Þjóðviljinn - 08.03.1963, Qupperneq 7
SlÐA
Föstudagur 8. marz 1963
ÞJÓÐVILJINN
JO
hádegishitinn
★ Klukkan 11 árdegis í gær
var austan og norðaustan átt
um allt land, slydda norðan-
lands, en snjókoma til fjalla
Sunnanlands var dálítil rign-
ing. Alldjúp lægð var út af
Suðvesturlandi á hreyfingu
norðaustur.
til minnis
★ í dag er föstudagurinn 8.
marz. Beata. Árdegisháflæði
klukkan 4.36. Alþjóðadagur
kvenna. Tilskipun um stofnun
Alþingis árið 1843.
★ Næturvörzlu vikuna 2. til
9. marz er í Vesturbæjar Apó-
teki. Sími 22290.
★ Næturvörzlu í Hafnarfirði
vikuna 2. til 9. marz annast
Jón Jóhannesson, læknir. Sími
51466.
•k Neyðarlæknir vakt alla daga
nema laugardaga kl. 13—17
Sími 11510
★ Slysavarðstofan i heilsu-
vemdarstöðinni er opin allan
sólarhringinn. næturlæknir á
sama stað klukkan 18-8. Simi
15030.
★ Slökkviliðiö og sjúkrabif-
reiðin sími 11100
•k Lögrcglan sími 11166
A'Holtsapótek og Garðsapótek
eru opin alla virka daga kl
9-19. laugardaga klukkan 9-
16 og sunnudaga klukkan 13-
16
k Sjúkrabifreiðin Hafnarfirðí
sími 51336
★ Kópavogsapótek er opið alla
virka daga klukkan 9.15-20.
laugardaga klukkan 9.15-16.
sunnudaga kl 13-16.
★ Keflavíkurapótck er opið
alla virka daga klukkan 9-19
laugardaga kl. 9-16 og sunnu-
daga kl. 13-16.
visan
Þá Ragnar hafði Rússann veitt
og reyrð var snaran,
undirförull brosti breitt
Birgir Kjaran.
xG
flugið
★ Loftleiðir. Eiríkur rauði er
væntanlegur frá N.Y. klukkan
8. Fer til Osióar, Gautaborgar,
Kaupmannshafnar og Ham-
borgar klukkan 9.30. Leifur
Eiríksson er væntanlegur frá
Amsterdam og Glasgow kl.
23. Fer til N.Y. klukkan 00.30.
Krossgáta
Þjóðviljans
Lárétt:
1 fugl 3 flugfél. 6 fljót 8 end-
ing 9 prédikun 10 samtök 12
frumefni 13 álpast 14 frum-
efni 15 frumefni 16 átt 17 ull.
Lóörétt:
1 mikill afli 2 samstæðir 4
hella 5 blankur 7 refsa 11
lengdarmál 15 stöng.
félagslíf
★ Húsmæðrafélag Reykjavík-
ur vill minna konur á spila-
kvöldið í Breiðfirðingabúð
mánudaginn 11. þ.m. klukkan
8.30. Konur mætið vel og
stundvíslega og takið með
ykkur gesti.
★ Frá Guðspekifélaginu:
Dögun heldur fund í kvöld
klukkan 8.30 í Guðspekifélags-
húsinu. Tvö erindi: Kristján
Guðmundsson: „Vertu trúr yf-
ir litlu“ og Leifur Ingimund-
arson: „Guðspeki og spírit-
ismi“. — Kaffi í fundarlok.
útvarpið
Fastir liðir eins og venjulega.
14.40 Við, sem heima sitjum:
Þriðji lestur sögunnar
Gestir eftir Kristínu
Sigfúsdóttur.
15.00 Siðdegisútvarp.
18.00 Þeir gerðu garðinn fræg-
an: Guðmundur M. Þor-
láksson talar 'um Jónas
Hallgrímsson.
18.30 Þingfréttir.
20.00 Erindi: Erfiðleikar kvik-
myndaeftirlitsins (Aðal-
björg Sigurðardóttir).
20.25 fslenzk tónlist: Tvö verk
eftir Hallgrím Helgason
a) fslenzkur dans (Hans
Richter-Haaser leikur á
píanó). b) Norræn svíta
(Sinfóníuhljómsveit Is-
lands; höf. stj.).
20.45 I Ijóði, — þáttur í umsjá
Baldurs Pálmasonar.
