Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. marz 1963 —í... .. - --— . ^ . —■ .... ÞJÓÐVILJINN Verkalýðshreyfíngin er hlynnt vinnuhagræðingu ÞINGSIÁ Þ|ODVIL|ANS 1 umræðu á fundi sameinaðs þings á mið- vikudag um tillögu þriggja Alþýðuflokksþing- manna um námskeið í vinnuhagræðingu flutti Hannibal Valdimarsson ræðu um afstöðu Alþýðu- sambandsins til vinnuhag- ræðingarmálanna og svar- aði aðkasti sem verkalýðs- hreyfingin hefur orðið fyrir á því sviði. Lýsti hann fyttgi við tillöguna, og fer hér á eftir megin- hluti ræðu hans: f tilefni að því, að það hefur komið hér fram S umræðum ekki alls fyrir löngu hnútukast í garð íslenzkra verkalýðssam- taka og því haldið fram, að á forustumönnum verkalýðs- samtakanna stæði í sambandi við þetta mál, og væru því samtökin dragbítur á eðlilega þróun í þessum efnum, og með þvi að ég tel, að verkalýðs- hreyfingiin íslenzka sé alger- lega höfð fyrir rangri sök í þessum efnum, vil ég blanda mér nokkuð f þessar umræður. Eg tek það að vísu fram, að framsögumaður till. hafði ekk- ert slíkt hnútukast í frammi í garð verkalýðshrteyfingarinnar, vitnaði aðeins í það, að er- lend verkalýðssamtök væru komin al'lnokkuð áleiðis í þess- um efnum, og jafnvel lengra en við. Það skal fúslega játað enda er þar um að ræða þjóð- félög, sem eru komin lengra áleiðis í tækniþróun en íslenzka þjóðfélagið og samstarf hefur þegar hafizt t.d. s okkar næstu nágrannalöndum milli vinnu- veitendasamtaka og verkalýðs- samtaka á þessu sviði og það er nauðsynteg íorsenda þess, að nokkuð þokist verulega í áttina. Eg vil til þess að skýra afstöðu islenzkra verkalýðs- samtaka til þessara stórmáia rekja í fyrsta lagi, hvernig afstaða mín sem forseta Al- þýðusambandsins hefur kom.ið fram gagnvart þessum málum, í annan stað, hvernig miðstjórn Alþýðusambandsins hefur á sl. ári 1962 lagt fram sína af- stöðu til þessara mála. í þriðja lagi, að við höfum rætt við forsætisráðherra á árinu 1961 og einnig á árinu 1962 um sam- vinnu ríkisvalds við verka- lýðshreyfinguna um það. að greiða fyrir sérmenntun manna úr röðum verkalýðshreyfingar- innar til þess að við gætum orðið hlutgengir aðilar á móti vinnuveitendasamtökum og at- vinnurekendum til þess að þoka þessum málum áfram. Og að síðustu vil ég upplýsa um niðurstöðu síðasta Alþýðusam- bandsþings, sem kom skýrt fram i tveimur ályktunum, sem þingið gerði varðandi þessi mál. Það hefur oft verið um það talað, að það væri kannski bót flestra meina í íslenzku at- vinnulifi og liTklegt til þess að draga úr kaupgjaldsþrætum að koma hér á ákvæðisvinnu og þetta hefur hver tuggið upp eftir öðrum að lítt hugsuðu máli og talið, að þetta væri einhvers konar nýmæli í ís- lenzku atvinnui'ífi, að koma á ákvæðisvinnu. akkorðsvinnu. En það er svo fjarri því, að svo sé. Hitt er rétt, að við er- um ekki komnir eins langt í því að taka upp það launa- geiðslu- og vinnuform, ákvæð- isvinnuna, og sumar nágranna- þjóðir okkar eins og t.d. Norð- menn, en þetta c\r samt al- kunnugt fyrirbæri í okkar at- vinnulífi. í fyrsta lagi er ekki hægt að segja annað en hlu-taskipta- fyrirkomulag, sem hér hefur viðgengizt frá alda öðli, sé eins konar ákvæðisvinnuform sjó- mannsins. Hann fær þar ekki greiðslu eftir vinnustund eða miðað við ákveðinn vinnutíma, heldur eftir vinnuafköstum og vinnuárangri. Það má þvi segja, að alllir hlutarsjómenn á íslandi séu ákvæðisvinnumenn, vinni upp á akkorð, og það er ekki lítill þáttur í íslenzku at- vinnulífi. sem þannig fellur undir eitt form af mörgum á- kvæðisvinnuformum. Þá er það og kunnugt, að meðan salt- fiskurinn var okkar aðalút- flutningsvara, fór fiskþvottur langsamlega oftast fram sam- kvæmt