Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. janúar 1963 SÍÐA g f»,T OF) VTTv.TTNN • • Walt Disney og Andrés Ond Það er í rauninni óþaríi að kynna Walt Disney, teiknar- ann og myndasmiðinn heims- fræga, eða „Andrés önd“, hina vinsælu persónu í myndasög- unni, sem Þjóðviljinn byrjar í dag að birta á 10. síðu. Þetta er ekki framhaldssaga þær þrjár til fjórar myndir sem birtast hvem dag segja eina sjálfstæða sögu af And- rési og óháða sögunni, sem næsta dag kemur. Einhvern tíma hefur bað verið sagt að Walt Disney og „Andrés önd“ hafi átt þetta sameiginlegt: Það Var ekki sérlega hátt á þeim risið fyrst þegar þeir komu fram á sjón- arsviðið í kvikmyndaborginm miklu, Hollywood. Walt Dis- ney átti 40 dali í vasanum og góða hugmynd í kollinum, og „Andrés önd“ var bara auka- persóna í teiknimynd. Nú er Walt Disney í hópi frægustu kvikmyndagerðar- manna heims og vinsælustu myndasöguhöfundanna — og „Andrés önd“ á sér aðdáend- ur um víða veröld og til hans streyma árlega bréf í sekkja- , tali. Þjóðviljinn væntir þess að lesendunum — og þá ekki |§ hvað sízt hinum yngstu - þyki nokkur fengur í því að il sjá daglega í blaðinu þessaf frægu myndapersónu. — Af tæknilegum ástæðum verður | vart hjá því komizt að eitt- hvað slæðist inn á myndirnar af ensku skýringartextunum, | eins og þeir eru á frummynd- unum, og biðjum við velvirð ingar á því fyrirfram. I \ \ \ \ Heimsmeistaramót stúdenta Sem kunnugt er koma skák- menn úr hópi stúdenta frá ýmsum þjóðum heims saman ár- lega til hins svonefnda heims- meistaramóts stúdenta. Er þetta sveitakeppni, og sendir hvert land eina sveit. Efsta svitin hlýtur svo heimsmeist- aratitil og heldur honum fram að næsta móti. (A.mk.). Mót þessi hafa orðið vinsæl og talsvert fjölsótt. Á árunum 1953-^58 tókum við íslending- ar þátt í sex slikum mótum í röð og náðum stundum furðu- góðum árangri. Af einstökum mönnum hérlendis munu Friðrik Ólafsson og Guðmundur Pálmason hafa orðið aflasæi- astir á mótum þessum En ekki nóg með það, að við höfum tekið þátt í mörgum slílkum mótum, heldur héldum við eitt slikt mót sjálfir, árið 1957, eins og marga mun reka minni til Var það flestra mál. að fram- kvæmd þess móts færi skipuleggjendum okkar vel úr hendi og gæti orðið öðrum til fyrirmyndar Ekki er mér kunnugt um ástæðurnar fyrir því, að við höfum ekki tekið þátt í fjórum síðustu stúdentamótum. Öruggt má þó telja, að ástæðan sé ekki sú, að við höfum ekk'i haft nægjanlegt mannval til utanfara. Nú er uppi sterk hreyfing meðal háskólastúdenta í þá átr. að við hefjum aftur þátttöku í siíkum mótum. Næsta Heims- meistaramót stúdenta verður haldið í Júgóslavíu á sumri komanda. Núverandi stúdenta- ráð er hiynnt því. að við reynum að senda sveit til þess móts og hefur falið sérstakri nefnd að rannsaka málið, geva kostnaðaráætlun o fl. Skulum við vona, að hún reki sig ekki á neinar óyfir- stíiganlegar torfærur. Undanrásir Skákþings Reykja- víkur standa nú sem hæst.. Er að vonum slegizt knálega um úrslitasætin í öllum riðlum, og þegar þetta er ritað, er enn KROSSGÁTA 1-1963 LARÉTT: I Þjóðviljans 