. Og ég öfundaði þau
hálft í hvoru af að eiga hann
í sínum hópi; ég hafði giaman
kosið að slíkur maður tilheyrði
vinstri armi verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Meir en þrjátíu ár eru liðin
síðan þessi heiðurshjón á Vatn-
eyri voru með sigurglampa í
augum. að segja mér unglingn-
um frá komu og framgöngu
Hannibals V*ldimarssonar. Nú
kemur en-gum landsmanni, sem
kominn er til vits og ára, nafn
hans lengur ókunnuglega fyrir
eym eða sjónir. Hann á að
baki langan starfsdag og frægð-
arferil í verkalýðshreyfingunni,
fyrst sem brautryðjandi henn-
ar og helzti forustumaður um
langa hríð á Vestfjörðum. of-
sóttur og hataður af atvinnu-
rekendavaldinu en dáður flest-
um mönnum fremur af verka-
lýðnum, sem hann skipulagði í
samtök og beindi brautina til
manndóms og bættra lifskjara,
og síðar sem verkalvð=lpiötoei á
landsmælikvarða, boðberi ein-
ingar og sóknar í verkalýðsbar-
áttunni, þegar sú nauðsyn kall-
aði mest að, að risið væri gegn
ofurvaldi auðmannastéttarinn-
ar og ríkisvalds hennar og
verkalýðshreyfingin leyst úr
herfjötrum svika og undan-
halds. Það voru mikil og af-
drifarík tímamót í sögu og
baráttu verkalýðshreyfingar-
innar á fslandi þegar vinstri
menn. undir forustu Hannibals
Valdimarssonar. tóku við stjórn
Alþýðusambands fslands haust-
ið 1954. Síðan hefur Hannibal
verið forseti Alþýðusambands-
ins og óumdeilanlega fremsti
maður íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar. Og hann er nú ný-
endurkosinn til þessa mikil-
vægasta trúnaðarstarfs samtak-
anna
Það hlaut að fara svo, að
maður með skapferli, einlægni
og barátuhug Hanni-
bals Valdimarssonar bund-
inn jafn traustum böndum hug-
sjón og erfð íslenzku verka-
lýðshreyfingarinnar rúmaðist
ekki til lengdar í Alþýðufl.
eftir að sá flokkur hvarf að
fullu og öllu frá upphaflegri
stefnu sinni og markmiðum og
gerðist hlýðið heimilishjú á
röfuðbóli auðmannastéttarinnar
og pólitískra samtaka hennar.
Enda varð sú raunin. Þegar
Hannibal tók að beita sér sem
formaður Alþýðuflokksins cg
ritstjóri Alþýðublaðsins fyrir
því að slitin væru tengslin við
íhaldið og snúið á braut verka-
lýðsstefnu og vinstri samvinnu
þoldu hægri öflin ekki lengur
mátið. Hann var hrakinn úr
sínum gamla fiokki ásamtýms-
um öðrum og urðu þeir at-
burðir upphaf að stjómmála-
samtökum sósíalista og vinstri
jafnaðarmanna, Alþýðubanda-
laginu, sem fyrst buðu' frain
í þingkosningunum 1956 og þá
þegar með ágætum árangri fyr-
ir íslenzka alþýðu. Upp úr
þeim kosningasigri var vinstri
stjómin mynduð, þrátt fyrir
gagnstæðar yfirlýsingar
hræðslubandalagsflokkanna fyr-
ir kosningamar.
Lognið hefur ekki einkennt
líf og starf Hannibals Valdi-
marssoiiar. Það hefur staðið
stormur um hann alla tíð, í
verkalýðshreyfingunni, á Al-
þingi og í ríkisstjórn. Hann
er viss'ulega bardagaglaður. víg-
reifur og vopnfimur í bezta
lagi, fundvís á rök máli sínu
til stuðnings og lagið að setja
þau fram á ljósan og snjallan
hátt. Hann er einn allra bezti
áróðursmaður sem íslenzk
verkalýðshreyfing hefur átt og
dugnaður hans og ósérhlífni er
með fádæmum.
Fáa menn íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar hafa andstæð-
ingar hennar lagt jafn mikla
áherzlu á að níða og Han libal
Valdimarsson. Menn þurfa ekki
lengi að fletta blöðum Sjálf-
stæðisflokksins undanfarinn
rúman áratug til að ganga úr
skugga u«i þetta. Þetta er mik-
il viðurkenning fyrir hvem
sem fyrir henni verður og
Hannibal Valdimarsson er
sannarlega vel að þessari við-
urkenningu kominn. Og ég
held að hann þurfi ekki að
vænta þess að á þessu verði
nein breyting á næstu árum.
Auðvald og afturhald landsins
þekkir jafnan hættulegustu
andstæðinga sína.
Að síðustu óska ég Hannibal
Valdimarssyni alls góðs á þess-
um tímamótum í ævi hans og
íslenzkri alþýðu og samtökum
hennar í verkalýðsmálum og
stjórnmálum til hamingju með
vaskan son og farsælan for-
ustumann, sem hún fasir von-
andi lengi að njóta.
GHOmundur Vigfússon.
MODEN
unúakluÁh Rmkt
BOUTtGUe-MOÐe
!N Sfc'IDE
BUEM TÍZKUBLAÐIÐ VINSÆLA
með hárnákvæmum litprentuðum sniðum.
Nýjasta tízka írá
PARIS — VSN — RðM og MtíNCHEN.
Hentugur hversdagsfatnaður,
sér snið fyrir yfirstærðir.
Unglingafatnaður — bamafatnaður
Úrval prjónauppskrifta (danskur texti).
Teppi — dúkar —- púðar og allskonar
föndur.
Matar- og köku-uppskriftir.
SNIÐ FYLGIA ÖLLUM MÖDELUM
(Danskar skýringar).
(Jtsöluverð kr. 24.75.
AFGREI0SLUSTÚLKA
Rösk stúlka óskast til afgreiðslustarfa hálfan daginn í
einni kjötverzlun okkar. Nánari úpplýsmgar í skrifstofu
okkar Skúlagötu 20.
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS.
Skúlagötu 20.
KJðTIÐNAÐUR
Viljum ráða nú þegar nokkra duglega kjötiðnaðarmenn
eða menn vana kjötskurði til vinnu í pylsugerð okkar
að Súlagötu 20 Nánari upplýsingar í skrifstofu okkar
Skúlagötu 20.
SLÁTURFÉLAG suðurlands.
Skúlagötu 20.
ÚTSALA
Á morgun, niánudaginn 14. janúar, hefst
hin árlega vetrarútsala á
Kápum og drögtum.
MIIKIL VERÐLÆKKUN.
BERNHARÐ LAXDAL.
Kjörgarði.