akkorðssamningum í á- kvæðisvinnu og það voru eink- an'lega konur, sem þvoðu allan fisk í akkorði. Það var veru- legur þáttur í fiskverkuninni á þeim tíma. Enn kunnugra er það, að meginþætir í störfum við síldarverkun, fara fram hvarvetna á landinu í ákvæðis- vinnu. Síldarsöltunin og fjölda margir aðrir starfsþættir eru inntir af hendi í ákvæðisvinnu, eftir vinnuákvæðum stéttafé- lagasamninga. Öll vir.na við rækju og rækjuiðnað hér á landi allt frá því, að sú at- vinnugrein hófst árið 1934 eða 1935, hefur farið að öllu leyti fram samkvæmt ákvæðisvinnu- samningum. Þá eru fiest stétt- arfélög nú komin inn á það að hafa ákvæðisvinnuákvæði í sínum samningum um ræstun- arstörf, en að nokkru leyti fara þau fram í tímavinnu og er það þá oft nokkuð frjálst val atvinnurekenda, hvort þeir óska, að þessi ræstunarstörf fari fram eftir tímavinnukaup- inu eða eftir ákvæðisvinnu- töxtunum. Þetta sem ég nú hefi nefnt viðvíkjandi ákvæðisvinnu, er búið að fá á sig mismunandi langa reynslu, en hér er um að ræða vinnuframkvæmd samkvæmt samningum hinna almennu verkalýðsfélaga og má af því sjá, að ákvæðis- vinnuform er þar ekkert ný- mæli og nær ekki yfir líltinn h'luta af íslenzku atvinnulífi. Þá skal ég ennfnemur geta þess, að eftirtahn iðnfélög hafa í samningum sínum ákvæði um akkorð, um ákvæðisvinnu. Það er í fyrsta lagi Múrarafélag Reykjavíkur, í annan stað Mál- arafélag Reykjavíkur í þriðja lagi Trésmiðafélag Reykjavík- ur, í fjórða lagi félagið Skjald- borg, félag sem nær yfir fata- iðnaðinn. Þar hefur verið lang- mest unnið eftir ákvæðisvinnu- samningum, Sveinafélag hús- gagnabólstrara vinnur nú að langmestu leyti i ákvæðis- vinnu. Iðja, félag verksmiðju- fólks hefur og ákvæðisvinnu- framkvæmd að súmu leyti samkvæmt stéttarfélagssamn- ingum og að öðru leyti eftir ákvæðum atvinnurekenda, sem er nú ekki gott form á ákvæð- isvinnu, og ýmis fleiri stéttar- félög hafa ákvæði í sínum stéttarfélagssamningum um að framkvæma vinnu í ákvæðis- vinnu. Á s.l. ári skrifaði Iðnaðar- málastofnunin A.S.Í bréf og óskaði eftir afstöðuyfirlýsingu af hendi Alþýðusambandsins viðvíkjandi ákvæðisvinnu í því bréfi, sem Alþýðusambandið þá sendi Iðnaðarmálastofnuninni, sagði að Alþýðusambandið væri þieirrar skoðunar. að á- kvæðisvinna ætti í mörgum starfsgreinum fullan rétt á sér. En í bréfinu sagði ennfremur: „Þó viljum vér hafa allan fyr- irvara á um svokölluð slump- akkorð, en þau hafa, jafnvel i sumum tilfellum verið mjög ó- hagstæð fyrir launþega, svo að ekki sé meira sagt, enda bönn- uð í nokkrum kjarasamning- um.“ Hér er þá um þá stað- reynd að ræða, að svokölluð slumpakkorð, sem oft hafa verið ákvörðuð einhliða af at- vinnurekendum hafa í vissum kjarasamningum verið bönnuð, en það er einasta neikvæða af- staðan, sem alþýðusamtökin mér vitnlega hafa tekið gagn- vart akkorðsvinnu. Síðan sagði: Vér teljum, að ákvæðis- vinnu mætti koma á við mun fleiri störf en nú.“ Af þessu held ég, að sé ljóst, að A.S.Í. hefur ekki beitt sér á móti því, að farið væri inn á í ríkara mæli en hingað til að framkvæma verk í akkorði. Fal'lizt er á, að e.t.v. hefur það fyrirkomulag í sér þann mögu- leika, að áhugi vaxi fyrir því að auka afköst og það geti í senn aukið þjóðartekjur og hlutdieild hins vinnandi fólks í arði vinnunnar. Ef akkorðs- greiðsla á kaupi og akkorðs- Hanmbal Valdimarsson. * samningar um vinnu í fram- kvæmd, hefði þann spora í sér, að bæði þjóðin og einstakling- urinn gæti af því hagnazt og þjóðarverðmæti aufcizt við það, þá er þar um að ræða yfir- burði yfir t.d. launagreiðslu- fyrirkomulag tímakaupsins, sem mjög hefur verið ráðandi í okkar launakerfi. Þá vil ég geta þess, til þess a.m.k. sanna það, að