Páll Bergþórsson les ljóð
og ljóðaþýðingar eftir
Magnús Ásgeirsson, en
Ingibjörg Stephensen
ljóð eftir Guðmund Böð-
varsson.
21.10 Tónleikar: Gítarleikar-
inn Laurindo Almeida o
fl. flytja suðræn lög.
21.30 Útvarpssagan: íslenzkur
aðall eftir Þórberg Þórð-
arson; XI. (Höf. les).
22.10 Passíusálmar (23).
22.20 Efst á baugi.
22.50 Á síðkvöldi: Frá „viku
léttrar tónlistar“ í Stutt-
gart í október s.l. ,
(Hljómsveit suður-
þýzka útvarpsins leikur;
Willy Mattes stjómar).
a) Gardebyláten, þrjár
hugleiðingar um sænskt
þjóðlag eftir Willy
Mattes. b) Kamival í
Kanada eftir Benjamin
Britten. c) Balkan-
konsert eftir Miaden
Gutesha.
23.25 Dagskrárlok.
skipin
★ Eimskipafélag íslands. Brú-
arfoss kom til Reykjavíkur
£ gær frá N.Y. Dettifoss fór
frá Dublin 26. fm. til N. Y.
Fjallfoss fer frá Gdynia í dag
til Kaupmannahafnar, Gauta-
borgar og Reykjavíkur. Goða-
foss kom til N.Y. í fyrradag;
fer þaðan til Camden og aft-
ur til N.Y. og Reykjavfkur
Gullfoss fór frá Hamborg í .
gær til Kaupmannahafnar.
Lagarfoss fór frá Kaupmanna-
höfn 5. þ.m. til Reykjavíkur.
Mánafoss kom til Hull í gær;
fer þaðan til Leith og Seyðis-
fjarðar. Reykjafoss kom til
Rotterdam í gær; fer þaðan til
I-Iamborgar, Antverpen og
Hull. Selfoss fór frá Rotter-
dag í gær til Hamborgar, Du-
blin, og Reykjavíkur. Trölla-
foss kom til Reykjavíkur 4.
þ.m. frá Leith. Tungufoss kom
til Gautaborgar í gær; fer
þaðan til íslands.
★ Jöklar. Drangajökull fer
frá Hamborg til Reykjavíkur.
Langjökull er í Vestmanna-
eyjum fer þaðan til Mur-
mansk. Vatnajökull er á leið
til Aberdeen fer þaðan til
Grimsby, Ostend, Rotterdam
og London.
★ Hafskip. Laxá fór frá
Akranesi í gær til Skotlands.
Rangá er í Gautaborg.
★ Skipaútgcrð ríkisins. Hekla
er á Austfjörðum á norður-
leið. Esja fer frá Reykjavík
í dag vestur um land í hrin-
ferð. Herjólfur fer frá Homa-
firði í dag til Vestmannaeyja
og Reykjavíkur. Þyrill er £
Manchester. Skjaldbreið er á
Norðurlandshöfnum. Herðu-
breið fór frá Reykjavík í gær-
kvöld vestur um land í hring-
ferð.
★ Skipadeild SÍS. Hvassafell
fer í dag frá Eime áleiðis til
Grimsby og Reykjavíkur.
Arnarfell er í Middlesbrough.
Jökulfell er væntanlegt til
Glouchester í dag, fer þaðan
væntanlega 10. þ.m. áleiðis
til Rvíkur. Dísarfell fer í dag
frá Hamborg áleiðis til Grims-
by og Reykjavíkur. Litlafell
er í Ölafsvík. Helgafell kemur
í dag til Antverpen; fer þeð-
an 13. þm. áleiðis til Austfj.
og Norðurlandshafna. Hamra-
fell fór í gær frá Reykjavík
til Akureyrar, Húsavíkur og
Austfjarða.
TT ,
:■ O
73
o
- o .
- >
En vonir Tómasar bregðast — allt í einu stingur
seglbáturinn sér niður £ öldurnar, og um leið kemur
vélbáturinn upp að hlið hans. Tómas steypir sér f sjó-
inn Bastos æpir: Þarna, þama er hann, hendið til
hans línu. En á sama augnabliki stöðvast vélin —
reiðinn af seglbátnum hefur lent £ skrúfunni, og nú
er lögreglubáturinn mát Ifka.
★ Þingeyingur hringdi í gær
★ hreppstjóradeilan í Þing-
eyjarsýslu
★ hann stendur mcð Jóni
hreppstjóra.