4 klórar 5 notadrjúga 9 efni til margra samlegt 10 peninga II stjórn 13 sættir sig við 15 umfangsmeira 17 róttækir 19 býr undir uppskeru 21 sullir 23 skrámurnar 26 borg í Svíþjóð 27 komst í verk hluta nyt- 28 „viðreisnar“ráðstöfunin LÓÐRÉTT: 1 sveitamann 2 siðar i röðinni 3 anz 4 rati 5 trés (teg.) 6 kvenvargurinn 7 nagdýr 12 karlmannsnafn 14 hestsnafn 16 kynkvíslir 18 banvænt eitur 20 bæjarnafn (þf) 22 komast úr festu 24 málf!utning«atan 25 Hffærin 26 fleytu ógjörningur að sjá hvernig þeirri baráttu muni lyktk. Óvæntur atburður gerðlst i fyrstu umferð, er núvei'andi skákmeistari Reykjavíkur, Ben- óný Bendiktsson, tapaði fyrn* lítt þekktum skákmanná, Bene- dikt Halldórssyni. Benoný sýn- ir öll merki æfingarleysis á móti þessu enn sem komið er, 1 eftirfarandi skák frá þing- inu eigast við tveir ungir skák- menn í meistaraflokki (B- riðli), þeir Magnús Sóhnund- arson og Júlíus Loftsson. Þótt skákin sé ekki mjög æsandi, þá finnst mér hún athyglis- verð. Einkum sýnir svartur ó- venjuglöggt stöðumat, af svo ungum manni. Hvítt: Magnús Sólmundsson, Svart: Július Loftsson. KÓNGS-INDVERSK VÖRN 1. Rf3, Rf6 2. c4, g6 3. b3 (Byrjunarkerfi það, sem Magnús velur, getur verið gott til tilbreytingar, en sjaldan veldur það svörtum miklum erfiðleikum í byrjuninni). 3.-----Bg7 4. Bb2, 0—0 5. e3, d6 6. d4, e5 1 fljótu bragði sýnist fávís- legt að leika einvölduðu peði á þrívaldaðan reit, en við nán- ari athugun sjáum við, að eftir 7. dxe5 kæmi 7. — — Rg4; væri þá peð hvíts bundið, svartur ynni það og hefði þá losað vel um sig). 7. Be2, Rb—d7 8. 0—0, e4 (Júlíus hefur orðið að vega og meta stöðuna vel, áður en hann lék þennan lei'k. Peðið á e4 þrengir stöðu hvíts, en hættan er sú, að hvítur geti notað það sem átakspunkt til mótaðgerða á hentugu augna- bliki og þá einkum í sambandi við lei'kinn f3). 9. Rd2, He8 10. Rc3, Rf8 11. Dc2, Bf5 12 Ha—el, h5 (Treystir stöðu biskupsins á f5 og losar reitinn h7 fyrir riddarann á f8. Auk þess er h-peðinu fyrirhuguð frekari framrás eins og brátt kemur í Liós). 13. Dcl (Undjrbýr f3). 13. ----15h6 (Hindrar 14. f3). 14. Bdl, Rf8—h7 (Á hvítur nú að leika f3? Svarið veitur einkum á því, hvort hann getur náð valdi á reitnum e4 á eftir og náð að Ieika e-peði sínu fram. Þar sem hann sýnist ekki geta náð því marki. þá væri 15. f3 sjálf- sagt hæpin leikur). 15. Rc2, h4 16. Rf4. (16. h3 er þeim annmörkum háð, að hætt er við að svartur gæti þá sundrað kóngsstöðu hvits með framrás g-peðsins). 16. -----h3 17. g3, Rg5 18. Dc3, d5 19. Rxd5, Rxd5 20. cxd5, Dxd5 21 Be2 (21. Dxc7 væri auðvitað mið- ur heppilegur leikur vegna 21. — — Ha—c8 22. Df4, Rf3t og svartur vinnur drottninguna). 21. -----Bg7 (Hótar 22. — — c5). 22. Hcl. c6 23. b4, Dd7 24. Rc4, Bg4 25. Dc2 (Ma-gnús verður að gæta þess, að svarta drottningin komjst ekki í færi við reitinn §2). 25. — — Bxe2 26. Dxe2, Rf3t 27. Khl (Þröngt er um hvíta kóng- inn. en hann nýtur þó sæmi- legs öryggis í bili). 27. — — Ha—d8 28. Rd2, Rxd2 29. Dxd2, Dg4 (Hótar máti í öðrum leik). 