þegar menn hafa hér verið að fullyrða í ræðum á Alþingi, að vissir forystumenn verkalýðssamtak- anna hafi beitt sér á móti akk- orðsvinnu og vinnurannsókn- um og vinnuhagræðingu og þess konar. þá er a. m. k. ekfci ég í hópi þeirra. Á ráð- stefnu um stjórnunarmál, sem haldin var að Bifröst í Borgar- firði dagana 31. ágúst til 2. september 1961, fluti ég erindi að beiðni formanns þeirra samtaka og ræddi m. a., enda var þess óskað, um vinnuhag- ræðingu og launagreiðsluform eins og tímavinnukaup og á- kvæðisvinnu. Og þá sagði ég um þessi efni m. a. það, sem hér íer á eftir: „Þegar þróun íslenzkra at- vinnuvega er höfð í huga, þarf enginn að undrast það, að tæknilegur undirbúningur fyr- irtækja hér á landi sé eða hafi oft verið ófullkominn að verk- stjóm hafi verið tilviljunar- kennd og óvísindaleg né held- ur, að verkkunnátta og þjálfun verkamannsins í þjónustu vél- væddra atvinnuvega, hafi oft verið ófullkomin og í molum. Á öllum þessum sviðum þurf- um við sannarliega mikilla úr- bóta við. All't þetta hlýtur svo að vera hjá fyrstu kynslóð, sem elzt upp við iðnvæðingu og véltækni á byrjunarstigi, enda hefur það verið svo. Við höf- um í þessum efnum verið á- þekkust barni, sem er að hætta að skrfflða og er að stíga fyrstu sporin. Auðvitað eru þau spor hæg og hikandi og engin festa fengin í ömggan gang. Hér á íslenzk þjóð því mikið nám fyrir höndum. Hér erum við langt á eftir mörgum öðmm þjóðum og auk þess er þróunin svo ör, að það væru út af fyrir sig ærin verkefni að fylgjast með, hvað þá, þegar við þurf- um að ná þeim þjóðum. sem nú eru á undan okkur. Ilér þarf því tvennt að gerast, að opna alla glugga fyrir tækni- legri þefckingu og velja þrótt- mikið og námfúst fólk til að titeinka sér leyndardóma tæknifræðinnar hjá sérhverri þeirri þjóð, siem fremst stendur á hverju sviði. Oss koma ekki á óvart þær upplýsingar byggðar á ame- rískum ranhsóknum, að 85— 90% af afkastaaukningu starfs- manna á klst. í Bandaríkjunum á tímabilinu frá 1871—1951, stafi af tæknilegum framför- um. Þetta þekkjum við sjálfir, þegar við berum t.d. saman af- kastaaukningu íslenzka fiski- mannsins frá því um 1870 og þar til nú. Hvar er það annað en tæknilegar framfarir og umbætur, sem valda því, að ís- lenzki fiskimaðurinn er nú, samkvæmt viðurfcenndum al- þjóðlegum skýrslum, hinn af- kastamesti í heimi. Það skal fúslega viðurkennt af mér, að tæknifræðin sé vaxtarbroddur- inn eða umframafhð, þegar um er að ræða þá möguleika til stóraukinnar þjóðarframleiðslu og með réttlátri tekjuskiptingu einnig til bættra lífskjara hins vinnandi manns. Ekkert er sjálfsagðara en að forustumenn atvinnumála, sér- stafclega í iðnaðinum, afli sér hins fullkomnasta tæknibúnað- ar fyrir rekstur sinn og beiti jafnframt fyllstu nútímaþekk- ingu við staðsetningu véla og hvað eina með það fyrir aug- um, að framleiðni þeirra verði sem mest. Eg tel og fjarri, að verkalýðshreyfingin hafi nokk- uð við það að athuga, þó að farið sé dnn á nýjar brautir til hagfelldrar og vísindalegrar hagnýtingar vinnuaflsins, þó að því ti'lskildu. að þess sé ávallt gætt. að heilsa verka- mannsins bíði ekki hniekki við og að hann fái ávallt sína rétt- mætu hlutdeiild í auknum af- rakstr; vinnunnar. Bæði tækni leg hagræðing og hagræðing vinnuafls verða að vera sam- eiginleg verkefni atvinnurek- enda og verkafólks, ef góðs ár- angurs skal vænta. Og víst væri það alrangt af verka- mönnum að beita sér gegn bættum vinnubrögðum. Þeir eiga einmjtt að vera virkir þátttakendur í vísindalegri leit eftir sífellt betri og fullkomn- ari vinnubrögðum í sínu starfi með betri starfsárangur að takmarki. Er þá komið að vinnurann- sóknum og framkvæmd þeirra. Á