1 gær hringdi maður nokk-
ur til okkar og var styrkur
og greinargóður i raddblæn-
um, en stilltur vel. Hann drap
á hreppstjóradeiluna £ Suður-
Þingeyjarsýslu og sagðist
kynna sérskoðun i málinu og
væri sér þetta raunar hjart-
næmt, þar sem hann átt.i
marga hreppstjóra f ættinni.
Hann kvaðst raunar sjálfur
vera Þingeyingur að ætt og
uppruna, þó að rekja mætti
eina kvíslina yfir í Efri Hóla
ættina í norðursýslunni og
væri það engu miður að vera
f tengslum við mikilhæfa
fjáraflamenn eins og raunin
hefur orðið.
Ég stend með Jóni hrepp-
stjóra Árnasyni í þessu máli.
Við lifum á tækniöld og hvað
er til fyrirstöðu, að hrepp
stjóri sé ekki einmitt á ferð
og flugi á sínum bíl og aðlagi
sig bannig hraða nýrrar ald-
ar. Á ólíklegustu stöðum inn-
an sveitarinnar getur yfir-
valdið skotið upp kollinum ó-
vænt og gætt betur laga og
Minningarspjöld
★ Minningarspjöld Styrktar-
fél. lamaðra og fatlaðra fást
á eftirtöldum stöðum:
Verzluninnj Roða. Lauga.
vegi 74.
Bókabúð Braga Brynjólfs-
sonar. Hafnarstræti 22.
Verzluninni Réttarholt.
Réttarholtsvegi 1.
Sjafnargötu 14.
Bókabúð Olivers Steins,
Hafnarfirði.
Sjúkrasamlagi Hafnar-
fjarðar.
glettan
. . . aldrci haft löngun til þess
að hverfa að heiðarlegu Iífli.
réttar sinna undirsáta og eiga
hreppstjórar einmitt að vera
á fartinni. Mér finnst kyrr-
t‘- y ■ hreppstjóri eiga frem-
ur heima á hinum gömlu
hestatroðningum fortíðarinn-
ar og ætti að merkjast sem f-
haldssamt sjónarmið.
Það er alltaf erfiðleikum
bundið að kveðja gamla öld
og aðlaga sig háttum nýrrar
aldar.
ÆFR
★ Félagshedmili Æ.F.R.,
Tjamargötu 20 er opið öll
kvöld frá kl. 8.30 til 11.30: Á
laugardögum og sunnudögum j
kaffinu. Félagar skráiðykkurí
starfið í eldhúsinu.
alþingi
★ Dagskrá sameinaðs Alþing-
is föstudaginn 8. marz 1963.
klukkan 1.30 miðdegis.
1. Byggingarframkvæmdárl
og fomleifarannsóknir i
Reykholti, þáltill.
2. Hagnýting síldaraflans
við Suðuriand, þáltill.
3. Stýrimannaskóli Islands,
og sjóvinnuskóli, þáltill.
4. Ferðir íslenzkra fiski-
skipa, þáltill.
5. Endurskoðun skiptalag-
anna, þáltill.
6 Hlutdeildar- og arð-
skiptifyrirkomulag í at-
vinnurekstri, þáltill.
7 Launabætur af ágóða at-
vinnufyrirtækja, þáltill.
8. Vinnuaðstaða og sumar-
hvíld bama og unglinga.
þáltill. — Fyrri umr.
9. Verknámsskóli í jámiðn-
aði, þáltill. — Ein umr.
10. Eftirlit með fyrirtækja-
samtökum.
11. Tryggingasjóður land-
búnaðarins.
12. Hægri handar akstur.
13. Endurskoðun raforku-
laga.
14. Lánveitingar til fbúðar-
húsabygginga.
15. Bifreiðaferja á Hval-
fjörð.
16. Stéttarfélög og vinnu-
deilur.
7 Verðlaunaveiting fyrir
menningarafrek vegna
afmælis lýðveldis,
þáltill. — Fyrri umr.
18. Aðbúnaður verkafólks.
I kvöld verður Pétur Gautur sýndur í 25. sinn í Þjóöleik-
húsinu og eru allar horfur á sýningu þessa Ieikhúsverks
með hvíldum til vors. Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni
og Arndísi Björnsdóttur í hlutverkum Péturs Gauts og Asu
og er þetta eitt þekktasta atriði leiksins, þar sem dauði
Asu ber að dyrum.