30. Ddl, Df5 (Lið er jafnt. en stöðumun- urinn er greinilegur Svartur Framhald á 12. síðu Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sírni 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Corysta Dagsbrúnar JJverjar stjórnarkosningar í Verkamannafélag- inu Dagsbrún eru orðnar annað og meira en venjulegar stjórnarkosningar í verkalýðsfé- lagi. Frá því reykvískir verkamenn stofnuðu fé- lag sitt hefur Verkamannafélagið Dagsbrún Löngum verið sterkasta félag verkalýðshreyfing- arinnar í landinu, það félagið sem mest mæddi á í sókn og vörn fyrir alþýðumálstaðinn. Hvað eft- ir annað hefur Dagsbrún hrundið árásum aftur- haldsins á lífskjör fólksins, og með Dagsbrún í fararbroddi hefur ekki einungis alþýða Reykja- víkur heldur einnig alþýða landsins alls háð sóknarstríð gegn afturhaldi og afætulýðnum sem rakar til sín arðinum af erfiði verkamannsins. Hvað eftir annað hefur það verið Dagsbrún sem ruddi brautina til kjarabóta, bæði kauphækk- ana og ekki síður til árangurs sem segja má að hafi verið skrifaður með verkföllum á lögbæk- ur landsins, eins og ’t.d. orlofsréttindi verka- manna, margvíslegar endurbætur á trygginga- löggjöfinni og sjálf lögin um atvinnuleysis- tryggingarnar. það er því fráleitasti áróður sem fram hefur komið í verkalýðshreyfingunni þegar þeir menn í Dagsbrún sem standa að B-listanum, menn, sem atvinnurekendavaldið hefur velþókn- un á, reyna að kenna Dagsbrún um að ekki hef- ur náðzt enn meiri árangur í kjarabaráttu verka- manna! Það þarf kokhreysti til að bera slíkt í munn sér, þegar haft er í huga að „verkalýðs- barátta“ samherja þessara manna, íhaldsstjórna í stórum verkalýðsfélögum sem áður hafa gegnt forystuhlutverki í verkalýðshreyfingunni, er nú í seinni tíð einkum fólgin í því að hirða eftir á þá sigra í kjarabaráttunni sem Verkamannafé- lagið Dagsbrún og önnur verkamannafélög und- ir róttækri forystu hafa unnið í harðri baráttu. Einn þessara manna lýsti því nýlega sem hug- sjón sinni að haga kjarabará’ttu Sjómannafélags Reykjavíkur framvegis á þann hátt, að félagið setti niður nefnd ásamt atvinnurekendum, og nefndin skyldi hafa það verkefni að „leiðrét’ta“ kjör sjómanna til samræmis við það sem verka- mannafélögin hefðu á hverjum tíma áunnið sér í landi! Það er hátt risið á slíkri kjarabaráttu, eða hvað finnst sjómönnum og verkamönnum? Það er sams konar „reisn“ yfir þeim forystumönnum B-listans í Dagsbrún sem atvinnurekendur hafa velþóknun á. Þannig gerir B-listinn það nú að einu aðalhugsjónamáli sínu að Dagsbrún skuli af alefli reyna að beita sér gegn því að aðrar vinnustéttir fái kjör sín bæ’tt! J þeirri baráttu, viðleitni atvinnurekenda að ná valdi á Dagsbrún til þess að lama baráttu- þrek hennar í kjaramálunum, treystir afturhald- ið á einn bandamann, og það er tómlæti ein- stakra Dagsbrúnarmanna um félag sitt. En Dags- brúnarmenn geta sýnt það í dag, að þeir vilja einnig framvegis halda félagi sínu sem stvrk- asta félagi íslenzkrar Verkalýðshreyfingar. til sóknar og varnar í lífsbaráttu sinni, sýna það með því að fylkja sér um stjórn félagsins, ura A-listann. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.