því sviði hygg ég, að miklu varði, að þær séu framkvæmd- ar á þann veg, að verkamönn- um sé vel ljóst, að í fram- leiðslustarfinu gegni hann ekki aðeins hlutverki dauðrar vélar, sem ætlunin sé að hagnýta betur, heldur sé markmið rann- sóknanna aukin hagsæld og heill atvinnurekenda og verka- manna, sem jafnrétthárra aðila, er hvortveggja stefni _að sama marki, fullkominnar þjón- ustu beggja í þjóðfélaginu. Vakni andúð eða tortryggni hjá verkamönnum, eru slíkar rannsóknir lítt framkvæman- legar og jafnvel verr af stað farið með þær en heima setið. Til þess að hjá slíku verði komizt. tel ég öfluga og VÍS- tæka fræðslustarfsemi nauð- synlega, áður en hafizt sé handa um almennar vinnu- rannsóknir. Það var nákvæmlega þetta, sem Sigurður Ingimundarson vék hér að áðan og sagði, að hann teldi einnig, að það væri Framhald á 8. síðu. SÍÐA 3 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar fl. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð* ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. aurrlýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Vermenn ¥»að er ekki nýtt í íslenzku atvinnulífi að menn * flytji sig eftir því hvar atvinnu er að fá á hverjum árstíma. Meðan mestur hluti þjóðar- innar stundaði landbúnað, sendu bædur víða um land vinnumenn sína í verið og fóru sjálfir, og höfðu af veruleg búdrýgindi. Tilflutningur vinnuaflsins hefur þó orðið í enn s'færri stíl eft- ir því sem sjávarútvegurinn hefur e’flzt, og skipulagning fiskveiða og fiskiðnaðar hlýtur enn um langt skeið að þurfa þess við að íslenzkir sjómenn og verkamenn sætti sig við að ársvinna þeirra sé ekki staðbundin við einn landhluta, heldur verði þeir að færa sig meira og minna fil. Slík tilfærsla vnnuafls vekur margvísleg vanda- mál, menn hljóta að fara frá heimilum sín- um og dvelja langan tíma eða skamman að heiman, eftir því hvar vinnuaflið vantar. Það er því ekki lítið vandamál að búa þannig að að- komusjómönnum og verkamönnum í hinum stóru og smáu verstöðvum og 'fiskiðnaðarbæjum um land allt að hægt sé að telja þá aðbúð sóma- samlega. Þegar þess er gætt hve þjóðinni allri ríður á að nægilegur mannafli fáist til star'fa á fiskiskipin og í fiskiðnaðinn er augljósf að þeífa er mál sem varðar alla þjóðina, og Alþingi verð- ur að láta til sín taka. Jjingmenn sósíalista og Alþýðubandalags'ins hafa með ýmsu móti vakið máls á þessu vandamáli á Alþingi á undanförnum árum og nokkuð hefur áunnizt í því að bæta aðbúnað að- komufólks hér og þar. Miklu meira er þó enn ógert svo að sæmilegf mætti teljast. Aðbúnaður aðkomufólks í mörgum verstöðvanna og iðnaðar- bæjanna er víða til skammar, og er höfuðborgin Reykjavík ekki undanskilin. Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, Gunnar Jóhannsson og Eðvarð Sigurðsson, flytja nú á Alþingi tillögu til þingsályktunar um milliþinganefnd sem rannsaka á aðbúnað verkafólks í verbúðum og á vinnustöðum, og á að hafa lokið þeirri jtfhug- un og gert tillögur til úrbóta þegar um næstu áramót. Skal rannsóknin gerð með sérstöku fil- liti til öryggis og heilbrigðiseftirljts, og á ne’fnd1 in sérstaklega að rannsaka aðbúnað og alla að- stöðu þess fólks sem sækja verður atvinnu sína til f jarlægra staða um sumar- og vetrarvertíðir. IJér er brýnf nauðsynjamál og hagsmunamál á ferð, ekki einungis þeirra verkamanna og sjómanna sem það snertir beint, heldur varð- a.r þetta mál þjóðina alla og eðlilega þróun at- vinnuveganna, og verður að vænta þess að AI- þingi afgreiði rösklega fillöguna og að vel tak- ist til með framkvæmd hennar og skipulagn- ingu þeirra úrbóta sem þarna er áreiðanlegS þörf. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.